Þjóðviljinn - 24.08.1986, Qupperneq 16
Rœtt við Stig Malm, formann sœnska
alþýðusambandsins, LO: „Við höfum
náð langt í baráttunni fyrir
efnahagslegu öryggi og velferð, svo
nú held ég að kominn sé tími til að
taka nýja stefnu, líta á lífið í heild og
lífsgœðin, - ekki aðeins þau
efnahagslegu".
- Auövitaö vil ég fá meiri völd,
völd eru nauðsynleg til þess
að koma hugsjónum mínum í
framkvæmd. Og til þess er ég
íþessustarfi.
' Þaö er Stig Malm formaöur
sænska alþýöusambandins,
LO (Landsorganisationen),
sem talar af slíkri hreinskilni.
Hann situr á móti mér grannur
og spengilegur með gullspangar-
gleraugu á nefi og grásprengt hár-
ið nýklippt og snyrtilegt. Hann er
þessa dagana í stuttri heimsókn á
Islandi á samnorrænu þingi hags-
munafélaga. Festa og kraftur
skín út úr hverjum andlitsdrætti
en þó er stutt í kímnina og brosið.
Ef til vill líkist hann ömmu
sinni sem fylgdi fast eftir hverju
máli á langri lífsleið og þegar
henni þótti nógu í verk komið og
elli kerling sótti hana heim batt
hún sjálf enda á líf sitt með næl-
onsokk og krók þá 98 ára gömul.
- Forfeður mínir voru margir
fátækir leiguliðar sem alla tíð áttu
allt sitt undir öðrum. Pess vegna
er mér unun að því að sjá foreldra
mína sem nú eru nýkomnir á eft-
irlaun, frjálsa og óháða.
Stig Malm er ánægður nteð það
sem áunnist hefur í sænskri
hagsmunabaráttu á undanförn-
um áratugum, þótt hægt hafi mið-
að síðasta áratuginn.
- Kaupið hefur verið að lækka
síðustu 10 árin, því verður ekki
neitað. En lífið er ekki bara pen-
ingar, segir hann með sömu fest-
unni, og ef til vill er kominn tími
til þess að endurskoða sænska
hagsmunabaráttu í ljósi þess.
Við erum
gamaldags
- Við erum gamaldags og höf-
um verið það lengi í
hagsmunabaráttunni og unga
fólkið finnur það. Ungt fólk sér
hlutina með öðrum og ferskari
augum en víð. Það býr við öryggi
og hefur notið góðrar menntunar
og aðbúnaðar frá fyrstu tíð. Og
það gerir sér - ef til vill betur en
við - grein fyrir því að lífsham-
ingjan er ekki fólgin í að geta
keypt sér svolítið stærri bíl, eða
fínni íbúð eða eitt vídeótækið
enn. - Unga fólkið hugsar um
náttúruna, framtíðina, lífsgleð-
ina...
- Við höfum náð langt í barátt-
unni fyrir efnahagslegu öryggi og
velferð þótt margt megi þar enn
betrumbæta en nú held ég að sú
stund sé upprunnin að við eigum
að taka aðra stefnu.
- Hingaö til höfum við aðeins
talað um fjáriög, viðskiptahalla,
verðbólgu, og prósentur hingað
og þangað og beinharðar stað-
reyndir um efnahagsmálin. Nú
setjum við lífsgæðin - önnur en
þau efnahagslegu - í brenni-
punktinn. Það er kominn tími til
þess að við víkkum sjóndeildar-
hringinn.
- Við lifum að meðaltali 650-
700.000 klukkustundir. Af þess-
um tíma erum við aðeins um
60.000 klukkustundir í launuðu
starfi. Það er minna en 10 prósent
af ævinni. Okkur ber sem
hagsmunasamtökum að vinna að
því að líf fólks verði auðugra og
betra frá upphafi til enda og ekki
bara þessi 10 prósent sem það er
við vinnu. Lífsgæði er m.a. að
geta notið lífsins hverja stund í
hreinu, ómenguðu umhverfi,
menntað sig og ræktað sín áhuga-
mál.
