Þjóðviljinn - 02.10.1986, Page 8
Vegarstæðið er rækilega púkkað með sérstökum grjótkippum að amerískri fyrirmynd. Ljósm. EG
Vegurinn upp fjallið er gríðarlegt mannvirki og vinna stórvirkar vélar frá ýmsum verktökum við þá framkvæmd. Ljósm. EG
Hernaðarmannvirkin rísa eitt af öðru
Hálfur annar miljarður í Bolungarvík
Byrjað á undirstöðum ratsjárhússins.
Heimamenn maka krókinn: hluturJóns
Friðgeirs Einarssonar í hermanginu 30-40
miljónir. Vatnsból Bolvíkinga menguð.
Björgunarsveitin líka í hermangið.
Leigutekjur kaupstaðarins 2.650 kr. á ári -
með verðbótum!
Framkvæmdir við ratsjár-
stöð Bandaríkjahers í
Stigahlíð fyrir ofan Bolung-
arvík eru nú í fullum gangi.
Byrjað var á vegagerð upp
að stöðvarstæðinu í fyrra-
sumar og nú hafa verka-
menn hafið vinnu við undir-
stöður sjálfrar ratsjárstöðv-
arinnar. í upphaflegri áætl-
un var reiknað með að stöð-
in yrði tekin í gagnið á árinu
1988 og má búast við að sú
áætlun standist.
En hvað skyldi þetta ævintýri
allt saman kosta? Hver er ávinn-
ingur íslendinga í þessu dæmi og
hvaða hag hafa heimamenn af
byggingu stöðvarinnar? Hverjir
maka krókinn í þessum vaxtar-
sprota hermangsins og hverjir
hafa einkum beitt sér fyrir andófi
gegn þessum tröllauknu hernað-
arframkvæmdum? Það er viðtal
við einn slíkan hér í opnunni en
það er meira blóð í kúnni.
Gífurleg framkvæmd
Pappírar um hvað þessi ratsjár-
stöð kostar liggja ekki á glám-
bekk. Hins vegar fullyrða fróðir
menn að allt verkið kosti ekki
undir 35 miljónum dollara eða
um einum og hálfum miljarði ís-
lenskra króna. Bandaríkjamenn
greiða alla þessa upphæð enda
bandarískt mannvirki, reist fyrir
bandaríska dollara og bandaríska
hagsmuni, eins og komist hefur
verið að orði.
í samningum er svo látið heita
að sérstakur sjóður á vegum
NATO pungi út þessu mikla fé.
Það eitt sýnir svo ekki verður um
villst að hér er hernaðarmann-
virki á ferðinni. Eða halda menn
að NATO beiti sér fyrir borgara-
Iegri strandgæslu, almennri
flugumferðarstjórn eða öryggi ís-
Ienskra sjómanna? Ármenn
NATO og Bandaríkjastjórnar
hér á landi, vistaðir í Varnarmál-
adeild utanríkisráðuneytisins,
héldu því raunar fram að ratsjár-
stöðin tryggði öryggi íslenskra
sjómanna meðal annars. Ræki-
lega hefur verið bent á fánýti
slíkra raka og sú umræða ekki
tekin upp frekar að sinni.
Óþörf stöð?
Andófsmenn vestra bentu
einkum á það í sínum málflutn-
ingi að stöðin á Stigahlíð í Bola-
fjalli væri með öllu óþörf. Einn
þeirra, sr. Jón Ragnarsson, segir
m.a.: „Ratsjáreftirlit er þegar
umtalsvert. Áuk stöðva á jörðu
niðri, sem skyggna vel rúmlega
íslenska lofthelgi, eru stöðugt
flogið eftirlitsflug með AWACS
vélum, sem skyggna rúmlega
sjónsvið jarðstöðvanna. Þar að
auki hafa risaveldin komið sér
upp ratsjám í geimnum, sem eru
býsna glöggar, ef marka má frétt-
ir“.
Undir þetta hafa fjölmargir
sérfræðingar um fjarskipti tekið.
Það bendir því allmargt til þess að
með þessari fjárfestingu séu
hemaðaryfirvöld einungis að
sýna landanum vald sitt og festa
sig í sessi með þessum hætti. Jarð-
stöð af þessu tagi er eðli málsins
samkvæmt býsna jarðbundin og
verður ekki svo auðveldlega flutt
á braut eins og gera má við eftir-
litsflugvélarnar.
Víðtæk samstaða
Það var að beiðni George Bush
varaforseta Bandaríkjanna sem
samþykkt var að reisa ratsjár-
stöðvarnar á Bolafjalli og Gunn-
ólfsvíkurfjalli. Um mitt ár 1983
skýrði Ríkisútvarpið frá þessari
bandarísku málaleitan og að full-
trúar hermangsins í íslenskum
stjórnmálum, Steingrímur Her-
mannsson og Geir Hallgrímsson,
hefðu meðtekið skilaboðin. Allt
síðan þá hefur verið reynt að
reyra umræðuna í viðjar
stjórnmálaflokka hermangsins.
Þegar heimamenn í Bolungar-
Jón Friðgeir undirverktaki Islenskra aðalverktaka á Stigahlíð og Kristinn H. Gunnarsson bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins. Ljósm. EG
vík og nærbyggðum fréttu þessi
tíðindi tóku þeir að ráða ráðum
sínum. Fljótlega var stofnuð
þverpólitísic hreyfing manna og
fóru þar fyrir ýmsir þekktir borg-
arar Vestfjarða. 1. desember
1984 komu menn saman og stofn-
uðu hóp er m.a. hafði það hlut-
verk að berjast gegn ratsjárstöð-
inni. í þessum hópi eru m.a. Pét-
ur Pétursson héraðslæknir, sr.
Jón Ragnarsson, sr. Lárus Þ.
Guðmundsson, Finnbogi Her-
mannsson, Kristinn H. Gunnars-
son, Þórdís Rögnvaldsdóttir,
Margrét Kristjánsdóttir, Jón Sig-
urpálsson, sr. Jakob Hjálmars-
son og Eggert Ólafsson. Hópur-
inn byggir starf sitt á Bænaskrá
Vestfirðinga og í henni er að
finna þennan kjarna:
„Vér bendum á, að málefni
friðar og afvopnunar, er flokks-
sjónarmiðum stjórnmálaflokk-
anna. í málefnum friðar og af-
vopnunar hljóta allir að vera kall-
aðir til ábyrgðar“.
Foringjar hermangsins voru
ekki á sömu skoðun. Kristinn H.
Gunnarsson bæjarfulltrúi Al-
þýðubandalagsins í Bolungarvík
flutti tillögu um það að ailsherjar-
atkvæðagreiðsla færi fram um
málið í Bolungarvík. Hann segir
m.a.: „Þessi tillaga mín var að
sjálfsögðu felld með atkvæðum
bæjarfulltrúa allra hermangs-
flokkanna. Auðvitað voru þeir
hræddir um að bæjarbúar væru á
öðru máli en þeir og auðvitað
gengu þeir þar erinda húsbænda
sinna í N ATO eins og endranær".
Hvaða hagsmunir?
Eftir hverju var þá eiginlega að
slægjast? Áttu bolvískir bæjar-
stjórnarmenn von á því að þar
vestra risi Klondike hins nýja
gullæðis? Eða trúðu þeir fullyrð-
ingum Varnarmáladeildar utan-
ríkisráðuneytisins um að stöðinni
væri ætlað að verja íslendinga
fyrir vondum Rússum?
Erfitt er að geta í þær eyður.
Hins vegar er ljóst að býsna
drjúgir brauðmolar hljóta að
hrynja af borði þar sem matar-
föng eru metin á einn og hálfan
miljarð íslenskra króna. Islenskir
aðalverktakar á Keflavíkurflug-
velli hreppa þar stærstan hlut eins
og lög gera ráð fyrir. Það fyrir-
tæki er helmingaskiptafyrirtæki
Sjálfstæðisflokks og Framsókn-
arflokks og þar er þess vendilega
gætt að gróðinn dreifist ekki á of
margar hendur.
Þessari meginreglu er auðvitað
fylgt varðandi framkvæmdir í
Stigahlíð en hins vegar skulu
menn ekki gleyma ítökum heima-
manna í Bolungarvík í hermangs-
flokkunum, einkum Sjálfstæðis-
flokki. Ætt Einars Guðfinns-
sonar er eins og allir menn vita
býsna valdamikil í plássinu og
hún varð að fá sinn hlut af köku-
nni. Því réðu íslenskir aðalverk-
takar sér bolvískan undirverk-
taka, Jón Friðgeir Einarsson, son
fyrrnefnds Einars Guðfinns-
sonar. Fyrirtæki Jóns Friðgeirs
hefur lengi unnið að ýmiss konar
framkvæmdum, einkum bygging-
arframkvæmdum, og var um tíma
stærsta verktakafyrirtæki Vest-
fjarða. Sagt er að reksturinn hafi
gengið brösuglega hin síðari árin,
en þessi himnasending frá NATO
réttir eflaust skútuna við. Giska
má á að hlutur verktakans Jóns
Friðgeirs Einarssonar í þessu
hermangi nemi 30-40 miljónum
króna og geta menn þá skilið
áhuga vestfirskra íhaldsmanna að
fá þennan kepp í sinn hlut.
Raunar má spinna vefinn
áfram og minna á að bróðursonur
Jóns Friðgeirs er Einar Guðfinns-
son alþingismaður. Sá sami gerð-
ist sérstakur talsmaður þess að
ratsjáin risi fyrir ofan fæðingar-
stað sinn og kom m.a. í sjónvarp
þar sem hann tíundaði dásemd
þessa nýja vaxtarsprota í atvinnu-
lífi heimabyggðarinnar. Ætt Ein-
ars Guðfinnssonar gerir ekki
lengur út á fisk og verslun heldur
fengsælli mið.
Björgunarsveitin
líka!
Sterkasta vopnið í herferðinni
að heilbrigðri skynsemi er að
kaupa menn til fylgilags. Sölu-
menn vígbúnaðarkapphlaupsins
kunna þá list öðrum betur. Mörg
vígin hafa fallið fyrir þessu lagi og
fleiri heldur en þjóðþrifafyrirtæki
á borð við Einar Guðfinnsson og
Co.
Þegar framkvæmdir í Stigahlíð
voru í undirbúningi, var komið
upp veðurathugunarmastri við
fyrirhugaðan grunn ratsjárstöðv-
arinnar. Var ætlunin að átta sig á
veðurskilyrðum og reikna út
burðarvirki í samræmi við þær
upplýsingar. Björgunarsveitinni
Omum í Bolungarvík var falið
þetta verkefni, væntanlega gegn
hæfilegri þóknun, og skiptust fé-
lagamir á að lesa af mælum.
Raunar ætlum við ekki að áfellast
þá björgunarsveitarmenn fyrir að
hafa fallið fyrir þessum bauna-
disk en dæmið sýnir vel hvaða að-
ferðum er beitt til að brjóta niður
mótstöðu heimamanna. Og fé-
lagamir í Örnum em ekki einir
um að vilja maka krókinn þegar
hermangið er annars vegar því
sögur hafa gengið um ótrúlega
háa reikninga frá ýmsum aðilum
fyrir störf í þágu þessa hugsjóna-
verks, m.a. vegna framkvæmda
við vegagerð og vatnsveitu. Nóg
um það að sinni.
Vatnsbolið mengað
Þegar ratsjárstöð NATO var
valinn staður á Bolafjalli ofan við
Stigahlíð var strax ljóst að vatns-
ból Bolvíkinga yrðu í mengunar-
hættu. Uppi á fjallinu verða m.a.
reistir olíugeymar, völlur fyrir
þyrlur auk þess sem bílaumferð
upp fjallið verður allnokkur. í
dalnum þar fyrir neðan hafa Bol-
víkingar sótt sitt neysluvatn og
því neyddust menn til að flytja
vatnsbólin og taka nú vatnið í sk.
Mannafellsskál. Við gömlu
vatnsbólin var hins vegar reist
dælu- og hreinsunarstöð til að
tryggja að neysluvatnið spilltist
ekki.
Þessi framkvæmd kostar
auðvitað stórfé og er staðfesting á
þeirri mengun sem alltaf fylgir
framkvæmdum af þessu tagi. Vís-
ast geta Bolvíkingar treyst á að fá
ómengað vatn úr krananum sín-
um en náttúran að öðru leyti þolir
olíusullið bótalaust.
Baráttan fyrir lífinu
Hér hefur verið varpað ljósi á
gang framkvæmda við ratsjár-
stöðina fyrir ofan Bolungarvík og
sagt frá andófi heimamanna. Þá
eru ótalin veigamestu rökin sem
höfð hafa verið uppi gegn fram-
kvæmdunun, sumsé þau að rat-
sjárstöð af þessu tagi er skotmark
í stríði. Raunar hafa ármenn út-
lends valds á íslandi búið svo um
hnúta á síðustu árum að landið
allt er orðið skotmark í stríði, trú-
legast kjarnorkustríði.
Við skulum enda þessa yfirferð
á tilvitnun í grein sem birtist í
Ratsjá, málagni 1. desember-
hópsins, og ber heitið Baráttan
fyrir lífinu: „Okkar kynslóð á
engrar undankomu auðið nema
að taka þátt í baráttunni fyrir líf-
inu. Baráttan fyrir herratsjám
hér í næsta nágrenni ætti að vekja
okkur öll til umhugsunar og að-
gerða til þess að við getum ekki
og þurfum ekki að ásaka okkur í
framtíðinni fyrir að hafa ekki lagt
okkar af mörkum til að leiðrétta
vegvilltan heim. Af sjónarhóli
friðarsinna og andstæðinga hern-
aðarmannvirkja er það ekki mót-
byrinn, sem gæti hrundið hug-
sjónum okkar, heldur afskipta-
leysið, kæruleysi og ábyrgðar-
leysi manna, hvers á sínum stað í
lífinu, á heimili, á vinnustað og
innan stjórnmálaflokka. Verum
minnug þess, að andinn hefur
áður sigrað þursa og tröll - Davíð
felldi Golíat".
Þeir sem mest fagna fyrirhug-
uðum viðræðufundi Reagans og
Gorbatsjéfs hér á landi innan tíð-
ar ættu að hyggja að þessum orð-
um. Við gerum þau að okkar .
> -v.
Texti: Valþór Hlöðversson
Myndir: Eyjólfur Guðmundsson
Nu er hollt að muna eftir
Skútuvogi 4
Slátur er einstaklega ódýr mat-
ur — þú kemst að því ef þú
heimsækir slátursölu SS. Eitt
slátur með hreinsuðum vömbum
kostar þar kr. 200,-. Fimm slátur í
pakka kosta bvf aðeins 1.000.-. krón-
ur. Það er ekki til önnur leið betri til
að lækka útgjaldaliði heimilisbók-
haldsins en taka
og borða slátur. CV
Slátursala &
Skútuvogi 4 Sími 35106
Allt til sláturgerðar á einum stað.
Þ/S4
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 2. október 1986
Fimmtudagur 2. október 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9