Þjóðviljinn - 21.09.1986, Blaðsíða 10
hættir sjálfkrafa. Guð er Guð og
honum verður ekki breytt, þó
tímarnir breytist. Guð hefur sett
vissar reglur og undirstöður í
mannlífinu og ef við hlýðum þeim
ekki þá tökum við afleiðingunum
af því á einn eða annan hátt.
Pað er lögð mikil áhersla á að
fólk lifi í vígðri sambúð, og Björn
segist hafa af því áhyggjur hve
skilnaðartíðni sé há, án þess að
reynt sé að sporna við því. „Allur
áróður í þjóðfélaginu beinist að
því að ýta undir þessa þróun í stað
þess að hindra hana. Það ætti að
kenna börnunum að það sé alls
ekki eðlilegur hlutur að fólk
skilur, heimilið er ekki lengur
eins og það á að vera. Frjálsræð-
isstefnan í kynlífsmálum hefur
haft óæskileg áhrif og að okkar
mati er kynvilla óeðlileg þó það
sé hægt að lækna hana eins og
annað með bæn og ráðgjöf og
réttri meðhöndlun. Eg hef
auðvitað samúð með þessu fólki
og ég hef séð það læknast fyrir
bæn.“
Fjör á
samkomunum
Að sögn Björns Inga er rekstur
Vegarins einnig fjármagnaður
með framlögum safnaðarfólks og
fólk greiðir mánaðarlega til hans
eftir efnum og aðstæðum. Stöðu-
gildi eru 2 og 1/2 og trúfélagið
stefnir að því að kaupa eigið hús,
en það hefur aðsetur í leiguhús-
næði eins og Trú og líf. Samkom-
ur eru haldnar um hverja helgi,
og auk þess um miðja viku. Að
sögn forstöðumannanna beggja
er mikið líf og fjör á samkomun-
um og fólk tekur þátt í guðsþjón-
ustunni af líkama og sál. Ekki
varð þó úr að ég liti sjálf inn hjá
þeim heldur var ég eina kvöld-
stund viðstödd samkomu hjá
löggiltu trúfélagi sem heitir
Krossinn og er til húsa í Kópa-
vogi. Frá því segir annars staðar í
opnunni, auk þess sem ég ræddi
við ung hjón sem starfa í Krossin-
um. Krossinn er að nokkru leyti
sprottinn út úr Ffladelfíu, söfnuði
Hvítasunnuhreyfingarinnar, og
þar er öll tjáning mun sterkari og
frjálslegri en í tveimur fyrrnefndu
trúfélögunum.
Gunnar Þorsteinsson heitir for-
stöðumaður Krossins og ég
spurði hann í hverju Krossinn
skæri sig úr:
„Maó var minn guð“
„Yfirbragðið er öðruvísi, tján-
ingin er sterkari á samkomum en
gerist hjá öðrum. Tónlistin er líka
sterkari og sama má segja um
prédikunina. Við leggjum mesta
áherslu á boðun orðsins og söng-
inn á samkomum.
Sjálfur frelsaðist ég 19 ára
gamall, í febrúar 1971. Ég var þá
mjög vinstrisinnaður og Maó var
minn guð. Mér fannst lífið vanta
tilgang og það var stefnulaust.
Þannig er lífið fyrir mörgu fólki í
nútímanum, allir finna fyrir þess-
um dauðu punktum. Sumir leita
svara hjá Guði og hann á alltaf
svör. Líf mitt gjörbreyttist þegar
ég frelsaðist og ég byrjaði að
starfa í Ffladelfíunni fyrir 15
árum.
Árið 1979 stofnaði ég svo
Krossinn og flest okkar sem byrj-
uðu starfið hér voru áður í Ffla-
delfíunni. Við gátum ekki sætt
okkur við tjáningarmátann við
lofgjörðina, fannst hann ekki
nógu sterkur og þess vegna stofn-
uðum við Krossinn.
Það sem við erum að gera hér
er meira líkt upphaflegu starfi
Hvítasunnuhreyfingarinnar á
fyrstu tveimur áratugum aldar-
innar, því sem Hvítasunnufólk
hefur gleymt í dag. Á safnaðar-
skrá hjá okkur eru nú um 140
manns og okkur fjölgar stöðugt.
Við höfum réttindi til þess að
vígja fólk og sóknargjöld þeirra
skattborgara sem eru í söfnuðin-
um renna til okkar en ekki þjóð-
kirkjunnar. Að öðru leyti fjár-
mögnum við allt sjálf með frjáls-
um framlögum og núna erum við
að kaupa 750 fermetra hús. Við
áttum annað minna sem við
látum upp í en við höfum ekki
aðgang að neinum sjóðum til þess
að greiða þennan kostnað."
Konan á að
sjá um heimilið
Viðhorf Krossins til ýmissa
þátta þjóðfélagsins er mun
strangara en hinna trúfélaganna
og kemur meðal annars fram í því
sem Gunnar segir:
„Við leggjum áherslu á al-
mennt siðgæði og viljum að skýr
greinarmunur sé gerður á milli
kynjanna. Þetta er ekki kenning-
arlegt atriði, en samkvæmt orði
Guðs á konan ekki að ganga í
sams konar klæðnaði og karl-
maðurinn. Jafnrétti kynjanna er
algjört hjá okkur og samkvæmt
Biþlíunni er það bölvun synda-
fallsins að maðurinn ríkir yfir
konunni en ekki blessun. Við
verðum því að vinna gegn þessari
bölvun.
Það er hins vegar skýr munur á
jafnrétti og hlutverkaskiptingu
kynjanna, og hinni hefðbundnu
skiptingu viljum við viðhalda.
Karlinn á að vera fyrirvinnan og
konan sinnir húsverkunum, sam-
kvæmt orðum Páls postula. Kon-
an gengur með börnin og því eru
þau eðlilega tengdari henni.
Þetta er spurning um þjóðhags-
lega hagkvæmni líka, það er
miklu arðbærara fyrir þjóðfé-
lagið að hafa konurnar heima
heldur en að ausa peningum í
barnaheimili og elliheimili. Og
auk þess líður börnum og gömlu
fólki oft illa á slíkum stofnunum.
Á samkomu
hjá Krossinum
Rokklög, dans og tungutal. Blaðamaður Þjóð-
viljans fylglstmeð frelsuðum á samkomu
Fráhúsi nokkru við
Auðbrekku í Kópavogi, nánar
tiltekið næsta húsi við
Rannsóknarlögreglu ríkisins,
berast oft á tíðum ókennileg
hljóð og hávaði, einkum þeg-
ar fer að kvölda. Þarna er þó
ekki kennt karate eins og einn
kunningi minn í Kóþavoginum
héltlengi, heldurkristintrú. í
þessu 750 fermetra tveggja
hæða húsi er Krossinn, lög-
skráð trúfélag með 140 safn-
aðarmeðlimi, til húsa. Sam-
komur eru haldnar um helgar
og Biblíulestrarkvöld og bæn-
astundirum miðjaviku. Þriðj-
udagskvöld eitt í síðustu viku
voru blaðamaðurog Ijós-
myndari Þjóðviljansstaddirá
slíku Biblíulestrarkvöldi, og
þær myndir sem prýða opn-
unaeru teknarþar.
Gunnar Þorsteinsson forstöðu-
maður Krossins tók á móti okkur
úti á hlaði og fylgdi okkur inn.
Samkomusalurinn er stór og
tekur um 180 manns í sæti. Ekki
var þó fullt hús í þetta sinn, enda
mið vika, og um fimmtíu manns
höfíu tekio sér sæti þegar sam-
koman hófst um klukkan 20.30.
Á palli eða sviði fremst í salnum
voru hljóðfæraleikarar að stilla
græjurnar, rafmagnsgítar og
míkrófóna. Glæsilegt trommu-
sett var einnig á sviðinu og til
vinstri við prédikunarpúltið var
myndvarpi sem var notaður til
þess að varpa söngtextunum á
vegginn þar sem allir gátu séð
hann.
