Þjóðviljinn - 31.10.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 31.10.1986, Blaðsíða 16
Föstudagur 31. október 1986 248. tölublað 51. örQangur 1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663. Hótelskólinn Nemendur harðneita flutningi Hart deilt um hvortflytja á skólann austur á Laugarvatn. Nemendur og kennarar á mótiflutningi. Formaður skólanefndar fylgjandi Það er almenn andstaða meðal nemenda og kennara skólans gegn þvf að skólinn verði fluttur austur á Laugarvatn, sagði Arni Þorsteinsson nemandi í Hótel- og veitingaskólanum í samtali við Þjóðviljann í gaer. Árni er jafn- framt fulltrúi nemenda í skóla- nefnd skólans. Skólinn er í alvarlegum hús- næðisvanda, en sitt sýnist hverj- um um hvemig bregðast skuli við honum. Hann er nú til húsa í Hót- el Esju, en þar er þröngt um skólastarfið og aðstaða allsendis ófullnægjandi. Eins og kunnugt er gerði menntamálaráðuneytið samning við Kópavogsbæ fyrir þremur árum um byggingu nýs skóla í Kópavogi, en sá er aðeins til á teikningum. Þvf hefur komið upp sú hugmynd að flytja starf- semina austur á Laugarvatn og nýta þar húsnæði Hússtjórnar- skólans, en hart er nú deilt um réttmæti þeirrar ráðstöfunar. Árni sagði í gær að margvísleg rök mæltu gegn því að skólinn yrði fluttur austur. Bæði yrði það óhagstætt fyrir nemendur og kennara hvað búsetu varðar og myndi auk þess kosta nemendur talsvert fé. Þá yrði skólinn slitinn úr tengslum við atvinnulífið í Reykjavík og það myndi hamla skólastarfi. Friðrik Gíslason skólastjóri tók í sama streng. Einar Olgeirsson, formaður skólanefndar og hótelstjóri Hót- els Loftleiða, er hins vegar þeirrar skoðunar að flutningur austur á Laugarvatn væri besta fáanleg bráðabirgðalausn. Hann sagði í gær að fátt mælti gegn því og sagoist vona aö samKomuiag næðist um það. „Annars verða menn að velja hvort þeir fara austur, enginn verður neyddur til þess.“ Menntamálaráðherra hefur gefið grænt ljós á flutninginn en að sögn Einars hafa heimamenn ekki gefið samþykki sitt. Búist er við að þessi mál skýrist á næstu dögum eða vikum. -gg Valgerður Sveinsdóttir, Sigríður Friðriksdóttir, Úlfhildur Ólafsdóttir og Andrea Kristjánsdóttir sýna Einari Óla lítið sýnishorn þeirra muna sem verða á sýningunni á morgun. Handavinna Vertíð á Hrafnistu Vistmenn með sölusýningu á morgun. Margt afbragðsmuna á vœgu verði VSÍ Vilja flýta viðræðum Ikjölfar miðstjórnarsamþykkt- ar ASÍ í fyrradag þar sem markaðar voru megin áherslur sambandsins í komandi kjara- samningum hefur Vinnuveitend- asambandið sent ASÍ bréf þar sem óskað er eftir að viðræður VSI og landssambanda og að- ildarfélaga ASÍ hefjist hið allra fyrsta svo leggja megi grunn að gerð nýs kjarasamnings. „Okkar megin markmið við næstu kjarasamninga er að tryggja það að áfram verði stöðugt verðlag á næsta ári og að það beri allir nokkurn hag af því. Okkur er ljós sá vandi sem snýr að lágtekjuhópum, en okkur er jafnljóst að tiiraunir síðustu 15 ára til þess að bæta hag þeirra hafa oftar en ekki endað í and- hverfu sinni þannig að lágtekju- hóparnir hafa verið verr settir eftir en áður. Á það komum við til með að horfa mjög stíft,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson fram- kvæmdastjóri V.S.f um þær línur sem sambandið hefur verið að leggja fyrir komandi kjarasamn- inga. Um það hvort Vinnuveitenda- sambandið hefði tekið afstöðu til þeirrar áherslu í miðstjórnarsam- þykkt ASÍ að stefnt verði að leiðréttingu launamisréttis kynj- anna, sagði Þórarinn að það væri þeirra skoðun að launamismunur kynjanna verði ekki leiðréttur fyrr en konur hafi lagt til atlögu í fleiri greinum atvinnulífsins en þær gera nú. -K.