Þjóðviljinn - 27.01.1987, Side 1
f
Kvenréttindafélag Islands 80 ára
17 konur
á þingi
í 65 ár
Rætt við Láru V. Júlíusdóttur
formann Kvenréttindafélags
íslands um árangurfélagsins í
baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna:
Brýnustu málin eru launajafnrétti í
reynd og aukin stjórnmálaþátttaka
kvenna
Lára V. Júlíusdóttir er for-
maður Kvenréttindafélagsins.
Hún var fyrst spurð um að-
draganda þess að félagið var
stofnað fyrir 80 árum.
Aðdragandinn kemur erlendis
frá. Á þessum tíma voru súfra -
getturnar með hreyfingar úti um
lönd og Bríet Bjarnhéðinsdóttir
kynntist þeim konum sem sátu á
þingi Alþjóðasamtaka kvenrétt-
indafélaga í Berlín 1904. Þær
hvöttu hana til að stofna félag á
íslandi sem hefði það eitt á
stefnuskrá sinna að vinna að
kosningarétti kvenna og fullu
jafnrétti kvenna við karla á öllum
sviðum.
Kvenfélög voru þá þegar við
lýði og Hið íslenska kvenfélag
sem var stofnað 1899 hafði pólit-
ísk réttindi kvenna á stefnuskrá
sinni en sneri sér síðan að líkn-
armálum. Bríet vildi að félags-
konur sneru sér að upphaflegum
markmiðum en þær vildu það
ekki. Hún brá þá á það ráð að
stofna sjálfstætt félag sem hafði
þetta einvörðungu á stefnuskrá
sinni.
Það er einkennandi fyrir
Kvenréttindafélagið að það sinn-
ir einungis réttindamálum og hef-
ur aldrei tekið upp neins konar
líknarmál. Stefnan var fullt
stjórnmálalegt jafnrétti,
kosningaréttur og kjörgengi og
réttur til embætta og atvinnu til
jafns við karlmenn. Þar sem ljóst
var að félagið gat ekki unnið að
öllum þeim málum sem það hafði
áhuga fyrir hvatti það konur um
land allt til að stofna félög um
einstaka málaflokka, einsog til
dæmis Verkakvennafélagið Fra-
msókn, sem var stofnað 1914.
Önnur félög sem KRFÍ átti þátt í
á stofna voru Lestarfélag kvenna,
mæðrastyrksnefnd, Mæðrafé-
lagið og Félag afgreiðslustúlkna í
brauð-og mjólkurbúðum.
1944 var félagið gert að
iandsfélagi og óskað var eftir því
við félögin úti á landi að þau
gengu í það. Félagið er því annars
vegar félag einstaklinga og hins
vegar samtök félaga. f dag eru 42
félög í Kvenréttindafélaginu og
um 500 einstaklingar.
Það er nokkuð merkilegt að fé-
lagið hefur alltaf verið þverpólit-
ískt. Þegar kosið er í stjórn og
nefndir er reynt að tryggja það að
sjónarmið alíra stjórnmáiaflokka
komi fram. Þetta er bæði styrkur
og veikleiki. Styrkur okkar er sá
að þegar rætt er um kvenréttindi
er það málefni, sem allar konur
geta sameinast um, hvar í flokki
sem þær standa.
Við höfum alltaf verið sam-
mála um markmiðin en okkur
hefur stundum greint á um
leiðirnar. Margar konur eru á
þeirri skoðun að þverpólitísk
samtök á borð við Kvenréttinda-
félagið eigi ekki rétt á sér, aðrar
telja að þetta sé vænlegasta leiðin
til árangurs. Sjálfri finnst mér
óþarfi að deiila um þetta, konur
ættu fremur að vinna að jafnrétti
hvaða leið sem þær velja.
Tilgangurinn helgar meðalið og
við verðum að leita allra leiða.
Baráttumál félagsins hafa eðli-
lega breyst með tímanum. Kosn-
ingamálið, sem félagið var upp-
haflega stofnað um, vannst að
hluta strax ári seinna, 1908 fengu
konur kosningarétt til sveita-
stjórna. 1911 kom réttur til emb-
ættisgengis kvenna og almennan
kosningarétt fengum við svo
1915. Þessi réttindi voru þá loks í
höfn en lengi framan af nýttu
konur sér þau því miður ekki, og
voru mjög tregar til þess. Ein
ástæða þess er auðvitað sú að það
skorti verulega á menntun þeirra.
Jafnréttislögin voru ekki sett
fyrr en 1976. Baráttan beinist að
jafnrétti í reynd. Stórkostleg hug-
arfarsbreyting hefur orðið síð-
astliðin 15 ár, umræðan hefur
verið mjög mikil og fólk er opn-
ara en áður. Konur hafa sótt fram
á öllum sviðum.
Það er alveg ljóst að stærsta
byltingin, sem varð í jafnréttis-
málum síðari tíma varð þegar
notkun pillunnar varð almenn.
Þá dró úr barneignum á hverja
konu úr 5-7 börnum í 2-3 börn og
konur fengu aukið frelsi.
Við það að ráða barneignum
opnuðust valkostir. Konurnar
komu út í atvinnulífið og settu
fram kröfur um dagvistun barna,
samfelldan skóladag og svo fram-
vegis.
