Þjóðviljinn - 24.05.1987, Page 16
Landbúnaðarsýningin
í Reiðhöllinni í Víðidal
14.-23.
hugmyndasamkeppni
Búnaðarsamtök á íslandi eru 150 ára 1987.
Þess verður m.a. minnst 14.-23. ágúst með landbúnaðar-
sýningunni BÚ '87 í Reiðhöllinni í Víðidal, Reykjavík,
ogumhverfi hennar.
BÚ '87 og Framleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsa
af þessu tilefni eftir hugmyndum að
nýrri atvinnustarfsemi
í sveitum
Helst er óskað er eftir alls konar nýjum tillögum aö léttri,
einfaldri en arðvænlegri atvinnustarfsemi sem
einstaklingargeta hafiðog stundað í hlutastarfi viðþau
skilyrði sem nú eru í sveitunum.
Veittar verða viðurkenningar eins og hér segir:
1. verðlaun kr. 150.000
2. verólaun kr. 75.000
3. verðlaun kr. 25.000
Sigurvegarar eiga eftir sem áður höfundarrétt
tillagna sinna. Dómnefnd skipa: Ágústa Þorkelsdóttir,
bóndi, Refstað í Vopnafirði, LeifurKr. Jóhannesson,
framkvæmdastjóri Stofnlánadeildar landbúnaðarins og
Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður þróunarsviðs
Byggðastofnunar.
Skilafrestur hugmynda er tiM.ágúst 1987.
keppnisgögn
ásamt nánari upplýsingum um hugmyndasamkeppnina
og sýningarhaldið veita framkvæmdastjóri BÚ '87,
Magnús Sigsteinsson og blaðafulltrúi sýningarinnar,
Ólafur H. Torfason hjá Upplýsingaþjónustu
landbúnaðarins.
Aðsetur: Bændahöllinni, 107 Reykjavík.
S:91-19200, 20025.
Einkunnarorð BÚ '87 verða:
"máttur lífs og moldar"
Ifl Félagsmálastofnun
Reykjavíkurborgar
auglýsir
Félagsráðgjafar óskast
Lausar eru stöður félagsráðgjafa við hverfaskrif-
stofur fjölskyldudeildar í Vonarstræti 4 og Síðu-
múla 34. Hlustastörf koma til greina.
Upplýsingar gefur yfirmaður fjölskyldudeildar í
síma 25500.
Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á
sérstökum eyðublöðum sem þar fást eigi síðar en
8. júní n.k.
ágúst
bú
oi
yyy
m iausarstöðurhjá
111 REYKJAVIKURBORG
Staða forstöðumanns við leikskólann Árborg
Hlaðbæ 17 er laus til umsóknar. Fóstrumenntun
áskilin.
Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og umsjón-
arfóstrur á skrifstofu Dagvistar barna í síma
27277.
Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á
sérstökum eyðublöðum sem þar fást.
Borghildur Óskarsdóttir við einn af skúlptúrum sinum. Mynd E.ÓI.
Leysingi.
Undir áfhrifum
formanna
„Þettaereinsog umbreyting.
Formin sækja á mig en ég
sæki þau ekki beinttil náttúr-
unnar. Ef verk mín minna á
ákveðin form í náttúrunni er
það vegna þess að náttúran
hefur haft óbein áhrif á mig,“
segir Borghildur Óskarsdóttir,
en hún opnar í dag, laugar-
dag, þriðju einkasýningu sína.
Undirritaðan bar að garði seint
í vikunni og var listakonan á kafi
við undirbúning sýningarinnar.
Eitt verkanna var enn í ofninum
og átti hún eftir að ganga endan-
lega frá öðrum. Sum verkanna
eru hreinir keramíkskúlptúrar, í
öðrum stillir hún saman leir og
gleri. Glerið býr hún til sjálf með
því að bræða glerbrot í leirmóti.
