Þjóðviljinn - 11.12.1986, Síða 8

Þjóðviljinn - 11.12.1986, Síða 8
EYÐNI Eyðni-sjúkdómurinn er talinn eiga uppruna sinn að rekja til apategundar í Afríku. í mið- og austur Afríku er útbreiðsla sjúkdómsins óhugnanlega mikil. Þessi ungi maður sem hefur smitast af eyðni býr við bág kjör í Uganda og fátt getur komið honum til hjálpar. Ráðleggingar tíí sjúklinga og fjölskyUna þeiira Sértækar ráðleggingar til sjúkl- inga fara fram í einkaviðtölum og eru all einstaklingsbundnar og sniðnar að þörfum hvers og eins. Almennt er þó mest áhersla lögð á smitleiðir og hvernig megi forð- ast að smita aðra án þess að það hafi veruleg áhrif á almennt líf sjúklingsins. Þeim sem vilja halda kynlífi áfram er bent á þá siðferðilegu skyldu að upplýsa til- vonandi rekkjunaut um sjúkdóm sinn. Þeim er einnig bent á að notkun smokka getur verulega dregið úr smithættu og þeir hvatt- ir til að nota þá undantekninga- laust. Önnur atriði „öruggs kyn- lífs“ (safe sex) er einnig rædd. Mjög rfk áhersla er lögð á að fólk smitað af alnæmisveirunni gefi aldrei blóð og aðra líkamsvessa eða líffæri. Að öðru leyti er lögð áhersla á bæði við sjúkling og fjölskyldu hans að öll önnur mannleg sam- skipti, en þau er lúta að kynlífi eða blóðblöndun t.d. við eitur- lyfjaneyslu, hafa ekki reynst vera smithættuleg og því bæði eðlileg og sjálfsögð. Fjölskyldu hins sýkta stafar ekki hætta af venju- legri umgengni við hann á heim- ili. Sjúklingurinn getur og er hvattur til að njóta þess sem þjóðfélagið hefur upp á að bjóða, samkomustaði, kvikmyndahús, leikhús, almenningsvagna, sund- staði o.s.frv. Sumum veitist þetta þó örðugt og óttast harkaleg við- brögð umhverfisins gegn sér. Sumir hafa þurft að þola aðkast og jafnvel útskúfun frá vinum og jafnvel ættingjum. Sem betur fer teljast þau tilvik til undantekn- inga. Eigi að síður er ástæða til að brýna fyrir almenningi að fólk sem sýkt er af alnæmisveirunni hefur sama rétt og aðrir til starfa og leiks í þjóðfélaginu á meðan heilsa þeirra leyfir, og okkur ber öllum að virða þann rétt enda engin ástæða til annars hvorki fé- lagsleg né læknisfræðileg. Við verðum að gæta okkur á því að umgangast ekki fólk smitað af al- næmisveirunni eða þá sem teljast, til hinna svonefndu áhættuhópa sjúkdómsins, eins og holdsveiki sjúklinga fyrrum sem voru ofsótt- ir og útskúfaðir af ástæðulausu vegna vanþekkingar og fordóma.. Smokkur er nafn á þunnri gúmmíverju sem notuð er við samfarir. Sæðið lendir í smokkn- um og kemur í veg fyrir þungun. Jafnframt er smokkurinn vörn gegn ákveðnum sjúkdómum sem smitast við kynmök, þar með tal- ið alnæmi (eyðni). Vamir gegn eyðni 1. Öllum landsmönnum er nú ráðlagt að sýna ákveðna aðgæslu í kynlífi og skyldum athöfnum. Hver og einn hlýtur og verður að bera ábyrgð á sjálfum sér í því efni. Fólk er hvatt til að hafa ekki samfarir við þá sem það þekkir lítið eða ekkert til. Flestir þeir sem eru smitaðir af HlV-veirunni eru einkennalausir og bera merki sjúkdómsins síður en svo utan á sér. Einnig má gera ráð fyrir því að flestir þeir sem sýktir eru hér á landi viti ekki af því. Kynferðis- legt, tilfinningalegt og heilsufars- legt öryggi er því fólgið í því að eiga sér einungis einn rekkju- naut. Sjúkdómurinn smitast ekki við faðmlög, kossa og almenna umhyggju. Alnæmisveiran finnst þó stöku sinnum í munnvatni og sennilega er rétt að forðast „djúpa og blauta“ kossa (franska kossa) sérstaklega ef mótaðilinn er óþekkt stærð og annar hvor aðilja er með sár eða fleiður í eða við munn. 2. Smokkar eru öflug vörn gegn kynsjúkdómum. Vitað er að þeir geta minnkað hættu á lek- andasmiti allt að þrítugfalt. Allt bendir til að svipað gildi um hættu á alnæmissmiti. T.d. er nú ljóst að smokkurinn er veiruheld- ur, þ.e. að alnæmisveiran kemst ekki í gegnum þau efni sem notuð eru í smokka. Fólk er því ein- dregið hvatt til að nota smokka við samfarir við þá sem það þekk- ir lítið. Enginn vafi er á því að smokkurinn er raunhæfasta vörn gegn útbreiðslu alnæmis sem völ er á nú. Smokkurinn er og hefur ætíð verið öruggasta vörnin. „Við vonumst til þess. Ein af ástæðunum fyrir áhuga okkar fyrir visnu er að við teljum að rannsóknir á henni kunni að gefa vísbendingu um orsök og eðli heila- og mænusiggs, sem flestir kannast við sem MS. Ekkert er vitað um orsök þessa illskæða sjúkdóms en tilgátur eru uppi um það að veirusýking snemma á ævinni kunni að leiða til þessa sjúkdóms mörgum árum síðar. Að þessu leyti minnir MS á sjúk- dómsganginn í visnu og að auki fundum við fyrir nokkrum árum heilaskemmdir í visnu sem líkjast mjög skemmdum sem eru ein- kennandi fyrir MS. Það er því að minni hyggju fremur líklegt að reynist skaðvaldurinn í MS vera veira þá kunni hann að vera í flokki lentiveira.