Þjóðviljinn - 10.04.1987, Síða 6
VIÐHORF
RÁÐSTEFNA
um grunnrannsóknir
á íslandi
Vísindafélag íslendinga gengst fyrir ráðstefnu
um grunnrannsóknir á íslandi í Norræna húsinu
laugardaginn 11. apríl 1987. Ráðstefnan hefst kl.
9.00 að morgni og stendur fram eftir degi.
DAGSKRA:
Fyrir hádegi:
Ráðstefnan sett.
Helga M. ögmundsdóttir læknir: Að verða vís-
indamaður á íslandi.
Leó Kristjánsson, jarðeðlisfræðingur: Hug-
leiðingar um aðstöðu til vísindarannsókna á Is-
landi.
Guðmundur E. Sigvaldason, jarðfræðingur: Út-
sýn.
Hafliði P. Gíslason, eðlisfræðingur: Við upphaf
nýrra rannsókna á íslandi.
Þorbjörn Karlsson, verkfræðingur: Grunnrann-
sóknir í verkfræði.
Guðmundur Pálmason, jarðeðlisfræðingur: Eru
grunnrannsóknir stundaðar á Orkustofnun?
Páll Jensson, verkfræðingur: Upplýsingatækni í
þágu grunnrannsókna.
Eftir hádegi:
Sigmundur Guðbjarnason, háskólarektor: Vís-
indastefna íslendinga.
Helgi Valdimarsson, læknir: Líffræðivísindi á ís-
landi - samyrkja eða hokur!
Stefán Aðalsteinsson, búfjárfræðingur: Grunn-
rannsóknir Llandbúnaði.
Þóra Ellen Þórhallsdóttir, vistfræðingur:
Grunnrannsóknir í vistfræði.
Unnsteinn Stefánsson, haffræðingur: Grunn-
rannsóknir á íslenskum hafsvæðum.
Guðmundur Þorgeirsson, læknir: Grunnrann-
sóknir í læknisfræði á íslandi.
Jakob K. Kristjánsson, lífefnafræðingur: Líftækni
og hagnýtar grunnrannsóknir.
Frjálsar umræður.
Guðmundur Eggertsson, erfðafræðingur: Niður-
stöður.
Ráðstefnu slitið.
Fundarstjórar verða Jakob Jakobsson, forstjóri
Hafrannsóknastofnunar og Þorkell Helgason,
prófessor.
Ráðstefnan er öllum opin.
Tindastóls þeirra - læt mér nægja
stól þann er ég ræð nú um stund-
ir.
Loðdýr get ég ekki haft vegna
fjarlægðar frá fóðurstöð og svo er
bullandi tap á þessu, skv. Tíman-
um. í fiskeldi finnst enginn bóndi
og lítil von um markað nema þá í
refafóður. Sjórinn tekur að vísu
lengi við - en á norðurhelmingi
landsins skilar hann litlu af því,
sem í hann er látið.
í kanínurækt þarf skv. Bókinni
eina mínútu á dag pr. kvikindi.
í*að eru margar mínútur í degi
bóndans og ekki myndi hann
telja sig handseinni við þau störf.
Héið er á 1700 kr. pr. kg skv.
Bókinni en var 3000 kr. í fyrra og
s.l. hálft ár hefur ekki einu sinni
verið tekið á móti kanínuull,
segir nágranni minn, sem drap sín
dýr eftir áramótin.
„Haughænsni“
og annað fiðurfé
„Haughænsni" eru þar nefnd
og egg „haughænsna" sögð
bragðsterkt lostæti. Hér finnast
hvergi nema hvítir ítalir. Ég á
eftir að tala við góðkunningja
minn, sem fæst við fuglarækt -
e.t.v. á hann til „haughænsna-
unga“. Ég er ekki viss um að
svona nafn fari vel auglýsingum í
kjörbúð - frekar væri möguleiki
að selja þessi bragðsterku egg, í
náttúrulækningafæði.
Bjargfuglaegg vofu næst á list-
anum. Ég sneri mér strax til
bónda, sem ræður bjargi slíkra
fugla, og gerði við hann sam-
starfssamning: Ég ætla, með hans
aðstoð, að síga í bjargið - þar ætti
þyngdarlögmálið að hjálpa til.
