Þjóðviljinn - 14.02.1987, Page 15
ÍÞRÓTTIR
Ísland-Júgóslavía
Stefnir í okkar
sterkasta lið
AUt bendir til þess að ísland
verði með flest alla sína bestu
menn í landsleikjunum við heims-
og Ólympíumeistara Júgóslava
sem fram fara í Laugardalshöll-
inni eftir rúma viku.
Þeir sem leika í Vestur-
Þýskalandi koma allir, Kristján
Arason, Alfreð Gíslason, Bjarni
Guðmundsson, Atli Hilmarsson
og Páll Ólafsson, og góðar líkur
eru á að „Spánverjarnir" Sigurð-
ur Gunnarsson og Einar Þorvarð-
arson komi líka.
Leikirnir fara fram á mánu-
dagskvöldið 23. og þriðjudags-
kvöldið 24. febrúar og það þarf
ekki að fjölyrða um að þessi
heimsókn Júgóslava er einhver
mesti hvalreki á fjörur íslenskra
handknattleiksáhugamanna á
síðari árum. -VS
Unglingalandsleikurinn
Glæsisigur!
Ellefu markaforysta íseinni
hálfleik gegn Vestur-Þjóðverjum
Úthlutun
Valsmenn fengu
stærstu sneiðina
Það er greinilegt að ísland þarf
ekki að kvíða fyrir framtíðinni í
handknattleik. I gær sigraði ung-
lingalandsliðið, 18 ára og yngri,
lið Vestur-Þjóðverja 25-20 og
hefði sá sigur getað verið mun
stærri.
Það var aðeins á fyrstu mínút-
unum sem Þjóðverjar náðu að
hanga í íslendingunum og þeir
voru reyndar yfir 3-4. Þá komu
sex mörk frá íslandi sem breyttu
stöðunni í 9-4. f hálfleik var stað-
an 13-7.
íslendingar byrjuðu síðari hálf-
leik vel og þegar 15 mínútur voru
til leiksloka var staðan 22-11! Þá
kom full rólegur kafli hjá ís-
lenska liðinu ogÞjóðverjargengu
á lagið, en sigurinn öruggur 25-
20.
Þessi sigur byggðist fyrst og
fremst upp á sterkri vörn og
skynsamlegum sóknarleik. Þeir
Árni Friðleifsson og Héðinn
Gilsson voru ógnandi fyrir utan
og í hornunum áttu þeir stórleik
Konráð Olavsson og Sigurður
Sveinsson. Þá varði Bergsveinn
Bergsveinsson vel.
Þó gerði íslenska liðið nokkuð
af mistökum og mörg dauðafæri
fóru í súginn þ.á.m. 4 vítaköst.
Mörk íslands: Konráð Olavsson 8(3v),
Sigurður Sveinsson 6(1 v), Héðinn Gilsson
3, Árni Friðleifsson 3(1 v), Ólafur Kristjáns-
son 2, Halldór Ingólfsson 1, Þorsteinn
Guðjónsson 1 og Oskar Helgason.
Markahæstur Þjóðverja var
Brandes með 4 mörk.
-Ibe.
Valsmenn fengu stærstu
sneiðina af kökunni þegar borg-
arráð Reykjavíkur úthlutaði í
vikunni íþróttafélögunum sam-
tals 21,8 miljónum til fram-
kvæmda á svæðum sínum á þessu
ári. Þeir fá 3,8 miljónir til fram-
kvæmda við grasvöll sinn að
Hlíðarenda.
Þróttarar koma næstir með 3,5
miljónir til byrjunarframkvæmda
við grasvöll og endurbyggingu á
malarvelli.
ÍR er í þriðja sæti með 3,2 milj-
ónir til framkvæmda við girðing-
ar og byrjunarframkvæmdir við
grasvöll.
Ármann fær 2,5 miljónir til
endurbyggingar og stækkunar á
grasvelli.
Um helgina
Júdó
Sveitakeppni JSÍ fer fram í dag
í íþróttahúsi Kennaraháskólans
og hefst kl. 14 með keppni í
drengjaflokki. Þar er keppt í 5
þyngdarflokkum. Keppni í karla-
flokki hefst kl. 15 og þar eru hinir
7 hefðbundnu þyngdarflokkar.
Fimm sveitir mæta til leiks í
karlaflokki, þar á meðal gesta-
sveit skipuð erlendum keppend-
um með landsliðsþjálfarann f
Reino Fagerlund í fararbroddi.
Fimleikar
Unglingamót í fimleikum verð-
ur háð í Laugardalshöllinni í dag
og hefst kl. 14. Keppni er tví-
skipt, keppt er í 4. þrepi íslenska
fimleikastigans kl. 14 en kl. 16.30
hefst keppni í 3. og 2. þrepi.
Skíði
Ólafsfjörður er aðal vettvang-
ur skíðamanna um þessa helgi.
