Þjóðviljinn - 24.08.1986, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 24.08.1986, Qupperneq 4
Hvar mundi jólabarnið skipa ykkur í sveit? Þaö var í tilefni trúmálaumræðu fyrir fáum árum aö Flosi Ólafsson orti frægavísu: Á Mogganum er mikið puð menn þar ekki trúa á guð en hitt er víst og það erþað að Pjóðviljinn er kristið blað. Hitt mundi svo sönnu nær, aö Þjóðviljinn heföi yfirleitt verið heldur hlédrægur í trúmálum. Hann tók þann arf frá verkalýöshreyfingunni hér heima og allt í kring, aö gagnrýna kirkjuna fyrir aö vera í þjónustu hins óbreytta ástands og kannski einskonar handbendi valdhafa í sögunnar rás. Hinsvegar er fyrr og síðar vitnaö í blaðinu til réttlætiskröfu Jesú frá Nasaret, til sameignarskipunar frumkristninnar, sem alþýðan hafi oftar en ekki í sögunni gripið til sér til trausts og halds. Á kristnum hátíðum er stundum vikið að kristindómi og samfélagsmálum í leiðurum. Um það skulu til færð tvö dæmi. Hið fyrra er jólaleiðarinn frá árinu 1942. Hann ber yfirskriftina „Hvað segja guðspjöllin um vandamál samtímans?" og er höfundur hans að öllum líkindum Sigfús Sigurhiartarson. Hinn síðari heitir „Börn eru oss fædd“ og er jólaleiðari frá því í fyrra eftir Oskar Guðmundsson. —ÁB. Hvað segja guðspjöllin um vandamál nútímans? í upphafi leiðarans er minnt á það, að guðspjöllin séu skrifuð á „gullfögru islensku máli" og geymi margar leiðbeiningar sem eigi við í dag. Síðan segir: Hvað segja guðspjöllin um vandamál nútimans?. En er nokkuð að finna í þessum æfafornu ritum, sem snertir vandamál nútímans? munu margir spyrja. Við skulum fletta upp í 25. kap- ítula Matteusarguðspjalls. - Nið- urlag þessa kafla fjallar um þann dóm sem „Manns onurinn" mun kveða upp yfir mönnunum, eða öllu heldur um forsendur dóms- ins. Það er brugðið upp mynd af því, hvernig hann skipar öllum lýðum við hásæti sitt, sumum til hægri öðrum til vinstri. Þeir sem eru til hægri - sauðirnir- eru hinir „blessuðu", sem eiga að „erfa rik- ið“, en þeir sem eru til vinstri - ha/rarnir - eru „bölvaðir“, þeir eiga að fara í „eilífa eldinn", sem fyrir búinn er djöflinum og englum hans. Vissulega er þetta nokkuð harkalegur dómur, og krefst rök- stuðnings, enda kemur rökstuðn- ingurinn þegar á eftir dómsorðun- um. Hann er þannig: „Því ég var hungraður og þér gáfuð mér ekki að eta; ég var þyr- stur og þér gáfuð mér ekki að drekka; ég var gestur og þér hýst- uð mig ekki; nakinn og þér klædd- uð mig ekki; sjúkur og í fangelsi, og þér vitjuðuð mín ekki. Þá munu þeir svara og segja: Herra, hve- nær sáum vér þig hungraðan eöa þyrstan eða gest eða nakinn eða sjúkan eða í fangelsi, og hjúk- ruðum þér eigi? Þá mun hann svara þeim og segja: Sannlega segi ég yður; svo framarlega sem þér hafið ekki gjört þetta einum þessara minnstu, þá hafið þér ekki heldur gjört mér það“. Kenning þessarar ræðu er næsta ótviræð. Þvi er haldið fram, að dómurinn um breytni vora fari fyrst og fremst eftir því, hversu vel vér höfum vikizt undir vandamál þeirra, sem vantar mat, fatnað, húsnæði og aðrar nauðþurftir lífs- ins, og satt að segja er erfitt að koma auga á annan sanngjarnan mælikvarða. Góður maður lætur sér hugar haldið um að leysa hvers manns vandræði; vondur maður lætur sig neyð náungans litlu eða engu skipta. Þessu hélt Jesús fram, og um þetta eru allir heiðarlegir menn honum sam- mála. Víst er um það, að flestir íslend- ingar eru á það háu þroskastigi, að þeir geta naumast séð hungur, nekt, húsnæöisleysi eða sjúk- leika, án þess að vilja bæta úr því, en hitt er annað mál, að í þeim sökum hegða flestir sér eins og börn - og það mjög fávís börn. í barnaskap sínum sést hinum góðgjörnu yfir þá staðreynd, að eins og nú er komið tækni og at- vinnuháttum mannkynsins verð- ur hungur, nekt og húsnæðisleysi hlutskipti fjölda manna, nema sjálf samfélög mannsins, ríkið og sveitadélögin, líti það sem sitt fyrsta og helzta verkefni, að leysa þessi vandamál. Það er gott verk, að gefa þeim snauðu peninga eða önnur verð- mæti, hvort sem það er gert fyrir jólin eða á öðrum tímum; en ekki verða vandræði þeirra sjö fjöl- skyldna, sem búa í tveimur báru- járnsklefum suður á íþróttavelli, leyst með því. Hinir góðgjörnu, sem kjósa sér stað „hægra" megin við meista- rann á degi dómsins, ættu að gera sér þessa staðreynd Ijósa. í nútíma þjóðfélagi er