Tekjur og þarfir
stemma ekki
Vissulega er hér ekki um neina
byltingu að ræða, segir Stig
Malm, hagsmunafélögin hafa um
áratuga skeið unnið að bættu um-
hverfi á vinnustöðum, barist fyrir
betri og fleiri dagheimilum og
leikskólum, bættri menntun,
styttri vinnutíma og betri eftir-
launum.
- Það nýja er að nú lítum við á
heildina - á allt lífið í einu. Og
hvað kemur í ljós? Jú, tekjur og
þarfir stemma alls ekki, fara alls
ekki saman. Þegar við erum ung
og búum enn heima fáum við gott
kaup og getum veitt okkur allt
sem hugurinn girnist. Svo giftist
fólk eða fer í sambúð og eignast
börn og fer að koma yfir sig hús-
næði. Þá aukast þarfirnar langt
fram yfir kaupið og fólk berst í
bökkum ár eftir ár, einmitt þegar
það ætti að geta notið lífsins sem
best og verið með börnum sínum.
Svo færast árin yfir og börnin
flytja að heiman og við minnkum
við okkur húsnæði og annað um
leið og kaupið hækkar og hækkar
og getan til að njóta peninganna
minnkar og minnkar.
Stefnan tekin á framtíðarlandið og er miðað við að það verði að veruleika árið 2002, segir Stig Malm, formaður LO,
sænska alþýðusambandsins. Mynd E.ÓI.
- Þetta er alls ekki sjálfsagður
hlutur, þetta þarf ekki að vera
svona og það hlýtur að vera betra
fyrir alla ef útgjöld og þarfir
stemmdu betur við tekjurnar.
En Stig Malm hefur enga pat-
entlausn á þessu máli.
- Ekki enn. Og það verður
heldur engin einföld lausn.
Vandamálið er að fullorðna fólk-
ið sem nú er getur ekki notið au-
ranna á öðru aldursskeiði, og
margir ættu ef til vill erfitLmeð að
sætta' sig við að kaupið færi að
lækka með árunum, þegar þeir
eru vanir hinu gagnstæða.
Miða við árið 2002
- En þótt þetta verði ekki
auðvelt og muni taka mjög
langan tíma munum við taka
stefnuna á slíkt þjóðfélag. Ég er
vanur að miða við 2002, segir Stig
Malm, hlæjandi, þá fer ég sjálfur
á eftirlaun. Og ef við byrjum
strax á að kynna þetta og skýra
fyrir fólki þá passar það að um
svipað leyti verður ný kynslóð
komin út á vinnumarkaðinn.
- Lífsgæðaspursmálið er ekki
síður erfitt í framkvæmd. Það er
meira en segja það að stefna fólki
- fullorðnu fólki - inn á nýjar
brautir. Efnahagsleg velferð er
svo rík í fólki enda aðalbaráttum-
álið hjá okkur í áratugi.
- En lífsgæði í víðari skilningi
er að fá að þroska sjálfan sig, nýta
sér hæfileika sína og getað ræktað
áhugamál sín. Lífsgæði er líka að
njóta óspilltrar náttúru, borða
hollan, góðan og ómengaðan mat
og búa öruggur í sínu umhverfi.
Lífsgæði er að geta verið samvist-
um við börnin sín og notið menn-
ingar og lista. Lífsgæði er ekki
bara að fá sér annan bíl, stærra
hús eða fleiri og fínni tæki.
- En hvað segir þú við þann
sem enn á erfitt með að ná endum
saman, sem allt sitt líf hefur þráð
að eignast fallegt hús, fínan bíl?
Þar breytum við engu, enda ekki
við því að búast. Hér verður að
byrja frá byrjun. Á börnunum.
Og Stig Malm og LO ætla ekki
að láta sitja við orðin tóm. Til
stendur að blása lífi í útgáfufyrir-
tæki sænska alþýðusambandsins
og gefa út barnabækur. Bækur
sem sýna lífsgæðin í nýju ljósi.
- Það verður fyrsta skrefið.
