Þjóðviljinn - 14.03.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.03.1987, Blaðsíða 7
Umsjón: Ólafur Gíslason Sænskaskáldkonan Kerstin Ek- man mun lesa upp úr verkum sín- um á sænskri bók- menntakynningu (Norræna hús- inuídag kl. 17. Húnertaliníröð fremstu rithöfunda í Svíþjóð og hefur átt sæti í sænsku Akademí- unni frá 1978. Hún hóf rithöfund- arferil sinn sem höfundur hefð- bundinna sakamálasagna I kring um 1960, en þekktust er hún fyrir fjórar samstæðar skáldsögur sem komu út á árunum 1974-83 og mynda breiða samfélagslýs- ingu, þarsem lesandinn færað fylgjast með því hvernig sam- göngubylting járnbrautanna fæð- ir af sér nýtt þéttbýli - nánar til- tekið fæðingarbæ Kerstinar, Katrineholm í Södermanland vesturaf Stokkhólmi. Fyrsta skáldsagan í þessum flokki, „Háxringarna“ frá 1974, segir sögu vinnukonunnar Söru Sa- bínu Lans og afkomenda hennar á árunum 1870 til aldamóta. Næstasagan, „Springkállan", sem kom út 1976, gerist upp úr fyrri heimsstyrjöldinni á tímum þegarþessi litli járnbrautarbær var í hröðum vexti. Aðalpersónan í þeirri sögu erTora, dótturdóttir Söru Sabínu, sem erfátækekkja sem sér fyrir börnum sínum með kökubakstri og veitingasölu. Nágrannakona hennar heitir Fríða, og býr við svipaðar að- stæður, og það eru síðan börn og barnabörn þessara kvenna, sem síðustu 2 sögurnar í þessum sagnabálki fjalla um, en þær eru „Ánglahuset" frá 1979 og „En stad av ljus“ frá 1983. Sögur þessareru lýsing á atvinnuleysi og eymd kreppuáranna, styrjald- arárunum og velferðarþjóðfélagi eftirstríðsáranna. Sænski gagnrýnandinn Lars. Grahn segir í tímaritsgrein um Katrineholm-sögurnar, að með þeim hafi höfundurinn „dregið sögu síðustu 100 ára niður á jörð- ina með því að segja frá fólkinu - ekki síst konunum - á öðru og lægra plani en þeim frásagnar- máta, þar sem „þróunarferlin" og „tímabilin" verða að sjálfgefnum en um leið afar óhlutbundnum hugtökum". Grahn segir jafn- framt að þótt Kerstin Ekman hafi í sögum þessum verið orðuð bæði við sósíalrealisma og hinar nýju kvennabókmenntir, þá yfirstígi frásagnarmáti hennar bæði þessi hugtök, því þótt sögurnar séu að mestu sagðar út frá sjónarhólum kvenna, þá hafi þær almennt mannlega skírskotun, og þótt hér sé um breiða þjóðfélagslýsingu að ræða, þar sem samstaða höf- undar með hinu einfalda vinn- andi fólki komi fram, þá sé það ekki síst næm tilfinning höfundar fyrir kómedíunni í lífinu sem gefi sögunum líf og með henni geti höfundurinn bæði afhjúpað siði samfélagsins og gefið tilvísanir til annarra mögulegra lifnaðar- hátta. Síðasta skáldsaga Kerstinar Ekman heitir „Hunden" og kom út 1986. Saga þessi þykir einstök, ekki síst fyrir j)á söíc að í henni er heiminum lýst út frá sjónarhóli hunds. Tæplega þriggja mánaða gamall hvolpur villist frá hús- bændum sínum á elgsveiðum úti í skógi. Sagan lýsir baráttu hans fyrir tilveru sinni úti í óbyggðum, þar sem maðurinn kemur ekki við sögu nema í framhjáhlaupi. Sagan er að sögn gagnrýnenda margræð og auðug náttúrulýsing auk þess sem um trúverðuga frá- sögn sé að ræða að því marki sem lesendanum er kleift að sjá sjálf- an sig í gervi hundsins og upplifa baráttu hans fyrir réttinum til lífs- ins. Sagan hefur hlotið vinsældir meðal barna jafnt sem fullorð- inna, og henni lýkur eins og öllum góðum sögum með óræðri spurningu: hvað er það sem þessi flækingshundur hlustar á og bíð- ur eftir? Hvaðan kemur þessi friðlausa eftirvænting, sem býr innra með okkur og vekur með okkur löngun til að halda áfram, líka við það að búa til sögur? ólg. Enn Zukofsky Schönberg-tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur í Áskirkju í fyrrakvöld Kammersveit Reykjavíkur efndi til Schönbergtónleika undir forustu Paul Zukofskys, í Áskirkju s.l. fimmtudagskvöld. Þar voru flutt tvö stórverk eftir meistarann, verk sem á sínum tíma boðuðu ný viðhorf til fortíð- ar og framtíðar og þóttu, og þykja jafnvel enn, tyrfin og óað- gengileg: Blásarakvintett op. 26 og Serenade op. 24. Þessi verk eru þess eðlis, að þau verða seint almenningseign. Þau krefjast ekki aðeins yfirburða getu flyt- jenda, heldur heimta þau áheyrendur sem eru upplýstir og einlægir, gæddir barnslegri ævint- ýraþrá og þroskaðri þekkingu. Hvorttveggja var til staðar að þessu sinni. Það er ævintýri líkast að heyra verk eftir Schönberg flutt á þenn- an hátt. Kvintettinn hefur maður heyrt nokkrum sinnum á tón- leikum erlendis, og hér eru til tvær plötur með honum. Hann hefur alltaf hljómað einkennilega stífur og akademískur í mínum eyrum, þartil nú. Blásarakvintett Reykjavíkur lék hann af sannri músíkalskri innlifun og þó þeir félagar (Bernhard Wilkinson, Daði Kolbeinsson, Einar Jó- hannsson, Ognibene og Haf- steinn Guðmundsson) eigi nokk- uð í land að leika hann jafn frjálst og eldri og einfaldari músík, þá stafaði hlýju öryggi af þessum flutningi, um leið og hvert augna- blik var hlaðið rafmagnaðri spennu. Ekki er ljóst hve mikinn þátt Zukofsky átti í leik kvintettsins. Hann hefur eflaust látið þessa fi'nu músíkanta ráða sér mest sjálfa, en komið með góðar ábendingar þar sem nauðsyn krafði. En stjórn hans og mótun á ser- enöðunni var ótrúlega falleg. LEIFUR ÞÓRARINSSON Þetta verk, sem er samið fyrir sérkennilega blöndu af hljóðfær- um, klarinett, bassaklarinett, mandólín, gítar, fiðlu, víólu og selló, og söngrödd í einum hinna sjö þátta, er furðulegt sambland að Mozart og Schrammel í tilfinn- ingunni. Semsé ekta Vínarmúsík þrátt fyrir yfirmáta intelektúal vinnubrögð, með tónsmíðagöldrum og þrautum. Zukofsky tókst að ná fram innsta eðli þessarar listar, sem er ljúfsár endurómur af eilífum 3/4 hjart- slætti, þrátt fyrir flóknar rythm- ískar kúvendingar, og útkoman var átakanleg og uppörvandi músíkreynsla. Flytjendur í Serenade op 24 voru hver öðrum betri: Einar Jó- hannsson, Sigurður I. Snorrason, Martin Smith, Þórarinn Sigur- bergsson, Rut Ingólfsdóttir, Guðmundur Kristmundsson, Arnþór Jónsson, og tónskáldið og söngvarinn John Speight fór með bassahlutverkið í þættinum sem saminn er við sonnettu Petr- arca (nr. 217), af mikilli express- ívri snilld. Fyrir nokkrum árum hefði þótt saga til næsta bæjar, að svona tónleikar fengu fullt hús (uþb. 300 manns) stórhrifinna áheyrenda. En sannleikurinn er sá, að eftir því sem gæði tónleika hafa vaxið, hefur áheyrendahóp- urinn vaxið og þroskast og nú er svo komið að fáar stórborgir geta státað af jafn áhugasömu públik- um alvörutónlistar og Reykjavík. Margir hafa lagt gjörva hönd á plóginn í þessari þróun, en fáir eða enginn sem Paul Zukofsky. Ár eftir ár hefur hann staðið hér fyrir stórviðburðum í tónlistarlíf- inu: Zukofsky námskeiðin, Sin- fóníuhijómsveit æskunnar, Kam- mersveitartónleikar omfl., og við höfum þegið, næstum þegjandi og hljóðalaust. Hvernig væri nú að sýna, ekki aðeins skyldugt þakklæti, heldur sannan framfar- avilja og músíkalskt innræti, með því að gefa þessum snillingi al- mennileg skilyrði til kraftaverka? Menn verða að gera sér grein fyrir að þessi ótrúlegu menning- arafrek hafa verið unnin á fjár- hagslegri heljarþröm og í raun- inni í litlum tengslum við opin- bera músíkpólitík. Hvernig væri t.d. að Sinfóníuhljómsveitin fengi þennan mann til liðs við sig, að auka alin eða tveim við list- ræna getu sína? Og hvernig væri að ríkið gerði ræktunaráætlun fyrir kammermúsík og fengi Zuk- ofsky til bústjórnar? Ég er ekki að halda fram að hann sé á lausu, en það má reyna. LÞ Laugardagur ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.