Þjóðviljinn - 24.05.1987, Qupperneq 18

Þjóðviljinn - 24.05.1987, Qupperneq 18
NR. 569 KROSSGATA / 2 Y 5 6 7 8 S? 9 10 11 11 12 13 /9 /5" 16 g 17 9 2 18 ? 10 c? 1 19 9 1o 12 9 2o 2? 21 1 16 13 7 12 13 Q? 1 1o /3 17 Zo 12 23 12 T~ 29 15~ 2.5 73 8 ? 17 T~ 9 l 23 73 18 9? 26 8 7 1o 2/ 2? 10 13 29 ? 1o /5 ’s 23- Æ 9? 29 /2 17 ZS 21 0? /3 25 2o g 13 9? /5 9 V 9 22 9 8 /7 /0 13 22 V 8 ? 2/ /? 20 ? 7 0? 3 29 /2 9 9 9 10 2o 11 lo 13 9? 30 J V 1 V H 22 <sP 1o 17 17 10 V 21 9 fo V 1o /2 9 /0 9 10 V ío V 21 s? 3 V c? 12 9 29 12 V ? 8 9 1o 15 2/ 9 8 3/ 9 2/ 9 ? 1o 2y 13 /0 12 9 2? V Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá nafn á götu í Reykjavík. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 569“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinn- ingshafa. 7 3 73 15 10 30 10 7 7 8 Stafirnir mynda íslenskt orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lárétt eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi í hvern sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sérhljóða og breiðum, t.d: getur a aldrei komið í stað á gða öfugt. Júlíus Stefánsson, Álfatúni 2, Kópavogi, fékk verðlaun fyrir krossgátu nr. 566. Lykilorðið *var Sveinborg. Hann fær senda bók Málfríðar Einars- dóttur, Samastaður í tilver- unni. AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ Að þessu sinni er matreiðslu- bók í verðlaun. Guðrún Hrönn mun hjálpa vinningshafanum að búa til Eitt hundrað og tíu gómsæta pottrétti. Setberg gaf út. SKAK BRIDGE Ein gömul skák Ovœnt úrslit Það er fátt skemmtilegra en liggja yfir skákstöðum og leggjast djúpt, að minnsta kosti eins djúpt og manni er gefið. Þá skiptir ekki öllu máli hvort staðan er ný af nálinni eða gömul ef hún er áhugaverð. Skákir genginna meistara eru sífellt í skoðun enda víða prentaðar og aðgengilegar mörgum. Menn eru því einlægt að finna endur- hx'tur á leikmáta gömlu stórmeistar- anna og berst þá leikurinn oft út fyrir sjálfa skákina. Ein frægasta skák allra tíma er viðureign Steinitz og Bardelebens á skákmótinu í Hastings 1895. Hún var tefld nálægt miðju móti og hafði Bar- deleben, sem þá var í blóma lífsins, gengið vel á mótinu, m.a. lagt Lasker heimsmeistara. Steinitz var þá kom- inn um sextugt og kraftarnir farnir að bila. Hann hafði tapað heimsmeistar- atitlinum til Laskers árið áður og gerði örvæntingarfullar tilraunir til að ná honum aftur. Framan af mótinu gekk honum vel en síðan kom mikið bakslag og hann tapaði fjórum skákum í röð. Daginn áður en þessi skák var tefld hafði hann einmitt tap- að fyrir erfðafjandanum Lasker. Það hefur því líklega fáa grunað þegar þeir mættust að tafli að nú væri Steinitz að tefla glæsilegustu skák ævi sinnar. Hvítt: Steinitz Svart: Bardeleben ftalski leikurinn 1. e4-eS 2. RD-Rc6 3. Bc4-Bc5 4. c3-Rf6 5. d4-exd4 6. cxd4-Bb4 7. Rc3-d5 Hér er mælt með 7. ...Rxe4 hér. 8. exd5-Rxd5 9. 