Þjóðviljinn - 09.04.1987, Side 6
NORÐURLAND VESTRA
Volgnar
undir
íhaldinu
„Ungir kjósendur í þessu
kjördæmi krefjast fyrst og
fremst ábyrgrar heildarstefnu í
málefnum landsbyggðarinnar.
Stefnan í landbúnaðarmálum
hefur snert okkur afar iila og.
eins er það furðulegt að sjáv-
arútvegspláss sem leggja
þjóðarbúinu gífurlega fjár-
munl þurfi að betla hverja
krónu að sunnan,“ sagði Ingl
V. Jónasson, tvítugur
Sauðkræklingur í samtali við
Þjóðviljann.
afstöðu sína í landsmálunum.
„Ég hef alltaf tekið afstöðu
með lífsskoðun og hugsjónum
Alþýðubandalagsins. Svo held ég
líka að ég sé eini maðurinn í
plássinu sem greiðir árgjöld til
Samtaka herstöðvaandstæðinga.
Mér finnst áhugaleysi á pólitík
vera áberandi hjá ungu fólki,
sennilega ræður þar mestu smæð
hvers byggðarlags, auk þess sem
þetta kjördæmi er rótgróið
framsóknar- og íhaldsbæli. En
það er athyglisvert að helstu
Ingi V. Jónasson: Ábyrga heildarstefnu í málefnum landsbyggðarinnar. (Mynd: -hj.).
andstöðuna við þessi öfl er að
finna í kröftugu starfi yngri fé-
laga“.
En hverju spáir hann um úrslit
kosninganna í kjördæminu?
„Það er nú farið að volgna illa
undir íhaldinu og Vilhjálmur Eg-
ilsson nær ábyggilega ekki kjöri.
Alþýðubandalagið á raunhæfa
möguleika a öðrum þingmanni,
enda er Þórður Skúlason virtur
fyrir störf sín. Ætli Framsóknar-
flokkurinn hangi ekki í tveimur,
en annars er afar erfitt að spá,
enda fjöldi smáframboða“. hj.
Ingi er fæddur og uppalinn á
Króknum og er nú á síðasta ári í
Fjölbrautaskólanum þar. Hann
hefur tekið virkan þátt í félags-
málum og var m.a. formaður
nemendafélagsins á síðasta ári og
sat í framkvæmdastjórn Mælsku-
og rökræðukeppni framhalds-
skólanna (MORFÍS) á liðnum
vetri.
Aðspurður sagði Ingi að af-
skipti sín af pólitík hefðu byrjað
þegar hann tók þátt í framboði
„Nýs afls“ í bæjarstjórnarkosn-
ingunum á Sauðárkróki í fyrra.
„Nýtt afl“ hafði stefnuskrá sína
að mestu leyti frá Samtökum um
jafnrétti milli landshluta og var
skipað ungu fólki. „Nýtt afl“ náði
ekki að koma manni að, en ýtti á
ýmiss óhefðbundin mál, að sögn
Inga, og hafði þannig nokkur
áhrif.
Ingi var spurður um pólitíska
Ari Jóhann Sigurðsson ritstjóri og Haukur Hafstað blaðamaður: „Feykirerfrjáls
og óháður". (Mynd: —hj.).
MOTOFtOLA
FARSÍMINN
Eins og ávallt þá kemur
tæknileg fullkomnun frá
MOTOROLA
Sala - ísetning - þjónusta.
Fjarskipti
St rafeindarásir h.f.
Grandagardi 1b,
sími 622986.
Innbyggður
íslenskur
leiðarvísir
í símanum.
99 bókstafa minni.
Bjartir stafir.
Léttur og þægilegur.
Einfaldur í notkun.
Feykir verður vikublað
Haukur Hafstað blaðamaður: Stóru fjölmiðlarnir
gera landsbyggðinni lítil skil
Eina fréttablaðið sem kemur
út að staðaldri í Norðurlands-
kjördæmi vestra er Feykir, útgef-
inn á Sauðárkróki. Feykir er nú á
sjöunda ári og hefur til þessa
komið út hálfsmánaðarlega í dag-
blaðsformi, átta síður í senn. Nú
er afráðið að gera Feyki að viku-
blaði og er meiningin að efni
blaðsins verði ferskara og nýrra
af nálinni. Ritstjóri er Ari Jóhann
Sigurðsson. Haukur Hafstað,
blaðamaður á Feyki, sagði í
stuttu spjalli við Þjóðviljann að
Feykir væri frjáls og óháður
flokkum og sumum þætti jafnvel
sem full lítið væri af skoðunum í
blaðinu. Það væri þó öllum opið
sem í það vildu skrifa. Haukur
kvað Dag á Akureyri hafa höggv-
ið nokkur skörð í lesendahóp
Feykis þegar hann var gerður að
dagblaði, en salan væri þó að
aukast aftur. Aðspurður um hlut-
verk landsbyggðarblaða sagði
Haukur: „Þau sinna málum sem
einatt fara fyrir ofan garð og neð-
an hjá stóru fjölmiðlunum, sem
gera málefnum landsbyggðarinn-
ar mjög lítil skil og oftast af van-
þekkingu. Hinn mikli fjöldi þess-
ara blaða, svo og útbreiðsla
þeirra sannar ótvírætt að það er
þörf fyrir þau. Fólk úti á landi vill
fylgjast með því sem er að gerast í
umhverfi þess, þó stóru fjölmiðl-
arnir sjái ekki ástæðu til að veita
þá þjónustu." - hj.
HESTAMENN!
Nú er kominn á markaðinn nýr þrumuhnakk-
ur í algjörum sérflokki. íslensk hönnun, vand-
aður og léttbyggður.
HESTASPORT
Bæjarhrauni 4,
Hafnarfirði, sími 651006.
Póstsendum.