Vinn afstrakt
„Fyrirmyndir verkanna eru
sóttar til eigin hugmynda og til-
finninga, sem umbreytast í af-
strakt form. Þetta er einsog tón-
list fyrir mér, sum form eru hörð
og önnur mjúk, þá þjóna litirnir
ákveðnu hlutverki. Fólk hefur
verið að benda mér á að verkin
minni þau á eitt og annað úr
náttúrunni, t.d. fugla eða lík-
amshluta og eftir á get ég vel
tekið undir þetta. Þrátt fyrir það
finnst mér ég vinna alveg af-
strakt.
Það er sennilega svo, að ósjálf-
rátt er maður undir áhrifum
forma náttúrunnar, án þess að
maður geri sér grein fyrir því.
Eins má sennilega álykta að mað-
ur sé undir áhrifum frá ákveðnum
listamönnum, tíðarandanum og
umhverfinu. Allt þetta safnast
saman innra með manni og lista-
Spjallað vlð
Borghildi
Óskarsdóttur, sem
opnarsýninguá
keramíkskúlptúrnú
um helgina
maðurinn fæst svo við að um-
breyta þessu í listaverk.“
Löng meðganga
Borghildur er Reykvíkingur.
Hún stundaði nám við Myndlista-
og handíðaskólann og seinna
meir við Listaskólann í Edin-
borg. Hún lauk námi 1964 en
fyrstu alvarlegu einkasýninguna
hélt hún ekki fyrr en 1983. Hvers-
vegna þessi langa meðganga?
„Þegar ég kom heim þá varð ég
heimavinnandi í ein 8 ár og ól upp
dætur mínar. Ég hafði eignast ofn
útí Skotlandi og ætlaði mér að
fást við keramík, en aðstaðan var
léleg og eftir mikið basl ákvað ég
að hætta því og seldi ofninn. Ég
fékkst eitthvað við batík og
heimavefnað á þessum árum en
að lokum var ég komin með svo
mikla innilokunarkennd að ég sá
að við svo búið mátti ekki standa.
Ég ákvað að drífa mig í kennara-
deild Myndlista- og handíða-
skólans og var þar í tvö ár. Þá tók
við kennsla í Myndlistarskóla
Reykjavíkur og upp úr því fór ég
að fást við leirinn.
Ég bjó um mig í bflskúrnum
heima og fyrir tveim árum hætti
ég kennslu og einbeitti mér ein-
göngu að leirnum. Fyrstu árin var
ég að þreifa fyrir mér og fannst
ekkert atriði að sýna verkin. Það
var svo árið 1983 að ég sá að það
gat ekki gengið lengur. Fyrst ég
var búin að taka þessa stefnu varð
ég að halda henni til streitu og
það var ekki gert öðru vísi en að
sýna.
Að lifa af listinni
Núna finnst mér mikils virði að
halda sýningu. Það er mikils virði
að finna viðbrögð fólksins. Ég er
ekkert mjög taugatrekkt þó opn-
unin nálgist óðfluga. Ég veit að
þau verk sem ég sýni núna eru
verk sem ég vil sýna. Ég myndi
aldrei vilja sýna þau nema ég væri
sjálf sátt við þau og það er fyrir
mestu. Þessi verk eru öll nema
tvö unniri á þessu ári, en ég hef
getað helgað mig þessu algjör-
lega frá áramótum þar sem ég
fékk hálfs árs listamannalaun.“
Hvernig gengur að lifa af list-
inni?
„Það gengur ekki og því hef ég
fengist töluvert við að búa til
nytjahluti úr leir. Þeir hafa selst
vel en skúlptúrarnir ganga síður
út. Það er mjög erfitt að tvískipta
sér svona og væri sennilega miklu
þægilegra að vinna fyrir sér með
einfaldari vinnu, sem ekki krefst
jafn mikillar einbeitingar og
hugsunar."
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. maf 1987