Þjóðviljinn - 31.03.1987, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 31.03.1987, Qupperneq 3
ÍÞRÓTTIR Karl Þráinsson brýst f gegn um vörn Fram. Mynd: E.ÓI Handbolti Meistarataktar Það var greinilcga engin pressa á liðum Fram og Víkings. Víking- ar orðnir Islandsmeistarar og Framarar lausir við falldrauginn. Lokatölur 30-24 Víking í vil i ró- legum leik. Framliðið fór vel af stað, vörn- in þétt og sóknin góð. Víkingar byrjuðu ekki eins vel og geta þakkað Kristjáni Sigmundssyni að þeir skildu ekki vera 4-5 mörk- um undir strax á fyrstu mínútum leiksins . Um miðjan fyrri hálf- leik þéttist vörn Víkinga og Krist- ján lokaði markinu. Þá komust Víkingar í fjögura marka forustu og héldu henni til hálfleiks og staðan í hálfleik var 14-10 fyrir Víking. Víkingar komu mjög ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og ætluðu greinilega að sýna Frömurum hverjir væru íslandsmeistarar. Það gekk allt upp hjá þeim og þegar 15 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik voru Víkingar komnir með átta marka forustu og slökuðu á. Þá komust Framar- ar meira inn í leikinn og tókst þeim að minnka muninn í 3 mörk. Þannig hélst leikurinn síð- an í jafnvægi þar til um þrjár mín- útur voru til leiksloka þá juku Víkingar muninn í sex mörk. Lokatölur því 30-24 Víking í vil. Kristján Sigmunsson var best- ur í liði Víkings einnig átti Árni Friðleifsson góðan leik og Guð- mundur Guðmundsson átti svo stórleik í síðari hálfleik. Óskar Friðbjömsson og Agn- ar Sigurðsson voru bestir í liði Fram. Ó.St Laugardalshöllin 29. mars Fram-Víkingur 24-30 (10- 14) 1 -3,4-4,4-8,6-10,8-12,10-14,12-18, 15-23, 21-24, 22-29, 24-30. Mörk Fram: Agnar Sigurðsson 6(2), Per Skaarup 5, Ragnar Hilmars- son 3, Tryggvi Tryggvason 3, Birgir Sigurðsson 2, Hermann Björnsson 2, Ólafur Vilhjálmsson 1, Björn Eiríksson 1 og Óskar Friðbjörnsson 1. Mörk Vfklngs: Guðmundur Guð- mundsson 9, Bjarki Sigurðsson 5, Siggeir Magnússon 5, Karl Þráinsson 4(2), Ámi Friðleifsson 4, Árni Indriða- son 2 og Hilmar Sigurgislason 1. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Ólafur Haraldsson - sæmilegir Maður lelksins: Kristján Sig- mundsson, Víking Handbolti Létt hjá FH-ingum Ó-frískir Ármenningar töpuðu stórt fyrir lítt sprækum FH- ingum, í frekar daufum leik í Höllinni. Semsagt lítil ánægja fyrir fáa áhorfendur og lokatölur 33-24 FH-ingum í vil. Úrslitin í þessum leik koma víst fáum á óvart. Ármenningar fallnir niður í aðra deild fyrir löngu og lítil barátta á þeim bæ. FH-ingar fóru hægt af stað en um miðjan fyrri hálfleik voru þeir komnir með sjö marka forskot. Staðan í hálfleik var 18-11. Síðari hálfleikur var enn daufari en sá fyrri og var greini- legt að það var bara formsatriði að klára leikinn. FH-ingar héldu uppteknum hætti og skoruðu átta mörk á móti einu frá Ármenning- um fyrstu tíu mínútur síðari hálf- leiks. Þegar hér var komið í leiknum voru FH-ingar famir að leika sér og reyna að skora undra- mörk. Það gekk þó lítið og náðu Ármenningar að klóra í bakkann og minnka muninn úr j 4 mörkum í 9 og þannig endaði leikurinn með níu marka mun FH í vil 33- 24. -Ó.St Laugardalshöil 29. mars Ármann-FH 24-33 (11-18) 0-2, 2-5, 4-8, 7-14, 11-18, 11-24, 14- 28, 21-30, 24-33 Mörk Armanns: Bragi Sigurðsson 6, Gaukur Kristjánsson 3(2v), Haukur Haraldsson 3, Þráinn Ásmundsson 3, Haukur Ólafsson 2, Björgvin Barðdal 2, Einar Naabye 2, Svanur Kristvins- son 2 og Jón Ástvaldsson 