Ekki treysti fuglabjargsbóndinn
sér til að draga mig upp með
öllum eggjunum, en ætlar að
leysa málið með því að fara á Eg-
ilsbát undir bjargið og taka mig
þar ásamt eggjunum.
Bóndi þessi benti mér á að egg-
in mættu ekki - skv. Bókinni -
vera stropuð. Ég vil leysa þann
vanda á auðveldan hátt - fá
RALA það verkefni að kyn-
hverfa karlfuglum bjargsins, eins
og gert er við iaxinn. Hitt er tíma-
frekara, að rækta upp bjargfugl,
sem verpir allt árið, en það er
nauðsynlegt, skv. Bókinni. Þar
kæmi RALA inn í dæmið aftur,
með ágætan erfðafræðing, sem
hefur unnið við álíka verkefni í
áratugi. Beitarrannsóknum
mætti sleppa rétt á meðan. Petta
tekur allt sinn tíma - á meðan
verðum við fuglabjargsfélagar að
hafa O flokk fjallalambsins til
matar handa okkur og gestum
þeim, sem að garði ber. Nú,
kræklingur vex ekki í þessum dal
og hugsveppir fara væntanlega í
ginið á haughænsnunum - ef
fuglabóndinn getur útvegað þau
ókynhverfð.
Horn og bein og
hrossabrestir
„Skrautgripir úr horni og
beini“. Það er nú svo með þetta fé
mitt, að það vaxa alls ekki horn á
því og rifbeinin úr O flokknum
mínum eru eins og nálar, í saman-
burði við sterklegu rifin í fitu-
flykkinu hennar CJlínu - sem feiti
krumminn á skjánum hélt að væri
af lambi, þótt ekki þyrfti nema
brot af eðlilegu mannviti til að sjá
að rifbeinin voru úr þrevetrum
hrút.
Öskubakkagerð úr hrosshóf-
um er tilvalið verkefni fyrir ein-
hvern úr toppliði hrossabænda,
sem ekki er þjáður af of mikilli
líkamlegri vinnu, og sama má
segja um smíði hrossabresta.
Leiga til gæsaskytterísmanna
er talin ein auðsuppsprettan.
Ekki nýtist mér það. Veldur því
meðfædd og áunnin lífhræðsla,
enda mun það hugsað sem „loka-
ráð“ í tvennum skilningi - þyrfti
þá ekki fleiri ráða við.
Skemmtanir í hlöðum
og fjósum ásamt
túnþökusölu
Athygli verður er kaflinn um
skemmtanir fyrir „erlenda hópa“
í hlöðum og fjósum ásamt þjóð-
legum réttum t.d. „kjötsúpa og
pönnukökur", auk heimagerðra
drykkja. í slíkum húsakynnum
segir Bókin vel til fallið að hafa
„hráskinnaleik", sem höfundin-
um finnst mjög spennandi og
fjörugur. Verðugt verkefni fyrir
kvenfélög, segir hann, að annast
hluta þessa ágæta leiks fyrir út-
lendinga, - sem mættu þá vera
áhorfendur eða þátttakendur
eftir því sem þeim stæði hugur til.
Ekki skal ég dæma um fjörið og
spennuna í þessum ágæta leik, en
þetta sérstaka húsnæði skortir al-
veg hjá mér og flestum í mínu
héraði.
Ein fjáröflunarleiðin heitir
„túnþökur“. Hún er táknræn
fyrir allar hinar 99. Halldór Lax-
ness segir einhvers staðar frá
bændum, sem áttu það til þegar
þeir höfðu heyjað upp á einn kap-
Samvinnuskólinn á Bifröst
góð atvinnutækifæri
ágæt námsaðstaða og tölvubúnaður
kröftugt félagslíf
frekari menntunarleiðir
skólaheimili tvö námsár
undirbúningur undir störf og frama
þjálfun í félagsstörfum og framkomu
stúdentspróf
Inntökuskilyrði: Umsóknirsendist: Samvinnuskólinn
Tveggja ára framhaldsskólanámi lokið skólastjóri
— á viðskiptasviði eða með viðskiptagreinum Bifrösl
— eða öðrum sambærilegum undirbúningi. 311 Borgarnesi
Umsóknarfrestur: ÍO. mars til 10. júní Upplýsingar í skóianum: Símar 93-5000/5001
1 bm im h mm mm h ■■ r~r mm
mm
al, að „fara suður“ með heyið og
selja það fyrir brennivín, - en
aldrei komust þeir þó svo langt að
selja grassvörðinn ofan af túnum
sínum. Nú telur Stéttarsamband-
ið vænlegast að flá grassvörðinn
af túnunum svo þau „fari ekki í
órækt".
