Þjóðviljinn - 12.05.1987, Blaðsíða 1
Knattspyrna
Úrslitin
í kvöld
Úrslitaleikurinn í Reykjavík-
urmótinu er í kvöld kl. 20.30.
Þá leika Fram og Valur á gervi-
grasinu í Laugardal.
Valsmenn sigruðu KR í undan-
úrslitum, 5-0 og Fram sigraði
Víking 1-0.
-Ibe
Fatlaðir
Sundið gekk
mjög vel
Sólarhringssund fatlaðra, sem
fram fór um helgina, heppnaðist
n\jög vel. AUs voru syntir 55 kíl-
ómetrar.
„Þetta gekk mjög vel og við
náðum að ljúka þessu,“ sagði Er-
lingur Þ. Jóhannsson í samtali við
Þjóðviljann í gær. „Það var svo-
lítið erfitt að halda þessu uppi um
nóttina en það gekk.
Við söfnuðum 80-90 þúsund
krónum og það verður notað í
tækjakaup.
Það næsta á dagskrá er nor-
ræna trimmkepppnin og svo Nor-
ræna barna og unglingamótið
sem verður hér í lok júní“._ibe
England
Varalið
Tottenham
Tapaði gegn Everton
Everton sigraði varalið Totten-
ham, 1-0 í síðasta leik 1. deildar-
innar í Englandi. í liði Tottenham
var aðeins einn sem lék gegn Wat-
fors á laugardag.
Fjórir leikmenn léku sinn
fyrsta leik fyrir Tottenham, en
einn hafði komikð inná sem vara-
maður. Tottenham leikur gegn
Coventry til úrslita í Bikarnum á
laugardag.
Samkvæmt reglum Breska
knattspyrnusambandsins má lið
ekki stilla upp varaliði og Totten-
ham var sektað fyrir slíkt fyrir
þremur árum þegar 10 varamenn
léku gegn Southampton rétt áður
en Tottenham lék í Evrópu-
keppni.
Talsmaður Breska knattspyrn-
usambandsins sagðist hafa fengið
skeyti í gær sem sagði að 8 leik-
menn væru meiddir og þrír hvíld-
ir. Þá var of seint að gera nokkuð
í því en hann sagði að það myndi
fara fram rannsókn.
David Pleat, framkvæmda-
stjóri Tottenham sagði aö þeir
hefðu leikið 8 leiki á 22 dögum og
hann hefði lítið getað notað
ensku landsliðsmennina.
Það var Derek Mountfield sem
skoraði sigurmark Everton í gær
á 81. mínútu.
Þá var einnig síðasti leikurinn í
skosku deildinni. Þar gerðu
Dundee United og Hearts jafn-
tefli 1-1. Lið Dundee, sem leikur
til úrslita í skoska bikarnum á
laugardag og til úrslita í Evrópu-
keppni á miðvikudag, var einnig
að mestu skipað varamönnum.
-Ibe/Reuter
Frakkland
Etienne
kaupir
Franska félagið St.Etienne
keypti í gær Mustapha Haddaoui,
landsliðsmann frá Marokkó.
Haddaoui hefur leikið með
Lausanne í Sviss. Hann hefur
skrifað undir fjögura ára samning
en kaupverðið var ekki gefið
upp.
Þá keyptu þeir fyrir skömmu
Jean-Pierre Francois frá Basle.
-Ibe
Maraþon
Ingrid
sigraöi
Ingrid Kristiansen, norska
hlaupaspíran, sigraði í Mara-
þonhlaupi í Lundúnum í þriðja
sinn um helgina.
Ingrid hljóp á 2.22.40.
í karlaflokki sigraði Hiromi
Taniguchi frá Japan. Hann hljóp
á 2.09.50.
-Ibe reuter
Portúgal
Porto
úr leik
Það verða Benfica og Sporting
Lissabon sem leika til úrslita í
bikarkeppninni í Portúgal.
Benfica sigraði Portimonense,
4-0 og Sporting sigrði Porto, 1-0
eftir framlengdan leik.
Porto sem leikur til úrslita gegn
Bayern Munchen í Evrópu-
keppni meistaraliða varð fyrir
miklu áfalli í leiknum gegn Sport-
ing. Lima Pereira, einn sterkasti
varnarmaður liðsins varð fyrir því
óláni að fótbrotna og leikur því
ekki með gegn Bayern.
-Ibe/Reuter
Körfubolti
Torfi
fyrirliði
Torfi Magnússon mun taka við
fyrirliðastöðunni af Vali Ingi-
mundarsyni þegar liðið heldur til
Mónakó á Olympíuleika smá-
þjóða.
