Þjóðviljinn - 11.12.1986, Page 4

Þjóðviljinn - 11.12.1986, Page 4
LEIÐARI Dulspeki, „Ef þú ræður ekki við þá, skaltu ganga í lið með þeim,“ segir gömul uþpskrift, sem lengi hefur verið brúkuð af hentistefnumönnum í stjórnmálum. Þessa formúlu dró formaður Sjálfstæðisflokksins, Þor- steinn Pálsson fjármálaráðherra, úr pússi sínu í við- tali við Pál Magnússon og Ólaf Friðriksson á Stöð 2 á þriðjudagskvöld. Það var ekki annað að heyra á formanninum en hann gerði ráð fyrir því að himinsæng ríkisstjórnar biði uppbúin að loknum kosningum (þrátt fyrir vesen- ið með Albert) eftir Sjálfstæðismönnum og fyrsta verkefnið yrði þá að kippa Alþýðuflokknum upp í lokrekkjuna og brjóta hann til svefnis. Þetta eru bjartir draumar, enda má kannski segja sem svo að árferðið gefi tilefni til bjartsýni, því að í tíð þesarar ríkisstjórnar hefur ýmislegt horft til heilla. Það hefur ríkt góðæri - að vísu ekki hjá öllum - en góðæri samt. Og örugglega verða einhverjir til að þakka ríkisstjórninni þetta góðæri. Menn eru þakk- látir fyrir að Þorsteinn Pálsson skulu hafa lækkað heimsmarkaðsverðið á olíu; menn eru þakklátir Þor- steini fyrir að hafa dregið nægan afla á land; menn eru þakklátir Þorsteini fyrir að hafa ákveðið gott verð á fiskmörkuðum okkar; og menn eru þakklátir Þor- steini fyrir að hann skuli hafa fengið launþega til að greiða niður verðbólguna; og ekki síst eru menn þakklátir Þorsteini fyrir að verkalýðshreyfingin skuli hafa lagt fram skynsamlegar tillögur í húsnæðismál- um og skattamálum. Á þetta þakklæti ætlar Þorsteinn Pálsson að gera út í kosningunum. En lífið er ekki bara dans á rósum. Þegar sjálf- upprísa og stæðisrúmban dunar sem hæst taka menn eftir því að fremstur í danskeðjunni er maður að nafni Albert Guðmundsson, og Þorsteinn Pálsson hefur áhyggj- ur af því að hinir þakklátu kjósendur vilji ekki greiða Albert atkvæði í kosningunum. Þess vegna vill hann gjarna flytja Albert á minna áberandi stað í dansin- um, sem væri dáldið einkennileg ráðstöfun með tilliti til þess að Albert Guðmundsson hefur lag á að vera afar áberandi hvar svo sem hann er, og svo er líka hins að gæta, að Albert hefur í öllum kosningum lag á að fá fleiri atkvæði en félagar hans, bræður og vinir í flokknum. Þessi Albert Guðmundsson virðist sem sé skapa dálitla ókyrrð í hamingjudraumi Þorsteins Pálssonar um ríkisstjórnarparadís með Jón Baldvin í hlutverki Evu og skilningstréð og eplin náttúrlega geymd utan seilingar í stálhirslum Seðlabankans. En í hamingjudraumnum bíðamikil völd á næsta leiti: Fyrirsjáanlegum kosningaósigri Sjálfstæðis- flokksins ætlar formaðurinn að breyta í sigurgöngu með Alþýðuflokknum. „Ef þú ræður ekki við þá, skaltu ganga í lið með þeim.“ Og svo ætlar hann sjálfur að setja saman ráðherr- alistann og losna þá um leið við nokkra gamlingja, sem sífellt eru með óþarfa ráðleggingar við hinn unga formann og sjá ekki í honum þá forustuhæfi- leika þeirra Ólafs Thors og Bjarna Ben. sem þar blunda og bíða þess að brjótast fram í nýrri „við- reisn“ með nýjum krötum, sem vilja að sagan fái að endurtaka sig því oftar sem hún er skelfilegri. [ stjórninni eiga að vera ungir menn úr forustusveit viðreisn! Sjálfstæðisflokksins, sem stundum er kölluð „stutt- buxnadeildin" og berst fyrir því að höfð verði enda- skipti á þjóðfélaginu og atvinnulífið tekið í kleinu til að gá, hvort ákveðnar hagfræðikenningar um „frjáls- hyggju" sem hafa klikkað alls staðar annars staðar muni ekki falla eins og flís við rass að íslensku efna- hagslífi. Það væri fróðlegt að vita hvað gömlu mennirnir Ólafur Thors og Bjarni Ben. hefðu sagt við þessu brölti hins unga leiðtoga. Þótt