Þjóðviljinn - 10.04.1987, Side 8
HEIMUBINN
örbirgð alþýðunnar til sveita er óskapleg og hungur BfUSÍlíU
landlægt. ----
Öreigar á hrakhólum
Gífurlegur húsnœðisskortur veldur leiguokri, jafnvel í ömurlegustufátœkrahverf
unum. Aœtlun stjórnarinnar um skiptingu jarðnœðis meðalfátækra miðar hægt
Iúthverfum austan iðnaðar-
borgarinnar Sao Pauio hafa
menn lengi búið í sambýli við
rottur og skorkvikindi í aumum
kofahreysum sem minnsti gustur
getur þá og þegar feykt um koll.
Þessi ömurlegu fátækrahverfi
nefna heimamenn „favelas.“
En nú standa yfir miklir brott-
flutningar úr þessum borgarh-
luta, meindýrin sitja heima en
fólkinu hefur verið úthýst því það
getur ekki lengur greitt himinháa
húsaleigu. Tugþúsundum saman
hrökklast það í burtu og hefst við
undir berum himni.
Húsaleiga hefur hækkað ótrú-
lega mikið á einu ári eða um á að
giska fimm hundruð prósent.
Árið á undan hafði ríkisstjórn
Jose Sarney lagt blátt bann við
því að húseigendur hækkuðu
leigugjöld og var það liður í þeirri
stefnu hennar að vinna bug á óða-
verðbólgu. Sú áætlun fór út um
þúfur og þá óð verðlag upp úr
öllu valdi.
Síðan í febrúar hafa meira en
þrjátíu og tvö þúsund fjölskyldur
sest að á jarðskikum austan borg-
arinnar og hefur komið fyrir ekki
þótt yfirvöld hafi reynt að hrekja
fólkið á braut með lögregluof-
beldi. Einn maður var skotinn til
bana nýverið þegar þjóðvarðlið-
ar létu til skarar skríða.
Erkibiskup Sao Paulo, Paulo
Evaristo Arns kardínáli, sagði á
dögunum að stjórnvöld yrðu að
fara að hugsa sinn gang, hrakn-
ingar aiþýðunnar og landnámið
væru „alvarleg ábending til
sjórnvalda." Hann krafðist þess
að þegar í stað yrði tekist á við
hinn tröllaukna húsnæðisvanda
af festu og alvöru til að komast
mætti hjá „átökum og upplausn í
þjóðfélaginu sem ekki ættu sér
neina hliðstæðu, fyrr né síðar.“
Kaþólska kirkjan í Brasilíu
hefur Iöngum verið í broddi fylk-
ingar þeirra sem borið hafa hag
þeirra fyrir brjósti sem hvergi
eiga höfði sínu að halla í borgum
eða eiga engan jarðskika til eigin
nota í sveitum. Hún hefur ætíð
unnið mikið meðal berfætling-
anna í „favelas“ í austur-
úthverfum Sao Paulo.
Angelico Sandalo Bernardino
er biskup þessa borgarhluta og
hefur látið málefni öreiga í bæj-
um og sveitum mjög til sín taka.
Hann segir:
„Land okkar er hið fimmta
stærsta í heimi en engu að síður á
alþýðan ekki svo mikið sem smá-
skika. Örfáir einstaklingar slá
eign sinni á allt jarðnæði. Þetta er
þjóðarsmán."
Biskupinn hefur lýst yfir full-
um stuðningi við landnámsmenn-
ina austan Sao Paulo og hvetur þá
til að fara hvergi, hvað sem líði
orðum og yfirlýsingum stjórn-
valda.
Einkar athyglisvert er að í
þessu máli hafa prestar og rót-
tækir vinstrimenn tekið höndum-
saman um að aðstoða öreigana
við að helga sér jarðarblett og
koma sér fyrir. Fólkið vonast síð-
an til þess að í framtíðinni geti
það reist sér kofa og stofnað
heimili á þessum skikum.
Vaxandi óánægju gætir nú
meðal brasilískra sveitaöreiga og
kirkjunnar þjóna með seinagang
stjórnar Sarneys í umbótum og
jarðnæðisskiptingu úti á lands-
byggðinni.
Samkvæmt umbótaáætlun
stjórnarinnar átti að deila út
fjögur hundruð og þrjátíu þúsund
ferkílómetrum lands meðal fjórt-
án hundruð þúsund fjölskyldna á
árunum 1985-1989. En nú, á
hálfnuðu þessu skeiði, er ein-
göngu búið að láta sautján þús-
und fjölskyldum í té sex þúsund
og sex hundruð ferkílómetra.
Jarðnæðisskiptingin hefur
mætt heiftarlegri mótspyrnu stór-
jarðeigenda og óðalsbænda. Þeir
hafa margir hverjir ráðið leigum-
orðingja í sína þjónustu sem elta
uppi meinta landnema og drepa.
Þegar hafa slíkir kónar myrt hátt
á þriðja hundrað manns.
Jose Sarney er fyrsti borgara-
legi forseti Brasilíu í áratugi.
Hann á ekki sjö dagana sæla í
embætti. Efnahagur landsins er
mjög bágborinn og erlendar
skuldir nema hvorki meira né
minna en hundrað og tíu miljörð-
um bandaríkjadala. Að honum
er sótt úr öllum áttum, kirkjan og
alþýðan krefjast félagslegra um-
bóta í einhverju mesta örbirgð-
arríki heims meðan yfirstéttin vill
ekkert af hendi láta og bruggar
launráð með herforingjum sem
ætíð sitja á svikráðum við um-
bótastjórnir í þessum heims-
hluta. En hann verður brátt að
hrista af sér slenið. Annars fer
allt í háaloft í Brasilíu.
