Þjóðviljinn - 21.03.1987, Side 15
IÞROTTIR
Blak
Sigur gegn
Luxemburg
íslenska kvennalandsliðið í
blaki sigraði Luxemburg óvænt i
landsleik liðana í Luxemburg í
gær, 3-2.
Það gekk ekki vel hjá íslend-
ingum framan af. Þær töpuðu
tveimur fyrstu hrinumum, 1-15
og 8-15. En þá tóku þær sig á og
sigruðu í næstu þremur, 15-9,15-
13 og 15-11.
Sigurborg Gunnarsdóttir átti
bestan leik Islendinga, spilaði vel
upp og var sterk í hávöminni.
-íbe
íþróttir
Um helgina
Þróttarar geta tryggt sér sigur
á íslandsmótinu í blaki með sigri
gegn Fram þegar liðin mætast í
dag. Þróttarar sigruðu í fyrri leik
liðanna. Leikurinn er í Hagaskóla
og hefst kl. 15.45. Að honum
loknum leika Yíkingur og ÍS um
3. sætið.
16. umferðin í 1. deildinni í
handbolta verður leikin um helg-
ina. Stjarnan mætir KA í Digra-
nesi í dag kl. 14 og á sama tíma
leika Haukar og Fram í Hafnar-
firði. Á morgun leikur Breiðablik
gegn KR í Digranesi, FH gegn
Víkingum í Hafnarfirði og Ár-
mann gegn Val í Laugardalshöll.
Allir leikirnir hefjst kl. 20. Þá eru
tveir leikir í 1. deild kvenna. Ár-
mann og Stjarnan leika á morgun
í Laugardalshöll kl. 19 og á sama
stað Valur og Fram kl. 21.30.
íslandsmótið í fimleikum hófst
í gær. Keppni hefst að nýju kl. 14 í
dag og úrslitin eru á morgun kl.
14.30.
Á ísafirði er keppt í alpagrein-
um karla og kvenna, á Akureyri
er keppt í alpagreinum unglinga
og í Reykjavík er Bláfjalla-
gangan.
-4be
Körfubolti
Stórleikur IHelga
- tryggði Njarðvíkingum sigur gegn KR
Helgi Rafnsson var yflrburða-
maður hjá Njarðvíkingum sem
sigruðu KR-inga í fyrri leik lið-
anna í úrslitakeppni úrvals-
deildarinnar í gær. Lokatölurnar
voru 80-73, í jöfnum leik.
Njaðvíkingar komust yfir strax
í byrjun, en KR-ingar voru ekki
langt undan. Þeir náðu að jafna
um miðjan fyrri hálfleik og lengst
af var jafnræði með liðunum. í
hálfleik var staðan 43-43.
Njarðvíkingar voru ekki mjög
sannfærandi í upphafi leiksins og
léku ekki eins og úrvalsdeildar-
meisturum sæmir. Vömin var
langt frá því að vera góð og hefðu
KR-ingar hitt betur hefði þeir átt
að vera yfir í hálfleik. Vörn KR-
inga var sterk, en sóknarleikur-
inn ekki nógu góður.
Leikurinn var jafn framan af í
síðari hálfleik en með góðum
kafla náðu Njarðvíkngar foryst-
unni og sigur þeirra var nokkuð
öruggur.
Um miðjan síðari hálfleik tóku
Njarðvíkingar upp á því að leika
maður-á-mann vöm og gekk það
mun betur en svæðisvörnin. Þá
var sóknarleikurinn einnig betri.
KR-ingum gekk illa við körfu
Njarðvíkinga. Hittni var langt frá
því að vera góð, en vörn þeirra
var nokkuð sterk.
Helgi Rafnsson var yfirburða-
maður í liði Njarðvíkur, mjög
sterkur undir körfunni og hitti
vel. Þá átti Valur Ingimundarson
góðan leik og ísak Tómasson tók
skemmtilegar rispur annað
slagið.
Garðar Guðjónsson og Guðni
Guðnason áttu bestan leik í liði
KR og Ólafur Guðmundsson átti
góða spretti.
-SÓM/Suðurnesjum
Njarðvík 20. mars
UMFN-KR 80-73 (43-43)
8-2,20-11,27-29,41 -34,43-
43, 49-51,58-58, 66-60, 70-
64, 80-73
Stig UMFN: Helgi Rarfnsson 19,
Valur Ingimundarson 17, fsak Tómas-
son 14, Jóhannes Kristbjömsson 9,
Hreiðar Hreiðarsson 8, Kristinn Ein-
arsson 7 og Teitur örlygsson 6.
Stig KR: Garðar Jóhannsson 21,
Guðni Guðnason 20, Ólafur Guð-
mundsson 12, Mattís Einarsson 11,
Guðmundur Jóhannsson 7 og Þor-
steinn Gunnarsson 2.
Dómarar: Sigurður Valgeirsson og
Kristinn Albertsson — sæmilegir.
Maður leiksins: Helgi Rafnsson,
UMFN
Evrópukeppni
Bayem gegn Real
Evrópumeistarar Dynamo
Kiev sluppu vel þegar dregið var í
undanúrslit Evrópukeppni
meistaraliða. Þeir drógust gegn
Porto, en Bayern Munchen fengu
spænsku meistarana Real Ma-
drid.
„Við fáum alltaf erfiðustu
andstæðingana," sagði þjálfari
Bayem, Udo Lattek þegar búið
var að draga. Bayern leikur fyrri
leikinn heima og var Lattek ekki
hress með það. „Við hefðum átt
betri möguleika hefðum við
leikið fyrri leikinn úti, en við
eigum þó möguleika á að komast
í úrslitaleikinn".
Ramon Mendoza, forseti Real
Madrid sagði;„Ég veit ekki hvort
ég er ánægður með þetta. En það
er gott að eiga seinni leikinn á
Bernabeu leikvanginum. Okkur
tekst alltaf að bjarga okkur þar.“
Þessi lið drógust saman:
Evrópukeppni meistaraliða:
Dynamo Kiev-Porto
Bayern Munchen-Real Madrid
Evrópukeppni bikarhafa
Real Zaragoza-Ajax
Bordeaux-Lokomotiv Leipzig
UEFA bikarinn
Gautaborg-Swarovski Tyrol
Dundee United-
Bor.Mönchengladbach
-Ibe/Reuter
Helgi Rafnsson var maðurinn á bakvið sigur Njarðvíkinga gegn KR í gær.
GETUR DUANHENNAR
Hún er alltaf laus
og býöurþér
★ Háa vexti frá fyrsta innborgunardegi
★ Vexti sem færöir eru á höfuöstól
tvisvar á ári
★ Hávaxtaauka reynist verðtryggð
kjör betri
tl|jf|§É
HAVAXTA
BÖK
ársAvöxtun
20.4%
Betri
MVINNUBANKI
—-
BANKI