Þjóðviljinn - 09.04.1987, Blaðsíða 4
NORÐURLAND VESTRA
NORÐURLAND VESTRA
— Á bændafundi í
Fljótunum með
Ragnari og
Þórði
Pórður Skúlason, Reynir Pálsson, fundarstjóri.
Landbúnaðinn
í öndvegi!
„(Jm hvað verður kosið í
þessum kosningum,” spurði
Þórður Skúlason á fundi með
bændum í Fljótunum á dögun-
um. Og hann svaraði spurn-
ingunni sjálfur: „Það verður
kosið um byggðamálin, virðis-
aukaskattinn, launamálin,
skattakerfið, félagsmál og
kjarnorkuvopnalaus Norður-
lönd. Það verður kosið um það
hvort byggð á að haldast í
landinu. Stjórnvöld hafa sýnt
að þau hafa engan skilning á
málefnum landsbyggðarinnar:
hvorki í sjávarútvegsmálum
né landbúnaðarmálum.
Fundurinn í Fljótunum var
ekki haldinn einvörðungu vegna
komandi kosninga. Ragnar Arn-
alds hefur á hverju ári átt fund
með bændum og að þessu sinni
var Þórður Skúlason sveitarstjóri
á Hvammstanga, sem skipar ann-
að sæti á listanum, honum til
fulltingis.
Þórður kom sérstaklega að
virðisaukaskattinum í ræðu sinni
og benti á að verð á innlendum
matvælum myndi stórhækka ef
hann yrði tekinn upp. Skatturinn
gæti því haft ófyrirsjáanlegar af-
leiðingar fyrir landbúnaðarfram-
leiðsluna. Alþýðubandalagið er á
móti þessum sícatti, sagði Þórður.
Hann kom einnig að launamál-
unum: „Kaupmáttur launa hefur
verið skertur til muna í tíð ríkis-
stjórnarinnar þannig að fólk hef-
ur mun minna handa í millum. Á
sama tíma hafa niðurgreiðslur á
landbúnaðarvörum verið
minnkaðar stórlega. Minnkandi
neysla er því engin tilviljun. Og
það eru ekki bara bændur sem
finna fyrir þessum samdrætti.
Mörg byggðarlög byggja mikið á
þjónustu við sveitirnar og ástand-
ið er þannig afar slæmt mjög
víða.”
Þórður gat þess að flutningar
frá landsbyggðinni væru nú þeir
mestu síðan á viðreisnarárunum.
Framsóknarflokkurinn hefði því
staðið sig afar illa í að gæta
hagsmuna landsbyggðarinnar:
„Þeir vilja vel en hafa komið
ótrúlega litlu fram í ríkisstjórn-
inni. Frjálshyggjusjónarmið
Sjálfstæðisflokksins hafa ráðið
ferðinni.” Að lokum sagði Þórð-
ur: „Kosningar snúast því ekki
síst um það að snúa byggðastefnu
íhaldsins og Framsóknar við - og
efla byggðina aftur og setja land-
búnaðinn í það öndvegi sem hann
verðskuldar.”
Gæluverkefni syðra
Ragnar Arnalds tók næstur til
máls og áréttaði að byggðamálin
væru aðalmál þessara kosninga
og meginviðfangsefni Alþýðu-
bandalagsins í kosningunum.
„í þessu kjördæmi varð 1.2%
Ragnar á tali við einn fundarmanna.
$ / li c fi
fækkun á síðasta ári. Það virðist
kannski ekki mikið en með sama
áframhaldi verður þess ekki langt
að bíða að heilar sveitir fara í
eyði. Ein meginorsök fólksflótt-
ans er efnahagsstefna núverandi
ríkisstjómar. Við skulum hafa
það hugfast að á meðan lands-
byggðin á svo mjög undir högg að
sækja þá blómstrar verslunin á
Faxaflóasvæðinu. ”
Ragnar sagði að vaxtastefnan
hefði verið landbúnaði og sjávar-
útvegi þung í skauti: „Verslunin
þolir þetta vel - þeir hækka bara
álagninguna hjá sér. En fólkið í
landinu og grunnatvinnuvegirnir
hafa fundið fyrir því að vaxta-
byrðin hefur aldrei verið þyngri.”
„Frjálsa álagningin hefur haft í
för með sér að kaupmaðurinn
fær nújafnmikið og bóndinn í
sinn hlut afverði landbúnað-
arafurða“
Ragnar sagði að stefnan í ríkis-
fjármálum hefði þýtt stórfelldan
niðurskurð á vericefnum úti á
landsbyggðinni: Fjárveitingar til
skóla, heilsugæslu, hafnar- og
vegaframkvæmda hefðu verið
minnkaðar á meðan fé væri ausið
í gæluverkefni syðra: „Það hefur
farið álíka til nýju flugstöðvar-
innar og til allra byggðarlaga í
landinu!”
