Þjóðviljinn - 09.04.1987, Page 1

Þjóðviljinn - 09.04.1987, Page 1
þJÓÐVlLJINN NORÐURLAND VESTRA Stöðvum fjár- streymið suður! Rætt við Porleif Ingvarsson bónda og kosningastjóra Alþýðubandalagsins á Blönduósi Pólitík er lífið. Og lífið er ekki bara saltfiskur. Lífið er til dæmis líka kindakjöt. Og eins og allir vita þá halda stjórnvöld ekki mikið upp á kindur. Á síð- ustu árum hefur orðið gríðar- legur samdráttur í framleiðslu á kindakjöti. Bændur hafa um tvennt að velja; flosna upp af jörðum sínum eða snúa sér að einhverju öðru. Sem betur fer halda þó margir áfram að setja á. Annars hefði ég til að mynda ekki fengið kindakjöt á Hótel Blönduósi, þegar við Þorleifur Ingvarsson, bóndi og kosn- ingastjóri, hittumst þar eitt kvöld í mars. Og umræðuefn- ið? Auðvitað kindur og pólitík. En til að byrja með var Þor- leifur spurður um ætt og uppvöxt. „Ég er fæddur árið 1958, að Sól- heimum í Svínavatnshreppi, þar sem foreldrar mínir, Ingvar Þor- leifsson og Sigríður Ingimundar- dóttir búa með ær. Ég ætlaði alltaf að verða bóndi og útskrifaðist sem búfræðingur frá Hvanneyri árið 1977. Þá hafði ég að vísu farið í Menntaskólann á Akureyri og enst þar í ein tvö ár. En frá því að ég lauk námi á Hvanneyri hef ég rekið bú og er núna tekinn við því.“ - En hvenær vaknaði pólitísk- ur áhugi? Var ekki fjörugt í M. A. á þessum árum? „Jú, mikil ósköp. Það var mikil vinstrisveifla - alls konar hópar sem kenndu sig ýmist við Marx eða Lenín eða Trotsky eða Maó.“ Hann brosir. „En ég slapp nú alveg við það, og skoðanir mínar mótuðust ekki mikið á þessum árum. Ég var það hepp- inn að það var engin pólitísk innræting heima hjá mér, svo ég gat myndað mér eigin skoðanir óáreittur. Ég las kynstrin öll af bókum meðfram því sem var að gerast og komst þannig að því að lífsskoðun mín átti samleið með Alþýðubandalaginu. “ Pabbapólitík - Og þá er víst best að spyrja kosningastjórann: Er áhugi hjá ungu fólki á pólitík? „Það er vitaskuld ákveðinn hópur sem tekur afstöðu, en síð- an kjósa börn eins og foreldrarnir mikið til, þannig að hlutföllin breytast ekki mikið. En Fram- sóknarflokkurinn á þó minna fylgi meðal ungs fólks þannig að þetta breytist smátt og smátt“. - Hvaða mál verða í brenni- depli í þessari kosningabaráttu? „Það eru atvinnu- og byggða- mál. Við verðum að stöðva fjár- streymið og fólksflóttann af landsbyggðinni og snúa þessari þróun við. Stefna ríkisstjórnar- innar í landbúnaðarmálum hefur verið með eindæmum handahófs- kennd og eins í kjaramálum. Norðurland vestara er láglauna- svæði“. - En í hverju er vandi land- búnaðarins fólginn? „Við erum að ganga í gegnum samdráttartímabil í hefðbundn- um búskap. Það er minnkandi neysla m.a. vegna þess að svína- og kjúklingakjöt er stórlega niðurgreitt með erlendu fóðri. Á sama tíma hafa niðurgreiðslur á kindakjöti stórminnkað og laun versnað. Það er að sjálfsögðu bæði hagur bænda og neytenda að halda lágu verði. Og með því einu móti getum við viðhaldið byggð í landinu". Þorvaldur tekur sér málhvfld og lítur íbygg- inn á blaðamann háma í sig lamb- asteikina: „Það eru greinilega engin vandræði að éta lambakjöt- ið!