Þjóðviljinn - 09.04.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.04.1987, Blaðsíða 2
NORÐURLAND VESTRA Kosningarnar Alþýðubandalagtö á uppleið Vilhjálmur Egilsson tætir fylgið afSjálfstæðisflokknum. Nýju framboðin eiga ekki mikla möguleika. Alþýðubandalagið getur bætt við sig manni. Framsókn nær örugg með tvo Það er tvennt sem einkennir kosningabaráttuna á Norður- iandi vestra öðru fremur: mikill fjöldi framboða annars vegar, barátta á milli Alþýðubanda- lags og Sjálfstæðisflokks um þingsæti hinsvegar. Alls eru átta listar í kjöri: Al- þýðuflokkur, Alþýðubandalag, Framsóknarflokkur, Sjálfstæðis- flokkur, Flokkur mannsins, Kvennalistinn, Borgaraflokkur- inn og Þjóðarflokkurinn. Þingmenn kjördæmisins eru fimm og skiptast á Framsókn, tvo, Sjálfstæðisflokk, tvo og Al- þýðubandalag, einn. Nú er lík- legt að breyting verði á og Sjálf- stæðisflokkurinn tapi manni. Pálmi Jónsson frá Akri er oddviti Sjálfstæðismanna í kjör- dæminu og nýtur virðingar út fyrir raðir flokksmanna sinna. Til skamms tíma hafði hann Eyjólf Konráð Jónsson með sér í öðru sæti en sem kunnugt er færði Eykon sig til Reykjavíkur þegar kosningalögunum var breytt. í öðru sætinu er nú Vilhjálmur Eg- ilsson, hagfræðingur VSÍ, sem kolféll í prófkjöri flokksins í Reykjavík. Mikill urgur er í Sjálfstæðis- mönnum í Norðurlandskjördæmi vestra yfir sendingunni að sunn- an, enda er Vilhjálmur ekki vel kynntur í kjördæminu og þykir nokkur bíræfni að láta harðan málsvara frjálshyggjunnar fara fram í rótgrónu landbúnaðar- kjördæmi. Það er því mál manna að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ver- ið búinn að tapa öðru þingsæti sínu, jafnvel áður en framboð HRAFN JÖKULSSON *** Fréttaskýring Borgaraflokksins rak síðasta naglann í pólitíska líkkistu Vil- hjálms Egilssonar. Kratar á niðurleið Alþýðuflokkurinn býður einn- ig fram hagfræðing í fyrsta sæt- inu, Jón Sæmund Sigurjónsson, frá Siglufirði. Þar er eitt helsta vígi krata í kjördæminu, en í síð- ustu kosningum fékk flokkurinn aðeins 411 atkvæði og verstu út- komu síðan núverandi kjör- dæmaskipan var komið á. Vonir Alþýðuflokksmanna um þingsæti handa Jóni Sæmundi eru orðnar að litlu, enda hefur kosningabar- áttan í kjördæminu verið kraftlítil og málflutningur frambjóðenda ekki náð til fólks. Það er því ólík- legt að flokkurinn bæti nema sáralitlu við sig frá síðustu kosn- ingum. Páll Pétursson frá Höllustöð- um og oddviti Framsóknarmanna er afar umdeildur og hefur ekki tekist að hefjast til jafn mikillar virðingar innan kjördæmisins og Ólafur Jóhannesson á sínum tíma. Framsóknarflokkurinn bauð fram klofinn í síðustu kosn- ingum, Ingóifur Guðnason á BB- lista náði ekki kjöri. Þeir Páll og Stefán Guðmundsson voru kosnir á þing fyrir flokkinn og eru aftur í framboði nú. Samkvæmt öllum heimildum er Framsóknarflokk- urinn öruggur með tvo menn, þó Stefán Guðmundsson hafi mjög borið víurnar í menn á þeim for- sendum að hann sé í fallhættu. í síðustu kosningum fengu B- listarnir í kjördæminu 2300 at- kvæði og ekkert nema stóráfall getur komið í veg fyrir kjör tveggja