Þjóðviljinn - 31.10.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 31.10.1986, Blaðsíða 7
Umsjón: Helgi Hjörvar DJðmnuiNN HNEFINN ALOFT Merki Nemendafélags Menntaskólans viö Hamrahlíð er reiddur hnefi og krepptur. Hin síðari árin hefur lítið borið á honum, en nú virðist sem enn eigi að reiða hann á loft. Á föstudaginn var/iiéldu menn nemendafund um skólamál, ræddu þau og ályktuðu. Tíðinda- sögn þessi gladdi hið sósíalíska hjarta Glætunnaf ákaflega, enda fáheyrt orðið að ungt fólk Iáti þjóðfélagsmál til sín taka. Hún gat heldur ekki lengi á sér setið, heldur skundaði á vettvang að vita, hvað hefði verið rætt og hvað ályktáð. Reglugerðarmálið í fyrsta lagi var það mál er snerti alla framhaldsskólana: reglugerð menntamálaráðherra um samræmda einkunnagjöf í tölustöfum. Þykir þeim M.H.-ingum hug- myndin að baki íhaldssöm og gamaldags og lýsa eftir rökum reglugerðinni til stuðnings. Þeir telja hana til þess eins að auðvelda „skriffinnum ríkis- báknsins að draga framhalds- skólanema í dilka að loknu stúd- entsprófi", en ekki til að bæta námsmat. Mismunandi kennslu- aðferðir í framhaldsskólum telja þeir kalla á mismunandi náms- mat og því sé beinlínis óeðlilegt að sami einkunnastiginn sé not- aður, og „til þess eins fallinn að steypa öllu í andlaust mót með- almennskunnar“. 13 skóflustungur Þeir álykta og um íþrótta- kennslu og telja íþróttahúsnæðið fullkomlega óviðunandi, en eins- og menn rekur kannski minni til hafa verið teknar þrettán skófl- ustungur að íþróttahúsi skólans. Einingar vilja þeir fá fyrir fé- lagslíf, enda sé það tímafrekt starf og um leið bæði þroskandi og menntandi, en stærsta málið á þessum fundi var sennilega kraf- an um frjálsa mætingu. Frjáls mæting Hana rökstyðja Hamrhlíðing- ar svo: „1) Frjáls mæting gerir þá kröfu til nemandans að hann sýni sjálfsaga og þurfi sífellt að meta stöðu sína í náminu. Nemandinn yrði þannig meðvitaðri um tilgang og gagnsemi náms síns. 2) Frjáls mæting gerir þá kröfu til kennara skólans að kenns- la þeirra verði markvissari, skipulegri, fjölbreyttari og áhugaverðari. Ef kennarar geta ekki uppfyllt kröfur nemenda um góða kennslu, þá einfaldlega misstu þeir nemendur sína. 3) Frjáls mæting gerir þá kröfu til yfirvalda skólans að hæf- ustu kennararnir verði ávallt valdir til starfa, einnig að fjölbreytileiki námsins sé ávallt sem mestur og að gerð- ar verði tilraunir með fram- sæknari kennsluhætti. 4) Frjálsmætingveitirnemend- um frelsi til að skipuleggja nám sitt og daglegt líf eftir eigin þörfum. 5) Frjáls mæting gerir þá kröfu til nemenda, kennara og yfir- valda skólans að þeir hafi ávallt með sér samstarf og gagnkvæman skilning um allt sem viðkemur námi, kenns- luháttum og allri starfsemi skólans.“ Svo mörg voru þau orð. Að lokum ályktuðu þau um að samkvæmt lögum ættu öll meiri- háttar mál að fara fyrir skóla- stjórn og þær ákvarðanir sem teknar hafa verið af yfirstjóm skólans án samráðs við skóla- stjórn verði afturkallaðar. Að baki þessarar ályktunar býr fyrst og fremst gremja með það þegar busar voru sviptir valfrelsi, en sú ákvörðun var ekki tekin í skóla- stjórn. Á fundinn þarsem þetta var samþykkt mættu á milli tvö- og þrjúhundruð nemendur. Alveg gefiö! Þegar við höfðum lesið ályktanirfundarins yfir, dró ekki úr áhuga okkar á því sem var að gerast í Hamrahlíðinni. Svo við króuðum nokkra nemendur af og spurðum þá útí skólamálin. Fyrstur varð á vegi okkar Forseti nemend- afélagsins, Hrannar B. Arnarson og án þess að hika snérum við okkur að honum og spurðum hvurn grefilinn nemendur ættu með það að skipta sér af skólamálum: „Þarf blaðamaður Þjóðviljans að spyrja að því,“ svarar forsetinn og glottir útí annað. „Þetta er okkar skóli og vitanlega hljótum við að segja okkar álit á honum, hljótum að gera grein fyrir því hvernig við viljum að okkar námi sé háttað. Til þess ber okkur beinlínis skylda og því iðnari sem við erum við að rækja þá skyldu, því meiri áhrif hljótum við að hafa“. Og hafið þið veríð iðin? „Ekki nægilega. Umræðan hefur verið dauf, nema innan ákveðinna hópa, en það þarf h'tið til að koma henni í gang. Til að mynda er þegar merkjanleg töluverð hreyf- ing eftir þennan eina skólafund sem við héld- um á föstudaginn. Þá umræðu viljum við síð- an virkja og halda lifandi, enda höfum við lagt mikla áherslu á að koma henni í gang með skoðanakönnunum, skólafundum, mál- fundum o.fl.