Þjóðviljinn - 26.09.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 26.09.1986, Blaðsíða 8
SJÁVARÚTVEGUR SJÁVARÚTVEGUR Ætlum okkur hlut í hagnaðinum Óskar Vigfússon formaður Sjómannasambands íslands: Staðreyndin ersú að íslenskir sjómenn eru ekki hálfdrœttingar í launum miðað við norrœnafélaga sína þóttþeir dragi helmingi meiri afla að landi en þeir Sparaðu þér sporín í landi,- við höfum.. allt til rækjuveiða „Það er ánægjulegt að geta sagt að síðasta ár og það sem af er þessu ári hef- ur verið íslenskum sjó- mönnum ákaflega hag- stætt. Veðráttan hefur verið góð og aflinn einnig en hvort tveggja hefur stuðlað að góðum tekjum sjó- manna. Hitt má þó aldrei gleymast að á bak við þær tekjur er gífurleg vinna þessara manna og eins er hitt staðreynd að þrátt fyrir allgóðar meðaltekjur eru margir sjómenn innan um sem ekki hafa náð þeim tekjum af ýmsum ástæð- um“. Það er Óskar Vigfússon formaður Sjómannasamb- ands íslands sem svo kemst að orði í samtali við blaðamann Þjóðviljans. Og hann fer nánar út í þessa sálma: Borgarnesi í síðustu viku. Við þurfum ekki annað en líta á gámaútflutninginn til að sannfærast um þetta og svo eru menn hissa á því að sjómenn vilji frekar stuðla að útflutningi fersks fisks heldur en landa hér heima. Menn eru einfaldlega orðnir þreyttir á þessu ástandi. í þokka- bót sýna allar tölur svo ekki verð- ur um villst að íslenskir sjómenn afkasta meiru en nokkrir félagar þeirra í V-Evrópu og draga um tvöfalt meira aflamagn að landi en norrænir félagar þeirra. Samt eru launin þrisvar sinnum lægri ef landað er heima. Þú skalt hins vegar ekki spyrja mig um raun- verulegar ástæður fyrir þessu en þetta eru tölur sem fulltrúar fisk- vinnslunnar hafa út af fyrir sig ekki dregið í efa og hljóta því að hafa skýringar á“. Fiskmarkaðurinn kemur Nú hafa menn mjög rœtt um fyrirhugaðan uppboðsmarkað á fiski hérá landi. Þú ert í nefnd sem er að kanna þau mál? „Ég var mjög neikvæður þegar þau mál bar á góma fyrst en eftir að hafa rætt við fjölda félaga minna hef ég komist að raun um að það sé sjálfsagt að prófa þetta. Ég óttaðist að það skapaðist mis- gengi í launum innan sjómann- astéttarinnar og að þeir sem ekki hefðu aðstöðu til að selja á slíkan uppboðsmarkað bæru skarðari hlut frá borði. Hins vegar er því ekki að neita að uppboðsmarkað- urinn ætti að leiða til bættrar meðferðar á aflanum, en hana má alltaf bæta og slíkur markaður ætti að geta leitt til aukinnar sérhæfingar í vinnslunni og stuðla um leið að lægri reksturskostnaði í húsunum. Þeir sjómenn, sem ég hefi rætt við vilja ólmir prófa þetta kerfi enda telja þeir sig geta fengið hærra verð en ef fiskverðið er fastbundið eins og nú er.“ Hluturinn skertur „Inn í alla þessa umræðu blandast auðvitað deila okkar sjómanna við útgerðina varðandi hlutaskiptin. Staðreyndin er sú að æ stærri hlutur hefur verið tek- inn framhjá sjómönnum á síðustu árum og hefur útgerðinni tekist þetta með hjálp löggjafans. Nú blómstar útgerðin, eins og fréttir eru af og okkar krafa um að sjó- menn fái til baka það sem af þeim hefur verið tekið er því komin upp á borðið aftur með eindregn- ari hætti en oft áður. Okkar leiðréttingakröfur ná allt aftur til ársins 1975 þegar farið var að taka af hlutnum til að greiða nið- ur olíuverðið og þó erum við sér- staklega að hugsa um síðasta misseri en olíuverðið hefur farið snarlækkandi á heimsmarkaði og sparað útgerðinni stórar fjárfúlg- ur. Við sjómenn ætlum okkur að fá hlut í þeim hagnaði". Bættar lífeyrisgreiðslur Svo við snúum okkur að öðru Óskar í lokin. Þið hafið náð fram leiðréttingum hvað varðar líf- eyrismálin? „Sjómönnum tókst að fá fram verulegar leiðréttingar varðandi iðgjaldagreiðslur og frá síðustu áramótum eru greidd iðgjöld af öllum tekjum bátasjómanna. Áður var aðeins greitt af kauptryggingunni og raunar innan við þá upphæð og var svo allt frá upphafi árs 1970 þegar líf- eyrisgreiðslur hófust hjá þessari stétt sjómanna. Þetta er nú loks komið í lag en þó áratug of seint að mínu mati enda eru eldri menn nú að súpa seiðið af þessu því greiðslur til þeirra úr lífeyrissjóði eru allt niður í nokkur þúsund á mánuði. Hins vegar fengu sjó- menn á stóru togurunum þessi mál í gott horf strax á 6. áratugn- um enda eru dæmi um menn í dag sem fá allgóð verkalaun út úr líf- eyrissjóðnum í dag.