1 Mörk FH: Gunnar Beinteinsson 7, Héðinn Gilsson 7, Óskar Ármannsson 6(4v), Hálfdán Þórðarson 4, Stefán Kristjánsson 4, Pétur Petersen 2, Þorgils Óttar Mathiesen 1, Guðjón Ámason 1 og Einar Hjaltason 1. Dómarar: Þórður Sigurðsson og Ólafur Steingrímsson-saemilegir Maður leikslns: Gunnar Beinteins- son, FH. Körfubolti Stórleikur Sturiu Valur-Njarðvík í úrslitum Valsmenn tryggðu sér sæti í úrslitaieiknum við Njarðvíkinga, um íslandsmeistaratitilinn í körfubolta, með stórsigri gegn Keflvfldngum á laugardag. Vals- menn yfírspiluðu slaka Keflvfldnga og sigruðu örugglega 90-74. Valsmenn náðu forystunni strax í upphafi og héldu henni all- an tímann. í fyrri hálfleik munaði lengst af 8-12 stigum á liðunum. í hálfleik var staðan 34-53, Vals- mönnum í vil. Það var greinilegt strax í upp- hafi að Valsmenn ætluðu að gefa sig alla í leikinn. Frábær varnar- leikur og góð hittni í sókninni gerði Keflvíkingum erfitt fyrir. Þeim gekk illa að hitta og vörn þeirra galopin. Valsmenn juku forskotið í upphafi síðari hálfleiks og mestur varð munurinn 22 stig. Keflvíkingar náðu að saxa á for- skotið og þegar fimm mínútur voru til leiksloka var staðan 72- 80. Þá komu þeir Sturla Örlygs- son og Leifur Gústafsson aftur inná og það var ekki að spyrja að því. Vömin small saman og Sturla Örlygsson skoraði tíu stig í röð, síðustu stig Valsmanna og tryggði þeim sigur, 74-90. Valsmenn sýnda þama einn sinn besta leik á keppnistímabil- inu. Vömin mjög góð og sóknarl- eikurinn ömggur og markviss. Sturla Örlygsson áti stórleik. Ótrúlega sterkur í vörninni, hitti mjög vel og sýndi mikla baráttu. Þeir Leifur Gústafsson og Torfi Magnússon vom einnig sterkir í vöminni. Aðrir leikmenn Vals áttu einnig góðan leik og sterk liðsheild þeirra á eftir að verða Njarðvíkingum erfiður ljár í þúfu í úrslitaleikjunum. „Þetta var mjög góður leikur hjá okkur,, sagði Sturla Örlygs- son í samtali við Þjóðviljann eftir leikinn. „Við neyddum þá til að skjóta langskotum sem þeir hittu illa úr og einbeittum okkur að því að spila sterka vöm. Ef við spil- um eins vel og núna þá mega Njarðvíkingamir vara sig.“ Keflvíkingar voru langt frá sínu besta. Vörnin slök og slæm hittni. Ekki bætti úr skák að þeirra besti maður Gylfi Þorkels- son var í villuvandræðum og því lengst af á bekknum. Hann og Ólafur Gottskálksson vom þeir Crla Rafnsdóttlr lék mjög vel gegn Val þrátt fyrir meiðsli. Hór fer hún framhjá Guðnýu Gunnarsdóttir. Mynd:E.ÓI Kvennahandbolti Stiaman sterkari Stjarnan sigraði Val í baráttu- leik, 22-19 i Digranesi á laugar- daginn. Fyrri hálfleikurinn var jafn lengst af en Valur hafði þó undir- tökin. En með mikilli baráttu náði Stjarnan að jafna fyrir leikhlé. í síðari hálfleik var Stjarnan sterkari aðilinn. Valsstúlkumar tóku Erlu Rafnsdóttir úr umferð, en hún var reyndar á annari löpp- inni eftir að hafa snúið sig illa í síðasta leik. En það var ekki nóg. Stjaman var mun sterkari á loka- mínútunum og sigur þeirra nokk- uð ömggur. Mörk Stjörnunnar: Erla Rafnsdóttir 7, Margrét Theó- dórsdóttir 4, Hmnd Grétarsdótt- ir 4, Guðný Gunnsteinsdóttir 4 og Drífa Gunnarsdóttir 3. Mörk VaJs: Ásta B.Sveinsdóttir 7, Ema Lúðvíksdóttir 5, Guðrún Krist- jánsdóttir 5 og Katrín Friðriksen 2. Þá gerðu íslandsmeistarar Fram jafntefli við Víking í Laugardalshöllinni á sunnudag, 21-21. Víkingsstúlkurnar vom sterk- ari framan af og léku nokkuð vel. Framstúlkurnar vom rólegar og fóm ekki í gang fyrr en