Þjóðviljinn - 02.10.1986, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 02.10.1986, Qupperneq 6
FLÓAMARKAÐURINN LANDSBYGGÐIN Til sölu Tvöfaldur stáleldhúsvaskur og 9 hansahillur með uppistöðum. Selst ódýrt. Einnig fæst gamall svefnsófi gefins á sama stað. Uppl. í síma 82881 eftir kl. 18. Stór fataskápur eða stór kommóða óskast. Sími 611844 til kl. 13 og eftir kl. 20.30. Til leigu fyrir skrifstofur, teiknistofur 30 m2 á 3ju hæð við Laugaveg. Uppl. í síma 27450 og 21920 kl. 9-5. Svalavagn/kerruvagn fæst gefins. Sími 31665. Er ekki einhver jákvæð og góðhjörtuð manneskja sem get- ur komið og gefið 8 ára telpu há- degismat og passað að hún mæti á réttum tíma í skólann, ca. 2 tímar á dag. Hafið samband í síma 621746 eftir kl. 19. Til sölu ný eldhúsinnrétting (stór) tvö ný gólfteppi 8,4 m2 og 16 m2. Fóta- nuddtæki Clairol og hillur í geymslur. Slmi 39198. Óska eftir að kaupa ódýr húsgögn af öllu taai. Gjarnan furu. Einnig gardínur. Á sama stað er til sölu traustur góður bíll fyrir veturinn. Sími 622373. Lítið furuhjónarúm til sölu 140x200 án dýna. Uppl. eftir kl. 4 ( sima 641141. Vantar barnfóstru á kvöldin annað slagið. Uppl. í síma 39325 eftir kl. 18. Er í Austurbrún. 2 Nikon myndavélar og 2 Motordrive, 28 mm linsa, 55 micro og 135 mm. Sími 39571. Gamalt hjónarúm til sölu ásamt náttborðum og dýnum. Selst ódýrt. Uppl. í síma 41262. Kaupi: íbúaskrá Reykjavíkur og aðrar, manntöl, nafnaskrár, þjóðskrár, bæjarskrár og útsvarsskrár frá öllum árum. Einnig ættartöluhandrit og fjölrit, stéttartöl, ættfræðibækur o.fl. þ.h. Sími 27101 (Jón). 4 snjódekk til sölu Undan Colt ’80. Stærð 155x12“. Aðeins notuð einn vetur. Seljast ódýrt. Uppl. í sím 681310 Sigríður. Óska eftir að kaupa vel með farna og ódýra Commador 64 tölvu. Sími 73623 eftir kl. 4. Sjónvarp óskast til kaups. Ódýrt. Sími 77231. Leikfimi á myndböndum Þrjú mismunandi erfið prógrömm. Hvert um sig klukkustundarlangt. Leiðbeinandi er Hanna Ólafsdóttir Forrest íþróttakennari. Nánari upp- lýsingar í síma 18054 eftir kl. 18 á kvöldin og um helgar. Sendi í póstkörfu. Til sölu Vil selja á vægu verði vel með farið skatthol, svefnbekk (þarf nýtt á- klæði) og sama sem ekkert notaða íslenska gæruúlpu á ungling. Uppi. í síma 92-1123. Pioneer kasettutæki og magnari til sölu Kr. 5 þúsund. Sími 24691 eftir kl. 20.30. 4 felgur sem nýjar á Ford Escort '85 til sölu á góðu verði. Uppl. í síma 12176 eftir kl. 5. Til sölu 2 14“ vetrardekk á felgum undir Skoda og 3 hurðir með öllu. Passa á árg. '77 og yngra. Uppl. í síma 44465. Til sölu sófasett 3+2+1 (Ijósdrappað), sófaborð og hornborð, hillusam- stæða, fallegur ruggustóll, kringlótt eldhúsborð og 4 stólar, símaborð, svefnbekkur, hjónarúm með rauð- um bólstruðum gafli, lampar og Ijós og fallegur gardínukappi úr dökkum viði (útskorinn). Uppl. Ís(ma31884. Tveir litlir strákar óska eftir borði og stólum í barna- stærð. Má ekki vera mjög dýrt. Uppl. í síma 74845 eftir kl. 18. . Áreiðanleg hjón með tvo litla drengi óska eftir 3ja- 4ja herbergja íbúð í mið-austurbæ. Neytum ekki áfengis né tóbaks. Uppl. í síma 74845 eftir kl. 18. Til sölu eldhúsborð og 2 stólar með örmum, 2ja sæta bekkur með baki og örmum (enskt), barnavagn (Marnet) og burðarrúm fylgir, strauvél. Ennfremur Gunda- ofn fæstgefins. Uppl. ísíma36518. Til sölu vel með farinn Emaljunga barna- vagn, notaður af einu barni. Uppl. í síma 25668. Óska eftir ódýrum ísskáp Meðalstærð. Sími 10708 eftir kl. 17. Vantar blómasúlu með þremur örmum Sími 40682. Tvíburamömmur - tvíburapabbar Tvö rúm til sölu, tvær skúffur undir hvoru rúmi. Lengd 1.80 m. Uppl. í síma 28321. Hjálp Bý við Laugaveg og vantar dag- mömmu fyrir 8 mán. dreng. Uppl. í síma 13009 á kvöldin. Basar, flóamarkaður, hluta- velta verður í Gerðubergi laugardaginn 4. október. Hefst kl. 2. Kattavinafé- lagið. Gestalt Helgina 4. og 5. október verður haldið námskeið að Fríkirkjuvegi 11 frá kl. 10-18 báða dagana. Meginá- hersla verður lögð á líkamann og tilfinningalíf hans, með hópæfing- um og einstaklingsvinnu. Þátttak- endum verður gefinn kostur á að vinna með drauma sína eftir aðferð- um Gestaltmeðferðar. Leiðbein- andi: Daníel Ág. Daníelsson. Helg- ina 11. og 12. október: Nærandi samskipti. Leiðbeinandi: John Witt. Sjálfeflishópar, kvöldnámskeið. Uppl. og skráning í síma 18795. (s- lenski Gestaltskólinn. Aðalfundur Vörubílstjórafélagsins Þróttar Reykjavík veröur haldinn laugardaginn 4. október og hefst kl. 15 í húsi félagsins að Borgartúni 33. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins. 2. Lagabreytingar. 3. önnur mál. Stjórnin. Það fer vel á með þeim Jóni Sigurbjörnssyni og Kraka. Prófessor í leiðmennsku Albert Sigurðsson í viðtali við Eiðfaxa Út er komið 8. tbl. Eiðfaxa. Hefst blaðið á forystugrein Sig- urðar Sigmundssonar. Segir þar m.a.: „Nokkru fjármagni hefur verið varið til að endurbæta reiðvegi, 'sem sér nokkurn stað, víðsvegar á landinu. En betur má ef duga skal. Verkefnin eru óþrjótandi í þessum efnum. Hestamannafé- lögin, hvert á sínu svæði, þurfa að hafa forgöngu um margvíslegar umbætur. Nefna má að varða eða viðhalda vörðum á fornum leiðum yfir fjallvegi. Merkja þarf vöð á ám, reisa áningarhólf, þar sem þau geta komið að góðum notum. Fjarlægja þarf vírdræsur, sem geta orðið hestum eða öðru búfé til skaða. Síðast en ekki síst þarf að bæta reiðvegina og halda gömlum fornum reiðleiðum opn- um“. Eiðfaxi leggur leið sína að Helgastöðum II í Biskupstungum og tekur tali hinn góðkunna leikara og hestamann Jón Sigur- björnsson, sem þar býr með hrossum sínum og unir því með ágætum. „Þó að mjög mikill tími fari í hestamennskuna þá finn ég bara ekkert fyrir því. Samskiptin við hrossin gefa mér svo mikið, að ég verð aldrei var við hvað þetta tekur mikinn tíma og mikla fyrirhöfn,“ segir Jón Sigurbjörns- son. - Þá er rabbað við Rosemar- ie Þorleifsdóttur í Vestra- Geldingaholti í Gnúpverja- hreppi, en hún og maður hennar, Sigfús Guðmundsson hafa rekið reiðskóla fyrir börn frá 1964, þann fyrsta hér á landi. Hjalti Jón Sveinsson heimsæk- ir Reyni Hjartarson á Brávöllum við Eyjafjörð. Ber þar margt á góma, sem vænta mátti, m.a. möguleikar á sölu hrossa til Bandaríkjanna. „Ég hef mikla trú á þessum markaði" segir Reynir - „og vona að þetta dæmi gangi upp, - svo fremi sem við förum ekki að ausa í fólkið trunt- um. Ég óttast að ýmsir aðilar hér heima sjái í þessu skjóttekinn gróða en ef við förum hægt í sak- irnar og skynsamlega þá ætti að vera mikil framtíð í þessu“. Hjalti Jón ritar einnig „Hug- leiðingar um aðstöðu og um- gengni á Kili“ og reyndar víðar þar efra og finnst hún ekki beinlínis til fyrirmyndar. - Þá er viðtal við Sigurbjörn Bárðarson, sem er „maður íslandsmótsins um leið og hann heldur upp á tut- tugu ára kappreiðaafmælið". Rætt er við Akureyringinn AI- bert Sigurðsson, sem stundaði bréfanám við bandarískan reið- skóla. „Þegar ég hafði lokið til- skyldum prófum endaði ég sem félagi í þessum reiðklúbbi þarna úti og fékk heljarmikið „dipl- om“, þar sem ég er titlaður pró- fessor. Reyndar þýðir það að ég hafi réttindi til að kenna þessar aðferðir. Ætli ég sé ekki eini ís- lendingurinn, sem hef prófessor- nafnbót í reiðmennsku? segir Al- bert, - og er trúlega rétt. Spjallað er við stigahæstu ung- lingana á íslandsmótinu, þá Hörð Ármann Haraldsson og Hákon Pétursson. Margt fleira er að finna í Eiðfaxa, sem og langt yrði upp að telja. -mhg Sauðfjárbœndur Umdeild ályktun um stefnu í framleiðslumálum Eðlilega urðu talsverðar um- ræður á sauðfjárbændafund- inum um stefnuna í fram- ieiðslumálum. Voru fundarmenn engan veginn á eitt sáttir. Og sú ályktun, sem endanlega hlaut af- greiðslu, var samþykkt með 3ja atkv. mun, 18 með, 15 á móti. En ályktunin hljóðar þannig: - Fundurinn ... varar við á- formum um enn frekari samdrátt í sauðfjárframleiðslu. Meiri sam- dráttur getur haft veruleg áhrif á byggð víða um land. Skorar fund- urinn því á Stéttarsamband bænda að semja ekki við ríkið um minna framleiðslumagn en 12000 tonn af kindakjöti nema fyrir liggi af hálfu ríkisvaldsins hvar byggð skuli aflögð. Þá bendir fundurinn á, að frekari samdrátt- ur getur stefnt afkomu vinnslust- öðvanna í tvísýnu, þar sem þús- undir manna hafa lífsviðurværi sitt af. Má þar t.d. nefna skinna- iðnaðinn í landinu, en hann skapar nú verulegar gjaideyrist- ekjur. -mhg 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.