Þjóðviljinn - 24.05.1987, Síða 9

Þjóðviljinn - 24.05.1987, Síða 9
Börn eru fá, skilnaðir margir, fjöiskyldur smáar. að hann feti í þeirra fótspor með þeirri námshörku sem til þarf. Hann reynir það, en með mjög hangandi hendi. Helst vill hann flækjast úti um nætur með sitt síða hár í félagsskap neðanjarð- arlistamanna og hippaskálda. Þegar hann fylgdi okkur á næstu neðanjarðarbrautarstöð fór hann með skondið hippaljóð á rússnesku unglingaslangi, sem hafði varla aðra merkingu en orðaleikina, ekki annan boðskap en að við sem þetta skiljum höf- um okkar eigið tungumál og hí á ykkur! Annað dæmi. Strákur af gyð- ingaættum, alinn upp í fjölskyldn sem hafði verið guðlaus í tvo eða þrjá ættliði, ekkert eftir af gyð- ingdómi þar annað en viss hefð í kökubakstri, skrýtlur - og svo minningar um ofsóknir fyrr og síðar. Nú hafði þessi drengur tekið sig til og gerst rétttrúaður gyðingur, lært hebresku af sjálf- um sér og virti shabbes, hvfldar- daginn. Hann hafði helst áhuga á að tala við mig um muninn á skilningi gyðinga og kristinna manna á hinu illa, syndinni. Lífsflótti? gæti einhver spurt. Öllu heldur, tel ég, var hér dæmi um að ungur maður gefur sjálfur svar við spurningunni um það hver hann sé. Ef ég er alinn upp SJÖTTA GREIN Moskvu- dagbók eftirÁrna Bergmann meðal Rússa en verð aldrei viður- kenndur sem slíkur, er þá ekki best að vera alminnilegur gyðing- ur? fvan hinn ungi Sem fyrr segir: það er erfitt að alhæfa um sovéska æsku. Vitan- lega eru þeir í minnihluta sem leita athvarfs í hópum sem eru fyrst og síðast allt öðruvísi en af- gangurinn af samfélaginu - hvort þeir væru metalistar eða baptist- ar. Hinn ungi meðalívan er að líkindum forvitinn um útlönd og vill gjarna ferðast ef hægt væri, áhugasamur um tækni og popp- músík (rússneskt rokk er víst að afla sér vinsælda á Vestur- löndum), þreyttur á ofvernd for- eldranna, sem er þeim mun meiri vegna þess að unglingarnir alast einatt upp sem einbirni. Hann er af þeim eldri sakaður um að lesa of lítið, hugsa of lítið um alvöru- mál lífsins en þeim mun meira um fatnað og græjur. Þeir sem vel- viljaðir eru reyna kannski að verja hann með því að segja sem svo: Það situr ekki á okkur að kvarta yfir því að unga fólkið hugsi helst um að eignast allskon- ar hluti og sem mest sem fyrst. Það vorum við sem ólum þau upp, það erum við sem spyrjum hvert annað: hvernig loðkápu á konan þín? Við sem nú erum á miðjum aldri gátum sætt okkur við lítið, en nú taka efnalegar kröfur forystuna - umfram getu okkar einatt. Við, segir eitt for- eldrið, viðurkennum að fólk verði að hafa misjafnlega miklar tekjur. En þegar æskan hleypur á eftir unglingatísku, er hún þá ekki með því móti að skjótast fram hjá því misrétti í kjörum, sem hún á erfiðara með að sætta sig við en við sjálf? Og þegar rithöfundar eru að rífast um æskuna og framtíð hennar á fundi, þá stendur Viktor gamli Rozof upp og segir: Látið ekki svona. Hvað gerir það til þótt unga fólkið sé í poppinu? Við vorum skömmuð fyrir að dansa foxtrott þegar við vorum ung - en stóðum við okkur ekki vel í stríðinu, þegar á reið? Ef við viljum endurheimta ungt fólk úr vafasömum hópum, sem vissu- lega eru til, þá gerum við það ekki með gömlum aðferðum, ekki með boði og bönnum. Svo mikið er víst, sagði þessi öldung- ur sovéskra leikskálda. Líkt og ólíkt Eitthvað á þessa leið er verið að tala um unga fólkið í Sovét- ríkjunum á dögum glasnost og perestrojka. Sumt ber svipaðan keim og við þekkjum úr næsta nágrenni, annað er mjög ólíkt. Og aðstæður sem ungt fólk so- véskt hefur alist upp við eru vit- anlega mjög ólíkar þeim sem ís- lenskir unglingar þekkja. Það hefur búið við meiri aga og, með fáum undantekningum, við litla vasapeninga. Það elst upp í mjög litlum fjölskyldum (vegna tíðra hjónaskilnaða og samdráttar í barnsfæðingum eru í 97% af öllum fjölskyldum f Rússlandi sjálfu aðeins þrjár manneskjur eða færri. Og svo er um 80% fjöl- skyldna ef litið er til alls lands- ins). Þetta unga fólk hefur til þessa sett traust og vonir á lang- skólanám enn frekar en okkar ungviði, hvað sem nú verður. Ef einhver vill svo spyrja að því, hvort ungt fólk sovéskt sé hlynntara stefnu Gorbatsjofs en eldri kynslóðin, þá er það líklegt. Enda vonar Gorbatsjof sjálfur að svo sé. En nánar um það síðar: á þriðjudag verður vikið að þeim breytingum sem nú eru að verða í sovésku atvinnulífi að því er varðar einkarekstur og sam- vinnurekstur með nýju sniði. Gerir það nokkuð til þótt rokkið gangi yfir? Eigum við að prófa eitthvað nýtt? - „Óopinber" sýning undir bemm himni skammt frá Moskvu. Treystið okkur, lótið okkur f friði, við reynumst ekki verr en aðrar kynslóðir.... Sunnudagur 24. maí 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.