Þjóðviljinn - 24.08.1986, Side 18
KROSSGÁTA
7 5 V- b~ ló 7 V 8 <7 )o )) )Z )3 9?
/Ý V )í>~ )£> )(p 92 )7 )8 )(o 0? 7 1°) /5" 12 2D
V 22 23 )í> 18 7 12 2+ 7 é> )# tf! 22 )S 2S
)0 21 20 V Ý 20 2/ )(p 22 )S 22 H 92 13
)b~ 27- 13 )á> H CYj (> 20 (c> )á> 92 3 1S' >7
7 é 92 2,e 7 U> 13 10 7 21 12 28 12
22 it l(p 7- V 20 6 )2 20 21 17 13 4 18 3o
21 7- ? 17 )0 7 9? 17 20 2/ )(? 18 7
q? 23 7 V JS' 20 2o </ /6 Z<? 2? )(p 28 12 13
)7- zo S? )S 2Jt H )Z 20 )é> /3 22 5' 13 )0
)2 7 17 20 12 >SM 22 21 13 )D 27 17 99 W~
21 7 1°) 18 V /3 *0 K 10 22 II 22 13 <? )2
)? )2 /íT 17 )3 22 SK 0 92 3/ 17 2°) V 30 )3
AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ
SKÁK
Harðasta einvígið
íyfirstandandi
heimsmeistaraeinvígi er
barist af miklu kappi eins og
jafnan þegar mikið er í húfi.
Ekkert einvígi um þennan
eftirsótta titil mun þó jafnast
að hörku á við einvígi Laskers
og T arraschar árið 1908.
Lasker var þá á hátindi ferils
síns en Tarrasch hefur líklega
aðeins verið farinn að dala.
Þessir heiðursmenn voru litlir
vinir og mun Tarrasch hafa talið
sig réttmætan handhafa
heimsmeistaratitilsins. Áður en
viðureignin hófst var gerð tilraun
til að sætta þá. Lasker var reiðu-
búinn til að ræða við Tarrasch í
bróðerni en Tarrasch varð að
orði: „Við þennan mann segi ég
ekki nema þrjú orð, skák og
mát,“ og strunsaði út.
Hann fékk þó ekki að segja
þetta nema þrisvar því Lasker
vann átta skákir, Tarrasch þrjár
en fimm urðu jafntefli. Lasker
náði heljarstarti, komst í fimm
vinninga gegn einum en sá sigraði
sem ynni átta skákir. Þrátt fyrir
vonlausa aðstöðu barðist Tarr-
asch af þrautseigju allt til loka og
þegar litið er yfir skákirnar í heild
má segja að ekki eitt einasta
augnablik hafi verið slakað á eða
valin jafnteflisleið þegar mögu-
leiki var að tefla til vinnings.
Tarrasch vann þriðju skákina
fallega og í þeirri fimmtu varð
sama byrjun uppi á tengingnum
en þá fór á annan veg.
Hvítt: Lasker Svart: Tarrasch
1. e4 - eS
2. Rf3 - Rc6
3. Bb5 - a6
4. Ba4 - Rf6
5. 0-0 - Be7
6. Hel - b5
7. Bb3 - d6
8. c3 - Ra5
9. Bc2 - c5
10. d4 - Dc7
11. Rb-d2 - Rc6
12. h3 - 0-0
13. Rfl - exd4
14. cxd4 - Rxd4
15. Rxd4 - cxd4
Peðsfórn hvíts var nýjung
Laskers. í þriðju skákinni lék
hann nú 16. Rg3 en tapaði. Hug-
myndin með næsta leik er að ná
uppskiptum á svartreitaða bisk-
upnum.
16. Bg5 - h6
Betra var 16. ... Dc5 eða 16.
...Re5. Peðastaðan veikist.
17. Bh4 - Db6
Þessi leikur er ekki nógu kröft-
ugur.
17. ... Be6
18. Dd3 - g5
Hvítur hótaði 19. Bxf6 og 20.
e5. Til greina kom 18. ... Hf-e8
en þá kemur 19. e5 dxe5 20. Hxe5
og Ha-el. Þá vofir skákin á h7
enn yfir svarti.
