Þjóðviljinn - 14.02.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.02.1987, Blaðsíða 7
Rætt við Kristin Harðarson myndlistar- mann, sem opnar málverka- sýningu í Gallerí Svart á hvítu í dag Umsjón: Ólafur Gíslason Straumhvörf nýja málverksins í dag opnar Kristinn Haröar- son myndlistarmaðursýningu á málverkum sínum í Gallerí Svart á hvítu. Kristinn er fæddur 1955, stundaði nám við Myndlista- og handíða- skólann 1973-77 og stundaði framhaldsnám í Listaaka- demíunni í Haag í Hollandi 1977-78. Síðan hefurKristinn haldið 6 einkasýningar hér heima og erlendis og tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýningin í Gallerí Svart á hvítu er 7. einkasýning Kristins, og sýnir hann nú olíumálverk frá ár- unum 1984-86. Myndir Kristins eru allar smámyndir og virðast í fljótu bragði ósamstæðar, þar sem hann bregður fyrir sig hinum ólíkustu tjáningarleiðum. í tilefni sýningarinnar tókum við Kristin tali eina kvöldstund, og ég byrjaði á að spyrja hann hvers vegna myndir hans væru svo ólíkar innbyrðis - hvort hann væri ef til vill að forðast það að vera persónulegur í myndsköpun sinni. -Nei, alls ekki, sagði Kristinn. Ég hef ekki trú á því að hægt sé að gera ópersónulegar myndir, eins og sumir hafa reyndar gert til- raunir með. Persóna skín alltaf í gegn ef menn eru að gera það sem stendur hjarta þeirra næst. Pað er hins vegar misskilningur að mínu áliti að stíll sé bundinn við eitthvað ákveðið form. Hjá mér er stíllinn bundinn við hugarfar- ið, sem liggur á bak við verkin. Ég framkvæmi hugmyndir sem leita sterkt á mig, jafnvel þótt þær gangi þvert á allt sem ég hef verið að gera áður. Það geta verið ab- strakthugmyndir eða raunsæi- sverk, það skiptir ekki máli, en ef verkið gengur ekki upp er ég heldur ekkert að sýna það. Sumir gætu kallað þetta frelsisleit, aðrir eirðarleysi, en ég held að þetta sé kannski blanda af hvorutveggja. Ég hef stundum gert myndaraðir, t.d. landslagsmyndir, sem ég hef lagt til hliðar í 2-3 ár, en svo hef ég allt í einu séð ástæðu til þess að sýna verkin. Þú tilheyrir þeirri hreyfingu, sem kennd er við nýja málverkið, hvaða augum lítur þú á þýðingu þessarar hreyfingar? Byltingin sem varð í myndlist- inni í kringum 1980 voru straumhvörf sem skiptu sköpum. Hún fól í sér endurskoðun á lista- sögunni frá upphafi. Sumir hafa kallað þetta „villt“ málverk, en það er að mínu mati ekki rétt- nefni. Expressíónisminn er bara hluti þessarar hreyfingar. Við sjáum það að menn innan þessar- ar hreyfingar eruað fást bæði við landslagsmálverk og abstraktlist. Þetta málverk er hins vegar ekki afturhvarf til hins gamla, heldur byggt á nýju gildismati. Hvað olli þessari byltingu á sín- um tíma? Modernisminn var orðinn of þröngur, hann hafði þrengst nið- ur í nánast ekki neitt. Sama hafði í rauninni gerst með konseptli- stina. Listamenn hafa jafnan krafist frelsis til þess að sækja sér áhrif hvert sem þeir vilja, og þeir sprengdu einfaldlega þann ramma sem þeim hafði verið sett- ur. Þessi sprenging hefur reyndar falist meira í því að hræra upp í því sem var en að skapa nýtt, og það er erfitt að sjá um framhald- ið, því hlutirnir gerast hratt í myndlistinni og oft gerist það óútreiknanlegasta. Er það einhvers konar innra löggengi sem ræður breytingum í myndlistinni, frekar en utanað- komandi áhrif? Það er hvorttveggja. Þjóðfé- lagsleg áhrif smjúga óhjákvæmi- lega og oft ómeðvitað inn í myndlistina, auk þess sem tækni- breytingar hafa oft bein áhrif. Og markaðssjónarmið hafa líka sín áhrif, meðvitað eða ómeðvitað. Nýja málverkið hleypti auknu fjöri í myndlistarmarkaðinn og það vakti líka aukinn áhuga fjöl- miðla á myndlistinni. Ungir myndlistarmenn voru skyndilega gerðir að hálfguðum og komust á forsíður tískublaðanna. Aðsókn hefur líka aukist að söfnum, þeim hefur farið fjölgandi í álfunni, og þaðan kemur líka krafa um aukna fjölbreytni. Allt hefur þetta leitt til þess að hraðinn í myndlistinni er gífurlegur og nýj- ungar koma og hverfa á einu misseri. Er þetta æskileg þróun? Laugardagur 14. febrúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Ég held að þetta eigi sér sínar jákvæðu og neikvæðu hliðar. En það er sjálfsagt erfitt fyrir þá sem lenda í hringiðunni að vinna við slíkar aðstæður. Þessa vanda gæt- ir þó ekki hér að marki, því hér er ekkert fjármagn í myndlistinni eins ogvíða erlendis. Égvarðt.d. var við það í New Y ork hvað