Torfi Magnússon er nýkominn
í landsliðið að nýju eftir árs hlé og
Valur óskaði eftir því að hann
tæki við fyrirliðastöðunni.
Að ioknum Olympíuleikum
smáþjóða verður haldið til Eng-
lands þar sem tekið verður þátt í
móti með heimamönnum, Tyrk-
landi og Luxemburg.
Úrslit Norðurlandamótsins í
körfubolta voru mikið áfall fyrir
íslendinga. Ein ástæðan fyrir því
var smæð íslensku leikmann-
anna, og til að bæta úr því hefur
Einar Bollason landsliðsþjálfari
kallað til Magnús Matthíasson.
Sá er bróðir Matthíasar Matthías-
sonar sem lék með íslendingum í
C-keppninni í fyrra og er um tveir
metrar á hæð.
-Ibe
Ragnar Margeirsson á fyrstu æfingunni með Fram. Mynd E.ÓI.
Knattspyrna
Allt opið enn
Hefhug á að halda áfram íatvinnumennskunni, segir Ragnar
Margeirsson
Ragnar Margcirsson mætti á
sína fyrstu æfíngu hjá Fram á
laugardaginn. Hann er þó ekki al-
veg á því að hann muni leika með
Fram í sumar:
„Það er allt opið enn og ég er
ekki búinn að segja skilið við at-
vinnumennskuna," sagði Ragnar
í samtali við Þjóðviljann. „En ef
ég kem heim þá leik ég með
Fram, það er öruggt.
Ég er enn samningsbundinn
með Waterschei og sá samningur
rennur ekki út fyrr en 30. júní.
Það verður því líklega ekki ljóst
fyrr en þá hvert ég fer.
Ég held það séu jafnmiklar lík-
ur að ég fari út aftur og ég leiki
með Fram. En ég fer ekki aftur til
Waterschei, ég hef ekki áhuga á
því. En ég hef fullan hug á því að
halda áfram í atvinnumennsk-
unni, en verðið sem Waterschei
setur upp er of hátt, 15 miljónir
og þeir verða að lækka það tölu-
vert.
Ég er búinn að leggja inn fé-
lagaskipti, en þau taka ekki gildi
'fyrr en undirskrift kemur frá
Waterschei. Þá taka þau gildi og
ég get farið að spila strax."
-Ibe
V-Þýskaland
Schuster til Leverkusen
Ef hann vinnur málið gegn Barcelona. Allofs til Marseille
Mjög mikið er um kaup og
sölur í þýsku deildinni í knatt-
spyrnu um þessar mundir. Einnig
er nokkuð um að menn fara til
annara Evrópulanda.
Það sem ber hæst er Bernd
Schuster. Hann hefur lýst því yfir
að hann sé á leið til Leverkusen
eða Kölnar. Barcelona vill þó
ekki viðurkenna það og nú er
fyrir dómi krafa Schusters um að
hann fái sig lausan þegar í stað.
Ef hann vinnur þetta mál fer
hann til annarshvors félagsins, þó
hklega Leverkusen.
Þá er búist við því að Uwe
Rahn sé á leið til PSV Eindho-
ven. Rahn hefur leikið með
Gladbach, en þeir eru ekki búnir
að samþykkja það. PSV vill fá
Rahn til að fylla skarð Ruud Gul-
lits.
Klaus Allofs hefur fengið mjög
freistandi tilboð frá Marseille í
Frakklandi. Hann er ekki búinn
að ákveða sig, en gerir það lík-
lega í vikunni.
Stuttgart hefur keypt tvo
sterka leikmenn. Fritz Walder,
sem nú er markahæstur í þýsku
deildinni með 20 mörk og Rainer
Schutterle frá Karlsrhue. Þá er
búist við því að Karl Allgöwer sé
á leið frá Stuttgart.
Uerdingen keypti nú fyrir
skömmu Reinold Mathy frá Bay-
ern Munchen á 40 milj. króna.
Mathy tók sér frí frá knattspymu
eftir að hafa fengið of mikið.
Hann þurfti að leita til sálfræð-
ings til að losna við fótboltann en
hann gat ekki hugsað um annað.
Nú ætlar hann að reyna að nýju
með Uerdingen.
Þá hefur Hamburg mikinn
áhuga á að fá Olaf Thon og hafa
þeir gert Schalke mörg góð tilboð
í hann, en Schalke vill ekki láta
Þriðjudagur 12. maí 1987 Logi Bergmann Eiðsson ÞJÓOVILJINN - SÍÐA 9