Þjóðviljinn - 26.09.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 26.09.1986, Blaðsíða 14
Gytmir 11.40 __________________SJÁVARÚTVEGUR_____________________. Hvað má veiða á næ Tillögur fiskifrœdinga Hafrannsóknarstofnunar Hafrannsóknarstofnunin sendi frá sér sína árlegu skýrslu fyrr í vikunni þar sem lagt er mat á ástand nytjastofna sjávarins og gerðar tlllögur um veiðar á seinni hluta þessa árs og á næsta ári. Þar koma fram þær ánægjulegu stað- reyndirað þorskárgangarn- ir frá 1983 og 1984 eru mjög sterkir, raunar þeir sterk- ustu í um tvo áratugi. Stofn- unin leggur því til að þessi sterka staða verði notuð til að endurreisa stofninn og því sé ástæða til að tak- marka þorskaflann við 300.000 tonn næstu tvö árin. Það þýðir 50.000 tonna samdrátt frá árinu 1986. Við skulum glugga í skýrslu Hafrannsóknarstofnunar og rifja upp hvað sérfræðingar leggja til að verði veitt af helstu nytjateg- undum og á hvaða rökum þeir byggja sína afstöðu. 300.000 tonn af þorski Eins og áður sagði leggja fiski- fræðingarnir til að veidd verði 300.000 tonn af þorski á næsta ári. Bent er á að árgangarnir frá 1983 og 84 séu mjög sterkir og því sé rétt að bæta fyrir ofveiði síð- ustu ára og takmarka aflann nú til að byggja stofninn upp. Sérfræð- ingarnir segja að ef veidd verði 400.000 tonn á næsta ári og þar- næsta muni veiðistofninn standa í stað árin 1987-89 en hrygningar- stofninn hins vegar minnka tals- vert. 350.000 tonna afli þýði hins vegar að veiðistofn og hrygning- arstofn standi því sem næst í stað en með 300.000 tonna aflamarki megi tryggja verulegan vöxt stofnanna. 50.000 tonn af ýsu Hafrannsóknarstofnun ieggur til óbreyttan ýsuafla á næsta ári eða 50.000 tonn. Veiðistofninn sjálfur er nú áætlaður 165.000 tonn, þ.e. fjögurra ára og eldri fiskur. Bent er á að tveir sterkir stofnar séu í uppvexti og því muni ýsustofninn fara stækkandi frá og með árinu 1988. Við óbreytta sókn muni afli ekki aukast að marki fyrr en árið 1989 og því sé æskilegast að halda veiðunum í skefjum næstu árin. Erl. u; ftdevrí Vixlar-Verdbrel Ráógjói Plusian sem erindiö er.. , BANKl - OU. ÞIÓNUSTA Otvegsbankinn veitir alla almenna bankaþjónustu, innlenda sem erlenda og Ráðgjafinn í Útvegsbankanum er jafnan til þjónustu reiöubúinn. Eurocard - Kreditkort ÚTVEGSBANKINN EINN BANKI • ÖLL WÓNUSTA Höfum ávallt fyrirliggjandi úrvals salt Saltsalan hf. Kársnesbraut 106 Sími 641277 65.000 tonn af ufsa Ufsaafli hefur verið að aukast og höfðu veiðst 7.000 tonnum meira fyrstu 5 mánuði ársins en sömu mánuði í fyrra. í ár er gert ráð fyrir að ufsaaflinn verði 62.000 tonn en til að tryggja ör- uggan vöxt stofnsins leggur Haf- rannsóknarstofnun til að aflinn verði nánast sá sami á næsta ári eða 65.000 tonn. Bent er á að frekari sókn í ufsann muni ekki leiða til aukins meðalafla þegar fram í sæki auk þess sem mikil óvissa ríki um stærð yngstu ár- ganganna. 800.000 tonn af loðnu Hafrannsóknarstofnun gerir ekki tillögur um endanlegan loðnuafla á næsta ári en gefur grænt ljós á 800.000 tonna afla á þessu ári, þ.e. fram í nóvember. Áform eru uppi um að mæla stærð stofnsins á ný í næsta mán- uði ejns og venja hefur verið og að loknum þeim mælingum verð- ur fyrst hægt að koma með til- lögur um loðnuveiðar fyrir tíma- bilið desember 1986 fram í mars á næsta ári og einnig sumar- og haustvertíðina 1987. 75.000 tonn af karfa Karfaafli á íslandsmiðum minnkaði úr 109.000 tonnum árið 1984 í 92.000 tonn árið 1985 eða um 15.6%. Aflinn í ár verður trú- lega svipaður og í fýrra. Frá árinu 1981 hefur karfastofninum hnignað ár frá ári bæði heildar- sto&iinum og hrygningarstofnin- um. Þess vegna er lagt til að ein- ungis verði veidd 75.000 tonn af báðum karfategundunum saman- lagt, þ.e. djúpkarfa og karfa. 70.000 tonn af síld Allt frá því veiðar hófust aftur úr íslenska sumar- gotssfldarstofninum 1975 hefur sókninni verið stillt mjög í hóf og miðast við svokallaða kjörsókn síðustu árin. Með þessari tak- mörkuðu sókn í stofninn og því að stofninum bættust góðir ár- gangar 1971, 1974 og 1975 hefur stofninn stækkað verulega og aflinn aukist að sama skapi. Þess vegna telja sérfræðingar Haf- rannsóknarstofnunar óhætt að auka aflamagnið á haustvertíð- inni nú úr 50.000 tonnum í fyrra í 65.000 tonn. Þá er talið óhætt að veiða 70.000 tonn á næstu haustvertíð en sú tillaga verði endurskoðuð eftir veiðamar í haust. 10.000 tonn af skarkola Á árinu 1985 veiddust um 14.500 tonn af skarkola, en það er mesti afli frá 1950. Með til- komu ferskfiskútflutnings með gámum hefur sóknin farið hrað- vaxandi og er búist við 14.000 tonna afla á þessu ári. Horfurnar fyrir næsta ár eru Svissar að mati fiskifræðinga en þróun skarkola- veiða á öldinni allri bendir til þess að varanlegur hámarksafli úr stofninum sé ekki nema 10.000 tonn á ári. Annars sé hætta á of- veiði., Þess vegna leggja fiski- ffæðingar til að veidd verði 10.000 tonn af skarkola á næsta ári. 25.000 tonn af grálúðu Grálúðuaflinn við Austur Grænland, Færeyjar og ísland var 32.000 tonn á síðasta ári, þar af var afli íslendinga 29.000 tonn. Er það heldur minna en næstu árin á undan.Frá árinu 1982 er talið að grálúðustofninn hafi nokkuð minnkað og sama er að segja um hrygningarstofninn. Því er lagt til að grálúðuaflinn á næsta ári verði takmarkaður við 25.000 tonn til að unnt reynist að byggja stofninn upp að nýju. 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 26. september 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.