Framsóknarmanna nú. Þórður á möguleika Alþýðubandalagið er í sókn í kjördæminu, enda nýtur Ragnar Arnalds mikils trausts hjá fólki, ekki síst eftir ráðherratíð hans en þá kom hann mörgum málum kjördæmisins til betri vegar. í öðru sæti er Þórður Skúlason, sveitarstjóri á Hvammstanga, og fyrrverandi formaður Fjórðungs- sambands Norðlendinga. Þórður er gjörkunnugur sveitarstjórn- armálum og vanda landsbyggðar- innar og hefur því verið stillt upp sem valkosti á móti Vilhjálmi Eg- ilssyni. Mörgum þykir hæpið að Alþýðubandalagið geti unnið mann af Sjálfstæðisflokki, en það er þó engan veginn útilokað. Al- þýðubandalagið er eini flokkur- Ragnar Arnalds - Alþýöubandalag- ið er í sókn. Vilhjálmur Egilsson - hann féll . prófkjöri í Reykjavík og fór norður. Hann fellur þar llka. inn í kjördæminu sem ekki líður fyrir nýju framboðin: Þjóðar- flokkurinn og Kvennalistinn eiga eftir að höggva skörð í framsókn- arfylgið, Borgaraflokkurinn tekur frá Alþýðuflokki og Sjálfs- tæðisflokki. Forsenda þess að Alþýðu- bandalagið vinni mann í kjör- dæminu er að veruleg hreyfing verði. Ljóst er að mjög mjótt verður á mununum: Baráttan um fimmta þingmann kjördæmisins mun standa á milli Alþýðubanda- lags og Alþýðuflokks - pólitísk upprisa Sjálfstæðisflokksins úr þessu myndi jafnast á við upprisu Lazarusar hér um árið. Kjósendur í Norðurlandskjör- dæmi vestra hafa fundið fyrir því undanfarin ár að fjármagnið er allt fært til Reykjavíkur. Fólks- fækkun á síðasta ári varð 1,2%. Fólkið í kjördæminu borgar milljónir í lífeyrissjóði sem síðan veita fé í húsnæðismálakerfi alls landsins. Umsóknir úr kjördæm- inu eru 16 talsins - Þannig fara tugmilljónir króna til bygginga fyrir sunnan af fjármunum lands- byggðarfólks! Landbúnaðarstefnan hefur komið illa niður á bændum og samdrátturinn er farinn að segja til sín í byggðarlögunum sem byggja mikið á þjónustu við sveitirnar. Það er því næsta víst að kjós- endur á Norðurlandi vestra sjá litla ástæðu til þess að verðlauna stjórnarflokkana með atkvæðum sínum. Hrafn Jökulsson Pálmi Jónsson - Sjálfstæðisflokkur- inn tapar manni þrátt fyrir að Pálmi njóti trausts. Þórður Skúlason - 2. sæti á lista Alþýðubandalagsins. Raunhæft að ætla honum þingsæti. Páll Pétursson - Framsókn tapar einhverju fýlgi en heldur tveimur mönnum. FERÐA FÓLK Shall Staðarskáli Hrútafirði Ákjósanlegur áfangi hvort sem þér eruö á léiö noröur eöa aö noröan. Ef þér eruð á leiö aö sunnan á Strandir þá athugið aö viö erum 4 km frá vega- mótum Noröurlandsvegar og Strandavegar viö Hrútafjarðará. ★ Bensínafgreiðsla ★ Gisting ★ Fjölbreyttar veitingar ★ Ferðamannaverslun ESSO og SHELL þjónusta ZrT Það stansa flestir i Staðarskáia Opið alla daga frá 8 til 23,30 /mAmu Hrútafiröi Simi 95-1150 Netagerð Vestfjarða hf. ísafirði Símar 94-3413, 3332, 3212 3077 og 4062. Útibú Hvammstanga sími 95-1710 Setjum upp og önnumst viðgerðir á rækju og botnvörpum fyrir stór og smá skip. önnumst alhliða netaviðgeröir. Leitið ekki langt yfir skammt. Netagerð Vestfjarða Hvammstanga

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.