ef til vill sé lítið mark takandi á draumum er vert að gefa gaum ákveðinni duld, sem birtist vel í hamingjudraumi hins unga formanns Sjálfstæðis- flokksins, og þá er ekki átt við minnimáttarkenndina gagnvart eldra fólkinu í flokknum, heldur þá áráttu að leita uppi kratana þegar illa gengur. Hitt kann svo vel að vera að þessi geðflækja læknist þegar fundum þeirra Jóns Baldvins og Þorsteins Pálssonar ber saman, því að Jón Baldvin er haldinn sömu duld afturábak - og vill samsamast íhaldinu þegar vel gengur hjá krötum. Það verður fróðlegt að sjá hvað úr þessu öllu verður, ekki síst vegna þess að íslensk dulspeki blandast töluvert inn í málið: Jón Baldvin sagði í viðtali við Heimsmynd: „Við (J.B. og Jón Sigurðs- son) getum orðið tvíeyki á borð við Ólaf og Bjarna...“. Og svo ætlar Þorsteinn líka að verða leiðtogi á borð við Ólaf og Bjarna. Sem sé: Upprisa og viðreisn! Allt er þetta fjarskalega skemmtilegt, en þó er eftir að sjá, hvort kjósendur kunna að taka svona gríni. - Þráinn KUPPT OG SKORK) Ef ég væri ríkur Ellert Schram, ritstjóri DV var um síðustu helgi að leika sér í hálfkæringi að þeirri kenningu, að menntun væri besta fjárfest- ingin. Inntak hans boðskapar er það, að þetta sé vitanlega hin mesta firra. Hann rekur dæmi af sjálfum sér og segir farir sínar ekki sléttar - svo hreyfóttar reyndar, að lesandann grunar á bak við hálfkæringinn sára eftir- sjá eftir hinum glötuðu tækifær- um. Ellert segir m.a.: „Örlagaríkustu mistökin í þeirrí fyrirœtlun minni að verða ríkur var það glappaskot að ganga langskólaveginn. Parna sat ég í nær tuttugu ár með sveittan skallann og taldi mér trú um að ég væri að búa mig undir framtíðina og auðæfin. Fyrst landspróf, þá stúdentspróf og síðan háskóla- próf. Með öllum þeim þrautum og þrekraunum sem slíkum prófum fylgja. Langir dagar og svefnlausar nœtur yfir skruddum og skólabókum, sjálfspíningu og sjúklegum meinlætalifanði. “ Nema hvað, Elíert Schram verður fyrir þeirri „ógœfu" eins og hann kemst að orði, að hann nær þessum prófum og hreppir væna stöðu „þegar næstum því þrjátíu fyrstu ár œvinnar höfðu farið til spillis við að lesa bækur í stað þess að grœða fé". Skóli og peningar Sem fyrr segir - þetta er náttúr- lega skrifað í hálfkæringi (það er nefnilega ekki merkilegt píslar- vætti að hafa setið í íslensku skólakerfi), en samt er viss alvara á bak við - meðal annars vegna þess að ótrúlega margir hugsa einmitt svona í fúlustu alvöru: meðan ég er í skóla er ég ekki að græða peninga. Og kannski er ég að fjárfesta í tímanum með kol- vitlausum hætti? Þetta er partur af þeirri „nytjastefnu“ markaðs- hyggjunnar sem við höfum heyrt æ meira af seinni árin - æ færri spyrja sjálfa sig að því hvort menntun „komi þeim til nokkurs þroska" eins og skrifað var fyrir mörgum öldum á einhverja fræg- ustu bók íslenska. Fyrir nokkrum árum heimsótti klippari góðan kunningja á spít- ala - hann hafði gengist undir uppskurð á augum og þurfti að liggja í myrkri nokkrar vikur. Hann sagði: „Nú veit ég hvað menntun er. Hún erþað sem heldur ímér lífinu meðan ég ligg hér í lamasessi. “ Eins líklegt að slík ummæli þyki út í rómantískan hött á okk- ar kaldrifjuðu tímum, þegar grimmt er reiknað, hve langt til- tekin próf geta sparkað í rassinn á mönnum upp tekjustigann. Sjáðu hina strákana Ellert Schram heldur áfram og víkur að þeim sem „gœttu þess að láta menntunina ekki tefja sig frá gróðanum". Hann segir: „Sjáið þið bara hvernig þeir plumma sig, strákarnir, sem slepptu langskólunum. Pálmi í Hagkaup reisir stœrstu verslunar- höll norðan Alpafjalla. Óli Laufdal kaupir Sjallann, eftir að vera búinn að kaupa Hótel Borg og