“ -v. Forystumenn sjómannastéttarinnar, Óskar Vigfússon t.v. og Guðjón Kristins- son formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins. Ljósm. eik. Ljósmyndari: Snorri Snorrason PALL PALSSONIS-102 treystir á Skjpaþjónustu Skeljungs Páll Pálsson var smíðaður í Japan 1972 og er 462 brúttórúmlestir að stærð. Aðalvélin er einnig japönsk, 2000 hestöfl og er af gerðinni Niigata. Eigandi Páls Pálssonar er Miðfell hf. í Hnífsdal. Það verður enginn aflakóngur á íslandi fyrirhafnar- laust. Til þess þurfa allir þættir útgerðarinnar að uppfylla ströngustu kröfur. Til þess þarf afburða áhöfn, frábært skip, trausta stjórnun í landi og fullkomna þjónustu við skip og áhöfn, - því ekki er lengur á vísan að róa þar sem fiskurinn er. Úthaldsdagar mega ekki fara forgörðum vegna bilana og því er áríðandi að allt gangi vel smurt um borð. Smurolían rennurum lífæðarskipsins. Hún hreinsar burt úrgangsefni, flytur „næringu" um vélina og heldur vélakerfinu gangandi. Páll Pálsson ÍS-102 notarSHELLsmurolíur. Eigendur hans treysta á SKIPAÞJÓNUSTU SKEUUNGS, - þar er á vísan að róa. Skipaþjónusta Skeljungs Óskar Vigfússon: Talsmenn fiskvinnslunnar og útgerðarinnar verða að svara því hvers vegna íslenskir sjómenn og hálfdrættingar í launum miðað við norræna félaga sína. Ljósm. E.ÓI. landverkafólk í sjávarútvegi em ekki Skop iír Firðinum Af hverju hafa hafnfirskir hundar flöt trýni? Vegna þess aö þeir elta kyrrstæöa bíla! Hafið þið heyrt um Hafnfirðinginn sem aldrei fór út með konunni sinni? Móðir hans sáluga hafði varað hann við að fara út með giftum kon- um! Svo var það Hafnfirðingur- inn sem gerði gat á regnhlífina sína. Hann vildi fylgjast með því hvenær hættr að rigna! Veistu hvernig þú getur fengið Hafnfirðing til að brenna á sér kinnina? Hring- du í hann þegar hann er að strauja! Tvær gamlar heiðurskonur voru á gangi í kirkjugarðinum í Hafnarfirði. Þá segir önnur þeirra: Hér eigum við eftir að lenda ef okkur endist líf og heilsa! Svikull sjávarafli En svikull er sjávar afli segir ein- hvers staðar og þrátt fyrir kvóta og aðrar aðgerðir stjómvalda þarf ekki mikið að breytast til að aflinn minnki. Skilyrðin í sjónum eru breytileg og fiskurinn dutt- lungafull skepna þannig að það er óvarlegt að treysta á góðar tekjur til frambúðar.“ Svo segja þessar tölur alls ekki alla söguna. Þið fréttamenn tí- undið gjarnan veiðiferðir báta og togara þegar vel gengur en þegið þunnu hljóði þegar lítið veiðist. Og skemmst er að minnast síð- ustu vertíðar bátasjómanna á suðvesturlandi þegar þeir unnu varla upp í kauptrygginguna. “ Hærra verð erlendis „Því er auðvitað ekkert að leyna að ein ástæðan fyrir betri launum sjómanna er sala á fersk- um fisk til Evrópu með gámum. Þar fæst allt að þrefalt hærra verð en ef landað er hér heima og þýð- ir það um leið hærri laun fyrir okkar sjómenn. Það er margt sem skýrir þennan mikla verð- mismun en ætli meginskýringin liggi ekki í því að vinnslukostnað- ur við frystihúsin á íslandi er áka- flega hár. Vaxtavistleysan sem húsin búa við kemur þeim í koll og einnig það að erfitt hefur verið að koma við sérhæfingu hvað varðar vinnsluna. Hins vegar er kaup fiskvinnslufólksins skammarlega lágt, raunar um þriðjungur af fastakaupi starfs- manna í færeyskum fiskvinnslu- stöðvum svo dæmi sé tekið. Það sjá náttúrlega allir sem vilja sjá að það er eitthvað að hér á íslandi þegar svo er málum komið í okk- ar undirstöðuatvinnugrein." Mestu afköstin Þú talar um þrisvar sinnum hœrra kaup hjá fœreysku land- verkafólki. Eru kjör erlendra sjó- manna með svipuðu móti miðað við okkar? „Já.þessi mál bar m.a. á góma á fundi sem verkalýðshreyfingin í Norður Atlantshafi, þ.e. forystu- menn verkalýðsfélaga á Græn- landi, Færeyjum og Islandi, hélt í L 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 26. september 1986 Föstudagur 26. september 1986 | ÞJÓOVILJINN — SÍÐA 9 Og við seljum aflann, óskir þú eftir því, á hæsta fáanlega verði, hvort heldur í Evrópu eða Asíu. KRISTJÁN Ó SKAGFJÖRD HF Holmasloð 4. 101 Reykjavik s. 24120 Á Við bjóðum þér meðal annars; gúmmíbobbinga og hálfkúlur frá Cosalt, keðjur og lása frá Wheway Watson, Snara keðjulásinn frá Snartaki, trollkúlur frá Iceplast, trollhlerar frá Perfect, trollvírar frá Randers, og stálbobbingar frá Odda. netaverkstæði okkar framleiða netagerðameistarar trollin eftir þínum óskum,- Skervoy, Kalut, Sputnik og Bastard.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.