“ Veirurnar afhjúpaðar Nú hafa verið ígangi rannsókn- ir á Keldum á heilum úr visnu- sýktum kindum og einnig heilum sjúklinga sem látist hafa úr eyðni. Hvað hafa þœr leitt í Ijós? „Það er rétt; við höfum verið að kanna hvaða frumur í mið- taugakerfi sýkjast af þessum veirum. Okkur hafði tekist að sýna framá veiruprótín í frumum í heila visnusýktra kinda með ein- stofna mótefnum og ákváðum að prófa þau á vefjasneiðum úr heilum eyðnisjúklinga, sem við fengum frá háskólanum í Chi- cago. Það tókst og voru niður- stöðurnar af athugun á visnuheil- um og eyðniheilum að því leyti sambærilegar að sömu frumur mynda veiruprótín og ennfremur reyndust í báðum sjúkdómunum tiltölulega fáar frumur mynda þau. Þessir sjúkdómar kunna því að eiga það sameiginlegt að í sýktum einstaklingi sé veruleg hemlun á myndun veiruprótína." Skipta þessar athuganir máli í baráttunni gegn eyðni? „Ekki vil ég nú halda því fram að það hafi orðið héraðsbrestur vegna þessarar afmörkuðu rann- sóknar á eyðni sem við gerðum. Að vísu auka allar upplýsingar, sem fást um hvaða frumur sýkjast á skilningi á eðli vefjaskemmda og ég varð var við talsverðan áhuga þegar ég skýrði frá þessum niðurstöðum á alþjóðaþingi taugameinafræðinga í Stokk- hólmi í haust, áhuga sem leitt hef- ur til samvinnu við háskóla í Vín. En ég tel að helst getum við lagt eitthvað tii málanna með því að leggja aukna áherslu á visnurann- sóknir. Við höfum orðið varir við áhuga á bólusetningartilraunum sem við höfum verið að gera gegn visnu og höfum í hyggju að fylgja enn fastar eftir í samvinnu við bæði bandaríska og danska vís- indamenn. Ef tækist að vernda kindur gegn visnu með bólusetn- ingu gæfi það vonir um að slíkt kynni að vera mögulegt í eyðni. Vandinn með að gera slíkar til- raunir með eyðni er sá að það hefur reynst vandasamt að finna hentugt tilraunadýr. Varafor- stjóri Krabbameinsstofnunar Bandaríkjanna (National Cancer Institute) hefur nýverið haft sam- band við okkur og boðið okkur að koma og flytja erindi um visnu og ræða hugsaniega samvinnu og hefur jafnframt lýst yfir áhuga á að styrkja rannsóknir okkar.“ Stöndum höllum fæti „Ekki veitir af, því að sannast sagna sýna íslensk stjórnvöld lítinn skilning á þörf fyrir grund- vallarrannsóknir. Það virðist allt snúast um tengsl rannsókna og atvinnulífsins og það er leitt að þurfa að hafa orð á því, en mér finnst háskólinn halda uppi held- ur einhæfum áróðri í þá átt. Það er orðið mjög þröngt um starf- semina hérna. Við höfum neyðst til að innrétta geymslur í kjallara sem rannsóknarstofur og gamla byggingin liggur undir skemmd- um og fæst ekki fjárveiting til að gera við hana. Það fæst ekki held- ur fé til að endurnýja nauðsynleg- ustu tæki og mjög er þungt fyrir fæti um nýjar stöðuheimildir til grundvallarrannsókna. Það sem hefur fleytt okkur áfram er að stofnunin hefur löngum notið styrkja í tengslum við samvinnu við erlenda vísindamenn, enda hafa sérfræðingar stofnunarinnar frá upphafi lagt rækt við slík tengsl með því að birta niðurstöð- ur sínar í viðurkenndum er- lendum tímaritum og segja frá þeim á alþjóðlegum þingum. Er- lendir styrkir leysa hins vegar ekki vanda vegna húsakosts eða tækja, þeir eru fyrst og fremst ætlaðir til að bera kostnað af ákveðnum rannsóknarverkefn- um og fást raunar ekki nema ák- veðin þekking og grundvallar- tækjabúnaður sé fyrir hendi. A því leikur ekki vafi að hér á Keldum hefur um langt skeið ver- ið miðstöð rannsókna á hæg- gengum smitsjúkdómum í fyrstu undir forystu Bjöms Sigurðs- sonar og nú Guðmundar Péturs- sonar, núverandi forstöðu- manns. Sá áhugi sem erlendir vís- indamenn sýna starfi forvera okkar og því sem við erum nú að fást við virkar örvandi. Þess má geta að æ oftar berast okkur boð um að flytja erindi erlendis um rannsóknir okkar. Til dæmis hélt Guðmundur Pétursson erindi um skyldleika visnu og eyðni á al- þjóðalegu þingi á ftalíu í byrjun október og ég síðar í október um visnu með tilliti til MS á öðru al- þjóðlegu þingi einnig á ftalíu. Við erum staðráðin að reyna að halda merkinu á lofti, en stjórnvöld mættu gefa starfi okk- ar meiri gaum og losa um takið á pyngjunni,“ sagði Guðmundur að síðustu. _ v 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 11. desember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.