Þjóðviljinn - 24.03.1987, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR
Kvennahandbolti
Fram hafði það
Góður síðari hálfleikur færði
Fram sigur gegn Val í 1. deild
kvenna, 21-19.
Valsstúlkumar vora ákveðnari
framan af og voru 1-2 mörk yfir í
fyrri hálfleik. í hálfleik var staðan
8-7, Val í vil.
í síðari hálfleik voru það Fram-
arar sem réðu ferðinni. Þær náðu
fljótlega þriggja marka forskoti,
11-8, en Valur náði að jafna 14-
14. Framstúlkumar voru þó ekki
af baki dottnar og náðu þriggja
marka forskoti að nýju, 18-15.
Framarar léku svo af skynsemi á
lokamínútunum og sigur þeirra í
höfn, 21-19.
Guðríður Guðjónsdóttir var
best í liði Fram og Kolbrún Jó-
hannsdóttir átti góðan leik í
markinu.
Hjá Val áttu þær góðan leik
Guðrún Kristjánsdóttir og Ara-
hiidur Hreggviðsdóttir.
Mörk Vals: Erna Lúðvíksdóttir 5(1 v),
Asta Sveinsdóttir 4, Guðrún Krístjánsdóttir
4, Katrín Friðriksdóttir 3, Harpa Sigurðar-
dóttir 1, Rósbjörg Jónsdóttir 1 og Guðný
Guðjónsdóttir 1.
Mörk Fram: Guðríður Guðjónsdóttir
11 (3v), Ama Steinsen 5, Margrét Blöndal 3
og Jóhanna Halldórsdóttir 2.
Erla Rafnsdóttir var í miklu
stuði þegar Stjarnan vann yfir-
burðasigur gegn Ármanni, 41-13.
f hálfleik var staðan 20-5. Erla
skoraði 17 mörk og var potturinn
og pannan í leik Stjömunnar.
Erla var að sjálfsögðu marka-
hæst í liði Stjörnunar og Guðný
Gunnsteinsdóttir skoraði 10
mörk og Hrund Grétarsdóttir 6.
Margrét Hafsteinsdóttir
skoraði flest mörk Ármanns, 8 og
Elísabet Albertsdóttir 3. -MHM
Handbolti
Stjaman sterkarí
Eftir jafnar upphafsmínútur
gerði Stjarnan út um leikinn gegn
KA, með góðum kafla í lok fyrri
háifleiks og sigruðu 27-20.
Stjarnan náði forystunni í upp-
hafi en KA jafnaði. Leikurinn
var jafn allt þartil um um tíu mín-
útur voru til leikhlés. Þá var stað-
an 6-6. Leikur Stjömunar tók þá
miklum breytingum, vörnin
sterk, markvarslangóð og mikil
ógnun í sókninni. Ihálfleik var
staðan 15-9, sex marka munur
sem var KA-mönnum ofviða.
Norðanmenn náðu þó aðeins
að minnka muninn í síðari hálf-
leik. Minnstur varð munurinn
þrjú mörk, 19-16, en fjögur mörk
í röð frá Stjömunni gerðu endan-
lega út um leikinn.
Stjaman byrjaði ekki vel, en
smám saman fóm hlutir að
ganga. Munaði það mestu um að
Sigmar Þröstur varði skot á mikil-
vægum augnablikum. Þá náðu
þeir Gylfi Birgisson, Hannes
Leifsson og Einar Einarsson vel
saman fyrir utan.
Hjá KA var sóknarleikurinn
ekki nógu markviss. Þeim gekk
illa að komast í gegnum sterka
vöm Stjömunnar og Sigmar
varði oft frá þeim í dauðafæmm.
Þá var vömin langt frá því að vera
sterk og gerði það Brynjari Kvar-
an ekki aðvelt fyrir, þó stóð hann
sig nokkuð vel.
Sigmar Þröstur átti góðan leik
hjá Stjörnunni og Gylfi Birgisson
og Hannes Leifsson vom sterkir
fyrir utan og Skúli Gunnsteinsson
átti góðan leik á línunni.