0-0-Be6 10. Bg5-Be7 11. Bxd5-Bxd5 12. Rxd5-Dxd5 13. Bxe7-Rxe7 14. Hf-el-f6 15. De2-Dd7 16. Ha-cl-c6 17. d5-cxd5 Með peðsfórninni býr hvítur ridd- ara sínum öruggt sæti á d4 18. Rd4-Kf7 19. Re6-Hh-c8 20. Dg4-g6 21. Rg5+-Ke8 endum framhaldið 25. ... Kg8 26. Hg7+ Kh827. Dh4+ Kxg728. Dh7+ Kf8 29. Dh8+ 30. Dg7+ Ke8 31. Dg8+ Ke7 32. Df7+ Kd8 33. Df8+ De8 34. Rf7+ Kd7 35. Dd6 mát. Yfir þessa fléttu hafa menn fyrr og síðar ausið slíku lofi að ekki þarf að auka. Þess í stað skal horfið framar í skákina. Hvítur hefur teflt í tvísýnu því flest- ir menn hans eru í uppnámi og kón- gurinn hættulega settur í borðinu. 22. Hxe7+-Kf8 Svartur má ekki drepa hrókinn því eftir 22. ... Dxe7 fellur hrókurinn á c8 og eftir 22.... Kxe7 23. He 1 + Kd8 24. Re6+ vinnur hvítur lið. Hvítur má þó- vara sig því drottningin er í voða og máti hótað á cl. 23. Hf7+-Kg8 24. Hg7+-Kh8 25. Hxh7+ Hér lét Bardeleben sig hverfa úr skáksalnum en Steinitz sýndi áhorf- JÓN TORFASON Tarrasch skýrði skákina í mótsbók- inni og gagnrýndi 16. leik svarts (eftir 16. Ha-cl)(Sbr. stöðumynd 1). Hann benti á framhaldið 16. Ha-cl Kf7 (til að koma hróknum á h8 í leikinn) 17. Dxe7+ Dxe7 18. Hxe7+ Kxe7 19. Hxc7+ og hvítur fær tvö peð fyrir skiptamuninn. Nýjustu rannsóknir sýna að svartur hefur síst verri færi í þessu afbrigði svo Steinitz hefur lík- lega leikið af sér í 16. leik. En hvað átti hann þá að gera? Rússneski skákmeistarinn og þjálf- arinn Romanovskí lagði til árið 1929 að hvítur léki 16.d5. Eftir 16. ... Kf7 17. Ha-dl Hh-e8 18. De6+ er mjög þrengt að svarti og ekki er 17. ... Rxd5 18. Rg5+ fxg5 19. Df3+ Kg6 20. Hxd5 betra. En áhangendur svarta taflsins fundu öflugan mótleik: 17. ... Ha-dS Eftir 18. De6+ Dxe6 19. dxe6+ Kg6 20. Rh4+ Kh5 21. Hd7 Rd5 22. Rf5 Hxd7 23. exd7 Hd8 24. Rxg7+ Kh6 fellur hvíta d-peðið og endataflið er jafnt. Ónnur leið var 18. Rd4 Rxd5 19. Re6 Hde8 20. Dh5+ g6 og svartur hefur staðið af sér storminn. Var þá fleira í þessari glæsiskák Steinitz eftir allt saman? Ein óvæntustu úrslit í sögu bridge, og eitthvað í þeim dúr, mátti Iesa út úr svip manna er úrslit voru kunngerð í íslandsmótinu í tvímenning um síð- ustu helgi. Símon Símonarson og Guðmundur Páll Arnarson sigruðu á glæsilegan hátt með „tröllaskori” í síðustu umferð mótsins og „stálu” þar með sigrinum af unglingalandsliðs- parinu Matthíasi Þorvaldssyni og Júl- íusi Sigurjónssyni. Þeir Matthías og Júlíus voru með yfirburðastöðu í mótinu er líða tók á, en hér sannaðist hið fornkveðna, að engu móti er lokið fyrr en síðasta spil- inu er stungið í bakkann. Annars var þetta mót frekar ein- kennileg upplifun fyrir þá sem stóðu í „baráttunni“. Er yfir lauk voru 15 pör af 24 með yfir meðalskor og aðeins tvö pör ná að kljúfa 100 stiga markið og sigurparið vinnur á einni al-lægstu skor sem undirritaðan minnir að tekin hafi verið í þvílfkri úrslita- keppni. Sennilegar