Þar er keppt í norrænum grein-
um, 30 km göngu, 3x7,5 km boð-
göngu og stökki í flokki fullorð-
inna og einnig er keppt í ung-
lingaflokki. A Akureyri keppa
hinsvegar unglingar 13-14 ára í
alpagreinum.
Sund
Unglingasundmót KR og Spe-
edo fer fram í dag og á morgun.
Keppni hefst kl. 10 báða dagana.
Keppt er alls í 49 greinum og veitt
einstaklingsverðlaun og stiga-
hæsta félag fær farandbikar Spee-
do.
Handbolti
1. deild kvenna:
14.2. IBV-Valur..........14.45
15.2. KR-Fram............20.00
15.2. Víkingur-Stjarnan..21.15
15.2. FH-Ármann..........20.00
Fylkir fær 2,4 miljónir til fram-
kvæmda við grasvöll.
KR fær 2,2 miljónir til að koma
upp stæðum fyrir áhorfendur,
bað- og snyrtiaðstöðu og girðing-
um.
Leiknir fær 2 miljónir til fram-
kvæmda við bað- og búnings-
klefa.
Fram fær 1,8 miljónir vegna
framkvæmda við lóð og um-
hverfi. Þetta er lokagreiðsla.
Víkingur fær 400 þúsund vegna
uppgjörs á framkvæmdum við
grasvöll á árinu 1986.
Borgarráð samþykkti óbreytta
tillögu frá fþrótta- og tómstunda-
ráði. -VS
Úrvalsdeildin
UMFN í basli
Vann KR meðfimm stigum
Njarðvíkingar lentu óvænt í
miklu basli með KR-inga í gær-
kvöldi en náðu að sigra 72-67 eftir
að hafa komist yfir í fyrsta skipti
um miðjan síðari hálfleik.
Njarðvíkingar voru all kæru-
lausir framanaf og virtust vera í
hálfgerðri tilraunastarfsemi. Þeir
bættu síðan vörnina hjá sér og við
það riðlaðist leikur KR undir lok-
in. Valur, Helgi og Jóhannes
voru í aðalhlutverkum.
KR-ingar léku skynsamlega og
af öryggi en lentu í villuvand-
ræðum þegar leið á leikinn.
Þeirra bestu menn voru Guðni,
traustur og öruggur allan tímann,
Ástþór og Guðmundur.
-SÓM/Suðurnesjum
Frjálsar
Koch keppir!
Það eru aðeins 12 dagar síðan
austur-þýska hlaupadrottningin
Marita Koch tilkynnti að hún
væri hætt keppni og væri búin að
draga sig í hlé. Skipuleggjendur
bandaríska meistaramótsins í
Kvennahandbolti
Fjögur
berjast
Þegar tæplega tveimur þriðju-
lilutum af keppni í 2. deild kvenna er
lokið er ljóst að fjögur félög, Haukar,
ÍBK, Afturelding og Þróttur, berjast
um sætin tvö f t. deild. Staðan í 2.
deild er þessi, þó gæti vantað 2-3 síð-
ustu leiki inní og gott væri að heyra í
fulltrúum viðkomandi félaga um þau:
Haukar...... 9 7 0 2 195-130 14
IBK........ 9 6 0 3 159-138 12
Þróttur.... 8 5 0 3 138-132 10
Afturelding. 8 4 0 4 162-162 8
HK........ 10 2 0 8 167-220 4
Breiöablik. 8 2 0 6 127-166 4
-VS
HMINorrœnar
frjálsum íþróttum innanhúss
ráku því upp stór augu nú í vik-
unni þegar þeim barst listi yfir
keppendur frá Austur-
Þýskalandi - því nafn Maritu var
skráð þar skýrum stöfum. Marita
Koch er þrefaldur Evrópumeist-
ari, á heimsmetin í 200 og 400 m
hlaupum kvenna og varð Ólymp-
íumeistari í 400 metrunum árið
1980.
-VS/Reuter
Njarðvik 13. febrúar
UMFN-KR 72-67 (35-40)
7-15, 17-25, 23-29, 29-35, 35-40 -
40-44,45-49,57-55,62-61,66-65,70-
65, 72-67.
Stig UMFN: Valur Ingimundarson
22, Jóhannes Kristbjörnsson 14, Helgi
Rafnsson 10, Kristinn Einarsson 8,
Isak Tómasson 6, Teitur Örlygsson 6,
Hreiðar Hreiðarsson 4, Árni Lárusson
2.
Stig KR: Guðni Guðnason 24, Ást-
þórlngason 16, GuðmundurJóhanns-
son 14, Þorsteinn Gunnarsson 8,
Ólafur Guðmundsson 5.
Dómarar: Bergur Steingrímsson og
Jóhann Dagur Björnsson - góðir.
Maður leiksins: Guðni Guðnason,
KR.
Norskt gull
Anne Jahren frá Noregi sigraði
í 10 km göngu kvenna á
heimsmeistaramótinu í norræn-
um greinum í Oberstdorf í gær.
