Þjóðviljinn - 31.10.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 31.10.1986, Blaðsíða 6
ÁB ræðir við Guðjón Sveinbjörnsson um útlitshönnun og tíðindi úr prentsögu Þjóðviljans Svo var allt gjörbreytt í þessari íhaldssömu iðn .............. burfti. í bá daea var líka verið að pressa frá Gautaborg, hún var Þórarinn Vigfússon og Jörundur Guðmundsson við hverfipressuna á Skóla- vörðustíg 19. Haustið 1962, prentarar skoða nýja blaðið úr nýju pressunni. Og svo var flutt inn í Síðumúla... Ég veit ekki hvort fólk tekur svo mjög eftir því hvernig blööin líta út, hvort útlits- teiknurum hefur vel til tekist. Þaö væri þá heldur aö menn tækju eftir því aö blað væri beinlínis illa unniö, klúöurs- legt. Segir Guðjón Sveinbjörnsson sem hefur teiknaö fleiri síöur í Þjóöviljann en nokkur maöur annar. Eitt dagblað er meira en að skrifa það, eins og allir vita. Einn veigamesti þátturinn í fram- leiðslu þess er umbrotið sem svo hét áður, en útlitsteikning núna: þeir sem þau verk vinna fá í hend- ur handrit og myndefni og teikna upp síðurnar, hafandi það í huga að þær líti þokkalega út, að fyrir- sagnir og myndir skili sér til at- hygli lesenda - þegar vel til tekst hafa útlitsteiknarar búið til prýði- leg listaverk. Guðjón Sveinbjörnsson, sem síðustu þrjú árin hefur starfað hjá Iceland Review, hefur meir og lengur komið við sögu útlits Þjóðviljans en nokkur annar maður. Af þeirri ástæðu er hann tekinn tali og spurður um sitt af hverju úr prentsögu Þjóðviljans. Pressan kenjótta Guðjón kom til starfa sem prentnemi í Prentsmiðju Þjóð- viljans árið 1946, en hún var þá nýstofnuð og var að koma sér fyrir á Skólavörðustíg 19. Stefán Ógmundsson var prentsmiðju- stjóri en meistari Guðjóns var Helgi Hóseasson, og var, sagði Guðjón, vitanlega mjög spenn- andi fyrir ungan strák að vera kominn inn í þetta hús þar sem skárust margir þræðir stórvið- burða tímans. - Vélakostur okkar var ansi takmarkaður í fyrstu, segir Guð- jón. Varla hægt að segja að við hefðum nema eina góða setjara- vél. Fljótlega rættist úr með tveimur nýjum setningarvélum. Blaðið var prentað í flatpressu sem þótti allgóð framan af, en varð æ kenjóttari með hverju ári og oft brösótt að koma blaðinu í gegn um hana.- stundum tókst það ekki fyrr en undir morgun. Alls konar tilfæringar þurfti til að prentun gæti fram farið, til dæmis að hafa hraðsuðuketil í gangi undir prentvélinni til að eyða statísku rafmagni sem myndaðist í pappírnum! Og eftir alla fyrir- höfnina gat útkoman verið þann- ig að sumar síður voru illlæsilegar og aðeins glöggir menn gátu gert sér grein fyrir því hvað var á þeim fáu myndum sem menn töldu sig þá hafa efni á að setja í blaðið. Langar vökur En á þeim tíma höfðu menn ekki eins augu á klukkunni og síðar var, voru reiðubúnir að hliðra til, vaka fram eftir ef þurfti. í þá daga var líka verið að skrifa fréttir miklu lengur fram eftir á kvöldin en núna er gert, og það þýddi um leið að í prent- smiðjunni var algengt að verið væri að ryðja út efni af fréttasíð- um fram undir miðnætti og setja nýtt í staðinn. Það gat allt blessast m.a. vegna þess hve náið samstarf tókst með blaðamönnum og prenturum. Blaðamenn voru allt eins mikið niðri í prentsmiðjunni og uppi á skrifstofu, þeir stóðu við borðin yfir umbrotinu með okkur - og sumir höfðu engan frið í sínum fingrum, vildi endilega brjóta um sjálfir. Og það var stundum illa séð, þótt enginn hefði á móti því að þeir flýttu fýrir að vissu marki. Nóin samskipti Ritstjórnarliðið og prentararn- ir stokkuðust líka rækilega saman í margskonar félagslífi. Menn fóru í kaffi saman út á Miðgarð, sem þá var merkur pólitískur samkomustaður, urðu saman partur af „þjóðinni á Þórsgötu eitt“ eins og þá var sagt. Sumar- bústað áttum við saman og fórum í sögulega prentsmiðjutúra sem svo hétu. Á kaffistofunni voru margir sameinaðir í skákáhuga