byggja Broadway. Óli Sig leggur undir sig Vörumarkaðinn og reisir kaffibræðslu og kaupir svo Olís með annarri hendinni. Blöðin segja að hann sé prent- lærður upp á punt en hafi ekki einu sinni haft fyrir því að stunda prentið í hjáverkum. Huldumað- urinn Helgi Jónsson reisti sér hót- el í Hveragerði og snaraði síðan út sextíu milljónum til að leggja í Arnarflug. Ekki fara heldur neinarsögur aflangskólanámi hjá Helga þessum. “ Það er nefnilega það. Nú má það vitanlega einu gilda fyrir okkur hvunndagsfólk, hvort nýríkir menn, sem eru að velta á milli sín fyrirtækjum, hafa tekið lögfræðipróf eða viðskiptapróf eða ekkert próf. En hitt er vitanlega ekki nema rétt, að það er ekkert traust sam- band milli menntunar einstak- linga og ríkidæmis þeirra. Að minnsta kosti er það svo í okkar tegund þjóðfélags, að það metur ekki til stórra peninga nema tii- tölulega fáar námsbrautir, til- tölulega fá þekkingarvottorð. Sá hæfileiki, eða sú ástríða, að soga til sín peninga kemur því nákvæmlega ekkert við, hvort maðurinn er góður sagnfræðing- ur, líffræðingur, verkfræðingur eða ekki. Þetta eru svosem ekki ný tíð- indi, en gerir ekki til þótt á þau sé minnt. Nýtt samhengi En svo er annað: kenningin um menntun (eða skólagöngu) sem hina bestu fjárfestingu er náttúr- lega ekki úr lausu lofti gripin - menntunarstig þjóðar skiptir í rauninni máli fyrir möguleika hennar til að takast á við uppá- komur tímans. En þó svo sé, þá verður það æ ólíklegra, að til- tekin próf séu jafngildi ávísana á ákveðin - og góð - lífskjör. Ekki bara vegna þess að skólagengnu fólki hefur fjölgað mjög - heldur og vegna þess, að breytingar á vinnumarkaði eru miklu örari en svo að nokkurt skólakerfi geti brugðist við þeim. Einmitt þess vegna verða nú um stundir æ áleitnari spurningar um það, hvað menntun er annað en „fjárfesting". Undarlegt Hér mun vanta amen eftir efn- inu. Það kemur úr Tímanum í gær, þar sem segir frá ræðu læknis á Borgarspítalanum, Auðuns Svavars Sigurðssonar - hann hef- ur í sambandi við umræðu um sölu Borgarspítalans til ríkisins komist að því, að engum er að treysta í aumum heimi, Ragnhildi Helgadóttur heilbrgiðisráðherra ekki heldur. Þetta er haft eftir honum: „Það er kómískt að vera sjálf- stæðismaður í dag og hlusta á ræðu Ragnhildar Helgadóttur, sem var sósíalísk ræða“. Oss detta úr höfði dauðar lýs... ÁB þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgef andi: Útgáf ufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, MörðurÁmason, ÓlafurGíslason, Sigurður Á. Friðþjófsson, Valþór Hlöðversson, Vilborg Davíðsdóttir, VfðirSigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrtta- og prófarfcalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndarar: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlltstelknarar: Sævar Guðbjömsson, GarðarSigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlfatofustjóri: Jóhannes Harðarson. Sfcrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Auglyslngastjórl: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen, Guömunda Kristinsdóttir. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: ólöf Húnfjörð. Bílstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreið8lustjóri:HörðurOddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjóm: Síðumúia 6, Reykjavík, síml 681333. Auglýsingar: Sfðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiöja ÞJóðviljanshf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 50 kr. Helgarblóð:55 kr. Askriftarverð á mánuði: 500 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 11. desember 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.