Þjóðviljinn - 11.12.1986, Side 5

Þjóðviljinn - 11.12.1986, Side 5
Skattahugmyndir ASI Einn skattur á alla ístað sex skatta til ríkis og sveitarfélaga komi einn tekjuskattur. Skattsvikyrðu erfiðari. Skattheimtan réttlátari. Hœgt að taka upp staðgreiðslu á miðju ári. Fœreyingarhafa reynsluna. Skattframtöl óþörf? Hin seinni árin virðast æ fleiri stjórnmálamenn komnir á þá skoðun að tekjuskatts- kerfi okkar sé úr sér gengið. Sumir kveða raunar svo sterkt að orði að það hafi aldrei verið til þeirrar tekjujöfnunar milli manna, sem því var ætlað að vera. Nú hafa hins vegar kom- ið fram hugmyndir sem gera ráð fyrir gjörbreytingu allrar skattheimtu hins opinbera og eru sveitarfélögin þar ekki undanskilin. Jafnframt er ætl- unin að taka upp stað- greiðslukerfi skatta þegar í ársbyrjun 1988, en það var eitt af skilyrðum nýgerðra kjarasamninga ASÍ og VSÍ. Einn skattur Hugmyndirnar um nýtt skatt- kerfi landsmnanna eru runnar undan rifjum hagfræðinga Al- þýðusambands Islands með Björn Bjömsson fremstan í flokki. Þar er í stuttu máli lagt til að upp verði tekinn nýr tekju- skattur sem sameini núverandi tekjuskatt, útsvar til sveitarfé- lags, sjúkratryggingagjald, kirkjugarðsgjald, sóknargjald og framlag til framkvæmdasjóðs aldraðra. Einn skattur komi í stað sex skatta áður. Þá verðí hinn nýi skattur staðgreiddur en lokauppgjör fari fram árið eftir að tekna er aflað, en svipað kerfi er á öðrum Norðurlöndum. Þess skal getið hér að hug- myndir ASÍ manna munu ekki vera fullmótaðar ennþá, en að sögn Björns Björnssonar hafa þær fallið í mjög góðan jarðveg stjórnmálamanna og hagfræð- inga. Meginávinningurinn felst í einföldun og grisjun undanþágu- og frádráttarfrumskógarins, en alkunna er að sumir eru öðrum betur í stakk búnir til að nýta sér slík göt í skattakerfinu. í þessu sambandi er vert að gefa gaum tillögu hagfræðinga ASÍ um að bifreiðastyrkir og hlunnindi verði að fullu skatt- lögð. Björn Björnsson segir m.a. fgrein í Morgunblaðinu 27. nóv- ember sl að „á framtölum í ár eru þessir liðir á annan miljarð króna. Að stærstum hluta er hér um hreinan undandrátt að ræða“. Afslættir teknir upp Tillögur ASÍ gera ráð fyrir því að í stað frádráttarliðanna komi fastir afslættir og þá einkum fjórir megin þættir: I fyrsta lagi al- mennur afsláttur, sem hægt verði að millifæra til maka nýti hann ekki sinn frádrátt. í öðru lagi af- slátt vegna barna. í þriðja lagi er rætt um sérstakan húsnæðisaf- slátt er komi í stað vaxtafrádrátt- ar í dag, en eins og kunnugt er njóta hans fyrst og fremst þeir sem hafa háar tekjur til að standa undir miklum skuldum. Loks er í fjória lagi rætt um sérstakan afs- látt til handa sjómönnum er komi í stað núverandi sjómannafrá- dráttar. Eins og áður sagði er hér ekki um fullmótaðar tillögur að ræða en meginstefnan er skýr: einföldun og aukið réttlæti. Skattsvik eru þjóðaríþrótt á ís- landi eins og allir vita. Hið opin- Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd byggingardeildar óskar eftir tilboðum í að bygaja dagheimilið og leikskólann Kvarnarborg við Ár- kvörn. Um er að ræða fullbúið hús og eru helstu magntölur: Flatarmál að 1. hæð 446 m2. Flatarmál kjallara 42 m2. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkir- kjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 15.000.- skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 30. desember nk. kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR F,nknk|Uvogi .1 , Simr 25800 Skattsvikarar munu ekki geta spilað eins á kerfið ef skattalögum verður breytt samkvæmt hugmyndum ASÍ. bera viðurkennir þessa sjálfs- bjargarviðleytni með því að lítið er aðhafst í skattsvikamálum og kröftum eftirlitsmanna er fyrst og fremst beint að þeim sem litlu stela undan. Stórfiskarnir sleppa og þegar launafólk sér slíkt við- gangast ár eftir ár finnst því að VALÞÓR HLÖÐVERSSON Fréttaskýring vonum ekkert óeðlilegt að sigla í sama kjölfar. Hugmyndir ASÍ miða að því að auka skilvísina og vitund manna fyrir nauðsyn þess að gjalda keisaranum það sem hans er. Deilt um staðgreiðslu Langt er síðan farið var að huga að staðgreiðslukerfi skatta hér á landi. Óðaverðbólga síð- ustu ára gerði mönnum erfitt fyrir enda voru margir talsmenn verkafólks ekki á því að heppilegt væri að greiða skattinn strax. Vit- anlega er það ekkert einfalt mál að taka upp staðgreiðslukerfi en fyrst aðrar þjóðir gátu gert það ætti okkur ekki að vera skota- skuld úr því. Margar leiðir eru til í þessu efni. Björn Björnsson bendir á að hægt sé að hugsa sér að fyrirfram- greiðsla skatta fari fram sam- kvæmt núgildandi kerfi en stað- greiðslan hefjist á miðju ári. Síð- an yrðu skattar endanlega gerðir upp árið eftir. I Færeyjum var tekið upp stað- greiðslukerfi skatta fyrir nokkr- um árum. Þeir hafa þann háttinn á að skatturinn er reiknaður út af launum hvers mánaðar og banka- stofnanir sjá um að halda þeim hluta eftir og koma honum í rétt- ar hendur. Erfiðara er um vik varðandi þá sem hafa tekjur af eigin atvinnurekstri, vaxtatekjur o.s.frv. Þá er einsýnt að smíða þarf nýtt kerfi varðandi skattgreiðslur fyr- irtækja því þar er ekki síst um óréttláta skattlagningu að ræða. Það hlýtur að vera fráleitt að tala um auknar álögur á launafólk. með innheimtu virðisaukaskatts og skilvísari tíund af tekjum á sama tíma og öll stærstu fyrirtæki landsins greiða ekki krónu í tekj- uskatt. Tekjur sveitarfélaga Eins og áður sagði gerir ASÍ tillögur um að útsvar verði m.a. í hinum nýja skatti. Útsvör eru megintekjustofn sveitarfélag- anna í landinu og standa undir þjónustu þeirra og framkvæmd- um. Björn Björnsson segir að skipting ríkis og sveitarfélaga á þessum nýja skatti hljóti að verða samkomnulagsatriði þeirra í milli. í leiðinni gæfist vonandi tóm til að endurskoða alla verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga því þróun undanfarinna ára hefur verið á einn veg: Sveitarfélögin hafa tekið á sig æ stærri hluta af verkefnum á sama tíma og tekjur þeirra hafa verið að dragast sam- an. Skemmst er að minnast nið- urskurðar á framlögum ríkisins til bygginga dagvistarheimila og þeirrar skerðingar sem átt hefur sér stað á Jöfnunarsjóði sveitar- félaga. Skattframtölin óþörf? Spurningar hljóta að vakna hvort hinn nýi skattur og stað- greiðsla hans gefi ekki tilefni til að losa fólk undan framtalsskyld- unni. í ýmsum löndum Evrópu er ekki um árviss framtöl að ræða heldur eru tekjur áætlaðar fram í tímann eftir ákveðnum reglum og síðan gerðar skyndiathuganir á tekjubreytingum. Þar er sú, skylda lögð á herðar einstakling- anna að þeir láti skattyfirvöld vita ef tekjurnar hækka skyndilega þannig að hægt sé að umreikna aukinn skatt. I stað þess að eyða tíma og kröftum skattyfirvalda í að grannskoða framtöl einstak- linga væri hægt að beina athygl- inni í stórauknum mæli að stór- fiskunum; fyrirtækjum og ein- staklingum með rekstur, sem ávallt munu hafa betri möguleika til að hagræða tölum sínum en aðrir menn. Með því móti væri hægt að stórauka tekjur ríkis og sveitarfélaga og efla um leið sam- neyslu í landinu. Tillögur hagfræðinga ASÍ eru greinilega þeirrar ættar að menn þurfa að gefa þeim gaum því þar er reynt að nálgast vandamálið út frá annarri hlið en menn eiga að venjast. Ef niðurstaðan verður réttlátara og skilvirkara skatt- kerfi er vel af stað farið. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að eindagi launaskatts fyrir mánuðina september og október er 15. desember nk. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal greiða dráttarvexti til viðbótar því sem vangreitt er, talið frá og með gjalddaga. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið Flmmtudagur 11. desember 1986

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.