Þjóðviljinn - 21.09.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 21.09.1986, Blaðsíða 14
Jólaplötuflóðið Á leið undir nálina Ný plata með Bubba, önnur með Mezzoforte, Sinfónían með íslensk dægurlög, Gammarnir lyfta sér aftur til flugs, Sykur- molar, Richshaw og Bjöggi Hall- dórs. Þetta er örlítið brot af þeirri tónlist sem væntanleg er pressuð í vínil núna fyrir jólin. Og upp úr áramótum mun hljómsveitin Strax, Stuðmenn endurbornir til útflutnings, gefa út hljómplötu á erlendum vettvangi og sömu- leiðis mun platan hans Bubba koma út á ensku í eitthvað breyttri útgáfu. Heimsfrægðin kitlar einnig Björgvin Halldórs- son því sólóplata hans mun koma út bæði á íslensku og ensku. Með haustinu fer yfirleitt að færast líf í plötuútgáfuna, sem nær svo hámarki í jólagjafahas- arnum. Okkur lék forvitni á að vita á hverju íslenskir hlustendur ættu von þetta haustið og höfðum samband við nokkra hljómplötu- útgefendur. Einsog endranær var mest um dægurtónlist að ræða þó inn á milli leynist einstaka jass- plata, barnaplata og glens. Sér á báti Grammið hefur töluverða sér- stöðu meðal íslenskra hljóm- plötuútgefenda. Það hefur yfir- Ieitt tekið upp á arma sína tón- iistarmenn, sem hafa notað sam- neyti sitt við tónlistargyðjuna í skapandi tilgangi en ekki sem að- göngumiða að vinsældalistum, þó einstaka sinnum geti þetta tvennt farið saman. Ásmundur Jónsson, hjá Gramminu, sagði að ýmislegt væri á döfinni hjá þeim. í lok þeirrar viku sem nú var að líða, var væntanleg ný hljómplata með bandaríska trompetleikaranum Leo Smith, sem nokkru sinnum hefur heimsótt okkur. Heitir platan Human rights. Tvö verk á plötunni eru hljóðrituð hér. Ásmundur sagði að platan væri innlegg í frelsisbaráttu svartra í Suður-Afríku, en flest lögin fjalla um kynþáttaofsóknir. í sumar gaf Grammið út trúba- dúrplötu Bubba Mortens, Blús fyrir Rikka og hefur hún selst mjög vel að sögn Ásmundar. 1. nóvember er svo áætlaður út- komudagur rokkplötu Bubba, Frelsi til sölu, sem hann hefur unnið að í Svíþjóð í samvinnu við bassaleikara hljómsveitarinnar Imperiet, Christer Falk. Frelsið mun svo koma út með enskum textum eftir áramót, en sú útgáfa verður töluvert ólík íslensku út- gáfunni. „Bubbi er alveg sér kapítuli í íslenskri rokksögu,“ sagði Ás- mundur. „Það hefur enginn hald- ið jafn lengi út og hann og stöðugt getað endurnýjað sig á sama hátt. Allar plötur hans eru ólíkar inn- byrðis þó alltaf þekkist yfirbragð- ið á þeim, að þar fer Bubbi. Rokksveit Bubba MX21 mun kynna nýju plötuna á tónleikum í Austurbæjarbíói 4. október. Þetta eru fyrstu eiginlegu tón- leikar Bubba í Reykjavík í tvö ár. Þeir hefjast á því að Bubbi flytur nokkur lög sem trúbadúr, þá koma fram hljómsveitir. Eftir hlé birtist svo MX21 og flytur tónlist- ina af Frelsi til sölu. Annað sem Grammið sendir frá sér í haust er seinni Ijóðakass- ettan, en í fyrra kom út fyrri kass- ettan. Á hvorri kasettu fyrir sig flytja sjö ljóðskáld af yngri kant- inum ljóð eftir sig og sum þeirra með undirleik. Fylgir bók með kasettunum. Spólan í fyrra seldist upp og verður því endurútgefin nú. Þá er væntanleg tólf tommu plata frá Hilmari Erni Hiim- arssyni, sem ber nafnið Orna- mental. Með honum leika bæði innlendir og erlendir hljómlistar- menn. Þá hefur Grammið ákveðið að dreifa nýrri plötu með Sykurmol- unum, en þeir eru samansettir af fyrrverandi Kuklurum og öðrum. Sú plata á að koma út í nóvem- ber. Engin takmörk „Plötusala er almennt að sækja í sig veðrið,“ sagði Jónatan Garð- arsson, hjá Steinari. „Hinsvegar hefur munstrið á plötusölunni breyst og núna seljast plötur á lengri tíma en áður. Það sem upp- úr stendur í plötusölunni er svok- allað gáfumannapopp. Á vegum Steinars kemur út ný hljómplata með Mezzoforte upp úr miðjum október, sem ber nafnið No limits. Hófust upp- tökur að henni sl. vor og er nú verið að ljúka við hljómblöndun- ina. Jónatan taldi að þrjú lög á plötunni gætu verið vænleg til vinsælda en þau eru öll sungin af Noel Mack Calla, sem söng This is the night. Það eru tiltillagið, No limit, Nothing lasts forever, sem kemur út á smáskífu innan þriggja vikna og Another day. Önnur lög á plötunni eru í þyngri jasskanti og má þar m.a. nefna EG blúsinn sem hefur fylgt Mezzo á hljómleikum í gegnum árin. Upptökustjóri á plötunni er Nigel Wright og semur hann jafn- framt tvo texta. Auk fjórmenn- inganna sem mynda Mezzokjarn- ann leika þrír ásláttarmenn m.a. Jerome de Rijk, sem hefur verið með piltunum nokkuð lengi og enski saxafónleikarinn Phil Todd. Önnur plata sem Steinar hefur ákveðið að gefa út er plata með þremenningunum Karli Ágúst Úlfssyni, Sigurði Sigurjónssyni og Erni Árnasyni, úr Sama og þegið hópnum. Þetta eru sketsar og annað grín með tónlistarívafi. Fleira vildi Jónatan ekki upp- lýsa um útgáfuáform Steina. Sagði að ákvörðun um útgáfu væri oftast nær tekin á síðustu stundu. Nú í sumar komu út þrjár plötur á vegum Steina og gengu þær misvel. Plata Greifanna seld- ist vel en hinar tvær áttu ekki eins upp á pallborð kaupenda en það voru Bjarni Tryggvason og þeir félagar Pétur og Bjartmar. Sinfónían rokkar Hjá Skífunni fengust svipuð svör og hjá Steinari, að enn væri of snemmt að upplýsa um öll út- gáfuáform en það sem þegar hef- ur verið ákveðið er að seinni hluta nóvember kemur út hljóm- plata með Sinfóníuhljómsveit ís- lands, þar sem hún leikur íslensk dægurlög undir stjórn ensks stjórnanda. Er ætlunin að hér verði um svipaðar útsetningar að ræða og hafa verið hjá Sinfóníu- hljómsveit Lundúna á gömlum sígildum rokkurum. Þá sagði Óskar Þórisson, hjá Skífunni, að fyrir jól væri væntan- leg sólóplata með Björgvini Hall- dórssyni og verður hún gefin út bæði með enskum og íslenskum textum, en ætlunin er að reyna að dreifa henni erlendis. Á plötunni verða bæði íslensk og erlend lög m.a. eftir Björgvin sjálfan og Jó- hann G. Jóhannsson. Er unnið að upptökum í Hljóðrita um þessar mundir. Þá hefur verið ákveðið að gefa út tvær safnplötur í tilefni af tíu ára afmæli Skífunnar í haust. Annarsvegar er um að ræða úrval af barnaplötum Skífunnar og hinsvegar tvöfalt albúm með dægurlagatónlist, sem Skífan hef- ur gefið út. Verður önnur í ró- legri kantinum en hin meira á stuðvængnum. Gammar á Geimsteini Geimsteinn í Keflavík, er eina útgáfufyrirtækið utan Reykjavík- ur sem haft var samband við. Rúnar Júlíusson sagði að væntan- leg væri á markaðinn frá þeim ný plata með Gömmunum, Gam- mar II. Bjóst hann við að hún kæmi út eftir tvær til þrjár vikur. Er það frumsamin tónlist eftir Gammana, Björn Thoroddsen, Stefán S. Stefánsson og Þóri Baldursson. Rúnar sagði að þó tónlist Gam- manna væri ekki líkleg til stórrar sölu teldi útgáfan sér skylt að gefa út fleira en það sem færi beint á vinsældarlistana. Sagði hann að plata þyrfti að seljast í þúsund til tvö þúsund eintökum til að standa undir; sér það væri því stundum erfiður róður að ná endum saman. Annars sagði Rúnar að plötu- og kasettusala hefði verið góð í ár þó ekki væri