ÖRFRÉTTIR
Mikaíl Gorbatsjof
og frú Raisa komu loks til Prag í
gær eftir að heimsókn þeirra
hafði verið frestað fyrr í vikunni
vegna lasleika leiðtogans.
Hundruð manna veifuðu fánum
og borðum sem á var letrað að
hann mætti vera upp með sér af
„því sem hann hefði gert fyrir
þjóð sína.“ Hann ræddi við Gust-
av Husak forseta síðdegis en
mun halda ræðu í dag sem beðið
er í ofvæni. Háttsettur sovéskur
embættismaður sagði að Gor-
batsjof myndi flytja mikilvæga
yfirlýsingu um utanríkismál með-
an á heimsókninni stæði.
Alnafni
trúbadorsins sívinsæla, Pauls
Simons, öldungadeildarþing-
maður frá lllinois hyggst spreyta
sig íforkosningaslag Demókrata-
flokksins fyrir forsetakosningar í
Bandaríkjunum að ári. Hann er
fimmtíu og átta ára gamall og
þykir frjálslyndur.
ísraelskar
sprengjuþyrlur gerðu í gær loftár-
ásir á búðir palestínskra skæru-
liða nærri borginni Sídon í suður-
hluta Líbanon. Þetta kvað vera
níunda loftárás ísraelsmanna á
svæði í Líbanon á þessu ári.
Geislavirkt
mjólkurduft er ekki vel séð í Júg-
óslavíu og hafa því þarlendir
ráðamenn skilað seljendum í
Vestur-Þýskalandi tvöþúsund
tonnum af óþverranum sem það-
an var keyptur nýverið. Ekki er
vitað hvaðan Þjóðverjarnir fengu
duftið en varla búa kýrnar mjög
fjarri Úkrainu. Geislavirknin
mældist nítjánhundruð sextíu og
átta beqverel í hverju kílói.
íhaldinu
breska virðist farið að fatast
flugið en Verkamannaflokkurinn
braggast örlítið ef marka má
glænýja skoðanakönnun um fylgi
stjórnmálaflokka á Bretlandi.
Samkvæmt henni nýtur flokkur
Thatchers fylgis þrjátíu og átta af
hundraði kjósenda. Verka-
mannaflokkurinn kemur næstur
með þrjátíu og tvo hundraðshluta
en miðjubandalagið rekur lestina
með tuttugu og sjö af hundraði.
Matvæla
og landbúnaðarstofnun Samein-
uðu þjóðanna gerir ráð fyrir aftur-
kipp í framleiðslu hveitis og
grófra korntegunda í ár miðað við
árið í fyrra. Þetta þarf þó ekki að
draga dilk á eftir sér því birgðir
eru nægar í heiminum. í ár er gert
ráð fyrir framleiðslu þrettán-
hundruð fimmtíu og þriggja milj-
ón tonna af þessum
korntegundum í heiminum sem
er þrjátíu og átta miljón tonnum
minna en í fyrra.
Eyðni
herjar á íbúa þrjátíu og sjö landa í
Afríku að sögn heimildamanna
hjá Alþjóða heilbrigðisstofnun-
inni. í tíu ríkjum heimsálfunnar er
sjúkdómurinn landlæg plága.
Nashyrningar
geta ekki um frjálst höfuð strokið í
Zimbabwe vegna drápsfýsnar og
fégræðgi veiðiþjófa sem ásælast
hornin og laumast unnvörpum
yfir landamærin frá Zambiu í
þessum hvimleiðu erindagjörð-
um. Stjórnvöld hafa nú skoriö
upp herör gegn þessu illþýöi og
hafa hermenn og lögregluþjónar
lagt veiðivörðum lið í baráttunni.
Árangur er þokkalegur enn sem
komið er, þrjátíu og þrír veiðiþjóf-
*ar hafa verið veiddir.
Og
að endingu var það vítahringur-
inn við Persaflóa. íranir sögðust í
gær hafa lagt til atlögu við her-
sveitir íraka við landamærin
norðan Bagdað. Einsog við var
að búast létu þeir drjúgum yfir
góðum árangri herhlaupsins og
þóttust hafa höggvið stór skörð í
raðir óvinahersins.
TONLISL4RSKOLI
KOPFNOGS
Fjórðu vortónleikar skólans verða haldnir í saln-
um Hamraborg 11 laugardaginn 11. apríl kl.
15.30.
Skólastjóri.
^RARIK
RAFMAGNSVEríUR RÍKISINS
Símavörður
Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa laust til umsókn-
ar starf símavarðar á aðalskrifstofu í Reykjavík.
Um er að ræða 1/2 dags starf.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum BSRB og
ríkisins.
Umsóknir er tilgreini menntun, aldur og fyrri störf
sendist starfsmannastjóra fyrir 24. apríl nk.
Rafmagnsveitur ríkisins
Laugavegi118
105 Reykjavík
SAMVINNU
TRYGGINGAR
ARMULA3
SÍMI (91)681411
Áðalfundir Samvinnutrygginga g.t. og Líftrygg-
ingafélagsins Andvöku verða haldnir í Sam-
vinnutryggingahúsinu, Ármúla 3, Reykjavík,
föstudaginn 8. maí n.k. og hefjast kl. 16.00.
Dagskrá verður samkvæmt samþykktum félag-
anna.
Stjórnir félaganna
-ks.
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 10. aprfl 1987