Þjóðviljinn - 02.10.1986, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 02.10.1986, Qupperneq 2
p-SPURNINGIN- Bandalag jafnaðar- manna hefur nú samein- ast Alþýðuflokknum. Þýðir þetta að fjórflokka- kerfið sé ósigrandi? Jónína S. Jónsdóttir, hús- móðir: Ég veit nú ekki um fjórflokkakerfið en ég held að þetta sé skárra en var með þessaflokka. Þeir áttu það margt sameiginlegt að sameining er sjálfsögð. Mér hafa fundist flokk- ar og samtök óþarflega mörg í ís- lenskum stjórnmálum- Sigmundur Guðmundsson, vinnur í Síldar- og fiskimjöls- verksmiðjunni: Mér fannst þetta nú gönuhlaup hjá þeim sem stóðu að stofnun Banda- lags jafnaðarmanna í upphafi. Samt varð ég nú hlessa á þessum fréttum um sameiningu. Um ósigr- andi fjórflokkakerfi hef ég ekkert að segja. Einar Jón Másson: Ja, benda ekki síðustu atburðir til þess að þetta kerfi sé ósigrandi? En ég verð nú að segja að ég átti ekki von á þessari framvindu mála. Birgir Guðjónsson, deildar- sjóri í Hagkaupum: Satt best að segja er ég illur yfir þessum málalokum. Mér finnst að það sé hreinlega verið að versla með þingflokka og þetta Banda- lagsfólk hafi verið að svíkja þá sem studdu það og kusu. Karl Eiríksson, á eftirlaunum: Fjórflokkakerfið hef ég lítið hugsað um. En mér finnst þetta þokkaleg niðurstaða. Bandalagið var hálf- gerð vitleysa frá upphafi. Ég hef alltaf litið á Bandalag jafnaðar- manna sem hluta af Alþýðuflokkn- um. FRÉITIR Afmœli Hátíð í Háskólanum Nýrfáni á 75 ára afmœli. Hátíðarsamkoma í Háskólabíói, heiðursdoktorar, fyrirlestrar og bœkur Það hefur varla framhjá neinum farið að Háskóli Is- lands fagnar nú 75 ára afmæli. Sá fögnuður mun taka á sig ýmsar myndir og ná hámarki sínu nú í októbermánuði. Mikii hátíð verður haldin í Háskólabíói næstkomandi laugardag 4. októ- ber, þar sem afmælisins verður formlega minnst, m.a. með því að dreginn verður að húni nýr fáni Háskóla íslands. Meðal þess sem gerist á hátíð- arsamkomu Háskólans á laugar- daginn er að lýst verður kjöri heiðursdoktora og eru þeir tut- tugu að tölu, jafnt útlendir fræði- menn sem íslendingar. Þó eru ekki allir fræðimenn; þjóðhöfð- ingi Dana Margrét II. fær heiðursdoktorsnafnbót í tilefni af farsælum lyktum erfiðs handrita- máls og ljóðskáldið Snorri Hjart- arson fær nafnbótina doktor litt- erarum islandicarum honoris causa, en áður hafa hana hlotið Halldór Laxness, Gunnar Gunn- arsson og Þórbergur Þórðarson. Margt fleira verður að sjálfsögðu á dagskrá í Háskólabíói á laugar- daginn. En Háskólinn minnist afmælis- ins ekki einungis með samkomu- haldi. Gerðar hafa verið tvær myndir: Kynningarmynd unnin upp úr gömlum heimildum um upphaf og þróun Háskóla íslands og verður hún sýnd í sjónvarpi 7. október; Síðari myndin er um Háskólann í dag og verður einnig sýnd í sjónvarpi. Þá kemur út Rannsóknarskrá; doðrantur þar sem birt eru viðfangsefni kennara skólans. Konungsbók Eddu- kvæða er gefin út ljósprentuð í