Þjóðviljinn - 20.11.1986, Blaðsíða 15
Óli Páll Einarsson í kennslustund. „Er aðallega í tölvu-
leikjum."
Magnea Huld Aradóttir. „Krakkar hafa ekki efni á að kaupa Guðrún Finnsdóttir. „Stelpur eru alveg jafn mikið í tölvum og strákar.“
sér tölvuleiki.“
Tölvur og yngri kynslóðin
Vinnur
skólaverk-
efni á tölvu
„Ég hef unnið ýmis verkefni
fyrir skólann inn á Victor tölvu
sem er heima hjá mér,“ segir
Sigrún Sigurðardóttir, nemandi
í 9. bekk G, í Álftamýrarskóla.
„Við fórum í kynnisferð í Álver-
ið í Straumsvík og unnum síðan
ýmis verkefni upp úr því sem við
kynntumst þar. Ég gerði þetta
þannig að ég skrifaði punkta niður
á blað en síðan vann ég verkefnið í
tölvunni. Mamma er kennari í
Verslunarskólanum og notar tölv-
una mikið í sambandi við sitt starf.
Hún hefur kennt mér ýmislegt á
tölvuna sem ég þarf að notast við,“
segir Sigrún.
Eins og í flestum grunnskólum
er tölvukennsla ekki fyrirferðar-
mikil í Álftamýrarskólanum. Þó er
nemendum 9. bekkjar Álftamýr-
arskólans boðið upp á tölvunám
sem valfag og fara þá nemendur
yfir í Hvassaleitisskólann. Nem-
endur 9. bekkjar þar geta hins veg-
ar sótt myndbandanámskeið yfir í
Álftamýrarskólann.
Dæmið með Sigrúnu sýnir hins
vegar að nemendur eru margir
hverjir að læra sjálfstætt á tölvur
þó ekki sé slíkt nám alltaf á
kennsluskránni. Sigrún segist líka
hafa fengið leiðbeiningar frá
frænda sínum sem er kerfisfræð-
ingur. Þar koma líka almennir
tölvuleikir inn í dæmið. „Frændi
minn hefur búið til ýmis konar
tölvuleiki á tölvuna okkar sem við
leikum okkur með heima hjá
mér,“ segir Sigrún. „Annars eru
tölvuleikir frekar dýrir að kaupa í
verslun, þannig að krakkar kópí-
era þessa leiki mikið, sín í milli.“
Aðspurð um notkun á tölvum
meðal krakka í hennar aldurshópi
segist Sigrún telja að hún sé nokk-
uð almenn. „Það eru til dæmis þrír
krakkar í mínum bekk, auk mín,
sem hafa unnið verkefni fyrir
skólann á tölvur heima hjá sér,“
segir hún. „Þetta eru tveir strákar
og ein stelpa og ég held að stelpur
og strákar séu alveg jafn dugleg
við að fara í það að vinna á töl vur. “
Aðallega
tölvuleikir
„Ég nota tölvuna mína aðal-
lega í tölvuleiki, Bruce Lee heitir
einn leikurinn, fjallganga og
svo framvegis," segir Óli Páll
Einarsson, nemandi í 6. bekk i
Álftamýrarskóla í stuttu samtali
við Þjóðviljann um tölvunotkun
sína.
Óli Páll fékk Commodore tölvu
síðastliðið sumar og segist jafnvel
búa til sína eigin tölvuleiki, sam-
kvæmt erlendum forritum. „Þetta
er í bæklingum sem fylgja tölvun-
um,“ segir Óli. „Þeir eru allir á
ensku þannig að maður verður að
stauta sig fram úr þeim en það
gengur ágætlega.“
- Hvemig em þessir leikir sem
þú býrð til?
„Það er ósköp einfalt. Maður
setur upp þríhyminga og hringi og
reynir síðan að hitta punkta sem
fara inn í formin.“
Aðspurður hvort hann telji
kynjaskiptingu vera fyrir hendi í
tölvuleikjum og tölvuvinnu meðal
krakka á hans aldri, segist Óli ekki
hafa velt því mikið fyrir sér. „Ætli
það sé nú ekki bara upp og ofan“,
segir hann.
Skrifa
stundum
bréf
„Eldri bróðir minn á Commo-
dore 64 K tölvu og ég fæ að
leika mér í henni,“ segir Guðrún
Finnsdóttir, nemandi í 6. bekk í
Alftamýrarskóla.
„Það em ekki margir krakkar í
hverfinu þar sem ég bý sem eiga
tölvur, en það em margir héma í
skólanum," segir Guðrún sem á
heima í Hlíðunum. „Ég nota tölv-
una aðallega í tölvuleiki en ég hef
líka notað hana til að skrifa bréf til
vina. Það er tengdur prentari við
tölvuna svo að ég get prentað út
það sem ég skrifa. Stelpur em al-
veg jafn mikið í tölvum og strákar.
það er enginn munur á því,“ segir
Guðrún ákveðin.
Má nota
tölvuna
í margt
„Ég á Commodore 64 K tölvu
með bróður mínum og er mest í
tölvuleikjum en líka ýmsu
öðru,“ segir Magnea Huld Ara-
dóttir nemandi í 6. bekk. i Álfta-
mýrarskóla.
„Það er nú ekkert skipulegt sem
ég skrifa á tölvuna, það er aðallega
til gamans, nafnið mitt og heimilis-
fang og svoleiðis. Það er ekki
tengdur prentari við tölvuna þann-
ig að ég get ekki fengið útskrift,"
segir Magnea. „En það er hægt að
nota hana í ýmislegt, bókhald og
almennt yfirlit, reikninga og ann-
að. Elvar bróðir minn býr til ýmis
konar forrit. Hann tekur upp
tölvuleiki hjá vinum sínum, kópí-
erar, er það víst kallað. Aðspurð
um það hvort bróðir hennar kaupi
ekki tölvuleiki í búðum,“ segir
Magnea að það sé svo dýrt.
„Krakkar hata ekki efni á því að
kaupa sér leikina, svo er líka svo
auðvelt að kópíera.“
upLa
•■*JSgs8SS
'°
V
■v
LaserJet prentarinn er hljóðiátur leysi-
geislaprentari. Afköstin eru allt að 8 síður
á mínútu og letrið eins og úr bestu ritvél.
Margar leturgerðir á sömu síðu, fyrir-
hafnarlaust. Svo teiknar hann auðvitað
líka!
Þetta eru kostirnir:
• Mismunandi letur og uppsetning á sömu
síðu. • Afköstin eru 8 blaðsíður á mínútu (A4).
• LaserJet er afar hljóðlátur og truflar því ekki
önnur störf. • Hann er fyrirferðarlítill - ekkert
sérstakt prentaraborð eða pappírsstrimlar í
allar áttir. • Tengist flestum tölvum. • Ódýr í
rekstri og auðveldur í notkun.
SJÓN ER SÖGU RÍKARI!
VIÐ SKULUM SÝNA ÞÉR GRIPINN.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15