Þjóðviljinn - 24.05.1987, Page 12

Þjóðviljinn - 24.05.1987, Page 12
OPA$^ ® Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til sýnis þriðjudaginn 26. maí 1987 k. 13-16 í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7, Reykjavík og víðar. Tegund 1 stk. Mazda 929 Station bensín Árg. 1982 1 stk. Volvo 244 DL fólksbifr. 1979 1 stk. Volvo 244 DL fólksbifr. 1977 1 stk. Susuki Alto fólksbifr. 1984 1 stk. Subaru 1800 station 4x4 1983 1 stk. Subaru 1800 station 4x4 1982 1 stk. Lada station 1981 1 stk. Mazda 323 station 1980 1 stk. Toyota Hi-lux Picup m/húsi 4x4 1983 1 stk. Scout picup 4x4 1980 1 stk. Scout 4x4 1980 1 stk. Ford F150 Picup m/húsi 4x4 1979 1 stk. Chevrolet Suberban 4x4 1979 1 stk. Lada Sport 4x4 1984 1 stk. Lada Sport 4x4 1979 1 stk. Ford Econoline sendibifr. 1983 1 stk. Toyota Hi Ace sendibifr. 1983 1 stk. Volksw. Tansp. sendibif. 1980 1 stk. Mitsubishi L 300 sendibifr. 1980 1 stk. Chevrolet Van sendibifr. 1977 1 stk. Volvo fólks/vörubifr. 10 farþ. diesel 1966 Til sýnist hjá Pósti og síma Jörfa: 1 stk. Subaru 1800 DL station 4x4 (skemmdur e. umf.óh.) 1985 1 stk. Fiat Panorama 8skemmdur e.umf.óh). 1985 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri: 1 stk. Volvo Lapplander 4x4 bensín 1981 1 stk. Toyota Hi-lux Picup 4x4 “ 1980 1 stk. Lada Sport 4x4 “ 1984 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, Véladeild Sætúni 6 Rvík.: 1 stk. Caterpillar D-333 dieselmótor uppg. 115 h.ö. SAE 1 stk. Leyland AU-600 dieselmótor upg. 163 h.ö. SAE Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16.30 aö viðstöddum bjóðend- um. Réttur er áskilinn að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Borgartúni 7, sími 26844 Bóklegt FLUGMÁLASTJÓRN atvinnuflugnám Skipulag atvinnuflugnáms er nú í gagngerðri endurskoðun og þess vegna var um sinn frestað fyrri önn hinnar bóklegu kennslu í Fjölbrautaskól- akerfinu. Fyrirhugað er að kenna enn einum árgangi eftir gamla kerfinu, áður en hið endurskoðaða kerfi tekur við. Þá er miðað við, að fyrri önnin hefjist í haust og hin síðari verði eftir áramótin. Inntökuskilyrðin verða óbreytt, sem þau eru að viðkomandi hafi lokið a.m.k.: • Bóklegu prófi einkaflugmanns, • tveggja ára almennu námi að loknum grunn- skóla og • þremur einingum í hverri eftirtaldra greina: ensku, stærðfræði og eðlisfræði. Þeir sem hafa áhuga á að stunda þetta nám og munu uppfylla áðurnefnd inntökuskilyrði hinn 1. september n.k., geta sent skriflegar umsóknir sínar, ásamt staðfestum gögnum til skírteina- deildar loftferðaeftirlits Flugmálastjórnar eða Fjölbrautaskóla Suðurnesja fyrir 1. júlí n.k. Flugmálastjórn Fjölbrautaskóli Suðurnesja Faðir minn Þórður Sturlaugsson er látinn Jarðarförin verður auglýst síðar. Ólafur Sturla Útför bróður míns og mágs Óskars Jóns Guðjónssonar sem lést 17. maí s.l. fer fram frá Litlu kapellunni í Fossvogi mánudaginn 25. maí kl. 10.30 f.h. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á líknar- stofnanir Fyrir hönd systkina Guðríður Guðjónsdóttir Helgi Gunnarsson Tríóið Warren Beatty, Dustin Hoffman og Isabelle Adjani í átökum í eyðimörkinni. Hlátur á einn og hálfan milljarð Árið 1942 gerðu þeir Bing Crosby og Bob Hope kvik- myndina Vegurinn til Mar- okkó. Rúmum fjörtíu árum seinna ákváðu tvær af stjörn- um nútímans að endurtaka leikinn og útkoman varð Is- htar. Kostnaðurinn við þá kvikmynd var fjörtíu sinnum meiri en við kvikmynd þeirra Crosby og Hope. Menn efast hinsvegar um að útkoman verði fertugfaldur hlátur. Það eru leikararnir Warren Beatty og Dustin Hoffman sem í samvinnu við leikstjórann Elanie May, standa fyrir gerð þessarar kvikmyndar. Utkoman er ágætis farsi sem kitlar hláturtaugar áhorfenda. Eða einsog það er orðaðí Newsweek: „...kvikmynd sem kitlar hláturtaugarnar og þú yfirgefur kvikmyndahúsið með það í huga að þarna hafi verið um ágætis gamanmynd að ræða, sem kostaði 200 milljón krónur að framleiða." Ishtar kostaði hinsvegar einn og hálfan milljarð í framleiðslu, auk þess sem um 400 milljónum á að eyða í kynningu á henni. Mönnum reiknast til að kvik- myndin þurfi að hala inn litla 3,8 milljarða króna til að einhver hagnaður sé af henni. Kvikmyndin segir frá þriðja flokks lagahöfundum, þeim Ro- ger og Clarke, sem þeir Beatty og Hoffman leika. Þeir semja og flytja vellulega ástarsöngva og þykja ekki eftirsóttir skemmti- kraftar. Umboðsmanni þeirra tekst að útvega þeim samning í Marókkó í tíu vikur. Þangað komnir lenda þeir félagar í mikl- um ævintýrum í eyðimörkinni og er CIA, KGB, arabískir byltinga- sinnar og forkunnarfagur skæru- liði, sem Isabelle Adjani leikur, viðriðin þá flækju, sem vitaskuld gefur stefnt friðinum í hættu og valdið trúarbragðastyrjöld á svæðinu. Bæði Warren Beatty og Dustin Hoffman fá góða dóma fyrir leik sinn og fyrsti hálftími kvikmynd- arinnar, sem gerist í New York þykir frábær, enda er leikstjórinn og handritahöfundurinn Elanie May á heimavígvelli þar. Hver á að ráða? Það er Columbia sem stendur á bakvið gerð myndarinnar. Þeir vildu að eyðimerkuratriðin yrðu tekin upp f Bandaríkjunum en bæði leikstjóri og leikarar heimtuðu að fá að fara til Afríku og þau höfðu vilja sinn í gegn. Ástæðan fyrir því að Columbia vildi að upptökurnar yrðu gerðar heimafyrir var ekki bara pening- aspursmál. Vissulega óttuðust þeir að kostnaðurinn færi langt fram úr áætlunum þarsem bæði leikstjórinn og aðalleikararnir eru þekkt fyrir að horfa aldrei í kostnaðinn. Þá óaði mönnum mjög við því að bæði Hoffman og Beatty hafa fengist við leikstjórn og óttuðust að þeir myndu kaf- sigla Elaine May. Var haft á orði að öll þrjú myndu eiga lokaorðið og fá að ráða síðustu klippingu (final cut). Kæmust þau ekki að samkomulagi færi fram lýðræðis- leg kosning þar sem meirihlutinn réði. I þriðja lagi þótti ekki ráð- legt að þetta tríó, sem tilheyrir dýrasta og eftirsóttasta vinnu- kraftinum í Hollywood væri á flakki einhversstaðar í Sahara- eyðimörkinni. Hvað ef eitthvað kæmi fyrir? Stjörnurnar fengu samt vilja sínum framgengt og mun þar hafa ráðið mestu að þær höfðu í hót- unum við Columbiu að snúa sér til samkeppnisaðila þeirra ef þau fengju ekki að gera kvikmyndina eftir eigin höfði.Tökur á mynd- inni hófust í Marrakesh í október 1985. Sama dag gerði her ísrael loftárás á Túnis. Þá streymdi kalt vatn milli skinns og hörunds pen- ingamannanna í Hollywood en kvikmyndahópurinn var aldrei í neinni hættu, enda gætti hinn konunglegi lífvörður hans. Hárin áttu þó eftir að rísa á höfði þeirra sem unnu við kvik- myndina í Afríku. Svæðið sem upptökurnar fóru fram á hafði ekki alls fyrir löngu verið vígvöll- ur átaka milli hers Marokkó og Polisaro skæruliða. Skyndilega birtist marókanskur hershöfðingi og hrópaði til hópsins: „Haldið kyrru fyrir þar til svæðið hefur verið hreinsað, það eru jarð- sprengjur út um allt hér.“ Þá fölnuðu ofurhugarnir enda höfðu þau spásserað fram og aftur um svæðið í þrjá daga. Þegar myndin var loksins tilbú- in til sýningar og blaðamönnum hafði verið boðið til forsýningar þá ræddi enginn um ágæti hennar né heldur gallana. Það eina sem komst að var kostnaðurinn. Þrátt fyrir það er Ishtar langt því frá að vera dýrasta kvikmynd sem framleidd hefur verið en hún er hinsvegar dýrasta grínmyndin. Það hefur viljað loða við grín- myndir að þær eiga að kosta sem minnst þó svo að oft á tíðum sé aðsóknin einna mest að þeim. Menn spyrja sig þeirrar spurn- ingar hvort kostnaðurinn skipti áhorfandann einhverju máli. Væri hann eitthvað ánægðari að sýningu lokinni ef myndin hefði verið ódýrari? Nægir honum ekki að geta hlegið upphátt nokkrum sinnum í bíósalnum? Er það kannski svo að allt megi kosta nema hláturinn? Gagnrýn- endur eru að minnsta kosti sam- mála um að samleikur þeirra Dustin Hoffmans og Warren Be- attys sé vel bíómiðans virði; að sjá Hoffman syngja „Stranger in the night“ og gera misheppnaða tilraun til að líkja eftir hreyfing- um Frank Sinatra sé vel auranna virði; að sjá Warren Beatty sem aumkunarverðan, uppblásinn, misheppnaðan kvennabósa í næt- urlífi New York sé ekki að kasta peningum á glæ. -Sáf/American film, Newsweek, Time 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. maí 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.