19. Bg3 - Be6
20. Ha-dl - Hf-c8
Svartur áræðir ekki að taka
peðið á a2 (Bxa2) því hann mundi
lokast inni (b2-b3). Hvítur á samt
ekkert afgerandi framhald þótt
hann standi betur. Staðan er
mjög flókin.
21. Bbl - Rd7
22. e5 - Rf8
23. Df3 - d5
24. Dh5 - Kg7
25. f4 - fS
Svarti kóngsvængurinn er eitt
blæðandi sár en ekki bætir þessi
leikur úr skák. Hér hefði 25. ...
Rg6 verið betra því nú opnast all-
ar gáttir. Lasker komst svo að
orði að Tarrasch kasti sér á sverð-
ið sitt eins og Rómverji.
26. exf6+(fh) - Bxf6
27. fxg5 - hxg5
abcdefgh
Þótt staða hvíts sé góð vinnst
hún ekki af sjálfu sér. Mikilvæg-
ustu varnarmenn svarts eru svart-
reita biskupinn og riddarinn. Þá
þarf að drepa og eftir það er eftir-
leikurinn auðveldur. Lokin urðu
28. Be5 - d3+
29. Khl - Rg6
30. Dxg5 - Bf7
31. Rg3 - Bxe5
32. Hxe5 - Hh8
33. Bxd3 - Ha7
34. Hel - Kf8
35. Bxg6 - Dxg6
36. De3 - Hc7
37. Rf5 - Dc6
38. Dg5
og svartur gafst upp.
Þrátt fyrir ófarirnar í fimmtu
skákinni tefldi Tarrasch næstu
skák, þá sjöttu, af miklum krafti,
náði traustum tökum á stöðunni
og þrengdi að Lasker. Hann
missti af nokkrum góðum leiðum
en eftir 41. leik svarts kom upp
þessi staða:
abcdefgh
Hvítt: Tarrasch Svart: Lasker
Það vantar lítið upp á að hvítu
mennirnir vinni sem ein heild.
Tarrasch fann ekki réttu leiðina,
_______________
***«► K
JON
TORFASON
lék 42. Kf4 og svartur náði jafn-
tefli. Með því að fórna d-peðinu
(42. d5) hefði kóng hvíts opnast
reitur á d4 og e-peðinu verið rudd
leið upp í borð. Framhaldið hefði
getað orðið: 42. ... exd5 43. e6
Hal (Ef43. ... Hxc3+ kemur44.
Kd5 og vinnur). 44. Hxc4 (Ann-
ars kemst biskupinn til f7) bxc4
45. Bf3 Hgl 46. e7 He8 47. Bh5,
hrókurinn fellur og hvítur vinnur.
Nr. 531
Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá nafn á
reikistjörnu. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til
Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgata nr.
531 “. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinn-
ingshafa.
20 22 2? 7 30 20 12 18
Stafirnir mynda íslenskt orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er
lá- eða lóðrétt.
Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna
staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp því með því eru gefnir
stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa
stafi í hvern sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka
fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sérhljóða
og breiðum, t.d. getur a aldrei komið í stað á eða öfugt.
Júlíus Stefánsson, Álfatúni
2, Kópavogi, fær verðlaun
fyrir krossgátu nr. 528. Lykil-
orðið var Sigurlín. Hann fær
bókina Sætir strákar, eftir
Magneu J. Matthíasdóttur,
senda heim.
Verðlaun fyrir krossgátuna
þessa vikuna er skáldsagan Á
bláþræði, eftir Gísla Þór
Gunnarsson. Útgefandi er Ið-
unn.
