Þjóðviljinn - 14.02.1987, Page 6
INNSÝN
á óeðlilegri mismunun og koma í
veg fyrir að þröngur hópur nefnd-
armanna ráði með smekk sínum
og geðþótta kvikmyndagerðar-
innar.
Og í þriðja lagi þarf að sjá til
þess að framleiðendum sé gert
kleíft að taka þá áhættu sem þeir
sjálfir vilja leggja í - án þess að
óábyrgar nefndir telji það í
verkahring sínum að hafa vit fyrir
þeim. Þetta til að kvikmynda-
gerðarmenn ráði sjálfir, hvaða
myndir eru gerðar og hverjar
ekki, því að það eru þeir og engir
aðrir sem eiga að ráða ferðinni. Á
þeim hvílir hin raunverulega
ábyrgð.
Einfaldar
reglur
Reglur sem tryggja þetta er
auðvelt að setja. Og nóg
frjálsræði er eftir fyrir nefndar-
menn til að gera starf þeirra
spennandi. Þessar reglur gætu til
dæmis litið svona út:
1. Úthluta skal úr Kvikmynda-
sjóði íslands fjórum sinnum á ári:
15. jan., 15. apríl, 15. júlí og 15.
október. Úthlutunarfé sjóðsins
skal skipta í tvo hluta: A og B og
skal þriggja manna úthlutunar-
nefnd skipuð fyrir hvorn hlutann.
Hvor nefnd A og B skal úthluta
tvisvar á ári.
(Þetta skipulag væri til bóta að
því leyti, að framleiðendur gætu
oftar kannað undirtektir sjóðsins
við hugmyndum og verkefnum.
Einnig væri með þessu skipulagi
komið í veg fyrir, að um umsókn-
ir væri fjallað á einu og aðeins
einu dómsstigi. Það er sjálfsagð-
ur hlutur að hægt sé að áfrýja úr-
skurðum dómstóla, og hvers
vegna skyldu kvikmyndagerðar-
menn ekki eiga rétt á því að fá
tækifæri til að leggja hugmyndir
sínar og verkefni í dóm fleiri aðila
en einnar þriggja manna nefnd-
ar).
2. Um fjármögnun mynda.
Kvikmyndasjóður skal aldrei
leggja fram meira af fjármagns-
þörf kvikmyndar en sem nemur
75%, þannig að tryggt sé að fram-
leiðendur taki ávallt áhættu á
eigin verkum.
Þeir framleiðendur sem sækja
um minna en 50% fjármagns í
Kvikmyndasjóð skulu hafa for-
gang að fjármagni, geti þeir sýnt
fram á að þeir ráði yfir því við-
bótarfjármagni sem þarf til
myndarinnar með staðfestingu
frá banka.
(Þessar reglur um fjármögnun
eru einfaldar en tryggja um leið,
að úthlutunarnefndir taki ekki
upp á því að fjármagna myndir
um 100% fyrir einhver gæludýr
sín.
Sömuleiðis mundi reglan um
forgang þeirra framleiðenda sem
þora að taka 50% áhættu virka
örvandi á kvikmyndagerðar-
menn og leiða til þess að kvik-
myndagerðin væri að mestu rekin
að frumkvæði kvikmyndagerðar-
mannanna - en ekki sem ríkisfyr-
irtæki).
Mat á
forgangsröð
Fleiri reglur tel ég ekki þörf á
að setja um Kvikmyndasjóð í
bráð. Þetta mundi nægja til að
fyrirbyggja að mestu leyti mis-
munun, og ennfremur yrðu þess-
ar reglur kvikmyndagerðar-
mönnum hvatning til að gera
myndir, sem höfða til almenn-
ings. Og þrátt fyrir þessar reglur
væru úthlutunarnefndum falið að
reyna að leggja skynsamlegt mat
á forgangsröð verkefna, en slíkt
mat er óhjákvæmilegt, að
minnsta kosti svo lengi sem eftir-
spurn eftir fjármagni til kvik-
myndagerðar er meira en fram-
boðið.
Að sjálfsögðu þarf stjórn Kvik-
myndasjóðs einnig að semja
leiðbeiningar fyrir nefndarmenn
og vera þeim til ráðuneytis, til að
nefndarmenn gleymi ekki sjálf-
sögðum hlutum eins og að styrkja
heimildarmyndir, barnamyndir
og „listræna tilraunastarfsemi“.
Ekki á að veita sérstaka styrki
til handritsgerðar. Hins vegar er
nauðsynlegt að veita styrki til
undirbúningskönnunar, sem til
dæmis fara í að fullvinna forvitni-
leg handrit og til að gera ná-
kvæmar kostnaðaráætlanir, til að
finna tökustaði (sem er mikilvæg-
ara hér á landi en víðast annars
staðar, því að hér tíðkast varla að
taka kvikmyndir upp í stúdíóum
eins og erlendis). Og þá á ekki að
gera ráð fyrir að mynd sem hlotið
hefur undirbúningsstyrk hljóti
endilega framleiðslustyrk, því að
betra er að hætta við vafasamt
verkefni þótt það hafi kostað
nokkurt fé heldur en að fullvinna
það og kasta milljónum á glæ).
Um mismunun
og annarleg
sjónarmið
Það hefur alla tíð verið deilt og
pexað um úthlutanir Kvikmynda-
sjóðs enda eru störf úthlutunar-
nefnda á engan hátt hafin yfir
gagnrýni fremur en önnur mann-
anna verk. En af þessum deilum
öllum má þann lærdóm draga, að
ekki ætti að koma að sök þótt
úthlutunarnefndum væru settar
skýrari reglur á borð við þær sem
hér var minnst á að framan.