“ - Það er víst öldungis rétt. En er lausnin þá svo einföld að hækka niðurgreiðslurnar aftur? Verða bændurnir ekki að iaga sig að breyttum háttum? „Ég get vel fallist á það að Þorleifur Ingvarsson, kosningastjóri og bóndi: Alþýðubandalagið helsti málsvari byggðastefnunnar. (Ljósm. -hj.). breyttar neysluvenjur kalli á breytta framleiðslu. En það má ekki gerast með neinu offorsi því byggðin er viðkvæm og breyting- ar verða að gerast á nokkuð löngum tíma svo menn geti byggt annað upp og hjálpað sér sjálfir“. Ungir bændur þola engan skerðingu - Nú ætla ég að spyrja bóndann en ekki kosningastjór- „Stefna ríkis- stjórnarinnar í landbúnaðarmálum hefur verið með eindæmum handa- hófskennd og eins í kjaramálum: Norðurland vestra er láglaunasvæði.“ ann. Getur þú framfleytt búinu með sauðfjárbúskap? „Nei, ég er neyddur til að leita mér að öðrum atvinnutækifær- um. Ég hef unnið meðfram heim- ilinu til þessa, en nú stendur til að fara að búa með angórakanín- ur... Það er fyrst og fremst ullin sem gefur tekjur og kjötið líka. Sjáðu til, ungir bændur þola enga skerðingu á þeirri framleiðslu sem þeir hafa haft. Þess vegna leita þeir í þessar nýbúgreinar eins og refa- og minkarækt. En þar fylgir sá böggull skammrifi að menn fara oft af stað án nauðsyn- legrar þekkingar. Mönnum hafa oft orðið á dýr mistök. Bændur eru notaðir sem tilraunadýr og neyddir til að tileinka sér nýjung- ar án nauðsynlegrar undirstöðu eða bregða búi að öðrum kosti.“ - Er þá almenn óánægja hjá mönnum. Hvað með Framsókn- armenn til dæmis, þeir eiga nú la nd búnaðar ráðuney t ið... ? „Það er mikil óánægja - það er alveg öruggt. Bændur eru bæði óánægðir og sárir. Það á ekkert síður við um þá sem styðja stjóm- arflokkana. í framkvæmd land- búnaðarmála hefur ríkt óheyrileg ósvífni í garð bænda og þeir verið notaðir eins og gólftuskur stjórnvalda!“ - En Alþýðubandalagið hefur boðlegri stefnu vænti ég? „Ég tel að innan Alþýðu- bandalagsins sé skilningur á mikilvægi landbúnaðar, með til- liti til atvinnulífs á landsbyggð- inni og nýtingar auðlinda. Við viljum auka niðurgreiðslur enda hafa þingmenn okkar barist fyrir því. Þeir hafa einnig lagst gegn virðisaukaskatti sem myndi stór- hækka verð á öllum innlendum matvælum. Ragnar Arnalds og fleiri þing- menn Alþýðubandalagsins hafa flutt þingsályktunartillögu sem gerir ráð fyrir því að aðlögunar- tími að búvörulögunum frá ‘85 verði stórlengdur, en lögin voru á sínum tíma keyrð í gegn af þvflíku offorsi að bændur áttu enga möguleika á að kynna sér þau eða hafa áhrif á þau.“ - Fellur þá stefna Alþýðu- bandalagsins í kramið fínnst þér? - Þeir bændur sem skoða stefnu flokkanna án þess að hafa pólitíska glýju í augunum munu sjá að Alþýðubandalagið er um þessar mundir helsti málsvari byggðastefnunnar. “ Kosningarnar marka tímamót Ég er búinn með lambakjötið. Það er líka farið að líða að lokum á samtali okkar Þorleifs. Ég spyr um kosningarnar, hvernig þær leggist í hann. „Kosningabaráttan leggst vel í mig vegna þess að stefna Alþýðu- bandalagsins er skýr og hún á hljómgrunn meðal fólks í þessu kjördæmi. Við eigum möguleika á tveimur mönnum á þing ef allir leggjast á eitt. En ég lít á þessar kosningar sem tímamót fyrir landsbyggðina. Ef Alþýðubanda- lagið kemur ekki sterkt út verður niðurstaðan viðreisnarstjórn eða sama mynstur áfram. Það myndi valda enn frekari kreppu á lands- byggðinni. -þj.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.