Þjóðviljinn - 14.03.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI
Hver ábyrgist góðærið?
Um þessar mundir eru veltiár. Þjóöarbúskap-
urinn gengur vel og flestar ytri aðstæður eru
mjög hagstæðar. Það er góðæri.
Sú ríkisstjórn sem nú hefur verið við völd í
nær fjögur ár vill þakka sér þetta góðæri. Látum
það vera.
Það er staðreynd, að aflaverðmæti hefur
aldrei verið meira og hefur aukist um rúm 40% á
fjórum árum. Olía hefur hrunið í verði, fiskverð
hefur hækkað og viðskiptakjör eru í hámarki.
Allt þetta vill ríkisstjórnin þakka sér.
En Ragnar Arnalds formaður þingflokks Al-
þýðubandalagsins og fyrrverandi fjármálaráð-
herra benti líka á aðrar staðreyndir í ræðu sinni í
eldhúsdagsumræðunum á fimmtudagskvöldið.
„Óheft markaðshyggja veður hér hömlulaust
yfir á flestum sviðum og veldur vaxandi misrétti
þegnanna. Á fínu máli er þessi stefna kölluð
frjálshyggja. Hún miðar að því að gefa fjár-
magninu sem frjálsastar hendur. Um frelsi
þeirra sem minnsta fjármuni eiga er minna
spurt.
Þess vegna eru lífskjörin lakari en áður.
Þess vegna hafa vextir hækkað.
Þess vegna hækkuðu lánin í hlutfalli við vísi-
tölu meðan launin voru fryst.
Hagsmunir fjármagnseigenda ganga fyrir
öllu öðru.
Við sjáum það í skattamálum.
Við sjáum það í fleiri gjaldþrotum og
nauðungaruppboðum en nokkru sinni fyrr á
skömmum tíma.
Við sjáum það í menntamálum, bankamál-
um, byggðamálum.
Byggðastefna er eitur í beinum svonefndra
frjálshyggjumanna. Og það er ósköp skiljan-
legt. Byggðastefna er hugsuð út frá hagsmun-
um fólks en ekki fjármagns. Hún gengur þvert á
eðli óheftrar markaðshyggju, sem óspart ýtir
undir fólksflutninga inn á fjársterkustu svæði
landsins.
Undir forystu frjálshyggjumanna er bruðlað
með fé almennings og stóreignamönnum veitt
mikil skattfríðindi með þeim afleiðingum að rík-
issjóður er rekinn með gífurlegum halla. Þeir
vilja hafa það þannig. Þá finnst þeim auðveld-
ara að réttlæta, að framlög til velferðarmála og
sveitarfélaga séu skorin niður við trog.
Eða sjáið þið hvað kom út úr Hafskipsmálinu
og fjárþrotum Útvegsbankans.
I stað þess að stokka upp bankakerfið og
gera það einfaldara og ódýrara var ákveðið að
gefa einkafjármagninu bankann. Og meðgjöfin
er eitt þúsund milljónir króna úr sjóðum ríkisins,
eitt þúsund milljónir úr vasa ykkar sem greiðið
skattana.
Það er 20 þúsund króna gjöf frá hverju fimm
manna heimili í landinu.
Þetta eru mennirnir sem tala um það í alvöru
að selja ríkisútvarpið til einkaaðila, barnaheimil-
in, jafnvel áfengisverslunina og leyfa innflutning
á búvörum til höfuðs íslenskum landbúnaði."
Allt þetta getum við þakkað ríkisstjórninni. Og
miklu fleira. Stóriðjudraumar ríkisstjórnarinnar
hafa staðið í vegi fyrir nauðsynlegri þróun í ís-
lensku atvinnulífi.
Það er nauðsynlegt að leggja áherslu á upp-
byggingu smærri fyrirtækja og hjálpa þeim yfir
byrjunarörðugleika til þess að þeim vaxi síðan
fiskur um hrygg og þau geti tekið þátt í sam-
eiginlegum útgjöldum landsmanna með eðli-
legum hætti.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í skattamálum eru
hálfkák eitt. Launþegar eiga nú að staðgreiða
skatta sína, en ekki er hróflað við þeim reglum
sem gilda um frádráttarliði fyrirtækja.
Nú hefur verið ákveðið að þegja um virðis-
aukaskattinn fram yfir kosningar, en þá verður
hann dreginn fram í dagsljósið. Virðisauka-
skattinum mun að sjálfsögðu fylgja margföld
skriffinnska, en það er aukaatriði. Aðalatriðið er
að hann mun leggjast af fullum þunga á hvers
konar matvæli og sömuleiðis á alla menningar-
starfsemi, sem nú er undanþegin söluskatti.
Nú er ný hægri-stjórn í undirbúningi.
Til að þola slíka stjórn þarf meira góðæri, en
við höfum nokkru sinni kynnst.
Ætlar Þorsteinn Pálsson að ábyrgjast slíkt
góðæri?
- Þráinn
Ljósmynd Sigurður Mar.
LJOSOPIÐ
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur
Skarphóðinsson.
Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín
Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason,
SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vilborg Davíðsdóttir,
Víðir Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri).
Handrlta- og prófarkalestur: Elías Mar.
Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður MarHalldórsson.
Útlltstelknarar: Sævar Guðbjömsson, Garðar Sigvaldason.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrlf8tofustjórl: Jóhannes Harðarson.
Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson.
Auðlýslngastjórl: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir.
Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: ólöf Húnflörð.
Bíi8tjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Hörður Oddfríðarson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafurBjörnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, rltstjórn:
Síöumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaöaprent hf.
Verð í lausasölu: 50 kr.
Helgarblöð:55 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 500 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. mars 1987