Þjóðviljinn - 21.03.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.03.1987, Blaðsíða 6
UTBOÐ FORVAL Sæti í áhorfendasali í Borgarleikhúsi Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar óskar eftir upplýsingum um þá aðila sem gætu smíðað og/ eða selt vönduð áhorfendasæti í sali Borgarleik- hússins. Um er að ræða allt að 550 sæti í aðalsal og 170 til 270 sæti í minni sal. Afhendingu og uppsetningu sætanna skal lokið eigi síðar en 1. júní 1989. Viðkomandi aðilar skili inn nöfnum sínum ásamt upplýsingum um vöru sínatil Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar fyrir kl. 12.00 föstudaginn 3. apríl n.k. INNKAUPASTOFNUN REVKJAVIKURBORGAR f-j'kirK' ; 'f’q; > Sinn 25800 Vináttufélag_______VLK íslands og Kúbu Vinnuferð 17. norræna vinnuferðin til Kúbu, BRIGADA NORDICA verður farin í sumar. Lagt af stað í lok júní, dvalist á Kúbu í mánuð. Unnið, ferðast um landið og fræðst um bylting- una. Nánari upplýsingar hjá VÍK, pósthólf 318 121 Rvík. Umsóknir sendist þangað fyrir 10. apríl. Stjórn VÍK SfS IAUSAR STÖÐUR HJÁ l|l REYKJAVIKURBORG Halló þú! Langar þig til að vinna með unglingum? Við í Útideild erum að leita að starfsfólki til að vinna með og fyrir unglinga í Reykjavík. Vinnu- tíminn er á daginn og kvöldin virka daga. Umsækjendur þurfa að hafa menntun á uppeldis- og félagssviði og/eða starfsreynslu með unglingum. Við gefum nánari upplýsingar í síma 20365 milli kl. 13.00-16.00. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9,5. hæð, fyrir mánudaginn 6. apríl n.k. á sérstökum umsóknar- eyðublöðum sem þar fást. fLAUSAR STÖÐURHJÁ REYKJAVÍKURBORG Starfsfólk vantar í hlutastörf í eldhús Seljahlíðar. Upplýsingar gefur forstöðumaður mötuneytis í síma 73633. Umsóknum ber að skila til Starfs- mannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð fyrir 30 mars n.k. á sérstökum eyðu- blöðum sem þar fást. f ..........—.....—...........— Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tiiboðum í Vegskála á Hvanngjá ytrl í Óshlfð. Helstu magntölur: Malar- og grjótfylling 800 m3 Mótafletir 1300 m2 Steypustyrktarjárn 41 tonn Steypa 460 m3 Verkinu skal að fullu lokið 1. september 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins, Borg- artúni 5,105 Reykjavík og Dagverðardal, 400 Isafjörð- ur frá og með mánudeginum 23. mars 1987. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00 hinn 13. apríl 1987. Vegamálastjóri AFMÆLI Valgeir Sigurðsson frá Vopnafirði Mér er tjáð, að vinur minn Valgeir Sigurðsson sé sextugur á mánudaginn kemur. Sennilega er það satt, því alla vega mun það mörgum ljóst, að kappinn hefur sporlaust horfíð frá „ilmandi og andríkum“ þing- skjölum, sem hann annast af kostgæfni og nostursemi og mun nú gista „óðal“ sitt austur í Rang- árþingi, að því er fregnir herma. Ég skulda Valgeiri kveðju á þessum merku tímamótum í ævi hans, þó ekki væri nema til þess að þakka marga góða stund, þar . sem hann hefur auðgað anda minn með glitrandi skemmti- legum skáldskap, sem hann af hógværð sinni kallar ýmist leirburð eða hnoð. Það er annars alvara málsins,, að svo ágætlega ritfær maður sem i Valgeir er, vandfýsinn um alla fróðleiksöflun, fagurkeri á bók- menntasviði og listfengur hag- yrðingur skuli vera við jafn and- lausa iðju nú og raun ber vitni og hafandi áður verið blaðamaður j við það óskaplega andlitla blað, Tímann, þar sem honum var uppálagt að mestu, hvað skrifa | skyldi, þó hann bryti boðorðin blessunarlega, og út úr því komu ágæt viðtöl, sem veittu innsýn í \ starf og stefnumið marga ágætra manna, m.a.s. framsóknar- manna. Bókarkorn hans sanna það mæta vel og hefðum við gjarnan mátt fá meira að lesa. Ágæt útvarpsviðtöl hans hafa sannað hvoru tveggja, valin tök á viðfangsefni og glögg vitneskja um það, sem máli skiptir. Raunar segist hann sjálfur alltaf jafn feiminn með errið sitt og þegar tilllagan um setuna var sam- þykkt, þá kvað hann í starfs- mannaveizlu þingsins: En mín hugmynd er hreint ekkert verri, ég vil hætta að skrifa með erri. Ekkert hik eða sút bara henda því út og sjá þá hvað verður úr Sverri. Og auðvitað hló forseti neðri deildar Sverrir Hermannsson hæst að öllu. En án alls gamans þá veit ég, að ég mæli fyrir munn margra, þegar ég óska þess heilum hug að Val- geir njóti sem fyrst næðis til skrifta og megi þannig auðga anda okkar, sem vænta sér þar góðs af. Valgeir er Vopnfirðingur í húð og hár og ást hans til æskustöðva er hrein og fölskvalaus. Þaðan kann hann ógrynni ágætra sagna og víst er um það, að vel væri það ráðið af Vopnfírðingum að fá hann til að festa þann fróðleik, svo og margt úr sögu byggðar og búenda, á bók. Valgeir má víst ekki við öllu meira lofi, því ekkert mun hann óttast meira en oflof og nú heldur hann máske, að ég hafí skrifað þetta af köldu kæruleysi um staðreyndir mála. En þó ég kunni vel gamansömu ívafi í afmæliskveðju til Valgeirs vinar míns, þá veit ég líka, að hann veit að ég fer ekki með neitt fleipur, allra sízt á prenti. Þessi prúði og ötuli þegn þings- ins er einn þeirra fyrstu, sem ég STADAR NKM! Oll hjól eiga aó stoóvast algerlega áður en að stöðvunarlinu er komið. mun sakna frá þeim vettvangi, þar sem hann mun áfram puða og pæla í þingskjölum af natni sinni og rómaðri samvizkusemi. Heill fylgi þér vinur á vorsins braut og gerðu nú sem fyrst al- vöru úr einhverjum af draumum þínum um að festa á blað fom minni, fersk viðtöl eða hvaðeina sem yfir andann dettur. Gangi þér svo ætíð gæfan í vil. Þinn vinur Helgi Seljan f i| IAUSAR STÖÐUR HJÁ W REYKJAVIKURBORG Heilsuverndarstöð Reykjavíkur óskar að ráða eftirtalið starfsfólk: Sjúkraþjálfara ný starfsemi. Vinnutími eftir samkomulagi. Deildarmeinatækni. í sumarafleysingar: Hjúkrunarfræðinga á barnadeild, húð- og kyn- sjúkdómadeild, heimahjúkrun, dag- og kvöld- vaktir. Ljósmæður á mæðradeild. Upplýsingar um ofangreind störf gefur hjúkrunar- forstjóri í síma 22400. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9,5. hæð, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 30. mars nk. á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást. Kjarvalsstofa í París Kjarvalsstofa í París er íbúð og vinnustofa, sem ætluð er til dvalar fyrir íslenzka listamenn. Reykjavíkurborg, menntamálaráðuneytið og Seðlabanki íslands lögðu fram fé til þess að koma upp slíkri starfsaðstöðu í Parísarborg með samningi við stofnun, sem nefndist Cité Internati- onale des Arts og var samningurinn gerður á árinu 1986. Kjarvalsstofa er í miðborg Parísar, skammt frá Notre Dame dómkirkjunni. Sérstök stjórnarnefnd fer með málefni Kjarvals- stofu og gerir hún tillögu um úthlutun dvalartíma þar til stjórnar Cité Internationale des Arts, er tekur endanlega ákvörðun um málið. Dvalartími er skemmstur 2 mánuðir en lengst er heimilt að veita listamanni afnot Kjarvalsstofu í 1 ár. Þótt að öðru jöfnu sé miðað við dvöl í Kjarvals- stofu, getur stjórn Kjarvalsstofu í samráði við stjórn stofnunarinnar útvegað listamönnum, er þarfnast sérstakrar aðstöðu, aðra vinnustofu í sömu byggingum, en Kjarvalsstofu er þá ráðstaf- að á meðan til annarra rétthafa. Þeir, sem dvelja í Kjarvalsstofu greiða dvalar- gjöld, er ákveðin eru af stjórn Cité Internationale des Arts og miðast við kostnað af rekstri hennar og þess búnaðar, sem þeir þarfnast. Þessi gjöld eru lægri en almenn leiga í Parísarborg. Dvalar- gestir skuldbinda sig til þess að hlíta reglum Cité Internationale des Arts varðandi afnot af hús- næði og vinnuaðstöðu og jafnframt skuldbinda þeir sig til þess að dvöl lokinni að senda stjórn Kjarvalsstofu stutta greinargerð um störf sín. Hérmeð er auglýst eftir umsóknum um afnot Kjarvalsstofu, en stjórnin mun á fundi sínum í apríl fjalla um afnot listamanna af stofunni tíma- bilið 15. júní 1987 - 31. maí 1988, ef nægar umsóknir berast. Skal stíla umsóknirtil stjórnarn- efndar Kjarvalsstofu. Tekið er á móti umsóknum til stjórnarnefndarinnar í skjalasafni borgarskrif- stofanna að Austurstræti 16, en þar liggja einnig frammi umsóknareyðublöð og afrit af þeim regl- um, sem gilda um afnot af Kjarvalsstofu. Umsóknum skal skila í síðasta lagi 21. apríl nk. Reykjavík, 18. marz 1987. Stjórnarnefnd Kjarvalsstofu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.