ÓI. Aðsóknin að þessum sýningum er alltaf að aukast, sagði Olöf Örnólfsdóttir handavinnuleið- beinandi á Hrafnistu í samtali við Þjóðviljann í gær. Þar er nú unn- ið hörðum höndum við að undir- búa árlega sölusýningu vist- manna, sem verður opnuð á morgun. Þegar Þjóðviljamenn litu við á Hrafnistu í gær var Ólöf í óða önn ásamt vistmönnum að ganga frá ýmsum munum sem verða á sýn- ingunni. Þarna er um að ræða hvers kyns handavinnu, allt frá prjónavettlingum upp í bátslík- an. Það dylst engum að þarna er um að ræða afbragðshandavinnu og ekki ofsagt, að sumt er listavel unnið. Prjónavinna eins og sú sem þarna gefur að líta er til að mynda ekki á hverju strái. Það spillir svo ekki fyrir að verði er öllu stillt í hóf og ættu því allir að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi. Ólöf sagði í gær að um 60 vistmenn ættu muni á sýn- ingunni, aðallega kvenfólkið, en karlmennirnir eiga sinn skerf. Að þessu er unnið allan ársins hring, en nú þessa dagana má segja að sé vertíð á Hrafnistu. Sýningin verður opnuð kl. 13.30 á morgun á fjórðu hæð í C-álmu. -gg r Innlánsstofnanir Vaxtatakan gefin frjáls Ný lög heimila bönkum ogsparisjóðum endanlegtfrelsi í vaxtatöku. Óljósthvernig vextir verða reiknaðir afáður útgefnum skuldabréfum með breytilegum vöxtum Amorgunn taka í jildi ný lög um Seðlabanka Islands, sem eru þess efnis að í stað beinna vaxtaákvarðana áður mun bank- inn nú aðeins hafa óbein áhrif á vexti við innlánsstofnanir. Inn- og útlánsvextir munu því frá og með gildistöku laganna verða ákveðn- ir af bönkunum sjálfum, en Seðl- abankinn mun ákveða dráttar- vexti sem og eigin vexti. Hæstu lögleyfðu vextir verða með þessum lagabreytingum þeir vextir sem bankar og sparisjóðir ákveða hverju sinni, en Seðla- bankinn getur, með leyfi ráð- herra, sett takmarkanir við vaxtatöku innlánsstofnana, ef raunvextir verða hærri en að jafn- aði í viðskiptalöndum íslands eða ef vaxtamunur er óhæfilegur. Með gildistöku laganna verður ekki jafnljóst og áður hvaða vext- ir skuli reiknaðir af skuldabréfum sem gefin hafa verið út á þeim forsendum að vextir séu breyti- legir í samræmi við hæstu lög- leyfðu vexti eða vaxtaákvarðanir Seðlabankans á hverjum tíma. Seðlabankinn, sem mun reglu- lega birta hæstu og lægstu skulda- bréfavexti ásamt meðaltali þeirra, mælir í þessu sambandi með því að þessir meðaltalsvextir verði notaðir sem viðmiðun þeg- ar ákveðið er hvernig vextir af fyrri skuldabréfum skuli reiknað- ir, en að öðru leyti er þessi ákvörðun bönkunum í sjálfsvald sett. Hvað varðar útgáfu skuldabréfa eftir 1. nóvember verður nauðsynlegt að skilgreina við hvað verður miðað ef vextir eiga að vera breytilegir. -K.Ól. BJ Hver á peningana? Rannsóknarlögregla rfkisins hefur orðið við beiðni lands- nefndar BJ um opinbera rann- sókn vegna þeirra fjármuna sem deilt er um hvort tilheyri lands- sambandi BJ eða ríkisstjórninni. Stefán Benediktsson hefur nú þessa fjármuni undir höndum. Erla Jónsdóttir hjá RLR sagði í gær að frumrannsókn væri hafin, en vildi ekki að öðru leyti tjá sig um málið. Sem kunnugt er hefur BJ krafið Stefán um nokkra fjár- hæð, sem Stefán hefur neitað að láta af hendi, en þess í stað viljað afhenda ríkissjóði. Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra hefur hins vegar neitað að taka við fénu þar til vissa fæst um það, hverjum það tilheyrir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.