Þjóðviljinn - 03.04.1987, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 03.04.1987, Qupperneq 6
Fermingin Hvers vegna fermast? Þjóðviljinn ræddi við nokkur væntanleg fermingarbörn í Hagaskólanum um ferminguna og af hverju þau vildu fermast. í samræðum við þau kom fram að þau sögðust öll vera trúuð og fermdust þess vegna. Ekki vegna gja- fanna. Þau voru nokkuð sammála um að hugsa sér að Guð væri fremur einhverskonar máttur eða afl en ein- hvers konar persóna eða gráskeggjaður karl. Við lögðum eftirfarandi spurningar fyrir krakkana: Af hverju fermist þú? Ertu trúuð/trúaður? Fermistu vegna skyldurækni eða vegna gjafanna? Sólveig Sigurgeirsdóttir Fermingin er til að staðfesta skírnina og þess- vegna læt ég ferma mig. Ég er svolítið trúuð og þess vegna vil ég fermast. Gjafirnar skipta svolítið máli, en eru ekkert aðalatriði. Ólafur I. Stefánsson Ég fermist til að játa trúna og staðfesta skírnina. Það má segja að ég sé trúaður og ég fer stundum í kirkju. Ég pæli ekkert í fermingargjöfum. Sigríður Hagalín Mér finnst sjálfsagt að fermast og ég er mjög trúuð. Fermingargjafirnar skipta engu máli. Ég fermist ekki þeirra vegna. Magnús Geir Þórðarson Ég fermist til að endurnýja og staðfesta skírnina og ganga í kristinn söfnuð. Ég er trúaður og það er aðatriðið, en það verður auðvitað gaman að fá gjafir og alls ekki verra. Ég tek auðvitað við þeim. Sigurveig Margrét Stefánsdóttir Fermingin er að sumu leyti hluti af tilverunni og nokkuð sem gerist þegar maðurer þrettán. Ég trúi á Guð, einhvern veginn hefur heimurinn orðið til, einhver hefúr skapað þetta allt, annars værum við ekki til. Ég veit að ég mun ekki sjá eftir því að fermast, en sæi eftir því seinna ef ég gerði það ekki. Ég fermist ekki vegna gjafanna. Þær skipta engu máli á þann hátt. Fidel Helgi Sanchez Gunnarsson Ég er skírður sem kaþólikki en ég vil vera lúth- erstrúar og í henni er fermingin hefð. Ég er mjög trúaður og bið bænir og tala oft við Guð, þakka honum þegar mér gengur vel og bið um hjálp þegar verr gengur. Eg bið ekki um fermingargjafir en ef einhver vill, má hann gjarnan gefa mér eitthvað. Kristín Axelsdóttir Ég fermist og geri það til að staðfesta skírnina og vegna þess að ég er trúuð. Ég bið ekki oft. Ég fermist ekki vegna gjafanna. Þærskipta ekki máli. erslunin • •• KruUujárn og hárblásari í einu og sama tækinu. Þú kemur úr baði eða sundi og þerrar hárið að mestu. Síð- an bregður þú krullublásaranum í hárið og lýkur við lagningu og þurrkun hársins. Tvær hitastillingar - létt og þægilegt! Verð kr. 2.580 og 2.180 (án aukahluta). s Kiium d®1*1 PFAFF Borgartúni 20 Sími 26788 Þjóðsögur og sagnir Sigfusar Sigfussonar Þjóðsögur og sagnir Sigfusar Sigfús- sonar er eitt stærsta safn sinnar tegundar sem út hefur komið hér á landi. í heiid verður það u.þ.b. 4400 blaðsíður í 11 bindum. 7 bindi hafa þegar komið út frá því hafist var handa við hina nýju útgáfu fyrir 7 árum. VI og VII bindi komu út í desember s.I. Oskar Halldórsson, Grímur M. Helgason, Helgi Grímsson og Eiríkur Eiríksson hafa búið þau bindi safnsins til prentunar, sem út eru komin. Þrátt fyrir að það sögusvið sem íslenskar þjóðsögur og sagnir taka mið af sé horflð sjónum nútíma fólks, stendur þjóðmennlng okkar í dag nær hinni fomu menningu en marga gmnar. Eitt besta dæmið um þetta em ýmis orð og orðatiltækl sem enn lifa í máli okkar og sem mörg hver aðeins skiljast til hlítar sé fyrir hendi þekking á horfnum lifnaðarháttum og hugsunarhættl forfeðra okkar. Þeir sem nota tómstundir sínar til lestrar og áhuga hafa á því að kynnast fortíð þessa lands, skal bent á, að með lestri þjóðsagna má sameina lestur góðra og skemmtilegra bókmennta og leit að fróðleik um flesta þætti þjóðmenningar okkar. Sérstaklega er vert að vekja uppalendur, foreldra, fóstmr og kennara til umhugsunar um það að lestur þjóðsagna okkar og ævintýra er snjöll aðferð til að auka áhuga bama og unglinga á horfinni þjóðmenn- ingu. Sé slíkur áhugi fyrir hendi er jafnframt unnt að nota hann til að varpa (jósi á ýmsa þætti í menningu samtímans, kynnast góðum og skemmtilegum bókmenntum og auðga málfar vaxandi kynslóðar. mtxM ÞINGHOLTSSTRÆTI 27 — SÍMI 1 3510

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.