Þjóðviljinn - 16.12.1986, Blaðsíða 1
Sund
Glæsilegur árangur
hjá
Brons og Islandsmet á EM í Malmö
Ragnheiður í úrslit Í200 m bringusundi
E&varð Þór E&var&sson er í fremstu röð í Evrópu
Knattspyrna
Guðmundur
hafnaði
tilboðinu
Guðmundur Steinsson, mið-
herji og fyrirliði Framara, hefur
hafnað tilboði frá austurríska 1.
deildarliðinu Linz ASK. Eins og
kunnugt er kom hann heim eftir
dvöl hjá félaginu um síðustu mán-
aðamót með tilboð uppá vasann.
„Ég var ekki nógu ánægður
með þeirra hugmyndir en ef nýtt
tilboð kemur frá þeim er ég tilbú-
inn að skoða það. Sem stendur er
því allt óvíst um hvað ég geri,“
sagði Guðmundur í spjalli við
Þjóðviljann.
-VS
Eðvarð Þór Eðvarðsson frá
Njarðvík náði þeim frábæra ár-
angri að hljóta bronsverðlaunin í
200 m baksundi á Evrópumeist-
aramótinu í sundi sem haldið var í
Malmö í Svíþjóð um helgina.
Hann setti nýtt íslandsmet í úr-
slitasundinu, fékk tímann 2:01,61
mín.
Igor Polianskiy, sovéski
heimsmethafinn, sigraði örugg-
lega á 1:57,66 mín. en Frank
Hoffmeister varð annar á 1:58,59
mín. Fyrir keppnina hafði Eð-
varð náð sjöunda besta tíma í
Evrópu í greininni og fjórtánda
besta tíma í heiminum á þessu
ári. Frank Baltrusch frá Austur-
Þýskalandi, einn besti baksunds-
maður heims, mátti sætta sig við
fjórða sætið á 2:02,11. Hinir þrír
sem komust í úrslit voru Georgy
Mihalev frá Búlgaríu, Tamas De-
utsch frá Ungverjalandi og Ilias
Malamas frá Grikklandi.
Ragnheiður Runólfsdóttir
komst í úrslit í 200 m bringusundi
og setti íslandsmet í undanrásun-
Skíði
Gaspoz
fyrstur
Zurbriggen efstur
Joel Gaspoz frá Sviss sigraði í
stórsvigskeppni í heimsbikarnum
sem fram fór í La Villa á Ítalíu í
gær. Richard Pramotton frá Ital-
íu varð annar og Markus Wasma-
ier frá V.Þýskalandi þriðji.
Fjórði varð Pirmin Zurbriggen
frá Sviss en hann er áfram efstur í
stigakeppni karla í heimsbikarn-
um, hefur 97 stig. Wasmaier og
Pramotton eru með 93 stig en Pet-
er Muller frá Sviss 62.
Eftir kvennamót helgarinnar í
Frakklandi er Maria Walliser frá
Sviss efst í stigakeppninni með 85
stig, Vreni Schneider frá Sviss
hefur 61 stig og þær Erika Hess,
Sviss, og Catherine Quittet, Fra-
kklandi, eru með 51 stig hvor.
-VS/Reuter
Þorgils Óttar Mathiesen var einna skástur f fslenska ll&inu f gasr og hér skorar hann eltt sex marka
sinna. Mynd: E.ÓI.
Ísland-Finnland
Hörmulegur leikur!
Island tapaði í fyrsta sinn gegn Finnlandi, 29-31
Það var ekki gott að sjá hvor
þjóðin, ísland eða Finnland lenti i
6. sæti í síðustu heimsmeistara-
keppni, þegar liðin mættust í
gær. íslendingar töpuðu 29-31 og
má það teljast mjög lélegt enda
aðeins lágmarks krafa að ísland
vinni þjóðir eins og Finna sem
lengst af hafa verið C-þjóð. Stað-
an í hálfleik var 16-18, Finnum í
vil.
íslendingar komust yfir 1-0 en
svo tóku Finnar við og voru 2-3
mörkum yfir allan fyrri hálf-
leikinn. Þeir héldu forystunni í
síðari hálfleik og undir lok
leiksins náðu þeir 4 marka for-
ystu, 25-29. íslendingar náðu að
minnka muninn í eitt mark 28-29.
