Þjóðviljinn - 10.04.1987, Síða 3

Þjóðviljinn - 10.04.1987, Síða 3
Póst- menn sömdu „í stórum dráttum náðum við fram svipuðum samningi og Starfsmannafélag rfldsstofnana hefur nýverið gert. Það má reyndar alltaf betur gera, en ég held að við megum vera sæmilega sátt við þessi úrslit mála,“ sagði Jenní Jakobsdóttir, formaður Póstmannafélagsins, en samning- ar tókust við ríkisvaldið um kaup og kjör póstmanna í bítið í gær- morgun. „Þessi samningur gildir til tveggja ára og færir okkur að jafnaði um 24% hækkun launa á samningstímabilinu. Það var tekin upp ný launatafla, sem færir okkur ein og sér 13,3% hækkun. Þeir hækka hlutfallslega mest sem eru í lægstu þrepunum. Að auki eru ýms bókunaratriði sem samkomulag náðist um, varðandi ýms réttindamál okkar félagsmanna og varða okkur nokkru. Launaflokkahækkun, sem kemur 1. janúar í samning- um SFR, fengum við flýtt til 1. apríl. Við settum kauptryggingar- ákvæði upphaflega á oddinn. En í ljósi þess að háskólamenn hafa staðið í ströggli um þetta atriði við ríkisvaldið og þurft að fórna miklu til, töldum við að okkur væri ekki stætt á öðru en að þiggja það sem var í boði til að tryggja samninginn. Þannig að verðtryggingin síðara árið felst í því að það verður að skjóta mál- inu í gerð, á sama hátt og er í samningi SFR,“ sagði Jenní Jak- obsdóttir. Næstu daga mun samningurinn verða kynntur póstmönnum og er búist við að atkvæðagreiðsla geti hafist strax eftir helgi. -RK FRETTIR Kjarabarátta Tíu félög í verkfalli Tvöfélög í viðbót hafa boðað verkfall á nœstu dögum. Margvíslegþjónusta úr skorðum Félagsmenn tíu stéttarfélaga eru í verkfalli um þessar mundir, þar af er eitt í tíma- bundnu verkfalii. Þessu til við- bótar hafa tvö stéttarfélög boðað verkfall á næstunni, takist samn- ingar ekki áður. Margvísleg þjón- usta og starfsemi hefur stöðvast að hálfu eða öllu leyti vegna ver- kfallanna. Þýðingarmikil þjónusta, sem ríkisspítalarnir veita, hefur veru- lega gengið úr skorðum vegna verkfalls hjúkrunarfræðinga og þeirrar röskunar sem orðið hefur á starfsemi Blóðbankans vegna verkfalls náttúrufræðinga. Þjón- usta bókasafna er í lágmarki vegna verkfalls bókasafnsfræð- inga og nokkur skólasöfn eru al- veg lokuð. Eftirfarandi félög eru í verk- falli um þessar mundir: háskól- amenntaðir hjúkrunarfræðingar og sjúkraþjálfarar hafa verið í verkfalli frá 19. mars að telja. Sálfræðingar fóru í verkfall 24.; mars og félagsráðgjafar, iðju- þjálfar og leiðsögumenn þann 26. Náttúrufræðingar hófu verkfall 31. mars, matvæla- og næringar- fræðingar 1. apríl. Verkfall bóka- safnsfræðinga hófst 2. þessa mán- aðar. í fyrradag hófst tímabundið verkfall Múrarafélags Reykja- víkur, sem stendur til 15. þessa mánaðar. En hafi samningarekki náðst að þeim tíma liðnum hyggj- ast múrarar hefja allsherjarverk- fall frá og með 21. apríl. Félag íslenskra símamanna hefur einn- ig boðað verkfall frá og með sama degi. -RK Margrét Loftsdóttir bókasafnsfraeðingur ásamt starfssystrum: láglaunahópur innan BHM (mynd: Sig.) Bókasafnsfrœðingar Reynum að hanga í hinum Margrét Loftsdóttir: Margir bókasafnsfrœðingar í skertum stöðum og ekki heimildfyrir heilum stöðum. Getum ekki bætt okkur launin með eftirvinnu. Erum láglaunahópur innan BHM Bókasafnsfræðingar sem starfa hjá ríkinu hafa verið í verkfalli síðan 2. aprfl og tekur verkfallið til 56 bókasafnsfræðinga sem starfa m.a. í framhaldsskólum, á Landsbóka- og Háskólabóka- safni, Landspítalanum og ýmsum opinberum stofnunum svo sem Ríkisútvarpinu, Iðntæknistofn- un, Veðurstofu og víðar. „Við erum láglaunahópur innan Bandalags Háskóla- manna," sagði Margrét Lofts- dóttir bókasafnsfræðingur, „og bókasafnsfræðingar eru margir í skertum stöðum vegna þess að ekki er vilyrði fyrir heilum stöð- um þannig að við getum ekki einu Hafskipsmál sinni bætt laun okkar með yfir- vinnu. Okkar kröfur byggjast að- allega á því að reyna að hanga í skottinu á hinum og erum í því sambandi að reyna að fá í gegn launaflokkatilfærslur. “ Staðan hjá bókasafnsfræðing- um