Þjóðviljinn - 02.10.1986, Page 3
Við skulum bara vona að Gorb-
atsjof og Reagan kyssist ekki
af eins miklum ástríðuþunga
og brúðhjónin í Kína!
Póstur og sími
Gengur
allt upp
Þetta er án efa stærsta verkefni
sem Póstur og sími hefur fengist
við. Undirbúningur er í fullum
gangi hjá okkur og ég á von á að
þetta muni allt ganga upp, sagði
Jón Þóroddur Jónsson yfirverk-
fræðingur hjá Pósti og síma í gær,
en þar standa menn í ströngu við
að veita fréttamönnum þá þjón-
ustu sem þeir þurfa til þess að
koma fréttum frá landinu.
Þurft hefur að bæta við ýmsum
búnaði til þess að gera þetta
kleift. Jón sagði í gær í að næstu
daga yrði sjónvarpað frá landinu
til allra heimsálfa 10-14 stundir á
dag, ústendingar hófust strax í
gærmorgun og munu ná hámarki
dagana 9-12. október. Starfs-
menn Póst- og símamálastofnun-
arinnar munu funda stíft næstu
daga til að undirbúa stóru stund-
ina, komu leiðtoganna hingað til
lands og fundi þeirra. Til þess
hefur gengið vel að uppfylla óskir
þeirra sem óskað hafa eftir þjón-
ustu stofnunarinnar, að sögn
Jóns.
-gg
Undirbúningsnefndin
Fyrsti fundur
í gær
Embættismannanefndin sem
falið hefur verið að undirbúa
leiðtogafundinn af íslands hálfu
kom saman í fyrsta sinn í gær, að
visu formannslaus, því Ingvi
Ingvason ráðuneytisstjóri í utan-
ríkisráðuneytinu kom ekki til
landsins fyrr en í gærkvöldi.
Hann var í Grænlandi en var kall-
aður heim vegna fundarins.
Þeir sem sæti eiga í nefndinni
eru auk Ingva, Guðmundur Ben-
ediktsson ráðuneytisstjóri for-
sætisráðuneytisins, Böðvar
Bragason lögreglustjóri í Reykja-
vík, Þorgeir Þorsteinsson, lög-
regíustjóri á Keflavíkurflugvelli,
Þórður Einarsson prótókoll-
stjóri, Ólafur Tómasson Póst- og
símamálastjóri, Magnús Óskars-
son staðgengill borgarstjóra, Að-
alsteinn Maack frá húsameistara,
Magnús Torfi Ólafsson blaðafull-
trúi ríkisstjórnarinnar og hugsan-
lega fleiri. Fundinn í gær sátu
einnig forsætisráðherra og utan-
ríkisráðherra.
FRÉTTIR
Leiðtogafundurinn
300 í oryggisgæslu
Lögregluskólafrestað. Afleysingamenn kallaðirtil.
Fyrstu erlendu öryggisverðirnirtil landsins ígœr
Ég vona að þetta takist
sómasamlega hjá okkur, en enn
sem komið er er lítið hægt að
segja um hvernig við munum
hátta öryggisgæslu. Það skýrist á
næstu dögum, sagði Bjarki
Elíasson yfirlögregluþjónn í sam-
tali við Þjóðviljann síðdegis í gær,
en Bjarki var þá nýkominn af
ströngum fundum þar sem fjallað
var um öryggisgæslu vegna
leiðtogafundarins.
Það var að sögn Bjarka aðal-
lega rætt um hversu miklu liði
yrði hægt að ná saman. „Uppi-
staðan verður auðvitað frá
Reykjavík, en auk þess leitum
við eftir liðsstyrk frá nágranna-
sveitarfélögum. Þá verður Lög-
regluskólinn fenginn til liðs við
okkur og þar náum við í 50
manns, auk þess sem við eigum
von á að afleysingamenn frá í
sumar komi til starfa. Alls verð-
um við með um 300 manna lið,“
sagði Bjarki. Víkingasveitin er
þar með talin og hefur æfingar-
ferð hennar til Noregs verið frest-
að vegna þessa verkefnis.
Fyrstu eriendu öryggisverðirn-
ir munu hafa komið til landsins í
gærkvöldi og þeim mun fjölga
jafnt og þétt næstu daga. Lög-
reglan mun hefja viðræður við þá
í dag. Ekki lá ljóst fyrir í gær
hversu margir þeir verða, en bú-
ast má við miklum fjölda og er
ekki að efa að þeir verða gráir
fyrir járnum og þungvopnaðir.
Bjarki var spurður hvort ís-
lenskir löggæslumenn myndu
bera vopn meðan leiðtogarnir
funda hér, en hann vildi ekkert
um það segja. Hann neitaði því
að leitað yrði eftir liðveislu frá
hemum.
Eftirlit með komum útlend-
inga til landsins var þegar á mið-
vikudaginn hert verulega, fylgst
verður náið með öllum sem koma
um Keflavíkurflugvöll, Reykja-
víkurflugvöll og um hafnir lands-
ins.
-gg
Ferðamál
Fjölmi&lar hvaðanæva í heiminum verða með sína menn á Islandi næstu vikurnar. Þessir fréttamenn bandarísku
sjónvarpsstöðvarinnar CBS komu á miðvikudagskvöldið og hófu að senda fréttir þegar daginn eftir. I gær spjölluðu þeir
við fólk á förnum vegi í Reykjavík og sendu með það sama til höfuðstöðvanna í New York. Eitthvað áttu þeir í basli með
vélina, en þetta eru vanir menn og kipptu því í lag áður en lagt um leið. Mynd S IG.
Fréttamenn
Fjölmiðlafárið hafið
JeffFagarfrá CBS: Býst við 2000fréttamönnum, enda stór-
viðburður áferð. 30 mannsfrá CJ$S
Þetta er vissulega stórviðburð-
ur og það má alveg reikna
með að hingað komi um 2000
fréttamenn víðs vegar að. Ég á
von á að við verðum um 30 frá
CBS, sagði Jeff Fagar fréttamað-
ur bandaísku sjónvarpsstöðvar-
innar CBS í samtali við Þjóðvilj-
ann í gær.
Mikill fjöldi fréttamanna er
þegar kominn til landsins, en
meginþorrinn kemur þó ekki fyrr
en í næstu viku. 6 manna lið frá
CBS kom til íslands þegar á mið-
vikudagskvöldið og stax í gær-
morgun sendi það frá sér fyrstu
fréttimar út til Bandaríkjana. Að
sögn Fagars var þar m.a. viðtal
við íslenska forsætiráðherrann,
auk umfjöllunar um landið og
viðbrögð manna við stórtíðind-
unum.
Fagar og félagar fengu inni á
Loftleiðum á miðvikudaginn, en
þar geta þeir ekki verið nema
fram á föstudag. Þá verða þeir að
fínna sér annan samastað eins og
aðrir fréttamenn sem nú eru á
hótelinu. Þeir munu senda fréttir
út nær daglega fram að fundi
leiðtoganna, auk þess að vinna að
undirbúningi fyrir fundinn sjálf-
an. Fagar var spurður hvort þeir
byggjust við stórtíðindum af
fundi leiðtoganna, og taldi hann
ekki ólíklegt að um eitthvert sam-
komulag milli þeirra Gorbatsjofs
og Reagans yrði að ræða.
Þegar Þjóðviljamaður var að
ræða við Fagar vora fréttamenn
sjónvarpsstöðvarinnar að búa sig
undir að fara niður í bæ og taka
almenning tali, forvitnast um
hvað fólki fyndist um að fundur
leiðtoganna yrði haldinn hér á
landi og þeim viðtölum átti síðan
að sjónvarpa í gærkvöldi.
-gg
Auglýsing
aldarinnar
Kjartan Lárusson:
Reynum að leysa vanda
vegna skorts á hótelher-
bergjum
Þetta verður áreiðanlega mesta
auglýsing sem ísland mun fá á
þessari öld. Við erum að reyna að
átta okkur á því hversu stórt
vandamálið er varðandi gisticými
og verðum bara að vona að við
verðum þessum vanda vaxin. Það
er alveg Ijóst að nýta verður allt
gistirými í 100 kflómetra fjarlægð
frá Reykjavík, sagði Kjartan
Lárusson framkvæmdastjóri
Ferðaskrifstofu ríkisins í samtali
við blaðið í gær.
„Hótelin í Reykjavík eru þegar
út úr myndinni, þau eru fullbók-
uð, en það er alveg með ólíkind-
um hversu margir hafa hringt í
okkur og boðið gistingu á heimil-
um sínum,“ sagði Kjartan.
Ferðaskrifstofu ríkisins hefur
verið falið að reyna að leysa
þennan vanda sem skapast hefur
vegna skorts á hótelherbergjum
og verður unnið ötullega að því
næstu daga. Hótel í næsta ná-
grenni við Reykjavík munu njóta
góðs af leiðtogafundinum, hótel-
in í Keflavík, Hveragerði, á Sel-
fossi, jafnvel uppi í Borgarfirði
og rætt hefur verið um að opna
Hótel Valhöll á Þingvöllum og
veita þar fréttamönnum húsa-
skjól.
-gg
Leiðtogafundur
Beðið fyrir
árangri
Pétur Sigurgeirsson biskup
hefur sent prestum landsins til-
mæli um að þeir biðji fyrir því í
kirkjubæn við guðsþjónustur
næsta sunnudag að viðræður
þeirra Gorbatsjofs og Reagans í
Reykjavík leiði til friðar í heimin-
um.
Þá hefur biskup ákveðið að
kalla saman kirkjuþing 11. nóv-
ember n.k. og mun það standa til
20. nóvember. Þingið fer fram í
Bústaðakirkju og munu 22 full-
trúar sækja það.
-gg
Flmmtudagur 2. október 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3