Við að koma út í atvinnulífið
Lára V. Júlíusdóttir formaður Kvenréttindafélags Islands: „Baráttan beinist að jafnrétti í reynd." I baksýn eru Hallveigar-
staðir, listaverkið er Fýkur yfir hæðir eftir Ásmund Sveinsson. Mynd E.ÓI
verða vistunarmál barna meira
brennandi á konum en áður.
Jafnframt breytast kröfur þjóð-
félagsins á hverjum tíma, fólk
gerir meiri kröfur til efnalegra
gæða en fyrir 20 árum. Krafan um
eigið húsnæði er mjög almenn og
veldur því að bæði hjón vinna úti.
Launajafnrétti
í reynd
Aðeins örlítill hluti kvenna á
raunverulegt val um hvort þær
vilja vera heimavinnandi eða úti
á vinnumarkaðnum. Við þessa
breytingu verða raddir kvenna
um samfélagslega hjálp við
barnauppeldið æ háværari.
Og það kemur alltaf að því
sama í þessarri umræðu: baráttan
fyrir jafnri foreldraábyrgð og
jafnri ábyrgð á heimilishaldi.
Þetta eru þau mál sem KRFÍ
hefur sett á oddinn í sínum mál-
flutningi, ásamt því að hvetja
komur til þátttöku í stjórnmálum
og þjóðlífinu almennt. Við vilj-
um að raddir kvenna heyrist þar
sem menn ráða ráðum sínum og
ákvarðanir eru teknar. Konur
hafa nefnilega svolítið annað
sjónarhorn á tilveruna en karlar
og það er ekki fyrr en á allra síð-
ustu árum að þær hafa látið að sér
kveða við ákvarðanatöku.
Það sem mér finnst brýnast í
dag og það sem mestu máli skiptir
í baráttunni er jafnrétti í launa-
málum á vinnumarkaðnum. Einn
þeirra þjóðfélagshópa sem eru
mjög illa settir hvað það varðar
eru ungar einstæðar mæður.
Konur á almennum vinnumark-
aði hafa lægri laun en karlar og
það er ekki vegna taxtanna, held-
ur eru laun í reynd lægri. Konur
geta ekki tekið á sig jafnmikla
yfirvinnu og karlar, þær komast
ekki jafnauðveldlega í betri stöð-
ur og karlar og karlmenn eru mun
oftar yfirborgaðir.
í fyrravetur og nú í vetur hefur
starf KRFÍ beinst að
stjórnmálaþátttöku kvenna
vegna sveitarstjórnakosninganna
í fyrra og þingkosninganna í vor.
Við höfum lagt á það áherslu við
stjórnmálaflokkana að konur
væru ofarlega á listum og við höf-
um einnig hvatt kvenfélög til að
láta sitt ekki eftir liggja.
Sautján konur
í 65 ár
Það er vandamál hve erfitt er
að fá konur til að gefa sig að pól-
itík, það er erfið ákvörðun fyrir
konur að fara í framboð og sér-
staklega fyrir konur utan af landi
sem þurfa að rífa upp heimili sín
með rótum til þess að setjast á
þing í Reykjavík. Heimilið hvflir
ennþá á konum á meðan karlarn-
ir geta „skroppið“ í bæinn og ver-
ið þar hálfan veturinn.
A næstsíðasta kjörtímabili
voru 3 konur á þingi en á þessu
kjörtímabili eru þær 9 talsins, en
Kvennalistinn kom fram 1983.
Konur eru því aðeins 15% alþing-
ismanna sem er lægsta talan á
öllum Norðurlöndum. Við erum
neðstar á blaði í flestu ef við mið-
um við Norðurlöndin.
Fyrsta konan var kjörin á þing
hér á landi árið 1922, það var Ing-
ibjörg R. Bjarnason. Hún var
kosin af sérstökum kvennalista,
en gekk strax ári síðar í íhalds-
flokkinn. Það hafa aðeins 17 kon-
ur setið sem aðalmenn á þingi
fram til dagsins í dag.
Ef kona sat á þingi fram til 1949
varhún eina konan. Til 1971 voru
þær ýmist ein eða tvær og eftir
það yfirleitt þrjár til 1983. Þá
voru níu konur kosnar á þing.
Tökum allar þátt
Maður vonast auðvitað til að
konum fjölgi á þingi en ég á ekki
von á stóru stökki í vor, vegna
þess hvernig framboðslistar eru
skipaðir. Fáar konur eru í örugg-
um sætum og óvissa er ríkjandi
um marga þætti.
Hins vegar er hlutfall kvenna á
listum í heild nokkur huggun og
sýnir jákvæða breytingu frá því
fyrir fáum árum. Það er ljóst
hvert við stefnum og markmiðið
hlýtur að verða það að ekki verði
spurt um kyn fólks. Það á að
verða sjálfsagður hlutur að konur
sinni sömu störfum og karlar
sinna eingöngu nú og öfugt.
Til þess að þetta geti orðið
verða allar konur að taka þátt í
baráttunni. Ég vil því sérstaklega
hvetja ungar konur til þess að
ganga í félagið. Margar þeirra
reka sig ekki á misréttið fyrr en
þær fara að vinna úti og áfallið er
oft óþægilegt.“
-vd.
Þriðjudagur 27. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - I