Þjóðviljinn - 24.02.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.02.1987, Blaðsíða 1
Bjami Guðmundsson svíf- ur innúr horninu og skorar gegn Júgóslövum I gær- Handbolti Atli á heimleið „Ég leik með Fram í 1. deildinni næsta vetur, svo framariega sem liðið fær góðan þjálfara og meiri liðsstyrk,“ sagði Atli Hiimarsson, landsliðsmaður i handknattleik, i samtali við Þjóðviljann í gær. Atli hefur ákveðið að hætta hjá Bayer Leverkusen í Vestur- Þýskalandi í vor og flytja heim á ný. Hann lék með Fram áður en hann fór fyrst utan og verður sínu gamla félagi góður styrkur. Bjarni Guðmundsson Gullmerki ÍSÍ Bjarni Guðmundsson náði í gærkvöldi þeim einstæða áfanga að verða fyrstur íslenskra handknattleiksmanna, og reyndar íþrótta- manna, til að leika 200 landsleiki fyrir íslands hönd. Bjarni var heiðraður sérstaklega fyrir leikinn og Sveinn Björnsson forseti ÍSÍ sæmdi hann æðsta heiðursmerki íþróttahreyfingarinnar, gullmerki ÍSÍ. „Það eiga allir leikmenn að setja sér svona takmark og það á að gera vel við þá sem ná 100 og 200 leikja áföngum. Annars hef ég ekki einblínt sérstaklega á þetta markmið, leikirnir hafa bara safnast sam- an. En ég ætti að ná 230-240 leikjum áður en ég hætti eftir Ólympíu- leikana og hinir strákarnir skulu sko fá að hafa fyrir því að ná mér!“ sagði Bjarni í samtali við Þjóðviljann eftir leikinn í gærkvöldi. -VS Sjá allt um landsleikinn á bls. 19 Körfubikar ÍR-ingar felldu Hauka Fjórtán stiga sigur ÍR-ingar, sem leika í 1. deild, slógu úrvalsdeildarlið Hauka útúr bikarkeppninni í gærkvöldi með því að sigra þá sannfærandi, 97-83, í Seljaskólanum. Haukar höfðu unnið fyrri leikinn í 8-liða úrslitunum 84-79. Guðmundur Steinsson Staðan var 45-44, IR í hag, í hléi en liðið náði undirtökunum í Samdi til vorsins Fer til Kickers Offenbach síðar í þessari viku Guðmundur Steinsson fyrirliði Islandsmeistara Fram gekk í gær- kvöldi frá samningi við vestur- þýska félagið Kickers Offenbach. Hann heldur utan nú í vikunni og leikur með liðinu til vorsins, a.m.k. til að byrja með. Kickers Offenbach er eitt af þekktari félögum í Vestur- Þýskalandi og lék síðast í Bund- esligunni árið 1984. Þá féll það hratt, niður í Oberliguna, eða 3. deild, á tveimur árum. í fyrra vann Offenbach sinn riðil þar með yfirburðum en missti af sæti í 2. deild á einu stigi í úrslitakeppn- inni. Liðið er nú á ný efst í sínum riðli, hefur tveggja stiga forystu og tvo leiki í forskot. Auðkýfíng- ur er nýtekinn við sem forseti fé- lagsins og leggur allt í sölurnar til að koma því til metorða. „Aðstæður hjá félaginu eru all- ar mjög góðar, enda hefur það lengst af verið í fremstu röð. Það er með góðan mannskap, og í framlínunni leikur hinn gamal- kunni landsliðsmaður Dieter Miiller. Þetta er spennandi verk- efni sem verður gaman að takast á við,“ sagði Guðmundur í sam- tali við Þjóðviljann í gærkvöldi. Samningurinn er til vorsins en ef báðum aðilum líkar vel verður hann framlengdur. „Annars er útilokað að segja til um slíkt á þessari stundu, það er svo margt sem á eftir að spila inní það,“ sagði Guðmundur. Fram hefur þar með misst báða miðherja sína, Guðmundana tvo sem gerðu 29 af 39 mörkum Fram í 1. deild sl. sumar. Guðmundur Steinsson hefur skorað 10 mörk í 1. deild þrjú ár í röð sem er fágætt í íslenskri knattspyrnu og hann hefur jafnan verið markheppinn í landsleikjum. Guðmundur hefur áður reynt sig erlendis, með Öst- er í Svíþjóð 1982-83. Það gekk ekki að óskum en hann er síðan reynslunni ríkari og hefur sýnt það í Evrópu- og landsleikjum að hann getur spjarað sig þar sem á reynir. seinni hálfleik og vann verð- skuldað. Jóhannes Sveinsson skoraði 24 stiga ÍR og Karl Guð- laugsson 21. Pálmar Sigurðsson skoraði 27 stig fyrir Hauka og Ólafur Rafnsson 12. Tveir leikir eru í 8-liða úrslit- unum í kvöld, ÍBK-UMFN í Keflavík og Valur-KR í Selja- skóla. -Ibe/VS England Arsenal heppið! Enn leikur lánið við Arsenal í ensku bikarkeppninni i knatt- spyrnu. Þegar dregið var til 8-liða úrslitanna í gær fékk Arsenal enn einn heimaleikinn, nú við sigur- vegarann úr leik Watford og Wal- sall. Tottenham fékk erfiðara verk- efni, gegn Wimbledon á litla Plough Lane vellinum í London þar sem Everton féll útúr keppn- inni í fyrradag. Lið utan 1. deildar mun eiga fulltrúa í undanúrslitunum því 3. deildarlið Wigan fékk heimaleik við 2. deildarlið Leeds. Sigurveg- arinn úr leik West Ham og Sheff. Wed. fær Coventry í heimsókn. Leikirnir fara fram laugardaginn 14. mars, nema Wimbledon- Tottenham daginn eftir. Veðbankarnir ensku hafa sett Arsenal í efsta sæti eftir dráttinn í gær með líkurnar2:l. Tottenham er í öðru sæti með 11:4. -VS/Reuter Umsjón: Víðir Sigurðsson J i Þriðjudagur 24. febrúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 -VS Vestur-Þýskaland Lyfjaneysla og vændískonur! Tony Schumacher bersögull í bók sem Spiegel opinberaði í gær Vestur-þýskir knattspyrnu- menn á lyfjum! Landsliðsmönn- unum útvegaðar vændiskonur milli ieikja í Mexíkó! Franz Beck- enbauer misheppnaður landsiiðs- einvaldur! Bók sem vestur-þýski landsliðsmarkvörðurinn Toni Schumacher hefur skrifað og kemur út í næsta mánuði á eftir að hleypa öllu í bál og brand ef að líkum lætur og köflum úr henni var rækilega slegið upp í blaðinu Spiegel í gær. Schumacher segist sjálfur hafa reynt örvandi pillur á æfingatíma- bili árið 1984 en hætt því strax þar sem hann óttaðist að þær hefðu slæm langtímaáhrif á líkamann. Hann fullyrðir að lyfjaneysla sé almenn meðal vestur-þýskra knattspyrnumanna og segir að einn landsliðsmanna Bayern Munchen gangi undir nafninu „gangandi lyfjabúð“. Þá segir hann að haustið 1984 hafi nokkrir félagar sínir í Kölnarliðinu tekið inn hóstamixtúru með hinu ör- vandi efni ephedrine fyrir leik, og þeir hafi hlaupið og barist af of- urmannlegum krafti en ákveðið að gera þetta ekki aftur því þeir voru marga daga að jafna sig. Schumacher segir ennfremur að þegar hann var yngri hafi hann oft keyrt reyndari félaga sína til lækna sem gáfu þeim „bolann", eða anabolic steroids, amfetamín og önnur örvandi efni. Hvað vændiskonumar varðar segir Schumacher að hann geti sleppt kynlífi í nokkrar vikur þeg- ar mikilvæg mót standa yfir en sjálfsagt sé að útvega þeim sem ekki geti það vændiskonur sem hafi verið áður sendar í nákvæma læknisrannsókn. -VS/Reuter

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.