Þjóðviljinn - 31.03.1987, Síða 2

Þjóðviljinn - 31.03.1987, Síða 2
ÍÞRÓTT1R Knattspyrna Malta náði jafntefli Malta náði nokkuð óvænt jafn- tefli gegn Portúgal í Evrópu- keppninni í knattspyrnu, 2. riðli. Leikurinn var í Portúgal og enda- ði 2-2. Jorge Placido náði forystunni fyrir Portúgal á 12. mínútu, en öllum á óvart komst Malta yfir með mörkum frá Mizzi og Bus- uttil. Placido náði að jafna fyrir Portúgal á 76. mínútu og þar við sat. Þessi úrslit eru mikið áfall fyrir Portúgal og möguleikar þeirra líklega úr sögunni. Ítalía er í efsta sæti í riðlinum með 8 stig eftir 4 leiki, Svíþjóð í öðru sæti með 5 stig eftir 3 leiki, Portúgal í þriðja sæti með 3 stig eftir 4 leiki og Sviss og Malta í neðstu sætunum, með eitt stig. -Ibe/Reuter Tómas Ouðjónsson sigraði í einliða- og tvenndarleik gegn Jersey. Borðtennis ísland í 3. sæti ísland hafnaði í 3. sæti i 3. deild Evrópukeppninnar í borðtennis á Jersey um helgina. ísland sigraði í fyrsta leiknum gegn Mön 5-2. Næst átti ísland að leika gegn Möltu. Malta mætti ekki og því fékk ísland sigur þar og vann því báða leiki sína fyrri daginn. Það gekk ekki jafn vel síðari daginn. ísland tapaði gegn Jers- ey, 2-5. Tómas Guðjónsason sigraði í einliðaleik og í tvenndar- leik með Ástu Urbancic. Síðasti leikurinn var gegn Portúgal og sigraði Portúgal örugglega 7-0. Hilmar Konráðsson var sá eini sem náði að vinna lota af Por- túgal en þeir unnu alla sína leiki 7-0. -Ibe Stofan Erlksson frá Svíþjóð sigraði í hringjum, stökki og tvíslá. Mynd: E.ÓI Mikaal Pattarsson frá Svíþjóð sigraði í fjölþraut. Mynd:E.ÓI Fimleikar á Reykjavíkurmótinu í fimleikum. Guðjón komst á verðlaunapall Svíar og Spánverjar voru í sér- flokki á Reykjavíkurmótinu í fim- leikum. Svíar sigruðu i karla- flokki og Spánverjar í kvenna- flokki. Það má líklega segja að spán- ska stúlkan Laura Munoz hafi verið stjama mótsins. Hún sigr- aði í öllum greinum sínum og hafði nokkra yfirburði yfir aðra keppendur í kvennaflokki. Svíarnir Stefan Erikson og Mikael Petterson sigmðu í öllum greinum í karlaflokki að boga- hestinum undanskildum. Guðjón Guðmundsson var eini íslendingarinn sem komst á verð- launapall. Hann lenti í 3. sæti í gólfæfingum. Árangur íslendinga var nokk- uð góður og mikilsvert fyrir þá að fá tækifæri til að taka þátt í svona stórmótum. Mótið gekk nokkuð vel fyrir utan það að festingar á hringjun- um gáfu sig þrisvar sinnum á fyrri deginum. Landskeppni karlaflokkur: 1. Svíþjóð 105.90 2. Noregur 104.55 3. Sviss 98.70 4. Skotland 95.70 5. Grikkland 95.20 6. Belgía 93.10 7.ísland 88.30 Fjölþraut karla: 1. Mikael Petterson, Svíþjóð 53.20 2. Sefan Eriksson, Svíþjóð 52.70 3. Henry Zondacq, Luwemburg 51.80 Guðjón Guðmundsson lenti í 10. sæti með 47.80 stig. Fjölþraut kvenna: 1. LauraMunoz, Spáni....38.40 2. Lidia Castillejo Spáni.... 36.95 3. HelenÖstreng,Noregi.. 