Megnið af samkomugestum
var ungt fólk á aldrinum 17-25 ára
og fljótlega eftir að hljóðfæra-
leikararnir og tvær söngkonur
hófu hressilegt lag með trúar-
legum texta sungu allir með og
einn af öðrum risu úr sætunum og
klöppuðu taktinn í laginu. Sumir
teygðu upp hendurnar með út-
rétta lófana og nokkrum sæta-
röðum fyrir framan mig sat
gömul kona sem veifaði höndun-
um upp fyrir sig í takt við tónlist-
ina.
Inn á milli söngversanna hróp-
uðu nokkrir „Hallelújaaa!“ af
mikilli innlifun. Áður en laginu
var lokið höfðu allir risið á fætur,
hallelújandi og hoppandi, utan
örfáar manneskjur sem enn
héldu sig við jörðina á aftasta
bekk úti í horni, það er að segja
blaðamaður Þjóðviljans og þrír
nemar úr Sjúkraliðaskólanum
sem voru í heimsókn.
Eftir að laginu lauk upphófust
mikil fagnaðarlæti og hallelúja-
hróp og síðan var strax byrjað á
næsta lagi sem var mun rokkaðra
og minnti mig meira á topplag
vinsældalistans en söng til dýrðar
Drottni. Unga fólkinu þótti fljót-
lega greinilega of þröngt um sig á
milli sætanna og færði sig óðum
út á gólf milli sætaraðanna sem
voru tvískiptar og dansaði þar af
miklum móð, rokk og tsjarlestón
að mér sýndist helst.
Talað tungum í
þakkargjörð
Margir komu með börnin sín
með sér og litlir krakkar á aldrin-
um 6-10 ára dönsuðu og hoppuðu
með foreldrum sínum af mikilli
Iist. Þau yngstu sem voru rétt far-
in að ganga tóku þó lífinu með ró
og eitt þeirra prflaði upp á svið til
Gunnars og lék sér þar hið róleg-
asta. Á milli laga hvatti Gunnar
söfnuðinn til að lofa Guð og taka
nú þátt í samkomunni af öllu
hjarta, „Lofið Drottin, Hallelú-
ja!“ hrópaði hann öðruhvoru og
áhrifin voru mögnuð. Hrópin
jukust um allan helming og á
tímabili var ég í vafa um hvort ég
ætti að fara eða vera. Forvitnin
hélt þó aftur af mér og ljósmynd-
arinn var himinlifandi yfir góðu
myndefni.
Eftir að 3-4 lög höfðu verið
sungin bauð Gunnar okkur ljós-
myndarann velkomin og benti
söfnuðinum hvar við sátum. Allir
litu til okkar, klöppuðu og sögðu
Amen, brosmildir og rjóðir í
kinnum eftir hamaganginn. Síð-
an hóf Gunnar Biblíulesturinn.
Ræðutækni hans var mjög sér-
stök og minnti mig mjög á kollega
hans í Ameríkunni, upphrópanir
Dans og halelúja-
hróp
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. september 1986
Gunnar Þorsteinsson forstöðumaður Krossins notar ræðutækni sem einna helst minnir á kollega hans í Ameríkunni.
og stuttar hnitmiðaðar setningar.
Eftir svo til hverja setningu svar-
aði söfnuðurinn með Ameni eða
Hallelúja og á fremsta bekk sat
stúlka um tvítugt sem svaraði öllu
með háværu jái. Boðskapurinn
var einfaldur: „Guð er almáttug-
ur, við eigum Guð og við skulum
vera þakklát fyrir að eiga hann!“
Gunnar minnir fólkið á að
þakka fyrir það sem Guð hefur
gert fyrir það og þar á meðal barn
sem ung hjón í söfnuðinum hafa
nýlega eignast: „í þjóðfélagi sem
vill ekki eiga börn er mikilvægt að
þakka Guði fyrir að þau fæðast
enn!“ hrópaði Gunnar. „Börn
eru Guðs gjöf! Börn eru góð!“
Og svarið kemur um hæl frá fólk-
inu: Hallelúja!
Síðan var sungið meira og eftir
2-3 lög sagði Gunnar að nú skyldi
vera þakkargjörð, og allir skuli
leyfa heilögum anda að fylla sig.