Pétur Bjamason átti góðan
leik hjá KÁ, þó hætti honum til
að halda boltanum of lengi. Þá
áttu Jón Kristjánsson og Hafþór
Heimisson ágætan leik.
-ibe
Stjaman-KA 27-20 (15-9)
3-1,6-6,10-8,15-9,16-12,19-13,19-
16, 23-16, 27-20
Mörk Stjörnunnar: Hannes Leifs-
son 8 (2v), Einar Einarsson 6, Skúli
Gunnsteinsson 5, Gylfi Birgisson 3,
Sigurjón Guömundsson 3, Hafsteinn
Bragason 1 og Hilmar Hjaltason 1.
Mörk KA: Pétur Bjamason 5, Haf-
þór Heimisson 5, Eggert Tryggvason
4 (2v), Jón Kristjánsson 3, Jóhannes
Bjarnason 1, Axel Bjömsson 1 og
Friöjón Jónsson 1.
Dömarar: Hákon Sigurjónsson og
Guðjón Sigurðsson - sæmilegir.
Maöur lelkslns: Hannes Leifsson,
Stjörnunni.
Oylfi Birgisson og Hannes Leifsson áttu ekki f miklum vandræðum með
vöm KA. Mynd:E.ÓI.
Qunnar Beinteinsson svífur inni teiginn og slær boltann yfir Kristján Sigmundsson. Eitt af niu mörkum Gunnars.
Mynd:E.ÓI
Handbolti
Meistaramir teknir
í kennslustund
- FHfór létt með Víking
FH-ingar fóru illa með nýbak-
aða íslandsmeistara Vfkings í
Hafnarflrðinum. Blátt áfram
gengu yfir þá og sigruðu auðveld-
lega, 36-28.
Það mátti sjá strax á fyrstu mín-
útunum að FH-ingar ætluðu að
selja sig dýrt. Mikil barátta og
leikgleði færðu þeim fimm mörk
meðan Víkingum tókst aðeins að
læða inn einu marki. Munurinn
var lengst af 4 mörk í fyrri hálf-
leik. Þó tókst Víkingum að
minnka muninn annað slagið, en
FH-ingar vom alltaf yfir. í hálf-
leik var staðan 17-14, FH í vil.
Það var það sama upp á tening-
num í síðari hálfleik. FH-ingarnir
ákveðnir og Víkingarnir virkuðu
þungir og kærulausir. FH-ingar
bættu smátt og smátt við forskot
sitt og mest varð það tíu mörk,
32-22. Víkingar klómðu í bakk-
ann á lokamínútunum, en mun-
urinn samt átta mörk, 36-28.
Það er greinilegt að FH-ingar
ætla sér Evrópusæti. Baráttan sat
£ fyrirrúmi með sterka vörn og
markvissar sóknir. En það þurfti
fjömgt ímyndunarafl til að sjá að
andstæðingar þeirra væra ís-
landsmeistarar. Víkingar voru
baráttulausir og alla einbeitingu
vantaði í liðið. Menn sem hafa
ekki átt slæman leik allt mótið
vom ekki með sjálfum sér. En
það hefur líklega haft eitthvað að
segja að þessi leikur hafði enga
þýðingu fyrir Víkinga, titillinn í
höfn.
Gunnar Beinteinsson átti mjög
góðan leik hjá FH. Var alltaf á
réttum stað og nýtti færi sfn vel.
Guðjón Ámason var mjög sterk-
ur í fyrri hálfleik og Héðinn Gils-
son átti einnig góða spretti. Þorg-
ils Óttar Mathiesen var að venju
aðalmaðurinn í vörn FH-inga,
batt hana saman og var á fullri
ferð allan leikinn.
Ámi Friðleifsson og Hilmar
Sigurgíslason vom bestu menn í
liði Víkings. Þó hafa þeir oft
leikið betur. Siggeir Magnússon
átti góða spretti annað slagið og
sama má segja um Guðmund
Guðmundsson.
-Ibe
Hafnarfjörður 22. mars
FH-Vfkingur 36-28 (17-13)
5-1, 8-6, 11-6, 14-12, 17-13, 17-15, ■
20-16,24-17,27-19,32-22,33-26,36-
28.
