Þjóðviljinn - 09.04.1987, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 09.04.1987, Qupperneq 7
NORÐURLAND VESTRA Getumnáð tveimur áþing Kristbjörg Gísladótir, 7. sætiálista Alþýðubandalagsins: Sérframboð kvenna öfgakennt Það er stundum eins og þær ætlist jafnvel til að karlar gangi með börnin!" - Viltu spá um úrslit kosning- anna? „Það er nú mjög erfitt vegna fjölda framboða. En ég finn að Alþýðubandalagið er í sókn og það á möguleika á tveimur mönnum á þing“. -þj. Kristbjörg Gísladóttir með frum- burðinn ífanginu: Sérframboð kvenna er öfgakennt: Stundum er eins og þær ætlist til að karlarnir gangi með börnin fyrir þær! (Mynd:-hj.). Kristbjörg Gísladóttir, 23 ára skrifstofustúlka á Hofsósi, skipar 7. sætið á lista Alþýðu- bandalagsins í Norðurlands- kjördæmi vestra. Hún var spurð að því hvaða mál snertu ungt fólk öðrum fremur í kom- andi kosningum. „Pað er nú afar margt sem mætti betur fara. Það er brýnt að taka á skólamálum og fjölga tæki- færum til menntunar hér í kjör- dæminu. Eins er atvinnulífið ein- hæft og það þarf að breytast til þess að unnt sé að laða að ungt fólk“. - Nú eru mörg framboð fyrir þessar kosningar, m.a. Kvenna- listi. Eiga konur erfitt með að ná áhrifum innan gömiu flokkanna? „Innan Alþýðubandalagsins eiga konur alla þá möguleika sem þær vilja nýta sér. Mér finnst sérstakt framboð kvenna öfga- kennt og margt í stefnumálum þeirra sem er alls ekki raunhæft. Kosningamar snúast um byggðamál Helgi Hannesson, Siglufirði: Verður að stöðva fólksflóttann og færa fjármagnið til sveitarfélaganna „Byggðamálin eru tvímæla- taust mál þessara kosninga fyrir ungt fólk í kjördæminu. Það verður að færa fjármagnið til sveitarfélaganna og stöðva fólksflóttann suður,“ sagði Helgi Hannesson, liðlega tví- tugur Siglfirðingur í samtali við Þjóðviljann. Helgi er fæddur og uppalinn á Siglufirði og er iðnnemi hjá raf- veitu bæjarins og verkstæðinu Rafbæ. Helgi nefndi til dæmis að Sigl- ufjörður væri með hæstu útflutn- ingshöfnum á landinu og því ekki nema sanngjamt að heimamenn fengju að ráðstafa þeim tekjum að einhverju leyti. Eins og nú væri málum komið þyrfti að sækja allt suður, til dæmis vegna nauðsynlegra úrbóta í hafnarmál- um. Önnur mál sem Helgi kvað brýn fyrir ungt fólk í kjördæminu eru húsnæðismál, en á Siglufirði vantar tilfinnanlega leiguhúsnæði fyrir fólk sem vill prófa að búa úti á landi. Eins þyrfti að skapa at- vinnu fyrir fólk sem menntaði sig, en það fyndi ekkert við sitt hæfi, eins og nú háttaði til. Úrbætur í menntamálum í kjördæminu eru einnig nauðsynlegar að sögn Helga og nefndi hann sérstaklega að á Siglufirði þyrfti að koma á fót fiskvinnsluskóla. Aðspurður um pólitískan áhuga hjá ungu fólki sagði Helgi: „Hann er of lít- ill en ég held að ungt fólk sé í vaxandi mæli að taka afstöðu. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa séð til þess að fólk er knúið til að hugsa sinn gang“. - iy. NORÐURLAND VESTRA Umsjón: Hrafn Jökulsson m&jmém Verið velkomin í Kaupféiagið Það er ykkar verslun Kaupféiag Vestur- Húnvetninga Hvammstanga IGUNDERSTED MYKJUDÆLAN OG DREIFARINN LEYSA MYKJUVANDAMÁLIN í EITT SKIPTI FYRIR ÖLL! flliiMHiW KAPLAHRAUNI 18 - SIMI 91-651800 220 HAFNARFJÖRÐUR

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.