ekki hægt að uppfylla skyldur sínar við snauða menn nema með því aö láta sjón- armið einstaklingshyggjunnar víkja, sjónarmið einkaauðsöfnu- nar verða að fara sömu leið, og sjónarmið einkarekstursins einn- ig. í staö þess verður að koma sjónarmið félagshyggju og sam- eignar, fullkomin viðurkenning á því, að allir eigi sama rétt til gæða lífsins, og að með skynsamlegu fyrirkomulagi eigi að sjá um, að allir geti notið þeirra. Um leið og Þjóðviljinn óskar lesendum sínum gleðilegra jóla, biður hann þá að hugleiða, hvað þeir hafa gert fyrir þá fátæku, svöngu, nöktu og húsvilltu, og hvort þeir sjá nokkra leið til að leysa vandræöi þeirra aðra en leið sósialismans. Þeir sem sjá- andi eru, sjá þetta, og breyta ekki eftir því, ættu að hugleiða, hvar í sveit „jólabarnið" mundi skipa þeim. Gleðileg jól! (24. des. 1942) Börn eru oss fœdd í dag er barn oss fætt, segir á einum stað, og fæðing Jesú minnir kristna menn á hlut- skipti allra barna, sem fæðast inní þennan heim. Við erum stöðugt minnt á að meirihluti þeirra barna, sem fæðast inní heiminn, eigi ekki annað fyrir höndum en kúgun, hungur, ógnir og skel- fingar. Það er grimmúðlegt hlut- skipti barnanna, sem fæðast á þurrkasvæðum í Afríku, og búa viö hungur og örbirgð, hlutskipti barnanna í Afganist- an sem rekin verða á flótta undan innrásarliði Sovét- stjórnar, hlutskipti barnanna í El Salvador og öðrum Suður- Ameríkuríkjum, að lifa við ógnarstjórnir, hungur og ótta. Og því miður er sá listi langur, yfir þau lönd og ríki, sem ekki geta boðið börnum sínum uppá það sem við köllum sjálfsögð mannréttindi. Og víða er það eina, sem börnin eiga, hrifsað burt áður en veg- ferð til aldurs og þroska hefst - lífið sjálft. Við sem búum við meira ör- yggi og nær efnislegum gæð- um eigum stundum erfitt með að gera okkur í hugarlund þetta hlutskipti meirihluta barna í heiminum. Á jólum erum við minnt á að öll börn eru fædd oss í dag, - hlut- skipti þeirra allra koma okkur við, hlutskipti þeirra er okkar hlutskipti. Við getum ekki skotið okkur undan þeirri ábyrgð, sem fylgir því, að búa við betri skilyrði en margt ann- að fólk, - við erum öll systkini og gestir á hótel jörð. „Það var eigi rúm fyrir þau á gistihús- inu“, segir í Lúkasarguð- spjalli, - og víst telja þeir sem betur mega sín fullbókað í gistihúsinu. En þar eiga allir að hafa jafnan rétt, - þar eiga allir að rúmast. Það er við- fangsefni mannkynsins, - sósíalismans og kristninnar, að gæta þess réttlætis og jöfnuðar. Þó framleidd séu í heimin- um matvæli sem nægðu til að halda lífi í öllum börnum sem fæðast á jörðinni, búa 2/3 hlutar barna fyrir neðan hung- urmörk. Gæðunum er svo misskipt, óréttlætið er svo mikið, - og verkefnið sem okkur er ætlað er að sama skapi mikilfenglegt. Víst getum við fyllst heilagri reiði og vandlætingu yfir hlut- skipti barna víðs vegar um heiminn. En hvernig búum við að okkar börnum á íslandi? Hvaða hlutskipti er þeim ætl- að? í því algleymi neyslunnar, sem oft fylgir þessari helgu hátíð, sem nú fer í hönd, gleymist oft að þau gæði, það öryggi, sem er máski börnum mikilvægara en leikfanga- fjöld, er ef til vill ekki að sama skapi innihaldsríkt og það er fjölskrúðugt í efninu. Fjöldi barna er með beinum og óbeinum hætti fórnarlömb þess misréttis og ójöfnuðar sem viðgengst í landinu. Börnin verða illilega fyrir barð- inu á vinnuþrælkun foreldra sinna, þau njóta ekki nægi- legrar aðhlynningar vegna skilningsleysis stjórnvalda gagnvart dagvistarstofnun- um, skólunum og kjörum launafólks. Margt bendir til þess að misrétti af þessum toga hafi fariö vaxandi á síð- ustu misserum. Þeirsem hafa orðið ofaná, undirformerkjum „frjálsrar samkeppni", skjóta sér þá gjarnan undan þeirri ábyrgð sem þeir bera gagnvart sínum minnstu bræðrum, svo á íslandi sem í Eþíópíu. Það er hverjum manni hollt að njóta helgi jólanna til lestr- ar og íhugunar um eilífðarmál- in og vort daglega brauð. Og vissulega er rétt að gleðjast með börnunum, og varðveita með sér barnið í brjóstum okkar allra. Við sjálf- þjóðfé- lagið sem við búum í verður dæmt eftir því hvernig það hefur fóstrað börnin. Þjóðviljinn óskar lesend- um sínum og lands- mönnum öllum gleðilegra jóla! -óg (jól 1985) 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. ágúst 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.