Baðföt í Bahama
og ostagerð
Og á er það „taðreykingin“. Fé
okkar Vestfirðinga er allt á
grindum og undir þeim er ekkert
tað. Ull myndi spillast hér ef
grindur væru teknar - en það út af
fyrir sig skiptir víst ekki máli.
Mér skilst að nú nægi ekki lengur
þótt ríkið borgi alla upphæðina,
sem ég fæ, og gefi verksmiðjunni
ullina, enda ekki við öðru að bú-
ast því samkvæmt orðum fulltrúa
ullariðnaðarins, er besti markað-
urinn að selja hana í baðföt til
Bahama. Efnislítil munu þau föt,
- þófna fljótt og sandberast á rök-
um sandinum.
í næstu frétt á undan frá sama
aðila, var helsti gallinn sá, að
ullarhárin styngju viðkvæma húð
og yllu fiðringi þar sem þau kæmu
við - sumir kynnu þessu ekki illa,
aðrir ver. Ég má til með að bæta
hér við þessa baðfatatísku á Ba-
hama frétt frá iðnaðarráðuneyt-
inu. Þar komu um daginn blakicir
menn og skildist heimamönnum
að þeir væru frá Kenya og vildu fá
hugvit frá íslandi í sambandi við
nýtingu jarðvarma til ylræktar.
Var þeim vel tekið, sem von var.
„Fyrir fáum árum var gerð til-
raun hér á landi með framleiðslu
sauðaosta - gekk sú tilraun vel,“
segir þar. Ég hélt að enginn efað-
ist um að hægt væri að gera osta
úr sauðamjólk, líka úrvals smjör
og jafnvel skyr líka. Spurningin í
þessu máli eins og öllum hinum er
sú sama, - hún er um peninga
fyrir unna vinnustund við starfið,
- og svarið við þessum 100
spursmálum er líka alltaf það
sama.
Grasatínsla, ána-
maðkar og söl
En það á ekki að vísa veginn,
við eigum að fara hann sjálfir.
Hér er smá uppástunga um að
þrír menn reyni þetta, og þessu
þarf að fylgja dálítil áhætta svo
það verði meira spennandi.
Búnaðarmálastjóri hefur oft
hvatt okkur í þessum efnum.
Hann gæti tínt grös í annáluðum
grasaheiðum sinnar fornu heima-
byggðar. Ég efast ekki um að
hann yrði góður við það verk.
Hans áhætta yrði þokan og sú
lognmolla, sem henni fylgir.
Nú, ég gæti tínt ánamaðka og
selt á kr. 6 plús flutningskostnað.
Mín áhætta yrði viðbrögð konu
minnar þegar hún sæi allt umrót-
ið í kringum blómin, lifandi og
dauð.
Þriðji maðurinn þarf að vera
bókarhöfundur. Hann gæti tínt
söl. Söl munu enn vaxa á skerjum
sem Ágúst á Brúnastöðum gekk
ungur drengur. Þar þarf ungan og
liðugan mann því sullsamt mun
vera við strönd þessa og skreipt á
skerjum og betra að huga vel að
straumnum og sjávarföllum. Of
seint að sjá fótum forráð þegar
állinn í land er orðinn óvæður í
stórstraums aðfalli.
Bókin öll minnir á teiknimynd,
sem ég sá á dögum Vetrarstríös-
ins í Finnlandi. Forljótur tröllkarl
var með lítinn Finna á knjám sér
og stóran skurðarhníf í kjaftin-
um. Hjá þeim stóð hár og
grannur maður í röndóttum bux-
um og með pípuhatt. Hann rétti
Finnanum tyggjóplötu og sagði:
„Góflaðu á þessu góði - á meðan
hann er að skera þig.“
Að endingu, ágætu leiðtogar:
Næst þegar þið teljið ykkur eiga
erindi við okkur þá ættuð þið að
reyna að tala við okkur eins og
við hefðum eðlilegt mannvit.
1. apríl, 1987
Halldór Þórðarson,
Laugaiandi
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN