Þjóðviljinn - 02.10.1986, Síða 16

Þjóðviljinn - 02.10.1986, Síða 16
UOBVIUINN 1936-1986 ÞJÓÐVIUINN 50 ÁRA Flmmtudagur 2. október 1986 223. tölublað 51. örgangur Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663. Hallgrímskirkja Hait deilt um altariströppur Formadur byggingarnefndar vill ekki brautfyrir hreyfihamlaða upp að altarinu. Byggingar- nefnd kirkjunnar hafnar tillögum húsameistara um breytta innanhússhönnun. Mikil áónœgja hjá tónlistarfólki og prestum kirkjunnar Eg lét bóka mótmæli mín á fundi byggingarnefndar og framkvæmdaaðila þegar ákveðið var að hafna tillögum embættis húsameistara ríkisins um nýja hönnun á tröppum upp í kórinn í Hallgrímskirkju, sagði Hörður Áskelsson organleikari Hall- grímskirkju í samtali við blaðið, en hann er ásamt fleiri aðilum ó- sammála þeirri ákvörðun for- manns byggingarnefndar Hall- grímskirkju, Hermanns Þor- steinssonar, að fara eftir 10 ára gömlum teikningum frá tímum Harðar Bjarnasonar, sem var áður húsameistari, við skipulag í kór kirkjunnar. Tillögurnar sem geröar voru á Framboð Guðmundur óákveðinn Guðmundur Einarsson fyrr- verandi BJ-ari segist ekki hafa ákveðið neitt um hugsanlegt framboð í næstu kosningum fyrir Alþýðuflokkinii. Búist hefur vcr- ið við að hann reyni sig I prófkjöri á Reykjanesi, og orðrómur austanlands segir hann hugsan- legan í efsta sæti A-listans þar. Þær getgátur gera ráð fyrir að Guðmundur muni sýna hinum nýja flokksformanni sínum tryggð með því að „skera hann niður úr snörunni" sem Jón Bald- vin kom sér í með því að hóta eigin framboði á Austfjörðum. - Mér er eiður sær, sagði Guð- mundur við Þjóðviljann í gær, - ég hef engin plön lagt enn um framboð. Um Reykjanes sagði hann að slíkar umræður væru eðlilegar, - hann væri nú þing- maður fyrir Reykjanes, en Guð- mundur sagðist ekki kannast við Austfjarðaframboð. - Ég á reyndar margt frændfólk á Austfjörðum, - var þar í smala- mennsku fyrir tíu dögum, en það var ekki hugsað sem liður í próf- kjöri, - ég var þá á höttunum eftir fénaði og ekki atkvæðum. En þú segir nokkuð. Austfirðirnir eru sjarmerandi kjördæmi, bæði vegna staðhátta og atvinnuhátta, - og verðugra andstæðinga... Þetta er ári góð hugmynd. -m þessu ári hjá embætti húsa- meistara ríkisins voru gerðar í samráði við fulltrúa tónlistarfólks innan safnaðarins og presta kirkj- unnar, auk þess sem sérstaklega var tekið tillit til þess að hreyfi- hamlaðir gætu komist að altarinu án aðstoðar. Þessum tillögum hafnaði formaður byggingar- nefndar og sagði hann í samtali við blaðið að það hefði hann gert á þeim forsendum að Guðjón Samúelsson, sem teiknaði kirkj- una fyrir 40 árum hefði verið beð- inn um að teikna kirkju fyrir 1200 manns og kirkjan myndi ekki rúma þann fjölda ef farið væri að nýju tillögunum. Breytingar voru þó gerðar á teikningum Guðjóns árið 1975 og skrifaði Hörður Bjarnason, þáverandi húsa- meistari upp á þær. Að mati Her- manns Þorsteinssonar myndi braut fyrir fatlaða breyta útlitinu mjög mikið og auk þess er gert ráð fyrir því f nýju tillögunum að tröppurnar nýtist sem pallar fyrir kóra. „Það væri stórt skref frá upprunalegum hugmyndum að stækka þessa aðstöðu fyrir tón- listarfólk meira en orðið er og myndi kosta miklar fjárhæðir", sagði Hermann. „Og hvað varðar málefni fatlaðra höfum við góða hreyfanlega presta sem geta fært fötluðum sakramentið niður í kirkuna." „í tillögum okkar komum við til móts við óskir presta og tón- listarmanna innan safnaðarins, sem tóku þátt í að móta tillög- urnar. Þær tóku tillit til staðsetn- ingar altaris, skírnarfonts, kórs, kórorgels og þarfa fatlaðra, sagði Garðar Halldórsson húsameistari ríkisins í samtali við blaðið í gær. „Tímamir eru breyttir og ný við- horf ríkjandi þannig að enginn getur sagt um hvort Guðjón Samúelsson hefði ekki teiknað þetta öðruvfsi ef hann væri að því í dag.“ „Prestar era ekki atkvæðisbær- ir í byggingarnefnd en mér þykir það mjög leitt að ekki var hægt að finna leið sem allir geta sætt sig við,“ sagði séra Karl Sigur- björnsson, prestur í Hallgríms- kirkju í samtali við blaðið. „Til- lögur húsameistaraembættisins voru mjög athyglisverðar og það hefði ábyggilega verið hægt að út- færa þetta öðruvísi þannig að allir væru ánægðir." -vd. Þeir Þórður Þórðarson múrarameistari og Albert Finnbogason húsasmíðameistari Hallgrimskirkju virða fyrir sér fram- kvæmdirnar sem eru gerðar eftir 10 ára tillögum fyrrverandi húsameistara. Mynd Sig. Barnadeildir Landspítalans Bömin send heim um helgar Gífurlegfólksekla háir starfsemi barnadeilda Landspítalans. Sólfríður Guðmunds- dóttir hjúkrunarframkvœmdastjóri: Vonum að heilbrigðisyfirvöld grípi inn í áður en til lokana þarfað koma Ef ástand það sem skapast hef- ur vegna fólkseklu hér lagast ekki verða barnadeildir Land- spítalans ekki opnaðar aftur cftir jólin og eingöngu verður hægt að reka bráðamóttökuna, sagði Sólf- ríður Guðmundsdóttir hjúkrun- arframkvæmdastjóri í samtali við blaðið í gær. Af fimm barnadeildum eru nú aðeins tvær fullmannaðaf, og vegna fólkseklunnar hefur rekstrarforminu verið breytt þannig á 2 deildum að önnur þeirra er rekin sem dagdeild ein- göngu en hin er aðeins opin um virka daga. Á þeirri fimmtu, gjörgæsludeild fyrir nýbura eru stöðuheimildir fyrir 15 hjúkrun- arfræðinga en þar er aðeins starf- að í 7,8 stöðugildum. Ákvörðun um að breyta rekstrarforminu á þennan hátt í tilraunaskyni í 3 mánuði var tekin að loknum sumarleyfum, en þá var ljóst að skortur var á hjúkrunarfræðing- um. „Þetta ástand hefur þróast á löngum tíma og við höfum stans- laust auglýst eftir fólki án áran- gurs,“ sagði Sólfríður. „Á dag- deildinni starfa nú hjúkrunar- fræðingar í 8 og hálfri stöðu en eiga að vera 13. Sjúkraliða vantar líka og þeir hafa allir sagt upp störfum frá 1. október. Á þeirri deild sem verður að loka um helgar vantar í 5 stöður hjúkrun- arfræðinga. Foreldrarnir verða að taka börnin heim og það veld- ur þeim oft erfiðleikum. Þau börn sem eru ekki nógu frísk til að fara heim eru færð á aðra barnadeild. Starfsfólkið vinnur mikla yfirvinnu og er undir miklu álagi. Við bindum vonir okkar við að heilbrigðisyfirvöld grípi inn í og bæti kjör hjúkrunarfólks áður en alvarlegt ástand skapast og til lokunar þarf að koma.“ -vd Hjálparstofnumn Ráðherra skipar nefnd I gær skipaði dóms- og kirkju- málaráðherra Jón Helgason, nefnd sem mun vinna að því að rannsaka gjafir til Hjáiparstofn- unar kirkjunnar og ráðstöfun stofnunarinnar á þeim. Hjálparstofnunin lagði mikla áherslu á skipan þessarar nefndar þrátt fyrir það að ráðherra og ríkisendurskoðandi hafi ekki séð ástæðu til þess að setja málefni stofnunarinnar undir smásjána. í nefndinni sitja Sigurgeir Jónsson fyrrum hæstaréttardóm- ari, og formaður nefndarinnar, Baldur Möller fyrrverandi ráðu- neytisstjóri og Haildór V. Sig- urðsson ríkisendurskoðandi. -K.ÓI.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.