Þjóðviljinn - 04.11.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.11.1986, Blaðsíða 1
Hollandsmótið Fjórtán fóm í gær Fjórirfrá erlendum liðum og Kristjánfer áfimmtudag. Fyrsti leikurinn er við ísrael annað kvöld Fjórtán íslenskir landsliðs- menn í handknattleik héldu í gær til Hollands þar sem landsliðið tekur þátt í alþjóðlegu móti sem hefst á morgun. Fjórir til við- bótar, Bjarni Guðmundsson, Páll Ólafsson, Kristján Arason og Steinar Birgisson koma til móts við liðið ytra og Kristján Sig- mundsson flýgur utan á fimmtudagsmorguninn. Þessir 14 leikmenn sem héldu utan í gær eru eftirtaldir: Markverðir: Brynjar Kvaran, KA Guðmundur Hrafnkelsson, Breiðabliki Aðrir leikmenn: Aðalsfeinn Jónsson, Breiðabliki Árni Friðleifsson, Víkingi Björn Jónsson, Breiðabliki Geir Sveinsson, Val Guðmundur Guðmundsson, Víkingi Héðinn Gilsson, FH Hilmar Sigurgíslason, Vikingi Jakob Sigurðsson, Val Júlíus Jónasson, Val Sigurjón Sigurðsson, Haukum Valdimar Grimsson, Val Þorgils Óttar Mathiesen, FH Skotland Fimm nýir Andy Roxburgh hefur gert fimm breytingar á skoska lands- liðinu í knattspyrnu fyrir Evr- ópuleikinn gegn Luxemburg í næstu viku. Skotar hafa aðeins skorað 2 mörk í síðustu 7 lands- leikjum sínum og þeir Brian McClair frá Celtic og Ally McCo- ist frá Rangers eiga að ráða bót á því, en báðir skoruðu einmitt í leik liðanna á iaugardaginn. Hinir þrír eru allir frá Rangers. David Cooper, útherjinn snjalli, er með á ný eftir meiðsli. Ian Durrant og Derek Ferguson eru í A-landsliðshópi í fyrsta skipti - báðir léku í fyrra með unglinga- landsliðinu og hafa spilað snill- darlega með Rangers í haust. -VS/Reuter Guðríður Guðjónsdóttir skoraði 9 gegn Dönum og hefur gert 19 mörk í tveimur fyrstu leikjum íslands á HM. ísland mætir ísrael í fyrsta leik annað kvöld en Kristján Sig- mundsson missir af þeim leik. Gegn Bandaríkjamönnum á fimmtudagskvöldið verður senni- lega í eina skiptið hægt að stilla upp sterkasta liðinu úr þessum hópi, þar sem Bjarni, Páll og Kristján Arason þurfa að fara aft- ur til Vestur-Þýskalands og missa af leikjunum við A-lið Hollands á föstudag og 21-árs lið Hollands á laugardag. Þeir Kristján og Páll mæta síðan líklega í lokaleikinn á sunnudaginn, gegn Norð- mönnum. Róðurinn hjá íslenska liðinu gæti orðið erfiður á mótinu en það saknar leikmanna á borð við Alfreð Gíslason, Sigurð Gunn- arsson, Sigurð Sveinsson og Ein- ar Þorvarðarson. Óreyndari leik- menn ættu í staðinn að fá dýr- mæta reynslu. -VS Þorgils Óttar Mathiesen fyrirliði og félagar hans í landsliðinu leika > fimm leiki á jafnmörgum dögum í Hol- landi. / Norður-írland Valinn í lið vegna mömmu! Wilsonfyrstur að nýta nýja reglu Bryan Robson er óhemju vinsæll auglýsandi fyrir meiðslavarning, enda engin furða! Danny Wilson, fyrirliði enska knattspyrnuliðsins Brighton, var valinn í landsliðshóp Norður- England Robson úr leik! Missir af Evrópuleiknum Hrakfallabálkurinn Bryan Robson, fyrirliði Englands og Manchester United, haltraði meiddur af leikvelli á laugardag- inn þegar Man.Utd gerði jafntefli við Coventry í 1. deild. Hann tognaði illa og verður væntanlega frá keppni næsta hálfa mánuð- inn. Þetta þýðir að hann missir af landsleik Englands og Júgóslavíu í Evrópukeppni landsliða sem fram fer á Wembley í næstu viku. Þá missir hann af leik Man.Utd við Southampton í deildabikarn- um í kvöld ög við Oxford í 1. deildinni næsta laugardag. Rob- son meiddist illa á öxl í heimsmeistarakeppninni í Mex- íkó og gat ekki byrjað að leika með Man.Utd fyrr en um miðjan september. -VS/Reuter írlands í gær - og getur þakkað þann frama móður sinni! Fyrir