Þjóðviljinn - 14.02.1987, Blaðsíða 9
MENNING
Fjölskyldusaga
Tímaritið Saga komið út
Fyrir jól kom út tímarit Sögufé-
lagsins, Saga, og er ekki seinna
vænna að geta þess að nokkru.
Verður þó fátt eitt talið og ýmsu
sleppt, sem full ástæða væri til að
ræða og kynna.
Félagssaga er efst á baugi í
þessu hefti, og er það, eins og
ritstjórarnir, þeir Helgi Þorláks-
son og Sigurður Ragnarsson,
segja í formála, nokkurt tímanna
tákn. Innan „félagssögunnar“
hefur svo aftur áherslan einkum
beinst að fjölskyldusögu og þá
sögu kvenna og barna sérstak-
lega. Það kemur í hlut Gísla Ág-
ústs Gunnlaugssonar að skýra
stöðu fjölskyldusögunnar í
fræðunum síðustu tvo áratugina
eða svo, en auk þess fjallar Gísli
ítarlega um íslensku fjölskylduna
1801-1930. Það væri fásinna og
ósanngimi að rekja efni og niður-
stöður greinar Gísla (sem og ann-
arra greinahöfunda) í venjulegri
dagblaðskynningu. Því skal þó
slegið föstu, að það er mikið
þarfaverk að kynna íslenskum
sagnfræðingum, sem og öðrum
Sögu-lesendum, fjölskyldusögu,
þetta afsprengi félagssögunnar,
sem virðist eiga svo miklu gengi
að fagna um þessar mundir, að
jaðrar við tískuviðfangsefni. ís-
lenska þjóðfélagið, með allri
sinni einangrun, fámenni og fá-
breytni, hlýtur að vera kjörinn
vettvangur til slíkra rannsókna.
Svo að dæmi sé tekið: „Segja má
að þjóðfélagsgerð bændasamfél-
agsins hafi hreinlega „sprungið"
á fáeinum áratugum" segir Gísli á
einum stað (bls. 26). Einhverja
hugmynd þykist maður hafa haft
um þetta - þegar búið er að
benda manni á það, ekki að mað-
ur hafi hugleitt þetta sjálfur.
Móðurást til varnar
Af svipuðum fjölskyldutoga
spunnin er rannsókn Helga Þor-
lákssonar sem hann nefnir
„Óvelkomin börn?“ „Um alda-
mótin 1800 var mjög sjaldgæft,
nánast undantekning, að íslensk-
ar konur hefðu börn á brjósti"
segir á bls. 79. Meginspurning
verður þá hvers vegna brjóstaeldi
lagðist af á íslandi. Og það er
JÓN THOR
HARALDSSON
sama sagan, ekki hafði maður
hugmynd um að hér væri rann-
sóknarefni, helst að mann rámaði
eitthvað í „Atla“ séra Björns í
Sauðlauksdal. Helgi leitast við að
svaraspurningunni, en segir jafn-
framt að þetta þyrfti að kanna
miklu betur, meðal annars með
því að rannsaka íslensk læknis-
fræðihandrit og bera þau saman
við önnur erlend, svo sem í
Skandinavíu. Það kemur greini-
lega fram hvílíkt vandamál heim-
ildaskortur er allri félagssögu,
„hve ógreiðan aðgang við höfum
að alþýðufólki í þeim heimildum
sem til eru um fortíðina" eins og
Guðmundur Hálfdanarson
kemst að orði (bls. 123). Það er
nú einu sinni svo, að heimildir
eins og í „Montaillou“ eru ekki á
hverju strái.
Hér gæti sem best komið amen
eftir efninu; samt skýtur upp í
hugann vangaveltur manns, sem
hefur lifað og hrærst í því sem
kalla mætti „pólitíska persónu-
sögu“. Hvað getum við kafað
djúpt í „trivia" að okkur þyki
samt svara kostnaði? Kemur að
því að sögulegur hversdags-
leikinn verði svo hversdagslegur
að hann hætti í rauninni að segja
okkur nokkurn skapaðan hlut?
Sjálfsagt er þetta hálfgerð villu-
trú og kannski er þetta ekkert
vandamál. „Allt er þetta saga“
segjum við gjarna.
129 sjálfsævisögur
„Börn - höfuðstóll fátæklings-
ins?“ nefnist könnun Guðmund-
ar Hálfdanarsonar á ástæðum
barnavinnu á íslandi, einkum á
síðari hluta 19. aldar. Rak
nauður foreldra til þess að láta
börn sín vinna sem mest, eða var
fremur haft í huga uppeldisgildi
vinnunnar? Könnun Guðmundar
er bæði viðamikil og ítarleg, sem
og félagssögugreinarnar allar.