um sömu upplög að ræða og fyrir 10 árum er Lónlí blú bojs voru upp á sitt besta. Onnur útgáfa en Gammarnir hjá Geimsteini er óráðin en hann bjóst við að fyrirtækið gæfi út eina til tvær plötur til viðbótar. Nýlega kom út safnplatan Skýja- borgir og hefur hún gengið þokkalega. Allt óráðið „Það hefur ekkert verið ákveð- ið endanlega um útgáfu hjá okk- ur, “ sagði Halldór Ástvaldsson, hjá Fálkanum. Sagði hann að menn væru að velta ýmsum möguleikum fyrir sér en enn væri allt óráðið. Eitt virðist þó nokkuð á hreinu, en það er að Fálkinn mun dreifa nýrri plötu með Richshaw, sem Frostfilm gefur út. í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkur gaf Fálkinn út Reykjavíkurflugur og sagði Hall- dór að sú plata hefði gengið mjög vel. Annars taldi hann að alltof margar plötur væru gefnar út á landinu og sl. ár hefðu fáar plötur staðið undir kostnaði, en fyrir jólin þá komu út um 50 hljóm- plötur. Plata frá Strax Hljómsveitin Stuðmenn mun ekki gefa út plötu á árinu, en hinsvegar mun önnur hljómsveit náskyld þeim gefa út plötu, sem kemur þá jafnvel út í fleiri löndum en á íslandi. Það er hljómsveitin Strax sem varð til vegna Kínaferðarinnar. I Kínaferðinni unnu meðlimir hljómsveitarinnar að töku heimildarmyndar um það sem fyrir vitin bar. Egill Ólafsson sagði að kvikmyndin væri nú í vinnslu í Bretlandi undir verndar- væng BBC og væri væntanleg á markaðinn í haust. Bjóst Egill við að íslenska sjónvarpið myndi kaupa sýningarrétt á henni hér heima en auk þess verður reynt að dreifa henni víða um lönd. Fyrir um tveim árum unnu Þursarnir að upptöku hljómplötu sem enn hefur ekki Iitið dagsins Ijós. Egill var spurður að því hvernig á því stæði. Sagði hann að hljóplötuútgefendur hefðu ekki treyst sér til að gefa út slíka plötu þá en hann sagðist vonast til að platan kæmi út eða að minnsta kosti hlutar af henni. „Platan með Þursaflokkinum var vel tilbúin undir tréverk en það var einhver beygur í útgef- endum við að gefa út þessa tón- list. Þar sem við treystum okkur ekki sjálfir að gefa hana út, rann þetta út í sandinn. En þetta var gott efni og féll í ágætis jarðveg þar sem það var flutt og því lang- ar okkur alltaf til að gera eitthvað við upptökurnar.“ Hér hefur verið stiklað á ýmsu af því sem tónlistarneytendur eiga von á þegar skammdegið leggst yfir. Þetta er langt því frá að vera ítarleg úttekt. Það hefur færst mjög í vöxt að undanförnu að hljómsveitir hafa sjálfar gefið út eigin plötur og því nánast óger- legt að grafa allt upp. Þá eru bókaútgefendur farnir að gefa út plötur og ýmsir aðrir aðilar, t.d. trúarsöfnuðir og átthagafélög. -Sáf IAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Droplaugarstaðir vantar starfsfólk í ræstingar á hjúkrunardeild (III. hæð) strax. Upplýsingargefur forstöðumaður, alla virka daga á milli kl. 9 og 12. Sími 25811. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknreyðublöðum sem þar fást. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Staða Húsnæðisfulltrúa Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar er laus til umsóknar. Starfið er fólgið í umsjón og eftirliti með leiguhús- næði á vegum Félagsmálastofnunar Reykjavík- urborgar svo og þátttöku í úthlutun þessa hús- næðis. Allar nánari upplýsingar veitir félagsmála- stjóri í síma 25500. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir 3.10. n.k.. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. september 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.