sem alltaf hefur verið mikill á Þjóðviljanum. Meðal starfs- manna hafa verið tveir ís- landsmeistarar í skák, alnafnar reyndar - Helgi Ólafsson prent- ari og Helgi Ólafsson stór- meistari. Skákmenn voru reyndar kallaðir froskar vegna þeirra undarlegu kvakhljóða sem þeir sendu frá sér þegar þeir voru að tefla. Og upp reis Skákand- stæðingafélag, sem veitti árlega verðlaun, Skákfroskinn, lakasta skákmanni hússins. Ég man að eitt sinn kom Magnús Kjartans- son að tveim prenturum, sem voru að rífast um það hvor þeirra væri fremi í skák - Magnús setti þá niður til einvígis og stjórnaði því sjálfur og rak um mikla hlátra þegar fáránlegir leikir komu upp. Annað dæmi um það, hve stutt var á milli manna: sumir prentar- ar skemmtu sér gjarna við að semja „leiðréttingar“ við leiðara blaðsins, einskonar orðsendingar til ritstjóra - en þá var líka eins gott að muna eftir því að kippa þeim út úr blýinu aftur áður en blaðið færi í pressuna! Og svo fengum við oft gesti á kvöldin, sem vildu spjalla við menn, ráða okkur heilt um það sem brýnast væri að koma í bláð- ið. Byrjað að teikna - En á þessum tíma ræður enn happa- og glappaaðferðin í um- broti? - Árið 1962 urðu miklar breytingar á allri vinnu við blað- ið. Gamla hróið var úrvinda orð- ið, flatpressan meina ég, og henni var lagt. í staðinn var keypt ágæt pressa frá Gautaborg, hún var þýskrar ættar og hafði að mig minnir verið í eigu Kommúnist- aflokksins þýska og verið falin einhvers staðar í kössum á vald- askeiði nasista. Þessi vél lagði undir sig meginhlutann af neðstu hæð hússins við Skólavörðustíg, öll setningin flutti upp á aðra hæð, keypt var ný fýrirsagnavél og fleira var gert til endurnýjunar. Til dæmis var ákveðið að hafa sömu leturgerð í allar fyrirsagnir blaðsins, bæði til að fá sterkari heildarsvip á það og svo til að gera blaðamönnum auðveldara að semja fyrirsagnir af tiltekinni stærð. Um leið stækkuðu síður blaðsins, dálkarnir urðu sex í stað fimm áður, prentunin sjálf varð miklu betri og bæði þess vegna og vegna samkeppninnar þótti nú miklu sjálfsagðara en áður að birta myndir. Og nú var farið að teikna síðurnar í stað þess að brjóta um eftir auganu, að sönnu ekki allar síður, en útsíðurnar og miðopnu. Sú vinna kom í minn hlut, en ég hafði m.a. farið til Englands á því ári og fengið að skoða útlitshönnun þar. Nýja blaðið fæddist svo eftir miklar vökur og nokkur tæknileg harmkvæli haustið 1962. íslensk blöð höfðu verið frekar íhaldssöm í þessum efnum. Þó hafði Finnbogi Rútur Valde- marsson breytt miklu þegar hann tók við Alþýðublaðinu, árið 1936 minnir mig. Og þegar Þjóðviljinn fór af stað 1936 voru útsíðurnar mjög vel og skemmtilega upp settar. Svo var eins og þetta dal- aði allt á stríðsárunum, og næsta meiriháttar breyting kom ekki fyrr en Gísli Ástþórsson tók við Alþýðublaðinu um 1960 og hann- aði það í „síðdegisblaðastíi". Næsta stóra stökkið í prentsögunni var svo þegar Blaðaprent var stofnað og Þjóð- viljinn flutti inn í Síðumúla í sam- starf við þrjú blöð önnur. Þetta gerðist á árinu 1972 og breytti öllum blöðunum mikið. Og héð- an í frá þótt sjálfsagt að teikna hverja einustu síðu í blaðinu. Nýjar aðstœður - Nú hefur margt breyst þegar prentverkið flutti inn í Blaða- prent... - Vissulega. Blaðamenn sátu áfram niðri á Skólavörðustíg, þeir hættu að fylgja eftir sínum síðum, sínu efni í prentsmiðj- unni. Stundum gátu handrit jafnvel týnst á leiðinni og ýmis- legt annað farið úrskeiðis sem hækkaði blóðþrýstinginn hjá mönnum í svipinn og oftar en ekki kemur það íhlut útlitsteikn- arans að ganga á milli, hnýta sam- an lausa enda. - Heldur þú að lesendur geri sér almennt grein fyrir þeirri vinnu sem liggur að baki útliti blaða, kunni að meta hana? Nú er aftur til orðin Prentsmiðja Þjóðviljans, en nú hefur allt annan róm..„

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.