“ En er eitthvað á ykkur hlustað? „Já vissulega er á okkur hlustað, en hvort það verður nokkuð meira eigum við eftir að sannreyna“. En hvað um aðra skóla, láta þeir þessi mál til sín taka? „Til þess veit ég ekki, en hitt er að áhuginn er fyrir hendi, allavega hjá þeim stjórnar- mönnum annarra nemendafélaga, sem ég hef „Þarf blaðamaður Þjóðviljans að spyrja?" rætt við. Hamrahlíðin hefur náttúrlega lengi verið virkust allra í umræðum um hverskyns þjóðfélagsmál, þar með talin skólamál, þó sorglega litlu hafi tekist að breyta“. Og þú heldur að skólinn muni skána verði mark á ykkur tekið? „Alveg gefið!“ En er afstaða ykkar ábyrg? Miðar hún ekki að því einu að gera ykkur lífið léttara? „Vitanlega er hún ábyrg og vel rökstudd líka, en miðar auðvitað jafnframt að því að gera okkur lífið bærilegra.“ Nú kallið þið saman skólafund, stendur skólastjórnarkerfið ekki lengur fyrir sínu? „Jú, það er vel nothæft. En því fleiri sem ákvarðanir taka, þeim mun fastar er þeim fylgt eftir, þeim mun meiri umræða verður. Sjálfum fyndist mér heppilegast að allir starfsmenn skólans, nemendur, kennarar og aðrir tækju ákvarðanir í sameiningu, en það er nú bara mín skýjaborg...“ Menntun á að þroska Kristinn Örn Jóhannesson er eitt þriggja: sómi, sverð eða skjöldur Hamrhlíðinga í orrustunni við skólayfirvöld. Hann situr ásamttveimur nemendum sínum í skólastjórnM.H. Er þörf fyrir þig, Kristinn? „Já, auðvitað. Áð vísu eru þeir ekki of margir sem leita til manns, fólk er jú orðið svo firrt frá sjálfu sér. Áhugaleysið er vissu- lega vandamál, en engu að síður hefur fólk sínar væntingar og vilja og það er það sem á að ráða. Mönnum er ekkert sama hvernig menntun þeirra er háttað, frekar en þeim er sama um hvernig umbúðum mjólkin sem þeir kaupa er í. f dag eru mjög háværar kröfur utanúr þjóðfélaginu um menntun og hvernig hún á að vera, en þær raddir eiga ekki að ráða, heldur vilji og væntingar nemenda. Því menntunin á að þroska einstaklinginn og vekja áhuga, og menntunarvaldboð að ofan er ekki rétta leiðin til þess. Þess vegna er þörf fyrir mig og aðra skóla- stjórnarfulltrúa, til að túlka vilja nemenda og vera þeirra fulltrúi í togstreitunni við kerfið." En afhverju boðuðuð þið þá skólafund? „Fyrir því voru tvær ástæður. Annarsvegar sú að skólayfirvöld fóru í kringum lögin, með því að bera ekki upp mál í skólastjórn sem við töldum mikilsverð, auk þess sem við vildum fá opna umræðu um málin í heild." Hér áður hafði Hamrahlíðin það orð á sér að hún vœri brautryðjandi. Er hún það enn? „Nei, því miður. Skólinn hefur staðnað á síðustu árum, en við erum alltaf að reyna að ýta hjólunum í gang aftur.“ Er eitthvaði fleira en það sem rœtt var á fundinum sen\ þú vilt beita þér fyrir í starfi þínu í skólastjörn? „Já mikil óskop, fjölmargt. En það helsta er sú skoðun míh að í menntakerfi á þessu _______________i____________________ „Auðvitað er þörf fyrir mig!" Kristinn örn, skóla- stjórnarfulltrúi. stigi þarf að vera fjölbreytt val. Fáir, ef nokkrir, skólar ættu að vera eins. Þó mark- mið þeirra væri auðvitað það sama, þá gætu menn valið milli margvíslegra skóla og þ.a.l. skólastarfs. Inná þetta var að nokkru komið með bréf- inu til menntamálaráðherra, því með reglu- gerðinni um einkunnagjöf er bara verið að steypa skólana í eitt mót. Það er ófært. Skól- arnir verða að hafa frelsi til að gefa og meta einkunnir. Við verðum að trúa því að fólk geti enn hugsað sjálfstætt. Og mér finnst það einkennileg mótsögn að ráðherra flokks sem hefur frelsi á stefnuskrá sinni, skuli gera sig sekan um miðstýringu...“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.