35.60 Fjóla Ólafsdóttir hafnaði í 10. sæti og Linda Pétursdóttir í 12. sæti. Guðjón Guðmundsson lenti í 3. sæti í gólfæfingum, en þar sigr- aði Mikael Pettersson frá Sví- þjóð. Stefan Eriksson frá Svíþjóð og Björnar Larsen sigruðu á tvíslá. Mikael Pettersson sigraði á svifrá. Stefan Eriksson frá Svíþjóð sigraði í stökki, en þar lenti Guð-' jón Guðmundsson í 5. sæti. Það var sama sagan í hringjun- um. Stefan Eriksson sigraði og Guðjón lenti í 5. sæti. Paul Hetland frá Noregi sig- raði á bogahesti. Laura Munoz sigraði í öllum kvennagreinunum. Fjóla Ólafs- dóttir lenti í 5. sæti á slá. Skipting verðlauna: Svíþjóð............. 7 3 2 Spánn............... 6 5 0 Noregur............. 2 4 4 Luxemburg........... 0 2 3 Grikkland............ 0 0 2 ísland............... 0 0 1 Skotland............. 0 0 1 Skotland, írland og Belgía náðu engum verðlaunum -Ibe Laura Munoz frá Spáni sigraði i öllum sínum greinum. Mynd: E.ÓI Svíþjóð og Spánn í sérflokki Landskeppni kvennaflokkur: l.Spánn................75.35 2. Noregur..............71.25 3. Grikkland............69.55 4. Skotland.............68.70 5. Luxemburg............68.00 6. ísland...............67.15 7. írland...............65.95 Handbolti Haukamir fallnir Vinningstölurnar 28. mars 1987. Heildarvinnlngsupphæð: 4.994.736,- 1. vinningur var kr. 2.501.252,- Aðeins einn þátttakandi var með allar tölur réttar. 2. vinningur var kr. 748.524,- og skiptist hann á 266 vinningshafa, kr. 2.814,- á mann. 3. vinnlngur var kr. 1.744.960,- og skiptist á 8512 vinningshafa, sem fá 205 krónur hver. Upplýsingasími: 685111. Haukar eru nú endanlega fallnir í 2. deild eftir tap gegn KA á laguardaginn, 27-23. Taugaveiklun einkenndi leik Iiðanna framan af. Mikið um slæmar sendingar og mennn gripu ekk boltann. KA náði for- ystunni í upphafi en með góðum kafla náðu Haukar að skora sex mörk gegn einu. En Akureyring- ar voru ekki lengi að taka við sér og jöfnuðu aftur. í hálfleik var staðan 11-10 KA f vil. Slæmur kafli hjá Haukum í upphafi síðari hálfleiks færði KA fjögura marka forskot, en Haukar náðu að minnka muninn í eitt mark. Þá tók KA við sér og gerði út um leikinn með góðum kafla. KA-menn voru mun sterkari í síðari hálfleik eftir fremur slaka byrjun. Axel Björnsson og Friðjón Jónsson voru bestir í liði KA og Brynjar Kvaran varði vel í síðari hálfleik. Með þessu tapi eru Haukar endanlega fallnir í 2. deild. Reyndar voru möguleikarnir ekki miklir. Sigurjón Sigurðsson var yfirburðamaður í liði Hauka. Hann hélt liðinu uppi í fyrri hálf- leik og skoraði sjö af tfu mörkum Hauka. Helgi Harðarson átti ágætan leik og einnig Jón Örn Stefánsson. -HK/Akureyri Akureyri 28. mars KA-Haukar 27-23 (11-10) 3-1,4-7, 8-8,11 -10,14-11,18-14,18- 17, 21-20, 25-20, 27-23 Mörk KA: Axel Björnsson 6, Friðjón Jónsson 6,Svanur Valgeirsson 4(1 v), Hafþór Heimisson 3, Eggert Tryggva- son 3(1 v), Pétur Bjarnason 3(2v), Jón Kristjánsson 1 og Guðmundur Guð- mundsson 1. Mörk Hauka: Sigurjón Sigurðsson 12(4v), Helgi Haraldsson 3, Sindri Karlsson 2, Jón öm Stefánsson 2, Jón Þórðarson2, Jón Hauksson 1 og Pétur Guðnason 1. Dómarar: Sigurður Baldursson og Björn Jóhannsson-ágætir. Maður leiksins: Sigurjón Sigurðs- son, Haukum. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrl6judagur 31. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.