um miðj- an leikinn, í hálfleik var staðan 13-12 Víkingum í vil. Framarar náðu að jafna 19-19 og komust í fyrsta sinn yfir, 21- 20, þegar tæplega þrjár mínútur vom til leiksloka. En Valdís Birg- isdóttir jafnaði fyrir Víkinga þeg- ar tæpar tvær mínútur vom til leiksloka og þar við sat. Það var greinilegt að þessi leikur skipti Fram engu máli og þær hafa oft leikið betur. En Vík- ingsstúlkumar stóðu sig mjög vel og léku skemmtilegan handbolta. Mörk Fram: Guðrfður Guðjóns- dóttir 6(2v), Jóhanna Halldórsdóttir 5, Oddný Sigsteinsdóttir 4, Arna Steinsen 3, Margrét Blöndal 2 og Haf- dís Guðjónsdóttir 1. Mörk Víkings: Eiríka Ásgrimsdótt- ir 5(lv), Svava Baldvinsdóttir 5, Inga Lára Þórisdóttir 4, Valdís Birgisdóttir 4, Sigurrós Björnsdóttir 2 og Jóna Bjarnadóttir 1. -MHM Þrlðjudagur 31. mars 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 einu í liðinu sem léku eftir getu. Aðrir vom slakir og greinilega ekki þeirra dagur. „Það brást allt hjá okkur,“ sagði Gunnar Þorvarðarson, þjálfari Keflvíkinga. „Við reyndum að skipta mönnum, en ekkert gekk. Vömin var galopin. Við fengum okkar færi en nýttum þau ekki og mikil taugaspenna hafði slæm áhrif.“ Það verða því Njarðvík og Val- ur sem Ieika til úrslita um íslands- meistaratitilinn og er fyrsti leikurinn í Njarðvík á morgun. Þessi sömu lið Ieika einnig til úrs- lita í Bikarkeppninni. -SÓM/Suðurnesjum Keflavík 28. mars ÍBK-Valur 74-90 (34-53) 4-12, 10-18, 27-36, 30-43, 34-53, 40- 53,45-67, 57-72, 62-79, 72-80, 74-90 Stlg IBK: Gylfl Þorkelsson 16, Ólafur Gottskálksson 16, Jón Kr. Gíslason 14, Guðjón Skúlason 10, Sigurður Ingimundarson 8, Hreinn Þorkelsson 8 og Matti Stefánsson 2 Stig Vals: Sturla örlygsson 26, Torfi Magnússon 18, Leifur Gústafs- son 17, Tómas Holton 13, EinarÓlafs- son 9 og Bjöm Zöega 2 Dómarar: Ómar Scheving og Jón Otti Ólafsson - góðir Maöur lelkslns: Sturla Örlygsson, Val. Staðan í 1. delld karla I handknattlelk Vlkingur 17 14 UBK 17 11 FH.....17 11 Valur..17 10 Stjarnan 17 9 KA.....17 KR.....17 Fram...17 Haukar 17 Ármann 17 425- 404- 452- 433- 433- 394- 10 361- 11 419- 12 363 16 320- ■370 29 391 24 399 23 385 22 406 20 394 18 397 13 •413 12 ■422 8 444 1 Markahæstlr: Sigurjón Sigurðsson, Haukum ....120 Hannes Leifsson, Stjömunni....112 Gylfi Birgisson, Stjörnunni....97 BirgirSigurðsson, Fram.........95 Jón Þórir Jónsson, Breiðablik..94 Jakob Jónsson, Val.............92 KonráðOlavsson, KR.............91 Karl Þráinsson, Víking.........89 ÓskarÁrmannsson, FH............87 Júlíus Jónasson, Val...........83 V-Þýskaland Kiel úr leik í bikarnum Frá Jóni H. Garðarssyni, tréttamanni Þjóðviljans í V-þýskalandi: Um helgina var leikið í 16-liða úrslitum í þýsku bikarkeppninni í handknattleik. Það kom á óvart að Kiel tapaði fyrir liði úr 2. deild, Dornagen, 19-26 og er þar með úr leik. Dusseldorf sigraði Telenhosen 25- 18. Essen sigraði Frelenbech, 28-23 á útivelli. Lemgo vann öruggan sigur gegn Verden á útivelli, 17-29 og sömu sögu er að segja af Grosswaldstadt sem sigraði Lis- dorf, 31-21. Schwabing sigraði Asbach- Moder, 17-23 og Milbertshofen sigraði Rot, 36-20. í vikunni voru einnig nokkrir leikir í deildarkeppninni. Gumm- esbach sigraði Hofweier 23-22. Kristján Arason var markahæst- ur í liði Gummesbach með 6 mörk. Þá sigraði Essen Göppingen 26- 12. Staðan í hálfleik var 14-4. Og Weiche Handewitt sigraði Schwabing 25-24.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.