Og í sömu andrá upphófust óp,
köll og ærandi hávaði úr börkum
fólksins sem veifaði Biblíunum
sínum til himins. Þakkargjörðin
stóð í um eina mínútu og síðan
dóu ópin út og fólkið settist aftur.
Daginn eftir, þegar ég ræddi við
Gunnar sagði hann mér að þarna
hefði heilagur andi verið að
verki, hann hefði fyllt fólkið og
sumir hefðu talað tungum í lof-
gjörðinni. „Jahá,“ hugsaði ég,
„og ég sem fann ekki fyrir
neinu!“
„Trúið því!“
Á meðan Gunnar talaði, eða
öllu heldur hrópaði, virti ég fyrir
mér fólkið í kringum mig. Allir
voru með litlar minnisbækur sem
þeir punktuðu í atriði úr ræðu
Gunnars og Biblíur sem hann bað
söfnuðinn um að fletta upp í öðru
hvoru. Svipur flestra var andakt-
ugur og unglingar, sem manni
hefði fundist líklegra að sjá niðri
á Hlemmi, voru hreinlega
uppljómaðir. Flestar kvennanna
eru með sítt hár og eftir samkom-
una var mér sagt að þær klipptu
sig hvorki né máluðu, þar sem
slíkt væri forboðið í Biblíunni.
Ræða Gunnars stóð í klukku-
stund og í henni var ekki einn
dauður punktur. Hann talaði
beint til fólksins, útskýrði tilvitn-
anir sínar með tilvísunum í dag-
legt líf og stiklaði á stóru í trúar-
játningu safnaðarins. Innihaldið
var einfalt, klippt og skorið í
stuttar setningar sem hann kall-
aði fram í salinn. Ef svör fólksins
voru ekki nógu kröftug kallar
hann „Trúið því!“ hátt og sköru-
lega og fékkþá kraftmeiri svör til
baka. Þegar prédikuninni lauk
klukkan rúmlega tíu var sungið
eitt lag og í lokin var þakkargjörð
í annað sinn, enn háværari en
áður. Ein stúlknanna grét og allir
hrópuðu eitthvað sem ég ekki
skildi, má vera að það hafi verið
tungutal. Skyndilega datt allt í
dúnalogn aftur, Gunnar þakkaði
öllum fyrir komuna og samkom-
unni var lokið í þetta sinn. Eftir
sat ég, furðu lostin og gat ekki
annað en velt því fyrir mér hvort
fólkið væri með öllum mjalla. Til
að komast að raun um það tók ég
ung hjón tali og það viðtal birtist
annars staðar í opnunni. Þess skal
getið að þau voru mjög eðlileg og
frjálsleg,i og alls ekki að sjá á
nokkurn hátt að örfáum mínút-
um áður hefðu þau verið uppfull
af heilögum anda og talað tung-
um.
Þetta
er okkar
Broadway
Rœtt við Elínu og Ómar, ung hjón sem hafa
frelsast
Eftir að hinni líflegu samkomu
Krosins var lokið tók ég tali
ung hjón sem heita Elín Jó-
hannesdóttir (22 ára) og
Ómar Þorsteinsson (25 ára.)
Þau voru gefin saman af
Gunnari Þorsteinssyni og
hafa bæði tekið trúaðra skírn.
Ég spurði þau fyrst um hve-
nær þau hefðu frelsast og í
hverju það væri fólgið.
Ómarverðurfyrstfyrir
svörum: „Ég eralinn uppítrú-
aðri fjölskyldu og byrjaði að
starfa í Hjálpræðishernum
1974. Þegar Krossinn var
stofnaður gekk ég í hann og
var þá búinn að þekkja Gunn-
arí4ár.“ Elín segisthafaverið
í Krossinum í þrjú ár en hefur
tekið þátt í kristilegu starfi
undanfarin 7-8 ár, fyrst hjá
séra Halldóri Gröndal í Grens-
ássöfnuði.