stuttu var gerð sú reglu- breyting að þjóðerni móður getur framvegis ráðið um með hvaða bresku landsliði knattspyrnu- menn mega leika - ekki aðeins þjóðerni föður einsog hingað til hefur verið reglan. Móðir Wil- sons fæddist í Londonderry á Norður-írlandi og hann er fyrsti leikmaðurinn sem hagnast á nýju reglunni. Wilson tekur sæti Sammys Mcllroy í landsliðshópnum og þar með er taiið að ferli Mcllroys með landsliði Norður-írlands sé lokið. Hann hefur leikið 88 lands- leiki, fleiri en nokkur annar ef Pat Jennings markvörður er undanskilinn. -VS/Reuter Akureyri Stjarnan sigraði KA-Þór9-9! Stjarnan bar sigur úr býtum í hraðmóti í meistaraflokki karla í handknattleik sem fram fór á Akureyri á föstu- dagskvöldið. Garðbæingarnir sigruðu KA 19-17 og Þór 22- 18. KA og Þór skildu jöfn með þeirri ótrúlegu markatölu 9-9, en reyndar var leiktíminn 2x25 mínútur í stað 2x30 sem venjan er. -K&H/Akureyri Knattspyrna Hughes meiddur Mark Hughes, velski landsliðs- miðherjinn, meiddist í ieik með Barcelona á Spáni um helgina. Þar með verður Barcelona án fjögurra lykilmanna í Evrópu- leiknum mikilvæga við Sporting í Lissabon annað kvöld. -VS/Reuter HM kvenna Herslumuninn vantaði Stóðu lengi í danska liðinu en munurinn var 7 mörk í lokin „Stúlkurnar voru ekki nógu sannfærandi, þær vantaði meiri ákveðni. Sjö mörk var samt of mikill munur, en þó er þetta mun betra en við höfum áður náð gegn Dönum,“ sagði Helga Magnús- dóttir fararstjóri kvennalands- liðsins í handknattleik í samtali við Þjóðviljann í fyrrakvöld. Þá var nýlokið leik Islands og Danmerkur í C-keppninni á Spáni en honum lauk með sigri Dana, 30-23. ísland komst í 1-0 og 4-2 en þá kom hroðalegur kafli hjá liðinu, dönsku stúlkurnar skoruðu 7 mörk í röð og komust í 9-4. Staðan var síðan 11-9 í hálf- leik. Munurinn hélst 3-4 mörk lengst af í síðari hálfleik, staðan var t. d. 24-20 þegar langt var liðið á hann, en í lokin fór hann síðan uppí 7 mörk. Guðríður Guðjónsdóttir og Erla Rafnsdóttir stóðu uppúr í ís- lenska liðinu og skoruðu bróð- urpart markanna. Kolbrún Jó- hannsdóttir varði ágætlega. Mörk íslands: Guðríður Guð- jónsdóttir 9, Erla Rafnsdóttir 6, Arna Steinsen 3, Katrín Friðrik- sen 3, Erna Lúðvíksdóttir 1, Guðrún Kristjánsdóttir 1. Danmörk og Austurríki þurftu að hafa fyrir því að leggja Finn- land og Portúgal að velli á laugar- daginn. Portúgölsku stúlkurnar komu sérstaklega á óvart gegn Austurríki og höfðu forystu framanaf. Portúgal vann síðan Finnland með fjögurra marka mun í fyrrakvöld. Þegar leiknar hafa verið 3 umferðir af 5 eru Austurríki og Danmörk með 4 stig, ísland og Portúgal með 2 en Finnland hefur ekkert stig. Finn- land og Portúgal hafa leikið 3 leiki, hinar þjóðirnar tvo hver. í kvöld leikur ísland við Austurríki og er það nánast úr- slitaviðureign um sæti í 4-liða úr- slitum keppninnar. „Með topp- leik er hægt að sigra austurríska liðið þó það sé sterkt,“ sagði Helga, en í síðustu keppni tapaði ísland fyrir Austurríki með mikl- um mun. -VS Belgía Ragnar hetja Waterschei Ragnar Margeirsson skoraði sigurmark 2. deildarliðsins Wat- erschei er það sigraði 1. deildar- lið Beerschot mjög óvænt, 2-1, á útivelli í belgísku bikarkeppninni í knattspyrnu um helgina. Ragn- ar skoraði úr vítaspyrnu á loka- mínútunum, eftir að hafa verið felldur sjálfur i vítateig Beersc- hot. Arnór Guðjohnsen og félagar í Anderlecht unnu auðveldan sigur á 2. deildarliðinu Berchem, 8-0, á föstudagskvöldið. Arnór skoraði ekki í leiknum og fór útaf í seinni hálfleik. -VS UMSJÓN: VÍÐIR SIGURÐSSON Þrlðjudagur 4. nóvember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.