pen- ingaöflin voru sterk á bak við galleríin þar. Þau hafa líka sín áhrif á listina, t.d. eru dæmi þess að pantaðar séu sýningar af á- kveðinni gerð hjá listamönnum með 2 ára fyrirvara. Eru markaðsöflin þá farin að móta myndlistina? Að vissu marki, já. En nútíma- listamenn hafa yfirleitt sett sig í varnarstellingar þegar einhver markaðssjónarmið hafa viljað blanda sér í listsköpun þeirra. Krafan um sjálfstæði listamanns- ins hefur verið sterk, en hún hef- ur þá oft verið á kostnað efna- hagslegs öryggis. Er hugsanlegt að þetta breytist? Að listamcnn fari að taka að sér ákveðin verkefni til þess að uppfylla fyrirframgefnar þarfir, eins og tiðkaðist t.d. á miðöldum og endurreisnartíman- um þegar listamenn unnu fyrir kirkju og aðal? Sjálfur er ég alinn upp við sjálfstæðiskröfuna, og á trúlega erfitt með að víkja frá henni. En ég hef orðið var við það hjá mér yngri mönnum, að þeir eru marg- ir hverjir tilbúnir til meiri sveigjanleika hvað þetta varðar. Þeim finnst hallærislegt að lista- maðurinn sé einhver einangraður kompugæi. Hallgrímur Helgason hefur til dæmis látið þessi sjón- armið í ljósi, - að listamaðurinn eigi að mála fyrir fólkið. Það er hugsanlegt að einhver hugarfars- breyting í þessa átt eigi eftir að eiga sér stað, en ég ætti erfitt með þetta sjálfur. Það þarf mikla reynslu og hæfileika til þess að sameina það að viðhalda vinsæld- um á markaðnum og halda áfram að gera myndir sem hafa það mikinn safa og traustan kjarna að þau endist. Var nýja málverkið komið fram þegar þú dvaldir í Hollandi? Nei, fyrsta stóra sýningin sem ég sá með nýja málverkinu var í Köln 1982 oghét „Heute Kunst“. Annars berast fréttir um nýjung- ar í myndlistinni í dag mikið með listatímaritum. Þau eru gefin út í hundraðatali, og fréttir af nýj- ungunum berast frá þeim jafnvel áður en þær verða til. Það hljóta að vera einhver takmörk fyrir því hvað hraðinngetur orðið mikill, en breytingarnar koma líka í bylgjum. Að lokum, Kristinn, þú notar stundum texta og orð í myndum þínum. Eru tengsl á milli merk- ingar orðanna og viðfangsefnis myndarinnar? Nei, ekki mundi ég segja það. Orðin skapa stemmningu í mynd- ina, sem er í ætt við lykt eða bragð. Ef þú hefur tvo fleti, og setur ákveðið orð á milli þeirra, þá getur það breytt afstöðu flat- anna og skapað spennu á milli þeirra, óháð merkingu orðsins. En þegar ég set orð í myndirnar eru þau ekki valin af handahófi, heldur af því að það er akkúrat þetta orð sem passar, en ekkert annað. Það var orðið. ólg. Oskalög Kammersveit Reykjavíkur hélt upp á 100 ára afmæli brasil- íska tónskáldsins Heitor Villa- Lobos í fyrrdag. Voru þá haldnir myndarlegir tónleikar að Kjar- valsstöðum og flutt þrjú af tvö- þúsund tónverkum meistarans og eitt eftir franskan skáldbróður, Poulenc. Þetta hófst með Bachianas Brasileiras nr. 1 fyrir 8 selló og þar heyrði maður íslenska strengjadrauminn vera að rætast, rétt einu sinni. Gunnar Kvaran vakti yfir þessu með miklum og músíkölskum tilþrifum, en sellól- eikararnir sem hlýddu stjórn hans voru Inga Rós Ingólfsdóttir, Pétur Þorvaldsson, Arnþór Jóns- son, Nora Kornbluh, Haukur Hannesson, Ásdís Arnardóttir, Auður Ingvadóttir og Lovísa Fjeldsted. Anna Guðný Guðmundsdóttir var frábær píanóleikari í sextett fyrir píanó og blásarakvintett eftir Poulenc, en það var íslenski blásarakvintettinn sem lék með henni. Kvintettinn er skipaður afbragðsmönnum í hvert sæti, snillingurinn Martial N'ardeau spilar á flautuna, og síðan eru Kristján Stephensen á óbó, Sig- urður í. Snorrason á klarinett, Þorkell Jóelsson á horn og Björn Th. Árnason á fagott, hver öðr- um betri. Var leikur þeirra félaga í sextettinum, og þó ekki síður Kvintett í „Choros" stíl eftir Villa-Lobos samslunginn og glæsilega fágaður. Síðast var óskalagið Bachianas Brasileiras nr. 5, en þar var kom- in nývöknuð Tosca okkar að tak- ast á við Vókalísur og sorgþrungnar dansvísur, með sel- lóunum átta undir Kvarans stjórn. Hún heitir Elín Ósk Ósk- arsdóttir eins og allir vita, og á örugglega eftir að verða magnað- ur sópran í lýrisku dramatíkinni þegar fram líða stundir. Kannski hún eigi eftir að opna nýju óper- una sem verður byggð hérna bráðum, og það með Turandot frekar en Liu. Það var fallegt af Kammersveitinni að minnast þessa ágæta tónskálds úr fjarlægu landi svona innilega. Megi hún lifa, vaxa og dafna. LÞ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.