viðhafnarútgáfu, fyrirlestrar verða haldnir, allar deildir skólans gangast fyrir „opnu húsi“ 12. október og út kemur bók eftir Pál Sigurðsson um húsnæðis- og byggingarsögu Háskólans. Hér er aðeins stiklað á stóru í væntanlegum uppákomum sem tengjast 75 ára afmæli Háskóla íslands, en forsvarsmenn skólans hafa góðu heilli ákveðið að nota tækifærið til að kynna starfsemi skólans betur fyrir almenningi. -pv Starfsfólk Ríkisútvarpsins á Akureyri t.f.v.: Björn Sigmundsson tæknifulltrúi, Þórir Jökull Þorsteinsson fróttamaður, Inga Eydal dagskrárgerðarmaður, Finnur Magnús Gunnlaugsson dagskrárgerðarmaður, Sigríður Guðnadóttir skrifstofu- maður, Bergsteinn Gíslason tæknimaður, Björg Þórðardóttir starfsmaður auglýsingadeildar, Erna Indriðadóttir deildar- stjóri, Pálmi Matthíasson dagskrárgerðarmaður og Gísli Sigurgeirsson fréttamaður. RÚVAK Opið hús á fimmtudag Útsendingartími svœðisútvarpsins fœrður til og breytingar á dagskrá skömmu kom fram að margir eru óánægðir með að geta ekki valið á milli þess hvort þeir hlusta á svæðisútvarpið eða rás 2. Reyndar er rétt að geta þess að Grímseyingar geta valið á milli svæðisútvarpsins og rásar 2 þar sem þeir hafa möguleika á að ná tveim endurvarpsstöðvum rásar 2 með mismunandi senditíðni. f sömu könnun kom fram að Svæðisútvarp Akureyrar og ná- grennis á góðan hljómgrunn meðal hlustenda og nýtur stöðin mests stuðnings meðal fólks á þrítugs- og fertugsaldri. Ákveðið hefur verið að einnig verði gerð sú breyting á tilhögun dagskrár í svæðisútvarpinu að Hjá Ríkisútvarpinu á Akureyri verða nokkrar breytingar með vetrardagskrá og ber þar hæst breyttan útsendingartíma svæðisútvarps. Hér eftir hefst svæðisútvarp klukkan 18:00 og stendur til klukkan 19:00, alla daga nema sunnudaga. Svæðisútvarpið fyrir Akureyri og nágrenni hefur verið sent út á milli klukkan 17:00 og 18:30 og þar sem notast er við dreifikerfi rásar 2 við þessar sendingar hafa hlustendur á þessu svæði ekki átt kost á að hlusta á rás 2 á þeim tíma sem svæðisútvarpið sendir út. í hlustendakönnun sem Ríkis- útvarpið á Akureyri lét gera fyrir framvegis verða ákveðnir viku- legir þættir á hverjum degi. Þegar útsendingartíminn breytist verður skipt um upp- hafsstef í svæðisútvarpinu. Þessar breytingar taka gildi fimmtudaginn 2. október og þann dag verður almenningi boð- ið að heimsækja Ríkisútvarpið á Akureyri, Fjölnisgötu 3a, þiggja þar kaffi og pönnukökur og skoða húsakynni útvarpsins. „Þetta er ríkisútvarp sem þýðir að það er í eigu okkar allra og ég hvet fólk til að koma hér og skoða útvarpið sitt,“ sagði Erna Indrið- adóttir, forstöðumaður ríkisút- varpsins á Akureyri. -yk. Karpoff hafði hvftt í 21. skákinni ■ heimsmeistaraeinvíginu. Uppkom af- brigði af drottningarindverskri vörn sem þeir félagar tefldu í nokkrum skákum í fyrsta einvígi sínu fyrir tveim árum og 70-80 skákum. Þeir virtust þó lítið hafa lært og litlu hafa gleymt því lengi vel héldu þeir sig á kunnuglegum slóðum. Kasparoff lék vörnina framarlega og skipti ott og títt á mönnum. Upp kom jafnt endatafl. Skákin fór í bið eftir 41. leik hvíts. Biðskákin verður tefld í dag en á morgun er svo 22. skákin og hefur Kasparoff þá hvítt. Nú eru þrjár skákir eftir, ef þessi er frátalin, og kapparnir jafnir að vinn- ingum. Kasparoff heldur titlinum á jöfnu svo slagurinn stendur um það hvort Kasparoff tekst að vinna eina skák enn. Hvítt: Karpoff Svart: Kasparoff. 1. d4-Rfó 4. g3-Baó 2. c4-eó 5. b3-Bb4+ 3. Rf3-bó 6. Bd2-Be7 Hugmyndin með biskupsskákinni er að taka d2-reitinn af drottningarr- iddaranum. Skákin Jafnteflisleg biðskák 7. Bg2-0-0 10. Bd3-Rf-d7 8. 0-0-d5 H. Rdc7-Rxd7 9. Re5-c6 12. Rd2-... En riddarinn þrjóskast við og kemst þangað á endanum. Hér stend- ur hann vel, valdar bæði c4 og e4 sem eru mikilvægir reitir í stöðu hvíts. 12. ...-Hc8 13. e4-dxc4 f sjöttu skak fyrsta einvígisins lék Karpoff, sem þá stýrði svörtu mönn- unum, 13. ... b5. Eftir miklar svipt- ingar í miðtaflinu vann hann með frá- bærri endataflsmennsku. Hér er siglt mun lygnari sjó. 14. bxc4-b5 16. Dc2-Dc7 15. Hel-bxc4 17. Rfl-e6 Svartur upprætir miðborð hvíts. fyrst réðst hann að því frá hlið (14... b5) en nú framanvið. Hvítur fær ekki frið til að leika Re3, Ha-dl og e5 en það mundi henta honum vel. 18. Re3-exd4 19. Bxd4-Bc5 Eftir 19. ... Re5 20. Dc3 Rd3 21. Bxg7 stendur hvítur hartnær til vinn- ings. Svartur verður a ná kaupum á drottningarbiskupi hvíts. Nú getur hvítur ekki leikið 20. Bc3 Re5 21. Db2 Rd3 og drottning hans er í upp- námi. Biskupinn verður því að hverfa af vettvangi en eftir það eru kóngs- sóknarmöguleikar hvíts nánast úr sögunni. 20. Bxc5-Rxc5 21. Rxc4-Hf-d8 22. Ha-dl-Hxdl 23. Hxdl-Hd8 24. Hxd8+-Dxd8 25. h4-Dd4 Hvítur varð að leyfa hrókakaup þvt ella hefði svartur hertekið d-línuna. Nú hefst endataflið. 26. Db2-Dxb2 27. Rxb2-f6 28. f3-K17 29. Bfl-Bb5 30. K12-Ke6 Hvítur má ekki drepa á b5 (Bxb5, cxb5) því þá ætti svartur færi á að mynda sér frípeð á drottningarvæng. Svartur hagnast heldur ekki á bi- skupakaupum, hvorki nú né síðar því riddari hvíts heldur aftur af svarta kónginum frá c4-reitnum. 31. Bc4+-Kd6 37. Kc3-Bc6 32. Ke3-Rd7 ^8- Rf2-Rb6 33. f4-Rb6 39- Bb3-Ra8 34. Bg8-h6 40. Kd3-Rb6 35. Rd3-Rd7 41. Bc2 36. Kd4-c5+ Hér fór skákin í bið og lék Kaspa- roff biðleik. Hann getur verið ánægð- ur með jafnteflið enda getur svartur lítið aðhafst. Hann tapar t.d. á því að leika peðum sínum áfram því þá yrðu þau veikari. Hvítur hefur nú mar- gvaldað e-peðið og gæti reynt að bæta stöðu riddarans (Rdl-e3-f5 eða c4). Þá má reyna peðaframrás á kóngs- væng. Með tilliti til stöðunnar t ein- víginu er ekki ólíklegt að Karpoff tefl- di skákina áfram, þó ekki væri til ann- ars en að þreyta Kasparoff svolítið en jafntefli eru líklegustu úrslitin. -2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 2. október 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.