skýringar á þess- ari þróun og úrslitum eru helstar, að mörg pör voru að spila sitt annað mót saman (tvístruð pör), jöfn keppni meðal „toppspilara” og einhver spila- þreyta í einstaka spilara. En Guðmundur Páll og Símon ná að sigra þetta íslandsmót. Fyrir Guð- mund er þetta sérstaklega ánægju- legt, því hann hefur upplifað það sama og stákarnir, að láta stela frá sér móti í síðustu spilunum (þá á móti Þórarni Sigþórssyni er Jón Baldurs- son og Sævar Þorbjörnsson báru sigur úr býtum). Næstu pör voru: Ásgeir Ásbjörnsson - Aðalsteinn Jörgensen, Hermann Lárusson - Ólafur Lárus- son, Sævin Bjarnason - Ragnar Björnsson og Hrólfur Hjaltason - Sig- urður Sverrisson. Umsjónarmaður ítrekar hamingju- óskir sínar til Guðmundar og Símon- ar. Þátttakan í Bikarkeppni Bridge- sambandsins virðist ætla að verða talsvert minni en undanfarin ár. Dregið verður um þessa helgi í 1. um- ferð. Um þessa helgi eru í gangi tvö svæðamót. Á Akureyri Norðurlands- mótið og á ísafirði Vestfjarðamótið. Á uppstigningardag verður svo á Ketilási í Fljótum meistaramót svæð- isins í tvímenning. Sumarbridge 1987 hófst s.l. þriðju- dag. Góð þátttaka var á 1. kvöldi, eða 37 pör og var spilað í þremur riðlum. Spilað verður í allt sumar á þriðju- dögum og fimmtudögum að Sigtúni 9. Miklar hræringar eru í íslenskum bridgeheimili þessa dagana. Það nýj- asta ku vera að Karl Sigurhjartarson og Sævar Þorbjörnsson séu að stilla saman strengi sína og „gömlu” menn- irnir Ásmundur og Hjalti fari saman á ný. Einnig hefur frést að Þórarinn Sigþórsson sé að íhuga tilboð þeirra Blöndals-bræðra, sem fimmti maður í þeirra hópi. Og fleira. Reikitungl bridgeheimsins þessa dagana, þeir Matthías og Júlíus virðast vera á enda síns félagsskapar (í bili) og heyrst hef- ur að Matthías og Ragnar Hermanns- son hyggist reyna sig saman. Tveir spilarar eru þessa dagana í keppni í Júgóslavíu. Það eru þeir Hermann Lárusson og fsak Ö. Sig- urðsson sem eru í Portoroz- stórmótinu. Nýr stöðulisti áunninna meistara- stiga verður birtur í byrjuri júní, Áríð- andi er að öll félög sendi inn skýrslur um stig hið fyrsta. Nýjasta bridgefélagið innan BSÍ er Hjónaklúbburinn í Reykjavík, sem samþykkti á aðalfundi sínum nú fyrir skemmstu að sækja um aðild að BSÍ. Umsjónarmaður óskar félags- skapnum til hamingju. Undirbúningur fyrir Norðurlanda- mót yngri landsliða, sem haldið verð- ur í Hrafnagilsskóla í Eyjafirði 22,- 27. júní n.k. er kominn vel á veg. Alls munu 9 sveitir keppa á mótinu. Og þátturinn vekur sérstaka at- hygli á ca. 50 mín. löngum þætti í ríkissjónvarpinu á sunnudagskvöldið sem mun fjalla um bridge. f bígerð mun vera að fylgja þessu framtaki eftir og sýna í haust þætti um keppnis- bridge. Svo virðist sem Þyrnirós sé komin á stjá... ÓLAFUR LÁRUSSON 18 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. maí 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.