Sumt af deilum þessum stafar
beinlínis af því að við lifum í litlu
þjóðfélagi, þar sem á stundum
getur komið upp
sambúðarvandamál sterkra ein-
staklinga vegna hins litla olnbog-
arýmis.
Og allt tal um mismunun og
annarlegt viðhorf verður að forð-
ast, en hjá því verður helst komist
með því að deila þeirri ábyrgð og
því valdi sem því fylgir að útdeila
fé á sem flestar herðar.
Það þarf að skipta um fólk í
úthlutunarnefndum oft - að
minnsta kosti um einn mann á ári
í hverri þriggja manna úthlutun-
arnefnd. Og það þarf að skipta
um formann Kvikmyndasjóðs
helst ekki sjaldnar en á tveggja
ára fresti. Að öðrum kosti er hætt
við að erfitt sé að kveða niður tal
um mismunun og annarleg
sjónarmið, en allt slíkt tal er
skaðlegt fyrir það hlutverk sem
Kvikmyndasjóði er ætlað að
þjóna, en það er glæsileg framtíð
íslenskrar kvikmyndagerðar.
Þjóðleg,
innlend
kvikmyndagerð
Margt fleira væri skemmtilegt
að tína til um stöðu og þróun
kvikmyndagerðarinnar. Til dæm-
is þá barnalegu hugmynd manna
sem ekki hafa hundsvit á kvik-
myndagerð, og gengur út á að
framtíð íslenskrar kvikmynda-
gerðar felist í framleiðslu alþjóð-
legra stórmynda eða þátttöku í
slíkum fyrirtækjum.
Það er þjóðleg, innlend kvik-
myndagerð sem við þurfum að
styrkja. Af alþjóðlegum stór-
myndum höfum við nóg í bíóun-
um, í Sjónvarpinu, á videóleigun-
um og á Stöð 2.
En til að þessi orð misskiljist
ekki er rétt að taka það skýrt
fram, að sjálfsagt er að efla ís-
lenska kvikmyndagerðarmenn til
þátttöku í samstarfi við erlenda
aðila um íslensk verk, eins og nú
er gert í sambandi við „Tristan og
ísold“ Hrafns Gunnlaugssonar.
Gangi honum allt í haginn, og
sömuleiðis Karli Óskarssyni, sem
einnig fékk góðan styrk úr sjóðn-
um og ræðst nú í sitt stærsta verk-
efni til þessa, framleiðslu á heilli
bíómynd, hafandi sýnt góð tilþrif
sem einn af bestu kvikmynda-
tökumönnum okkar.
Við eigum duglegt kvikmynda-
gerðarfólk, sem er líklegt til
góðra afreka á næstu árum. Og
við eigum góða og tryggja áhorf-
endur, sem aldrei láta sig vanta
þegar eitthvað áhugavert er á
hvíta tjaldinu.
Takist okkur að gera þriðja
þáttinn í kvikmyndagerðinni
jafnöflugan og hina tvo fyrri,
kvikmyndagerðarmennina og
áhorfendurna - þá þarf ekki að
bera kvíðboga fyrir framtíð ís-
lenskrar kvikmyndagerðar.
- Þráinn
DJÓÐVIIJINN
0 68 13 33
Tímiim
0 68 18 66
0 68 63 00
Blaóburður er
BESTA TRIMMIÐ
og borgar sig
Blaðbera
vantar
víðsvegar
um borgina
ÞJOÐVILJINN
flAUSAR STÖÐUR HJÁ
REYKJAVIKURBORG
Starf fulltrúa á skrifstofu
borgarlæknis
Starf háskólamenntaðs fulltrúa á skrifstofu borg-
arlæknis er laust til umsóknar.
Starfið felst í skýrslugerð um heilbrigðismál,
tölvuvinnslu upplýsinga, gerð rekstraráætlana
og rannsókna á sviði heilsuhagfræði. Æskilegt er
að umsækjendur hafi viðskiptafræði/hagfræði-
menntun. Laun samkv. kjarasamningi starfs-
manna Reykjavíkurborgar.
Upplýsingar veitir borgarlæknir í síma 22400.
Umsóknarfrestur er til 1. mars nk.
Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á
sérstökum eyðublöðum sem þar fást.
H Auglýsing
um rannsóknarstyrki frá J.E. Fogarthy
International Research Foundation
J.E. Fogarthy-stofnunin í Bandaríkjunum býður fram styrki
handa erlendum vísindamönnum til rannsóknastarfa við vís-
indastofnanir í Bandaríkjunum. Styrkir þessir eru boðnir
fram á alþjóðavettvangi til rannsókna á sviði læknisfræði
eða skyldra greina (biomedical science). Hver styrkur er
veittur til 6 mánaða eða 1 árs á skólaárinu 1988-89 og á að
standa straum af dvalarkostnaði styrkþega auk ferða-
kostnaðartil og frá Bandarikjunum. Einnig ergreiddurferða-
kostnaður innan Bandaríkjanna.
Til þess að eiga möguleika á styrkveitingu þurfa umsækj-
endur að leggja fram rannsóknaáætlun í samráði við stofn-
un þá í Bandaríkjunum sem þeir hyggjast starfa við.
Nánari upplýsingar um styrki þessa veitir Atli Dagbjartsson,
læknir, barnadeild Landspítalans (s. 91 -29000). - Umsóknir
þurfa að hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,
150 Reykjavík, fyrir 15. júlí nk.
Menntamálaráðuneytið,
12. febrúar 1987.