Mörk FH: Gunnar Beinteinsson 9,
Guðjón Arnason 8, Óskar Ármanns-
son 7(4v), Héöinn Gilsson 4, Þorgils
Óttar Mathiesen 3, Stefán Kristjáns-
son 3 og Pétur Petersen 2.
Mörk Vfklngs: Ámi Friðleifsson 7,
Guðmundur Guðmundsson 6, Kari
Þráinsson 6(4v), Siggeir Magnússon
4, Hilmar Sigurgíslason 4 og Bjarki
Sigurðsson 1.
Dömarar: Rögnvald Eriingsson og
Gunnar Kjartansson - slakir.
Maöur ieiksins: Gunnar Beinteins-
son, FH.
Handbolti
Létt
Það var (jóst strax í fyrri hálf-
leik hverjir myndu fara með sigur
af hólmi í leik Breiðabliks og KR.
Blikar komu mun ákveðnari tU
leiks og sigruðu nokkuð öruglega
27-24.
Það kom greinilega í ljós í
leiknum að Blikar ætla ekki að
láta Evrópusæti af hendi baráttu-
laust. Blikar byrjuðu leikinn
mjög vel og náðu snemma í fyrri
hálfleik þriggja marka forastu.
KR-ingum tókst að minnka mun-
inn í eitt mark og það geta þeir
þakkað stórgóðri matvörslu
Gísla Felix Bjamasonar sem á
tíma lokaði alveg KR markinu.
Á sama tíma gekk Blikum ekki
nógu vel. Tvívegis var Aðalsteini
Jónssyni besta manni Blika í
vöminni vikið útaf í tvær mínútur
fyrir klaufaleg brot. En þegar
verst gekk hjá Blikum þá átti
Guðmundur Hrafnkelsson mark-
hjá Blikum
vörður stórleik f markinu og
varði oft á tímum meistaralega.
Elvar Erlingsson tók stöðu Aðal-
steins í vöminni og batt hana vel
saman. Réttu Blikar nú úr kútn-
um og juku við forskot sitt og var
staðan í hálfleik 14-9 fyrir Breiða-
blik.
Síðari hálfleikur byrjaði alveg
eins og sá fyrri endaði. Blikar
héldu þessu forskoti sem þeir
fengu í fyrri hálfleik og bættu við.
Mestur varð munurinn 6 mörk.
KR-ingar náðu aðeins að klóra í
bakkann með því að leika maður-
á-mann vöm, en sigur Breiða-
bliks var aldrei í hættu.
Gísli Felix markvörður KR
náði svo að minnka muninn í 4
mörk með glæsimarki á síðustu
sekúndum leiksins. Síðan hróp-
uðu leikmenn liðanna húrra fyrir
hver öðmm og gengu útaf.
Guðmundur Hrafnkelsson var
bestur í liði Breiðabliks, varði
mjög vel. Þá áttu þeir Aðalsteinn
Jónsson og Þórður Davíðsson
góðan leik.
Gfsli Felix Bjamason átti stór-
leik í marki KR-inga. Ólafur Lár-
usson og Sverrir Sverrisson áttu
einnig góðan leik.
-Ó.St
Digranes 22. mars
UBK-KR 27-24 (14-9)
1-0, 2-2, 5-2, 8-7, 10-7, 11-9, 15-9,
17-11,19-15,22-17,24-19,26-21,27-
24.
Mörfc UBK: Svavar Magnússon
6(2v), Bjöm Jónsson 6(3v) Þórður Da-
vlðsson 6, Jón Þórir Jónsson 4, Krist-
ján Halldórsson 3 og Aðalsteinn Jóns-
son 2.
Mörk KR: Sverrir Sverrisson 9(3v),
Konráð Olavsson 5, Ólafur Lárusson
4, Guðmundur Pálmason 3, Jóhannes
Stefánsson 1, Páll Ólafsson 1 og Gisli
Felix Bjamason 1.
Dómarar: Sigurður Baldursson og
Bjöm Jóhannsson - Sæmilegir.
Maöur Mkslna: Gísli Felix Bjama-
son, KR.
Þriöjudagur 24. mars 1987 ; ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 11