Konur eiga að
hafa sítt hár
„Að frelsast er ákvörðun,“
segir Elín. „Það sem gerist er að
þú sérð lífið, Guð og Jesú frá
öðru sjónarhorni. Það er mjög
erfitt að lýsa þessu nákvæmlega,
þetta er einskonar opinberun eða
uppljómun. Hjá sumum er þetta
ást við fyrstu sýn en aðrir koma
inn í söfnuðinn á lengri tíma. Að
frelsast er að trúa því að Jesús sé
sonur Guðs, að hann hafi dáið á
krossi fyrir okkar syndir og hafi
risið aftur upp frá dauðum."
„Það sem er frábrugðið hjá
okkur frá þjóðkirkjunni er að við
skírum ekki barnaskírn og viður-
kennum ekki ferminguna,"
sögðu ungu hjónin. „Við erum
ekki fylgjandi því formi sem
þjóðkirkjan notar við guðsþjón-
ustur og viljum ekki sitja kyrr og
þögul og hlusta á prestinn einan
lofa Guð.“
- Sér Gunnar Þorsteinsson einn
um prédikanir?
„Nei,“ svarar Ómar, „það gera
fleiri og ég prédika sjálfur stund-
um. Flestir gera prédikað ef þeir
hafa næga þekkingu og dýpt.
Fólkið svarar prestinum ekki
heldur á móti ef það samþykkir
ekki það sem hann segir þannig
að þetta er alls ekki nein mötun.
Það er mikil ábyrgð að prédika og
meðtaka Guðs orð og þess vegna
Ef konan hefur hins vegar
ánægju af að vinna úti þá er henni
það frjálst, en mér finnst það ekki
mikil fórn að bera hag barnanna
meira fyrir brjósti en eigin lang-
anir.“
Fyrir meðlimum Krossinn er
Guð mjög persónulegur og því
spurði ég Gunnar hvort djöfull-
inn væri eins persónulegur. Hann
kvað já við því: „Hann er öllu
áþreifanlegri en Guð í íslensku
þjóðfélagi. Hann gengur öskr-
andi um eins og ljón, eyðileggj-
andi og eitrandi. Við trúum öllu
sem stendur í Biblíunni og í henni
segir að Lúsífer hafi fallið af
himnum ofan og sé óvinur
mannsins sem berst á móti hjálp-
ræðinu. Hann er persóna en ekki
almáttugur eins og Guð og getur
því ekki verið á mörgum stöðum í
einu. En hann hefur ill öfl í sinni
þjónustu sem hann getur sent til
starfa.“
„Dómsdagur er
nœrri!“
Trú þessa fólks virðist nokkuð
bókstafskennd og því spurði ég
Gunnar hvort hann tæki til dæmis
Sköpunarsögu Biblíunnar bók-
staflega:
„Ég trúi ekki á Darwinskenn-
inguna, ef það er það sem þú
meinar," svaraði hann strax.
„Þetta er illa rökstudd kenning
sem höfundurinn sjálfur afneit-
aði en menn gripu á íofti og hlupu
með. Ef maðurinn er kominn af
öpum, hvers vegna eru þá ekki
allir apar orðnir að mönnum?!
Við trúm því líka að fyrir þetta
mannkyn hafi verið til annað og
Guð hafi eytt því. í ensku útgáf-
unni af Biblíunni segir að heimur-
inn hafi orðið, eða became, auðn
og tóm.
Og margt annað í Biblíunni
sannar að hún er Guðs orð, í öðru
Pétursbréfi er kjarnorkuspreng-
ingunni lýst, þar segir að himin-
inn muni sundur leysast í eldi og
frumefni bráðna af brennandi
hita. Þessi orð áttu fyrir kjarn-
orkusprengingar að afsanna
sannleiksgildi Guðs orðs, en nú
sjá menn að þetta er satt, þetta
gerist í raun og veru. Dómsdagur
er nærri, við erum bara á auka-
fresti sem Guð hefur af náð sinni
gefið okkur. í gegnum það sem er
að gerast í heiminum í dag varar
Guð okkur við því hversu áliðið
er orðið. Gætið að fíkjutrénu, ís-
raelsþjóð, og hvað sést þar?“
„Vakningin er
Guðs vilji“
Ástæður þeirrar vakningar
sem nú á sér augljóslega stað í
íslensku samfélagi er ekki
auðvelt að skýra á einhlítan hátt.