Finnar juku muninn í 2 mörk, en
Guðmundur Guðmundsson svar-
aði fyrir fsland 29-30, þegar 45
sekúndur voru til leiksloka. Finn-
ar héldu boltanum allt fram á síð-
ustu sekúndur er þeir bættu 31.
markinu við og tryggðu sér
óvæntan sigur 29-31.
Hingað til hefur það ekki verið
vandamál fyrir íslenska landslið-
ið að spila þokkalegan varnar-
leik. Annað var uppi á tening-
num í gær. Vörnin var galopin
nánast allan leikinn og Finnar
bókstaflega löbbuðu í gegn.
Tveir bestu menn Finna, Roenn-
berg og Kaellman skoruðu sam-
tals 20 mörk enda gerðu íslend-
ingar lítið sem ekkert til að reyna
að stöðva þá. Til að kóróna allt
saman fengu þeir Sigurður Gunn-
arsson og Geir Sveinsson rauð
spjöld fyrir klaufaleg brot. Einar
Þorvarðarson stóð í markinu
lengst af og varði sæmilega.
Finnar komu nokkuð á óvart
með léttleikandi liði og góðum
skyttum en þetta lið ætti ekki að
vera íslendingum nokkur fyrir-
staða á góðum degi.
Mörk islands: Stelnar Blrgisson 7 (2v),
Þorgils Óttar Mathiesen 6, Karl Þráinsson
5, Guðmundur Guðmundsson 4, Sigurður
Gunnarsson 4 (1v), Júlíus Jónasson 2 og
Aðalsteinn Jónsson 1.
Markahæstir í liði Finnlands
voru Roennberg 13, Kaellman 7
og Gorman 5. -Ibe
um, 2:37,04 mín. í úrslitasundinu
synti hún á 2:37,67 og varð sjö-
unda af jafnmörgum keppend-
um. Pascaline Louvrier frá
Frakklandi sigraði á 2:30,14 mín.
Ragnar Guðmundsson keppti í
400 m skriðsundi og fékk tímann
4:05,25 mín. í undanrásum en
komst ekki í úrslit.
-VS/Reuter
Handbolti
Mark
Héðins
ógilt
Mistök dómara
og tímavarða
kostuðu ísland-b
sigur á Könum
Tvær sekúndur eftir, staðan
19-19 í leik 21-árs liSs íslands og
A-liðs Bandaríkjanna, og ísiand
fær aukakast. Stillt upp fyrir
Héðin Gilsson sem gnæfir yfir
varnarveggnum og skorar með
hörkuskoti.
En í miðjum klíðum gall flauta
tímavarðar, dómararnir Gunnar
Kjartansson og Rögnvaldur Er-
lingsson úrskurðuðu markið óg-
ilt. En Karl Harry Sigurðsson
tímavörður sagði mistökin vera
sín. „Ég var tilbúinn með fingur á
tveimur tökkum og ýtti óvart á
klukkutakkann. Dómararnir
hefðu átt að taka mið af þessu og
annaðhvort dæma markið gilt
eða láta endurtaka aukakastið,"
sagði Karl Harry.
En íslensku strákarnir hefðu ekki
þurft að láta þetta ráða úrslitum. Þeir
höfðu undirtökin nær allan tímann,
10-8 í hálfleik og 16-12 um miðjan
síðari hálfleik, en gerðu sig síðan seka
um fjölda mistaka á lokakaflanum,
létu m.a. verja frá sér tvö vítaköst, og
það varð dýrkeypt.
Mörk fslands-b: Árni Friðleifsson 4(1 v),
Hálfdán Þórðarson 3, Bjarki Sigurðsson 2,
Jón Þórir Jónsson 2, Konráð Olavsson 2,
Óskar Helgason 2(2v), Pétur Petersen 2,
Sigurjón Sigurðsson 1, Héðinn Gilsson 1.
Story skoraði 6 mörk fyrir Bandaríkin,
Janny og Morava 4 hvor.
-vs
Getraunir
Tveirmeð12
Aðeins komu fram tveir
seðlar með 12 réttum leikjum i
17. leikviku Getrauna og fær
hvor í sinn hlut 564,375 krón-
ur. Með 11 rétta voru 20 raðir
og fær hver 24,187 krónur.
Þriðjudagur 16. desember 1986
Umsjón: Víðir Sigurðsson
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9