Þjóðviljinn - 24.08.1986, Side 14

Þjóðviljinn - 24.08.1986, Side 14
Leitað ásjár í nýjustu WoddyAllen, kvikmyndinni, Hannahandher sisters, sem Regnboginn tekurtilsýningarí nœsta mánuði Mickey er Woody Allen sem leikur Mickey. Þaö er erfitt aö horfast í augu viö dauðann. Hjartað er hœgfara vöðvi Hannah and her sisters. Bandarísk, 1986. Leikstjórn og Handrit Woody All- en. Myndataka: Carlo di Palma. Framleiðandi: Robert Greenhut. Aðalhlutverk: Mia Farrow, Barbara Hershey, Dianne Wiest, Michael Cain, Woody Allen, Max Von Sy- dow, Lloyd Nolan, Maureen O'Sullivan o.fl. Mér var þungt í skapi, ósofinn og hrjáður eftir nótt með fullu tungli. Hafði legið andvaka vegna tunglgalskaps og hús- draugurinn gerði vart við sig um nóttina. Kaffilaust morgunverð- arborð og dagurinn framundan lítt spennandi. Skrifborðið fullt af verkefnum og samt var ég á leið á bíó, þó klukkan væri hálf tíu að morgni. Mér hafði verið boðið að sjá forsýningu á nýjustu kvikmynd Woodys Allen, Hann- ah and her sisters, ásamt kvik- myndaeftirlitinu. Woody hefur átt það til að vera með tvíræða brandara og því sjálfsagt að kanna hvort börnum sé óhætt að skoða þessa nýjustu afurð hans. Við höfðum komið okkur fyrir í haganlega gerðum hægindastól- um og ég lygndi aftur augunum. Kannski ég sofni. Það væri synd og skömm því fregnir höfðu bor- ist utan úr hinum stóra heimi að hér væri sennilega á ferðinni ein besta kvikmynd háðfuglsins og segir það ekki lítið en Woody All- en er tvímælalaust í hópi þeirra leikstjóra sem mér þykir hvað vænst um. Pað er kannski rangt að tala um að komast með tærnar að hælum Chaplins því maður vissi aldrei hvað sneri fram og hvað aftur á skónum hans, en hafi einhverjir gert það, þá eru það franski meistarinn Tati og Woo- dy Allen. Ég glennti því upp glyrnurnar er kvikntyndin byrjaði að rúlla og strax frá fyrstu mínútu vissi ég að engin hætta vará að égsofnaði. Á tjaldinu birtist fólk sent lifði í þessari sömu innantómu veröld og maður sjálfur, þar sem skipt- ast á skin og skúrir og ein ör- væntingin leysir aðra af hólmi þar til tilgangur Iífsins opinberast seint og um síðir í kvikmyndahúsi einhversstaðar í New York í kjánaprikum Max-bræðra. Þið skiljið: Hjartað er hægfara vöðvi. Og þegar út var komið tók maður eftir því að sólin glennti sig enn einn daginn yfir 200 ára afmælis- barnið og gamall maður hjálpaði ungri telpu með barnavagn fullan af tómum gosflöskum upp á gangstéttina. Drunginn var horf- inn og nýr dagur framundan full- ur af erli og heimskupörum. Hannah and her sisters er fjöl- skyldudrama. Grunntónninn er alvarlegur en frásögnin krydduð gamanmálum. Hin fornu nrinni Woodys Allen eru hér öll sam- ankomin; samband karla og kvenna, firring stórborgarinnar, óttinn við dauðann, leitin að hinni einu og sönnu trú, kynlífs- vandamálið, tilgangurinn í lífinu, samskipti foreldra og barna, hjónabandið, framhjáhaldið, girndin til systur konu sinnar og þannig er hægt að telja áfram endalaust flesta þá þætti sem skipta upplýsta millistétt New York í dag einhverju máli. Myndin greinir frá þrem systr- um, þeim Hönnuh, sem er leikin af Miu Farrow, Lee (Barbara Hersey) og Holly (Dianne Wiest) og körlum þeirra þeim Eliiot (Michael Caine), sem er giftur Hönnuh en heldur framhjá með Lee, Mickey (Woody Allen). sem er fyrrverandi eiginmaður Hönnuh en giftist Holly, og lista- manninum Frederick (Max Von Sydow) sem þolir ekki fólk nema yngstu systurina Lee, sem Elliot heldur framhjá með en missir í fangið á bókmenntaprófessor. Þetta er nokkuð flókið en gengur samt allt upp að lokum við þriðju og síðustu þakkar- gjörðarmáltíðina á heimili for- eldra þeirra systra sem gömlu brýnin Maureen CLSullivan, móðir Miu Farrow, og Lloyd Nolan leika. Pá koma einnig sjö af átta börnum Miu Farrowfram í myndinni, þó hlutverk þeirra séu ekki stór. Woody Allen vanrækir því ekki eiginkonu sína og fjöl- skyldu hennar. Einn helsti kostur myndarinn- ar er persónusköpunin. Einsog sjá má af framansögðu er hér fjöl- di persóna á ferðinni og engin þeirra meira áberandi en hinar þó ntyndin beri nafn Hönnuh. Syst- urnar þrjár eru hver með sínu móti, Hannah hin fullkomna, sem ætíð hleypur undir bagga, en einmitt þessi fullkomnun verður til þess að fæla hennar nánustu burt frá henni, enda er hún stöðugt veitandi en aldrei þiggj- andi. Andstæða hennar er Holly, fyrrverandi kókaínneytandi sem allt gengur á afturfótunum hjá, en rís alltaf tvíefld aftur upp og tekst á við tilvistarglímuna á nýj- an leik. Lee er hin þriðja, sak- laus, fríð og hvers hugljúfi en sef- ur hjá eiginmanni systur sinnar án þess að blikna. Karlmennirnir eru líka steyptir í mismunandi mót. Elliot, sem malar gull en ræður ekkert við gráa fiðringinn, elskar konu sína og heldur fram hjá henni, listunn- andi og harðsvíraður kaupsýslu- maður, öruggur á ytra borði en á þó erfitt með að fela tilfinningar sínar, er undir niðri lítið barn sem langar til að gráta við öxl móður sinnar. Listmálarinn Frederik, sem þolir ekki umheiminn, hefur megnustu óbeit á fólki, lifir í list sinni fyrir list sína en neitar að selja listina í metravís og ákveðn- um litum svo málverkin passi við sófana í stofunum. Eina raun- verulega sambandið sem hann hefur við umheiminn er í gegnum sambýliskonuna Lee. Undir niðri er hann þó lítið barn sem langar til að gráta við öxl móður sinnar. Mickey er Woody Allen sem leikur Mickey. Hann er lítið ráð- villt barn sem óttast dauðann og óttast lífið. Læknisrannsókn leiðir í Ijós að hann er að tapa heyrninni á öðru eyra en ekki er vitað hversvegna. Grunur læðist að honum að æxli við heila valdi þessu. Hann horfist í augu við dauðann örvæntingin uppmáluð. Heilamynd leiðir þó í ljós að ekk- ert æxli er við heilann. Mickey ræður sér varla fyrir kæti þar til hann uppgötvar að þetta er bara frestun á dauðanum því eitt sinn skal hver deyja. Hann fyllist ör- væntingu sem endar með því að hann beinir byssukjafti að hausnum á sér. Skotið hleypur óvart af en framhjá hausnum. Eftir að hafa ráfað stefnulaust um borgina villist hann inn á kvik- mynd með Max-bræðrum og sættist aftur við hlutskipti sitt. Það þarf ekki að fj ölyrða um að allur leikur er með miklum ágæt- um, enda valinn maður í hverju hlutverki, þó langar mig að minn- ast á leik Dianne Wiest, sem leikur taugabiluðu systurina Holly af hreinni snilld. Kvikmyndataka Carlos di Palma er til fyrirmyndar einsog hans er von og vísa og gildir það jafnt um það sem gerist innan veggja sem og utan. New York W. Állen og C. di Palma er falleg borg en ekki sykursæt. Öngstræt- in eiga einnig sína hlýju og þegar einveru er leitað er rölt niður á bryggju og horft yfir sundið. Við þekkjum þetta sjálf enda lífið ekki svo frábrugðið hér og þar þegar allt kemur til alls. Tónlistin er tekin úr hinni og þessari áttinni, frá Bach til Pucc- inis, staldrað við á veitingahúsi með Cole Porter og endað á rokkbúllu með vilitum pönkur- urn. Það er eins með tónlistina í myndinni og annað, að hún spannar öll sviðin. Þegar út var komið þá ómaði þessi margræða lífssinfónía inni í mér. Kannski hafði ekkert breyst, ekkert annað en mín eigin afstaða til þess sem daglega ber fyrir augu, smáatriðanna sem svo gjarnan hverfa því hugurinn er upptekinn af því stóra, sem þegar allt kemur til alls er alls ekki neitt stærra en hið smáa. -Sáf Reykjavík 200 ára „þér vorhvötin leiki um hjarto “ Kvenfélag fœrir borginni Ijóð Reykjavíkurborg bárust margargóðargjafir á tveggja alda afmælinu um síðustu helgi. Meðal gefenda var Kvenfélagið Vorhvöt sent haföi látið semja, - eða endursemja -, hátíðaljóð til borgarinnar, og mun ljóðinu þegar hafa verið komið til borgaryfirvalda fagurlega innrömm- uðu. Framlag hinna ljóðelsku félagskvenna til hátíðahaldanna hefur ekki farið hátt enda virðist hér gefið nreð þeim hug að vinstri höndin viti ekki hvað hin hægri gjörir. Þjóðviljanum tókst að hafa uppi á afriti af ljóðinu: Afmælisljóð til Reykjavíkur 200 ára frá Kvenfélaginu Vorhvöt. Lag: Vorhvöt (Þú vorgyðja svífur...) Þú borg vorra drauma með Davíð viðstjórn vérdáum þig, lofum ogprísum. Frá rótum vors hjarta nú fœristþérfórn með fannhvítum jöklannu dísum. Ég sé hvar í skýjum þú svífur á ferð ísjálfstœðri frelsisins þjónustugerð. Þúfrjálshyggjumóðir og vagga okkar vœr, þér vorhvötin leiki um hjarta og strœti þín gœli við ganglúnar tœr, við geislahvolf himinsins bjarta. Og öndvegissúlurnar efli vorn dug og anda vorn styrki og treysti vorn hug. Nú tvöhundruð árin þú telur í dag, en tvöþúsund brátt munufylgja. H ver ártugurfœri þérfrjálsrœðis hag ogfjármagnið rísisem bylgja. Þú aldregi byggirá brotinni jörð, nei, bláfjötur Ægis skal standa um þig vörð. Svofrjáls vertu, Reykjavík, víttinn ávog með Viðey á úthafsins bárum. Þar aldregi finnist neitt ekkanna sog né ásjónur flóandi í tárum. Og aldregi, aldregi sœkiþigsorg frá sundrungaröflum, mín hjartkæra borg. Sigurlaug Helgadóttir forseti Vorhvatar 14 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. ágúst 1986

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.