Forstöðumenn safnaðanna eru
þó ekki í neinum vafa og segja
allir sem einn að það sé vilji Guðs
að íslenska þjóðin vakni einmitt
nú. Gunnar Þorsteinsson bætir
því við að efnahagslegar þreng-
ingar sem þjóðin hefur gengíð í
gegnum hafi sýnt fólki fram á að
efnaleg gæði eru ekki þess virði
að byggja líf sitt á þeim. Fólk
skorti tilgang í líf sitt og leiti því til
Guðs.
Séra Jónas Gíslason, dósent í
guðfræði við Háskóla íslands,
tók undir þau orð Gunnars að
ungt fók vantaði innihald í líf sitt
og sagði að slíkir vakningartímar
hefðu komið upp í kristinni
kirkju á öllum öldum. „Þegar
karismatísk vakning á sér stað er
oft sterk löngun til þess að hverfa
aftur til mikils trúarhita og náðar-
gjafa eins og í frumkristni. Þjóð-
kirkjan hefur ekkert nema gott
um það að segja, enda hefur orð-
ið vakning innan hennar líka,“
sagði sr. Jónas. „Grundvöllurinn
er sá sami, hvaða kirkjudeild sem
við tilheyrum og þá skiptir tján-
ingarformið ekki öllu máli. Við
erum öll börn Guðs.“
Elín og Ómar eru frelsuð og starfa með Krossinum: „Við þurfum ekki að fara á
böll, samkomurnar eru okkar Broadway."
kynnum við okkur Biblíuna mjög
vel, og pælum í henni.“
- Eg veitti því athygli aðflestar
konur í söfnuðinum eru með sítt
hár og eru ómálaðar, er slíkt
mikilvœgt?
„Það eru ýmsir ósiðir sem eru
ekki syndir og við reynum að
leggja þá til hliðar, vera heil í af-
stöðu okkar, bæði innra og ytra,“
segir Elín. „Það stendur í Biblí-
unni að konur eigi að hafa sítt hár
og karlar stutt hár, þannig að
þetta er fyrst og fremst spurning
um að vera einlægur þó þetta sé
ekki sáluhjálparatriði. Þessi mál
eru persónuleg mál okkar
gagnvart Guði en ekki öðru
fólki." Ómar bætir við: „Þegar
stelpur eru að meika sig og mála
þá eru þær í raun og veru að setja
upp falska grímu. Guð sér okkur
eins og við erum og við eigum að
vera eins og við erum. Þetta er
það sem við köllum Ytri helgun
og það er ekki lögð eins mikil
áhersla á hana hjá Veginum né
Trú og lífi.“
Þetta er okkar
Broadway
- Hvað með aðra iðju
fólks á ykkar aldri, farið þiðáböll
og skemmtanir?
„Við förum ekki á böll, við
þurfum þess ekki. Þetta er okkar
Broadway!“ segja þau bæði og
hlæja. „Dansinn hér er lofgerð-
arform sem var tíðkað í frum-
söfnuðunum og þjóðkirkjan er
búin að gleyma.“
- Verðið þið vör við aðfólk hafi
fordóma gagnvart ykkur vegna
þess að þið eru frelsuð?
„Fólk ætlast til ýmislegs af okk-
ur í lífsháttum og við tökum því.
Margir hafa líka mjög gaman af
að rökræða við okkur um trúmál
og það er alveg sjálfsagt," segir
Elín. „Við höfum yfirleitt betur,
því við þekkjum Biblíuna og
Guðs orð mjög vel, annars vær-
um við ekki í þessu.
Annars finnst mér viðhorf
fólks hafa breyst gagnvart svona
söfnuðum, það er ekki eins á
varðbergi og áður og fordómarn-
ir eru á undanhaldi. Ég held að
Ungt fólk með hlutverk, KFUM
og fleiri félög hafi unnið mjög
gott starf og þess vegna skilur
fólk okkur betur. Mér finnst að
það ríki mikil virðing fyrir skoð-
unum annarra hér á íslandi."
Sunnudagur 21. september 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11