Kaupmaðurinn jafn-
mikið og bóndinn
„Við viljum hækka niður-
greiðslur verulega,” sagði Ragn-
ar. Hann undirstrikaði samheng-
ið á milli þess þegar þrengdi að
■
Ullariðnaður
Tískupeysur frá Hvammstanga
Prjónastofan Drífa með eigin hönnun og framleiðslu sem er á góðri
leið með að slá í gegn. Pantanir frá útlöndum og góð sala í reykvískum
tískubúðum
Prjónastofan Drífa á
Hvammstanga hefur ekki lagt
upp laupana þótt illa hafl órað í
ullar- og prjónaiðnaðinum um
nokkurt skeið. Á síðasta ári
réð fyrirtækið Þórdísi
Kristleifsdóttur hönnuð, til
þess að hanna splunkunýja
tískulínu af ullarpeysum. Og
útkoman varð vægast sagt
glæslleg: peysurnar frá Drífu
renna út eins og heitar lummur
úr reykvískum tískubúðum ög
pantanir eru þegar byrjaðar að
berast erlendis frá.
Prjónastofan Drífa var stofnuð
árið 1972 og hefur til skamms
tíma eingöngu framleitt fyrir ris-
ana á ullarmarkaðinum, Hildu og
Álafoss. Á milli 20 og 25 starfs-
menn vinna við fyrirtækið og
verkefni hafa verið næg. Ytri að-
stæður hafa hins vegar gert það
að verkum að reksturinn hefur
ekki gengið nógu vel allra síðustu
ár. Þar vegur þyngst fall dollar-
ans, - hann hefur gert prjónaiðn-
aði marga skráveifuna enda allur
útflutningur miðaður við hann.
Það var Elín Þormóðsdóttir hjá
Drífu sem átti hugmyndina að
eigin framleiðslu prjónastofunn-
ar og í samtali við Þjóðviljann
kvaðst hún afar ánægð með
hvemig til hefði tekist. Ullin er
unnin á annan hátt en tíðkast hef-
ur, þannig að peysumar verða
þéttari í sér og ekki eins loðnar og
sígildu ullarafurðimar. Elín
sagði að vel hefði gengið að selja
peysurnar í búðum fyrir jólin og
2500 stykki hefðu verið pöntuð
frá Skotlandi og á næstunni yrðu
afgreiddar pantanir til fleiri
landa.
Enn sem komið er, er eigin
framleiðsla Drífu aðeins lítill
hluti af heildarafköstum hennar,
en Elín sagðist vona að í framtíð-
inni gæti fyrirtækið aukið fram-
leiðslu á eigin vörum. Peysur
Drífu em framleiddar undir
vömmerkinu MOSS og í haust er
væntanleg ný lína frá fyrirtækinu.
-þj.
Reffilegir drengir í tískupeys-
um frá Hvammstanga.
landbúnaði þá kæmi það niður á
byggðarlögunum. - „Og það er
fleira sem er á afrekaskrá þessar-
ar ríkisstjórnar - frjáls álagning
kaupmanna hefur leitt til þess að
kaupmaðurinn fær nú jaftimikið
og bóndinn í sinn hlut af verði
landbúnaðarafurða. Jafnmikið
fyrir það að rétta kúnnanum kjöt
yfir borðið og bóndinn fyrir allt
sitt starf. Finnst ykkur þetta eðli-
legt?”
Ragnar fór síðan nokkrum
orðum um stjórnmálaástandið í
kjördæminu. (Hér ber að taka
fram að þetta var áður en Albert
Guðmundsson fór í sérframboð í
öllum kjördæmum.) Hann taldi
að Framsókn ætti að halda
tveimur, þar sem komið hefði
fram BB-framboð við síðustu
kosningar sem fékk talsvert fylgi
en nú væri Framsókn í einu lagi
og ætti að halda sínu eftir öllum
sólarmerkjum að dæma. Ragnar
sagði að nú væri lag að fella Vil-
hjálm Egilsson, fallkandídat úr
röðum reykvískra frjálshyggju-
manna. Hvað kratana varðaði,
sagði Ragnar, að allir þekktu nú
þeirra hug til landbúnaðarins og
kæmi fyrir lítið þótt þeir reyndu
að klóra í bakkann rétt fyrir kosn-
ingar: „Stefna þeirra er fjand-
samleg bændum og landsbyggð-
inni.”