Hann hefur kannað 129 sjálfsævi-
sögur fólks sem fæddist á bilinu
1846-1899. Undirstaðan ætti að
vera traust. Hugdetta: Gæti ann-
ars komið til álita, að það fólk
sem á efri árum sest við að semja
ævisögu sína sé, þegar öllu er á
botninn hvolft, líklegt til þess að
vera sprottið úr einhverjum þeim
jarðvegi, ekki skilyrðislaust efna-
hagslega, að þar hafi barnaþræl-
dómur verið að minnsta kosti í
minna lagi? Ég sel þetta ekki dýr-
ar en ég keypti. - Ög meðal ann-
arra orða og á ögn léttari nótum:
Það er gaman að sjá hvað hún
Táknmál dulvitundarinnar
Halldór Ásgeirsson sýnir í Nýlistasafninu
ígæropnaði HalldórÁsgeirsson
myndlistarmaður sýningu á 22
myndverkum í Nýlistasafninu við
Vatnsstíg 3B. (verkum sínum,
sem sum hver eru samsett úr
mörgum smærri myndum, notar
Halldór afar persónulegt
táknmál, sem rekja má til undir-
meðvitundarinnar, en jafnframt
má sjá í myndum hans tilvísun til
ævafornra hellamálverka og
trúarlegrar nytjalistar indíána.
Myndir sínar vinnur Halldór í
margvíslegustu efni, og eru sum
verkin máluð á léreft, önnur á
pappír eða tré, og sum verkanna
eru málaðir tréskúlptúrar og vfr-
skúlptúrar eða útskurður, svo
eitthvað sé nefnt.
í tilefni sýningarinnar hefur
Halldór einnig gefíð út 100 síðna
bók er nefnist „Dagbókarbrot
1984-’86“, en í henni eru
teikningar frá þessurn árurn, og
verður bókin til sölu á sýning-
unni.
Halldór Ásgeirsson stundaði
myndlistarnám í París á árunum
1977-’80 og síðan aftur frá 1983-
’86, en einnig hefur hann dvalið í
Austurlöndum fjær og í Mexíkó.
Gætir áhrifa frá þessum ferðum í
verkum hans, einkum frá list
indíána sem hann kynnti sér sér-
staklega meðan hann dvaldi í
Mexíkó. í Dagbókarbrotunum er
einnig að finna hughrif hans frá
þessum ferðum.
Sýningin í Nýlistasafninu er 6.
einkasýning Halldórs hér á landi,
en hann hefur sýnt víða um heim
undanfarin ár. Sýningin mun
standa fram til 22. febrúar og er
hún opin virka daga kl. 16-20 og
kl. 14-20 um helgar. ólg.
Laugardagur 14. febrúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 9
Myndin lýsir verslun í Reykjavík árið 1874.
skýtur snemma upp kollinum
hugmyndin um kaupstaðaspill-
inguna í vitund sveitamannsins.
Strax á 18. öld eru kaupstaðabúar
almennt orðnir „latir og drykk-
felldir" og „gott ef ekki eimir eftir
af því enn þann dag í dag“ (bls.
137-138).
Deilumál
Áhugamenn um ritdeilur
hljóta að binda miklar vonir við
eina sem virðist í hinni glæstustu
uppsiglingu. í „Sögu“ skiptu þrír
sagnfræðingar, þau Guðrún Ása
Grímsdóttir, Helgi Þorláksson og
Sverrir Tómasson, með sér verk-
um og gagnrýndu Þingvallabók
Björns Th. Björnssonar. Björn
ber hönd fyrir höfuð sér - eða
snýr vörn í sókn, allt eftir því
hvernig á það er litið - í þessu
hefti af Sögu, og þremenningarn-
ir svara aftur Birni. Sem byrjar
góðri ritdeilu er þessi þegar orðin
eilítið persónuleg, hverjum sem
það er nú að þakka eða kenna.
Öllu alvarlegri deila hlýtur að
standa fyrir dyrum milli Gunnars
Karlssonar annars vegar og
þeirra Óiafíu Einarsdóttur og
Nönnu Damholt hins vegar. Þær
héldu því fram í þremur greinum
1984 og 1985 að konur hafi notið
sérstakrar virðingar og óvenju-
legs frelsis í íslenska þjóðveldinu.
Þessu andmælir Gunnar og væri
nú tæpast í frásögur færandi ef
ekki væri fyrir það, að Gunnar
sakar þær Ölafíu og Nönnu um
það að draga eingöngu fram það
sem sé máli þeirra til styrktar en
láta hins að engu getið, eða eins
og Gunnar segir: „Meginmistök
þeirra sem stunda það nú að
draga upp glæsimynd af hlut-
skipti íslenskra miðaldakvenna
eru einmitt þau að velja eingöngu
efnisatriði sem falla inn í þá mynd
en ganga þegjandi fram hjá
dökku hliðunum“ (bls. 74). Öllu
þyngri faglegum sökum getur
einn sagnfræðingur tæpast borið
annan. Þær eiga leikinn, konurn-
ar.
„Vorsaga“
Saga er orðin of stór; um það
geta víst flestir verið sammála.
Það er eitthvað yfirþyrmandi við
það að fá í hendur tímarit upp á
hálft fjórða hundrað blaðsíðna -
og eiga kannski Skírni ólesinn í
þokkabót. Því er nú brugðið á
það ráð að Saga komi framvegis
út í tvennu lagi, á vormánuðum
komi hefti með nýju sniði en
nokkru styttra en meginheftið. -
Og lýkur hér frá Sögu að segja að
sinni. j. Th. H.
ALLA
morgna
.... hei/sunnar vegna
Grandavegi 42, Reykjavík, sími 91 -28777