- En það verða margir til þess
að leggja stein í götu okkar segir
Stig Malm, þetta er spurning um
hvernig verja eigi peningum og
þetta þýðir tilfærslu á peningum
og það verða aldrei allir sáttir við
það. Það kvarta alltaf allir undan
þungum sköttum og það getur
orðið erfitt að fá fólk til að leggja
peninga af mörkum til umhverfis-
mála og þess háttar mála sem
ekki koma að „beinum" notum.
Þá gildir að sýna fólki fram á
mikilvægi þessara mála.
- En veit þá fólk ekki sjálft
hvað því er fyrir bestu?
- Nei, ef til vill ekki alltaf. En
tímarnir eru auðvitað að breytast
og nýjar skoðanir koma fram
með nýju fólki. En umræðan um
lífsgæði í víðari merkingu þess
orðs hafa verið í gangi um nokk-
urt skeið.
Hagfrœðingaveldi?
- Nú eru hagsmunasamtökin
oft gagnrýnd fyrir að hagfræð-
ingar, viðskiptafræðingar og aðr-
ir fræðingar ráði þar lögum og
lofum og hafi litla reynslu af lífi og
starfi verkamannsins. Er þessi
nýja stefna ef til vill frá þeim kom-
in?
- Sú gagnrýni sem hefur komið
fram á þessu sviði á á margan hátt
rétt á sér. En það er í rauninni
ekki rétt að gagnrýna sérfræðing-
ana, því þá eigum við að hafa
innan okkar vébanda - og helst
þá allra bestu. Það eru í staðinn
menn eins og ég sem ekki eru svo
hámenntaðir í þessum málum
sem á að gagnrýna. Við étum upp
eftir sérfræðingunum torskilin
hugtök og flóknar tölur og hag-
fræðilegar staðreyndir og
gleymum að yfirfæri þetta á ein-
falt og auðskilið mál svo það
komist til skila til hins almenna
borgara.
Kjarnorkuverin
hverfa
- Hvað verður þá um kjarn-
orkuverin í framtíðarlandi LO og
Stig Malm?
- Ja, þau verða ekki horfin fyrir
2002, segir Stig Malm, en Svíþjóð
er eitt af fáum löndum heims sem
hefur ákveðið ekki bara að leggja
niður kjarnorkuverin, heldur
einnig hvenær það á að gerast.
Það verður árið 2010.
- Hvaða áhrif hcfur slysið í
Chernobyl haft á þessi mál í Sví-
þjóð?
- Þeir eru orðnir fáir sem halda
kjarnorkunni til streitu sem orku-
gjafa eftir slysið, en það er ekki
trúlegt að slysið hafi áhrif á fyrri
ákvarðanir. Þó gæti verið að
kjarnorkuverinu íBarsebeck yrði
lokað fyrr en hinum sökum legu
sinnar svo nálægt Kaupmanna-
höfn.
- En það er eitt sem vert er að
hugsa um í þessu sambandi, segir
Stig Malm, og það er að hættan á
óhöppum eykst með hverju ári
þegar nær dregur 2010. Ástæðan
er sú að hæfustu starfskraftarnir
leita á önnur mið, það sækist eng-
inn eftir starfi í fyrirtæki sem á að
fara að loka.
- En það er sama þótt við lok-
um öllum okkar kjarnorkuver-
um, hættan frá Sovétríkjunum
verður sú sama, ef engin breyting
verður á hjá þeim. Einmitt þess
vegna er samstaða landa svo
mikilvæg, bæði innan Norður-
landanna og annarra landa.
- Bara fundur eins og þessi sem
ég nú er á er mikilvægur. Við höf-
um að vísu ekki rætt kjarnork-
una, en við höfum til dæmis rætt
um Suður-Afríku, hvað við ætt-
um að gera, hvað við getum gert
og hvernig best sé að vinna að
þessum málunt. Þannig veitum
við hver öðrum kraft og hug-
myndir og rödd hagsmunasam-
taka Norðurlanda er mun sterk-
ari en rödd eins félags eða eins
lands.
Guðfinna Ragnarsdóttir
Erum
gamaldags
í
hagsmuna-
baráttunni
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. ágúst 1986