„Ég held að við Alþýðubanda-
lagsmenn höfum sett okkur verð-
ugt markmið í þessum kosning-
um: Að fá tvo menn á þing. Þórð-
ur Skúlason yrði góður fulltrúi
kjördæmisins, enda gjörþekkir
hann málefni landsbyggðarinn-
ar.”
Takið kratana í gegn
Eftir ræður þeirra Þórðar og
Ragnars urðu nokkrar umræður
og greinilegt að stefnan í land-
búnaðarmálum brann heitt á
fólki. Einnig var komið að því
hvernig fjármunir eru færðir frá
landsbyggðinni til Reykjavíkur
og þangað þyrftu landsbyggðar-
menn síðan að fara og nánast
betla peningana aftur grátandi á
hnjánum. Skilningur sunnan-
manna væri einatt mjög takmark-
aður og þannig yrði langsstærsti
hluti verðmætanna eftir í Reykja-
vík.
Þá var og spurt hvort Alþýðu-
bandalagið hygðist beita sér fyrir
endurmati á starfi húsmóðurinn-
ar. Þær væru nú réttindalausar
með öllu og starf þeirra einskis
metið. Ragnar svaraði því til að
þetta mál væri eitt af stefnumál-
um Alþýðubandalagsins í þessum
kosningum og það mundi beita
sér hart fyrir því.
Mikil óánægja kom fram hjá
fundarmönnum með ástandið í
útvarpsmálum, skilyrði eru með
eindæmum léleg þannig að Rás 2
næst ekki nema með höppum og
glöppum og rás eitt oft á tíðum
illa. Ekki virtist vera vilji hjá for-
ráðamönnum RÚV að bæta á-
standið og því lítið að marka slag-
Skagaströnd
Matká
fulium dampi
Fyrirtækið byggt upp eftir bruna í fyrra. Allri fram-
leiðslu þessa árs þegar ráðstafað
í maí í fyrra brann húsnæði og
öll tæki bátagerðarinnar Mark s/f
á Skagaströnd. Margir hefðu
sjálfsagt lagt árar í bát við svo
komið en það gerðu eigendur
Mark s/f ekki. Fáeinum mánuð-
um síðar var risið nýtt húsnæði,
nafninu breytt í Mark h/f og
framleiðsla er komin á fullan
damp aftur.
Fyrirtækið var stofnað árið
1984 og er nú í eigu sjö einstak-
linga. Nú vinna 6 manns hjá
Mark og fljótlega bætast tveir í
hópinn. Fyrirtækið framleiðir
báta úr trefjaplasti yfirleitt 5-9,5
tonna, en einnig vatnabáta fyrir
bændur og fiskimenn.
Mark Markovic tjáði tíðinda-
manni Þjóðviljans að fram-
leiðslan væri fylliiega samkeppn-
isfær við innflutning, bæði hvað
varðaði verð og gæði, enda væri
nú búið að ráðstafa allri fram-
leiðslu þessa árs. Mark vildi ekki
rekja aukna sölu á smábátum til
þeirrar reglu kvóta kerfisins að
bátar undir 10 tonnum geti fiskað
að vild, því þeir hefðu selst í mikl-
um mæli áður en þær reglur komu
til.
Fyrir þá sem hafa hug á að snúa
sér að útgerð má geta þess að full-
búinn 9 tonna bátur með haffæm-
isskírteini kostar u.þ.b. 2,8
milljónir króna.
-þj.
orðið um útvarp allra lands-
manna.
Einn fundarmanna bað þá
Þórð og Ragnar að taka kratana í
gegn þvi Alþýðuflokkurinn sigldi
undir fölsku flaggi og það yrði
skelfilegt ef hann kæmist til á-
hrifa í landbúnaðarmálum. Þórð-
ur og Ragnar kváðust glaðir taka
kratana í gegn - til þess þyrftu
þeir einungis stuðning kjósenda!
-hj-
„Það hefur farið
álíka mikið fé til
nýju flugstöðvar-
innar og til allra
byggðarlaga á
landinu!“
Þ. JÓNSSON & CO.
Skeifan 17 Reykjavík
símar 84515 - 84516
ENDURBYGGJUM
BÍLVÉLAR
Sérhæft vélaverkstæði í viðgerðum á
bensin- og disilveium i bitreiðum og
vinnuvélum
• Borum vélarblokkir
• Rennum sveifarása
• Rennum ventla og ventilsæti
• Plönum vélarblokkir og hedd
• Rafsjóðum á sveifarása
A
4 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN
ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5