Þjóðviljinn - 09.04.1987, Síða 8

Þjóðviljinn - 09.04.1987, Síða 8
NORÐURLANP VESTRA Kjörin hafa versnað til muna „Þaö er engin spurning að við náum betri árangri með því að semja beint við vinnu- veitendur hér á Siglufirði. Þannig náum við að eyða ýms- um ágreiningi sem snertir okk- ur sérstaklega,“ sagði Hafþór Rósmundsson, formaður Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði í samtali við Þjóðvilj- ann. Vaka tók ekki þátt í sam- floti ASÍ, hvorki í febrúar- né desembersamningunum á síð- asta ári. í Vöku eru nú um það bil 630 félagar í fimm deildum og kynj- askiptingin er nánast hnífjöfn. Hafþór var spurður um virkni félagsmanna í Vöku. „Félagar í Vöku hafa alltaf ver- ið ákaflega virkir í starfsemi fél- agsins og eru enn. Okkur Hefur líka tekist að fá töluvert af ungu fólki til starfa og það er mjög gott. - En starfsemin er að því leyti breytt frá því sem var að við leggjum mikla áherslu á vinnu- staðafundi og náum þannig góð- um tengslum við okkar félags- menn. Það er líka vart hægt að ætlast til þess að fólk mæti mikið á fundi, það er unnið hér meira og minna tíu tíma á dag sex daga vikunnar.” - Þannig að það er næg vinna hjá ykkur? „Já, það er óhætt að segja það. Yfirleitt er frekar að það vanti fólk. Síðan er ekki minna vert að atvinnan hefur verið stöðug, enda góð samvinna og stjórn á fiskveiðum útgerðarinnar hér. Við höfum ekki tekið neinn þátt í þessu gámaævintýri, heldur er allur fiskur unninn hér.” - En hvernig er þá ástandið í húsnæðismálum fyrir þá sem langar að flytja til Siglufjarðar? „Það er nú að breytast til batn- aðar. Bæði er verið að leggja drög að byggingu leiguíbúða og eins verður elliheimili tekið í notkun á næstunni og þá losnar húsnæði. Það er nauðsynlegt að gefa aðkomufólki kost á því að leigja áður en það gerir upp við sig hvort það sest að til lang- frama.” -Nú er jöfn skipting kynja í Vöku. Er jafnrétti í launamálum líka? „Nei, því miður. Það er nátt- úrulega sama kaup fyrir sambæri- leg störf, en hér eins og annars staðar hafa karlar frekar lent í betur borguðum stöðum.” - En hvernig hafa kjör verka- fólks verið síðustu árin að þínu mati? „Misgengi launa og verðlags hefur sagt til sín og kaupmáttur stórminnkaði þegar núverandi ríkisstjórn afnam vísitölubætur á laun og bannaði verkföll í upp- hafi ferils síns. Það er alveg furð- ulegt að ekkert skuli hafa verið gert til að leiðrétta þetta. Það eru ótrúlega þungar vaxtabyrðar á fólki og það er helvíti hart þegar það þarf að borga þúsundir í verðbætur og vexti en síðan fá- einar krónur af lánunum sjálfum. Þetta er stórmál enda hafa kjör versnað til muna.” - En tók þá verkalýðshreyf- ingin rétt á málunum í upphafi? „Nei, hún tók þessu allt of þegjandi og hljóðalaust. Það var eins og menn gerðu sér ekki grein fyrir hvað þetta var mikið mál. Eg gerði það ekki fyrr en ég tók við lífeyrissjóðnum hérna. Þann- ig er kannski ekki við neinn að sakast í þessu máli. En þessar að- gerðir halda áfram að segja til sín á meðan ekkert er að gert til að leiðrétta þennan mismun launa og verðlags.” - Hvernig líst þér þá á kom- andi kosningar með hliðsjón af þessu? - Ég myndi nú ekki treysta mér til að spá um úrslitin - með 9 til 10 framboð í hverju kjördæmi. En ég er þess fullviss að fólk verð- ur að halla sér að Alþýðubanda- laginu. Þó ég sé alls ekki alsáttur við Alþýðubandalagið þá er það eini flokkurinn sem hefur reynt að bæta kjör launþega. Þessar kosningar snúast um byggðamál að mestu leyti og ég hugsa til þess með skelfingu ef við eigum að sitja uppi með sömu stjórnina áfram.” -hj. - Hafþór Rósmundsson, formaður Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði: Gífurlegt misgengi launa og verðlags - ótrúlega þungar vaxtabyrðar á fólki. Hugsa til þess með skelfingu ef sama stjórn verður áfram Hafþór Rósmundsson, formaður Verkalýðsfélagsins Vöku, ásamt Arndísi Kristjánsdóttur og Líneyju Kolbeinsdóttur. Útgerðarmenn - skipstjórar - vélstjórar Nú eru 28.700 hestöfl af Berg en Diesel í gangi á íslandsmið um. í pöntun eru 10.900 hestöfl. Þetta sýnir það traust sem ís- lenskir útgerðarmenn hafa á Bergen Dieselvélum. Bjóðum ykkur einnig hinar vel- þekktu Cummins-ljósavélar, hliðarskrúfuvélar og aðalvél- ar. Einkaumboð Björn & Halldór hf. Síðumúia 19 — Símar 36030 & 36930

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.