er óljós eins og er og í gær hafði ekkert verið talað við þá síðan á sunnudag en þá kom ekk- ert út úr fundi þeirra með samn- inganefnd ríkisins. í gærkvöld voru þeir boðaðir á fund klukkan hálftíu. Bókasafnsfræðingar hafa feng- ið stuðningsyfirlýsingar frá Fóst- urskólanum en hann hafði sótt Yfirmenn ákœrðir af ríkissaksóknara. í ákœruskjali ríkissaksóknara kennir margra grasa. fræðingsTóianse^fengið^ynfun' Sakargiftir nœr óteljandi. Fjársvik, skjalafals, fjárdráttur ogyfirhylmingar. Ragnar Kjartansson smðningsyfiriýsing þessi er þar sem synjun undanþágunnar _ . . til Fóstuskólans getur varðað það ar 7 miljonir og Bjorgolfur tæpar greiðslur fóru i emkaneyslu s.s. hvort skóhnn tur ntskrifað 6 miljómr. Yfirht yfir fjartokur bflakaup, utanlandsfarir, bruð- hinna ákærðu af hlaupareikning- kaupsveislur venslamanna og öl- unum leiða í ljós að þessar föng. -RK Sakargiftir - fjölskrúðug flóra og Björgólfur Guðmundsson ákœrðir fyrir að láta greipar sópa um fjármuni Hafskips M eintar sakargiftir þeirrra höfuðpaura Hafskips eru ærið fjölskrúðugar. í ákæru ríkissaksóknara, Hallvarðs Ein- varðssonar, er þcim Björgólfí Guðmundssyni, Ragnari Kjart- anssyni, Páli Braga Kristjónssyni og Helga Magnússyni gert að sök að hafa ýmist í sameiningu eða hver í sínu lagi, aðhafst ýmislegt gegn betri vitund og gerst brot- legir við almenn hegningarlög, lög um hlutafélög, endurskoðun, fjársvik, fjárdrátt, umboðssvik og skjalafals. Ákæruskjalið er mikið að vöxtum eða alls 34 þétt vélritaðar síður. í sameiningu eru þeir kumpán- ar ákærðir fyrir að hafa staðið að gerð rangra og villandi reiknings- skila yfir rekstur og efnahag Haf- skips og dótturfélaga þess fyrir árið 1984, til að stuðla að áfram- haldandi lánstrausti hjá Útvegs- bankanum. Þannig var efnahags- reikningur félagsins látinn sýna jákvæða eiginfjárstöðu uppá 8 miljónir, þegar hann var í raun neikvæður um 33 miljónir. í þessu sambandi er þeim öllum, nema Helga, gert að sök að hafa miðlað bankastjórum Útvegs- bankans í tvígang villandi og röngum upplýsingum. Ragnar og Björgólfur eru ákærðir fyrir að hafa vélað hlut- hafa til að samþykkja hlutafjár- aukningu að upphæð 80 miljónir, á grundvelli rangra upplýsinga um rekstrarstöðu félagsins. Helga Magnússyni er gefið að sök að hafa gengið í berhögg við viðurkenndar reikningsskilaað- ferðir, í þeim tilgangi einum að villa um fyrir hluthöfum, banka- stjórum og öðrum viðskipta- mönnum fyrirtækisins um raun- verulega rekstrarafkomu. Að auki er Helgi ákærður fyrir að hafa skrifað uppá endurskoðun reikningsskila fyrirtækisins og ársreiknings 1984, án þess að endurskoðun reikninganna hafi í reynd farið fram. Þeir Ragnar, Björgólfur og Páll Bragi eru ákærðir fyrir fjár- svik og fjárdrátt með einum eða öðrum hætti. Ragnari og Björg- ólfi er í sameiningu gefið að sök að hafa aflað félaginu fjármuna með sviksamlegum hætti og stofna til aukinna skulda með nýjum lántökum, á grundvelli rangra upplýsinga um rekstrar- stöðu Hafskips. Þar á meðal er um að ræða skuldaaukningu hjá Útvegsbanka uppá 757 miljónir og öflun nýs hlutafjár uppá 73 miljónir. Þeim þremenningum, Björg- ólfi, Ragnari og Páli Braga, er gert að sök að hafa svikið út úr fyrirtækinu fé, bæði með því að halda sérstaka hlaupareikninga, sem haldið var utan við bókhald fyrirtækisins, og með skjalafalsi. Til samans er Ragnari og Björg- ólfi gefið að sök að hafa tekið heilar 13 miljónir út af þessum hlaupareikningum, Ragnar rúm- nemendur sína á réttum tíma í vor, að sögn Margrétar. -ing. AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKlRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1980-1. fl. 15.04.87-15.04.88 kr. 1.338,78 ‘Innlausnarverð er höfuöstóll, vextir, vaxtavextir og veröbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóös fer fram í afgreiðslu Seölabanka íslands, Hafnarstræti 10, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, apríl 1987 SEÐLAB ANKIÍSLANDS Föstudagur 10. apríl 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.