BRIDGE
Opið Þjóðviljamót
Þjóðviljinn mun gangast fyrir
opnu stórmóti í bridge í tilefni 50
ára afmælis blaðsins, laugardag-
inn 20. september. Spilað verður
í Gerðubergi í Breiðholti og hefst
spilamennska kl. 13. Keppnis-
stjóri verður Ólafur Lárusson en
Vigfús Pálsson mun annast tölvu-
útreikning. Mótið verður opið
öllu bridgeáhugafólki meðan
húsrúm leyfir, en aðeins verður
spilað í stóra salnum þannig að
þátttakan verður takmörkuð við
það pláss. Aðeins verður spilað á
laugardeginum, með matarhléi,
tvær umferðir eftir Mitchell-
fyrirkomulagi. Vegleg verðlaun
eru í boði, auk silfurstiga. Kepp-
nisgjaldi er stillt í hóf, ca. 500-
600 kr. pr. spilara.
Skráningu annast Ólafur Lár-
usson hjá Bridgesambandi ís-
lands og í Sumarbridge. Þetta
verður fyrsta opna stórmótið í
Reykjavík á nýju starfsári. Spil-
arar eru hvattir til að láta skrá sig
tímanlega.
Sumarbridge 1986
Enn er vel mætt í Sumarbridge
1986 að Skipholti 50a. Sl. þriðju-
dag var spilað í tveimur 14 para
riðlum og urðu úrslit þessi:
A) Kristján Blöndal -
Sigfús Þórðarson 177
Stefán Björnsson -
ValdimarElísson 173
B) Friðvin Guðmundsson -
Magnús Þorkelsson 188
Bernódus Kristinsson
ÞórðurBjörnsson 179
Og í þriðjudagsspilamenn-
skunni hefur Sigfús víkingur frá
Selfossi tekið forystuna frá Jacq-
ui hinni amerísku. Staðan er
þessi: Sigfús Þórðarson 123,
Jacqui McCreal 110, Kristinn
Sölvason 92, Lárus Hermanns-
son 91, Anton Haraldsson og
Úlfar Kristinsson 74 og Þórður
Björnsson 73.
Alls hafa 103 spilarar hlotið
meistarastig fyrir þriðjudag-
skeppni, þaraf 9 konur.
Á fimmtudeginum mættu svo
58 pör til leiks og var að venju
spilað í fjórum riðlum. Úrslit
urðu þessi (efstu pör):
A) Vilhjálmur Sigurðsson -
Þráinn Sigurðsson 291
Birgir Sigurðsson -
HjörturBjarnason 245
B) Magnús Ólafsson -
Páll Valdimarsson 195
Hrannar Erlingsson -
ÓlafurTýrGuðjónss. 180
ÓLAFUR
LÁRUSSON
C) Guðjón Jónsson -
Friðrik Jónsson 188
Albert Þorsteinss. -
SigurðurEmilsson 177
D) Arnar Ingólfsson -
Magnús Eymundsson 185
Ásgeir P. Ásbjörnsson -
Friðþjófur Einarss. 178
Og staða efstu spilara í
fimmtudagsspilamennskunni er
þá þessi: Lárus Hermannsson
196. Sigfús Þórðarson 180. Ást-
hildur Sigurgíslad. og Lárus Arn-
órsson 154. Páll Valdimarsson
151. Magnús Ólafsson 137.
Gunnar Þórðarson 118. Magnús
Aspelund og Steingrímur Jónas-
son 116.
Alls hafa 197 spilarar hlotið
meistarastig fyrir
fimmtudagskeppnina, þaraf 30
konur.
Samtals hafa 1045 pör tekið
þátt í Sumarbridge það sem af er,
en spilamennsku lýkur
fimmtudaginn 11. september
n.k..
Að venju verður spilað ALLA
þriðjudaga og fimmtudaga fram
að lokum Sumarbridge að Skip-
holti 50a (Sóknarhúsið vestan
Stýrimannaskólans). Allt spi-
laáhugafólk velkomið meðan
húsrúm leyfir.
Opið Vestfjarðamót
í tvímenningi
Árlegt Vestfjarðamót í tví-
menningi verður spilað á Þing-
eyri dagana 6.-7. september n.k.
Spilað verður eftir Barometer-
fyrirkomulagi, með þremur spil-
um milli para - allir v/alla (miðað
við 32 pör eða minna). Spila-
mennska hefst kl. 13 á laugardeg-
inum og lýkur tímanlega á sunnu-
degi. Keppnisstjóri verður
Ólafur Lárusson.
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. ágúst 1986