Marjo Matikainen frá Finnlandi
varð önnur og Brit Pettersen frá
Noregi þriðja þannig að öll verð-
laun á mótinu til þessa hafa fallið
Norðurlandaþjóðum í skaut.
-VS/Reuter
Laugardagur 14. febrúar 1987
Unglingalandsliðið sem nú er f B-keppninni.
Badminton
Unglingar í Frakklandi
Unglingaiandslið íslands tekur um helgina þátt í fyrstu B-
keppni unglinga undir 16 ára sem haldin er í Strasbourg í
Frakklandi. Þetta eru yngstu keppendur sem BSÍ hefur sent til
keppni erlendis.
Island er í riðli með Austurríki og Sviss en alls taka 12 þjóðir
þátt í mótinu og leika í fjórum riðlum.
íslensku keppendurnir eru frá Akranesi, Borgarnesi og TBR
og eru Jón Zimsen, Óli Björn Zimsen, Birgir Örn Birgisson,
Skúli Þórðarson, Birna Petersen og Ásdís Dan Þórisdóttir.
Körfubolti
Enn eitt
Blikatap
Breiðablik tapaði sínum sjötta leik í
röð í 1. deild í karla í gærkvöldi þegar
Grindvikingar komu í heimsókn í Dig-
ranesið. Suðurnesjamenn unnu ör-
uggan sigur, 95-72. Á Sauðárkróki
vann Þór hinsvegar sinn sjötta leik í
deildinni í röð, 72-62 gegn Tindastóli.
Staðan er þessi:
IR........... 17 15 2 1584-1158 30
Þór.......... 16 13 3 1323-1182 26
Grindavík.... 14 9 5 1128-992 18
Breiðablik... 17 4 13 1040-1349 8
Tindastóll... 15 4 11 1079-1280 8
IS........... 15 2 13 900-1093 4
-vs
Handbolti
Föstudagur
þrettándi!
Föstudagur og þrettándi sögðu
Skagamenn eftir stóran skell á heima-
velli, 13-23, gegn Fylki í 1. deild karla
í gærkvöldi. Þriðji sigur Fylkis ■ röð.
ÍR vann Reyni 33-23 í Sandgerði.
IR......... 13 10 2 1 326-247 22
Afturelding.. 12 7 2 3 286-246 16
Þór A....... 12 7 2 3 265-254 16
ÍBV......... 12 7 0 5 276-252 14
IBK......... 12 5 2 5 259-246 12
ReynirS...... 13 4 4 5 300-339 12
HK........... 13 6 0 7 326-283 12
Fylkir....... 13 4 1 8 257-291 9
Grótta....... 12 4 1 7 262-303 9
(A........... 12 1 0 11 234-330 2
-vs
Kvennakarfa
Loks sigur
Grindavík vann f gærkvöldi sinn
fyrsta leik í kvennadeildinni í körfu-
knattleik - sigraði UMFN 33-32 í
Njarðvík. Staðan var 24-13, Grinda-
vík í hag, í hálfleik.
-SÓM/Suðurnesjum
England
Blikur
alofti
Evcrton á góða möguleika á að
auka forystu sína í 1. deild ensku
knattspyrnunnar í dag. Liðið sækir
Oxford heim á meðan Arsenal á erfið-
ari útileik, gegn Sheffield Wednesday.
Arsenal á f vandræðum því Viv
Anderson og David Rocastle eru í
leikbanni en á móti kemur að marka-
kóngur Sheff.Wed., Lee Chapman, er
fjarverandi af sömu ástæðu.
Hjá Everton eru líka blikur á lofti
því Graeme Sharp og Paul Power eru
meiddir. Þá mun Les Phillips leika
með Oxford á ný eftir 5 leikja bann en
það var einmitt hann sem tryggði Ox-
ford afdrifaríkan sigur á Everton í
fyrra - sem varð til þess að Everton
missti af meistaratitlinum.
Chelsea verður án þriggja lykil-
manna í Coventry í dag, David Spee-
die, Nigel Spackman og Mike Hazard
eru allir meiddir. Skotinn sterki Ne-
ale Cooper verður ekki með Aston
Villa í Luton en Paul EUiott, fyrrum
leikmaður Luton, tekur stöðu hans.
-VS/Reuter
Blak
Kínverjinn
velur tíu
Kínverjinn Jia Chang-Wen,
sem nýverið var ráðinn landsliðs-
þjálfari karla í blaki, hefur yalið
sitt fyrsta landslið til æfinga. í því
eru eftirtaldir 10 leikmenn:
Bjarni Þórhallsson, Víkingi
Einar Hilmarsson, Þrótti
Friðjón Bjarnason, (S
Kristján Már Unnarsson, Fram
Leifur Harðarson, Þrótti
Ólafur Árni Traustason, Fram
Sigurður Þráinsson, (S
Stefán Jóhannesson, Víkingi
Sveinn Hreinsson, Þrótti
Þröstur Friðfinnsson, Vikingi -VS
ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 15